Alþýðublaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. júll 1985
3
> Þórarinn Eldjárn
landi til vina á Vesturlöndum 5.000
ljósmyndaspólum, áður ejn hann
fluttist úr landi ásamt fjölskyldu
sinni.
Þó bæði Vladimir og kona hans
Aida, séu tilheyrandi rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunni (eða grísku-
orþódoxu kirkjunni) fengu þau
vegabréfsáritanir til ísraels með því
að uppdikta gyðinglega ættingja og
afla sér þannig heimboðs frá ísra-
elsstjórn.
Vladimir Sichov hefur gefið út
einstæða bók um Sovétríkin, Les
Russes vus par Vladimir Sichov,
sem komið hefur út á allmörgum
tungumálum, þar á meðal norsku,
sænsku og ensku: The Russians
(Little, Brown & Company, 1981).
Bókin, sem er löngu uppseld á öll-
um málum, er óvenjulega opinská
og nærfærin lýsing á daglegu lífi í
Sovétríkjunum sem útlendingum er
aldrei gefið færi á að sjá eða kynn-
ast áf eigin raun — lífi á rússnesk-
um heimildum og samyrkjubúum, í
strætum og húsasundum stór-
borga, í verksmiðjum og herbúð-
um, í óhugnanlegum fangabúðum
og geðveikrahælum sovésku leyni-
þjónustunnar, KGB, í kirkjum og
heimkynnum útskúfaðra lista- og
vísindamanna.
Sérkennilegur og mjög persónu
legur myndstíll Vladimirs Sichovs
hefur gert hann einhvern virtasta og
eftirsóttasta Ijósmyndara Evrópu
nú um stundir.
Hal Calbom og Phil
Davies
Höfundar myndarinnar lceland
Crucible eru bandarískir kvik-
myndagerðarmenn, sem átta sinn-
um hafa verið sæmdir hinum eftir-
sóttu Emmy-verðlaunum, sem veitt
eru fyrir framúrskarandi sjónvarps-
þætti. Þeir eru báðir búsettir í
Seattle í Washington-fylki og starfa
þar.
Hal Calbom stundaði nám í
stjórnmálafræðum og síðar ensk-
um bókmenntum og naut margra
virðulegra styrkja, var m.a. Nation-
al Merit Scholar, Great Book
Scholar og Frank Knox Fellow.
Hann lauk BA-prófi í stjórnmála-
fræðum frá Harvard College árið
1971 og MA-prófi í enskum bók-
menntum frá háskólanum í Exeter í
Englandi árið 1976. Að námi loknu
starfaði hann sem fréttamaður,
höfundur og framleiðandi sjón-
varpsþátta. Eftir átta ára starf hjá
NBC, gerðist hann sjálfstæður rit-
höfundur og kvikmyndaframleið-
andi í félagi við Phil Davies.
Phil Davies lauk BA-prófi i fjöl-
miðlafræðum frá The Evergreen
State College árið 1974. Eftir það
starfaði hann um sinn sem frétta-
ljósmyndari og síðan kvikmynda-
gerðarmaður og framleiðandi hjá
NBC. Á þeim árum var hann átta
sinnum sæmdur Emmy-verðlaun-
unum. Síðan 1983 hefur hann starf-
að sjálfstætt í félagi við Hal Cal-
bom að gerð kvikmynda og mynd-
banda fyrir sjónvarp og einkafyrir-
tæki.
Sigurður A. Magnússon
Sigurður hefur samið nokkrar
bækur á ensku, auk fjölmargra á ís-
lensku, m.a. Northern Sphinx —
Iceland and the Icelanders from the
Settlement to the Present (1977 og
1984) og Stallion of the North —
The Unique Story of the Iceland
Horse (1978), sem komið hefur út á
sjö tungumálum. Þá þýddi hann og
ritstýrði The Postwar Poetry of lce-
land (University of lowa Press,
1982) og ritstýrði og gaf út Iceland-
ic Writing Today (1982)
Skáldsaga hans, Undir kal-
stjörnu, hefur komið út á þýsku,
Unter frostigem Stern (1984), og
ensku, Under a Dead Star (1985).
Ljóð hans, smásögur og bók-
menntagreinar hafa birst í safnrit-
um og tímaritum á Norðurlöndum
öllum, í Bretlandi, Þýskalandi,
Frakklandi, Belgíu, Hollandi,
Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Indlandi,
Mexíkó, Bandaríkjunum og Kan-
ada.
Ásdfs Magnúsdóttir dansari
Kynning á íslenskri nútímalist
Hilda hf. og Bókaútgáfan Vaka
hafa tekið höndum saman um viða-
mikla kynningu á gróandanum í
nútímalistum Islendinga. Kynning-
in er samsett úr þremur meginþátt-
um, þ.e. stórri ljósmyndasýningu,
kvikmynd og vandaðri bók. Hér er
um einstæðan viðburð að ræða í
menningarlífi íslendinga og þótt
víðar væri leitað, því ekki er vitað til
að nokkurn tíma hafi verið efnt til
jafn víðtækrar kynningar á öllum
listgreinum heillar þjóðar.
Ráðgert er að fara með kynningu
þessa víða um lönd á næstu árum,
en forsýning hennar verður opnuð á
Kjarvalsstöðum laugardaginn 13.
júlí og mun standa þar fram til 28.
júlí, frá klukkan 14 til 22 daglega.
Kynningin hefur hlotið yfirskrift-
ina Iceland Crucible.
Ljósmyndirnar
Á kynningunni er sýning á 330
ljósmyndum af um 170 íslenskum
listamönnum úr öllum greinum,
eftir heimskunnan ljósmyndara,
Vladimir Sichov. Hann starfar að
staðaldri fyrir ýmis helstu mynd-
skreytt viku- og mánaðarrit vestan
hafs og austan og hefur fengið fleiri
myndir birtar en nokkur annar ljós-
myndari í heiminum á síðustu sex
árum.
Ljósmyndasýningin á Kjarvals-
stöðum er stærsta, fjölbreytilegasta
og listrænasta mannamyndasýning
sem nokkru sinni hefur verið efnt til
hérlendis.
Kvikmyndin
Annar hluti kynningarinnar er
hálftíma kvikmynd um grósku ís-
lenskra Iista í nútímanum. Myndin
nefnist Iceland Crucible og er gerð
af tveimur kunnum bandarískum
kvikmyndagerðarmönnum, Hal
Calbom og Phil Davies, sem átta
sinnum hafa verið sæmdir hinum
eftirsóttu Emmy-verðlaunum fyrir
sjónvarpsþætti sína. Til skamms
tima unnu þeir fyrir bandarísku
sjónvarpsstöðina NBC, en starfa nú
sjálfstætt.
Kvikmyndin er í litum og koma
þar við sögu ýmsir kunnir lista-
menn á mörgum sviðum. Myndin
verður sýnd a.m.k. tvisvar daglega
meðan á kynningunni á Kjarvals-
stöðum stendur.
Bæði kvikmyndin og ljósmyndir
Vladimirs Sichovs voru gerðar að
frumkvæði og á kostnað Hildu hf.
Bókin
í tengslum við sýningarnar á
Kjarvalsstöðum kemur út á vegum
Bókaútgáfunnar Vöku stór og
vönduð bók á ensku með úrvals-
myndum Sichovs af um 170 íslensk-
um listamönnum úr hinum ýmsu
greinum og á öllum aldursskeiðum.
Bókin ber heitið Iceland
Crucible, A Modern Artistic
Renaissance. Texta hennar samdi
Sigurður A. Magnússon, rithöf-
undur, og rekur hann i skilmerki-
legu máli þróun og helstu afrek
hverrar listgreinar frá öndverðu
fram á þennan dag.
Aldrei fyrr hefur svo yfirgrips-
mikil bók um sögu allra listgreina
komið út í neinu landi veraldar. Hér
er því um að ræða jafnt alþjóðlegan
sem innlendan menningarsöguleg-
an viðburð.
Heimskynning
Á næsta ári er ráðgert að fara
með ljósmyndasýninguna og kvik-
myndina um þver og endilöng
Bandaríkin og Kanada og koma
bókinni á framfæri við lesendur
sem allra víðast vestan hafs. Bóka-
útgefendur og forstjórar sýningar-
sala og sjónvarpsstöðva hafa sýnt
þessu framtaki verulegan áhuga.
Síðan er ætlunin að snúa sér að
Evrópu og Asíu og þá fyrst og
fremst Japan.
Með því að hefja kynninguna
hérlendis vakir fyrst og fremst fyrir
aðstandendum bókar og sýninga að
vekja athygli heimamanna á þeirri
ótrúlegu blómgun, sem átt hefur sér
stað í öllum listgreinum á undan-
förnum áratugum. Þar koma bæði
við sögu listamenn sem unnið hafa
afrek á heimavelli og fjölmargir
listamenn sem gert hafa garðinn
frægan með öðrum þjóðum.
Hvers vegna?
Eðlilegt er að fólk spyrji: Hvers
vegna eru einkaaðilar að ráðast í
slíkt kynningarátak á íslenskri
menningu og listum í útlöndum?
Svarið er ekki einhlítt. Helsta
ástæðan er samt sú, að þeir er að út-
flutningi standa og aðrir, sem tengj-
ast íslandskynningu i útlöndum
telja sig hafa séð að þörf sé orðin á
viðameiri menningarkynningu ís-
lendinga erlendis en verið hefur.
Kynning á náttúru, landslagi, land-
háttum og framleiðsluvörum sé góð
og gild, en landkynning, sem tengist
menningu og lífi fólksins í landinu
verði yfirleitt áhrifameiri fyrir land
og þjóð og um leið fyrir þá sem
selja útlendingum vöru og þjón-
ustu.
Forráðamenn Hildu hf. sem hafa
stundað viðamikinn ullarvöruút-
flutning um árabil höfðu frum-
kvæði að þessari kynningu sem
hlotið hefur yfirskriftina Iceland
Crucible, sem þýða mætti Islensk
deigla. Með henni er ætlunin að
sýna hvernig alþjóðlegir straumar í
listum blandast íslenskum áhrifum
og verða til þess að hér er nú meiri
gróandi í Iistum en víðast hvar ann-
ars staðar.
Bókaútgáfan Vaka annast einn
þátt málsins, sem er gerð og útgáfa
bókar um þetta efni, en ljósmynda-
sýningin og gerð kvikmyndarinnar
er á vegum Hildu hf.
Líklegt er að fleiri fyrirtæki teng-
ist þessu kynningarátaki á síðari
stigum, jafnframt því sem það gæti
orðið all miklu víðtækara.
Höfundarnir
Vladimir Sichov
Sichov er heimskunnur Ijós-
myndari af rússnesku bergi brotinn.
Hann hefur búið í París síðan 1979
og starfar fyrir ýmis helstu viku- og
mánaðarrit austan hafs og vestan,
svo sem Paris Match, Stern, Life,
People, Vogue og Esquire. Hann
fæddist í Kazan á Volgubökkum ár-
ið 1945. Að loknu námi í rafmagns-
verkfræði gegndi hann um tveggja
ára skeið herþjónustu í Baykonur-
geimstöðinni og varð liðsforingi.
Eftir lausn úr hernum starfaði hann
á eigin vegum sem ljósmyndari og
tók einkum myndir fyrir minjakort
og hljómplötukápur. Á þessum
tíma tók hann um 180.000 ljós-
myndir og lánaðist að smygla úr