Alþýðublaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 4
■ Alþýðublaóið, Ármúla 38, 108 Reykjavik Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) 1 alþýðu- Askriftarsíminn er 81866 Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Þriöjudagur 15. október 1985 Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Morð, — tíðkast enn fangelsanir og pyndingar í öllum heimshlutum sam- kvœmt skýrslu Amnesty International .fyrir árið 1984 Amnesty International hafði á árinu afskipti af pólitískum fang- elsunum á Haiti, Paraguy, Mexíkó og Peru. í Chile var þúsundum manna haldið föngnum í skemmri tíma og Meiri eða minni brot gegn sjálfsögðustu mannréttindum eru framin í a.m.k. 123 þjóðlöndum heimsins á þessari gullöld siðmenningar, sem við flest teljum okkur lifa. Fólk er ennþá fangelsað án dóms og laga, pyntað til sagna, eða í hefndarskyni og líflátið vegna skoðana sinna eða trúar, eða jafnvel mestanpart vegna kynþáttar síns. Slíkar aftökur fara í sumum lönd- um fram að undangengnum réttarhöldum sem ekki standa undir nafni nema til að sýnast. Svona óhugnanlegar staðreyndir er að finna meðal annars efnis í nýút- kominni skýrslu frá samtökunum Amnesty International, þar sem fjallað er um mannréttindabrot í heiminum á árinu 1984 og baráttu samtakanna gegn þeim. Greint var frá útkomu skýrslunnar í stuttri frétt hér í blaðinu fyrir fáum dögum, en full ástæða er til að skýra efni hennar nokkru nánar fyrir lesendum. Að sögn samtakanna sjálfra sýnir skýrsla þessi svo ekki verður um villst að brot gegn mannréttindum einangrast síður en svo við einhver ákveðin þjóðféiagskerfi. Þannig I Kína var dauðarefs- ingu m.a. beitt gegn fjöldamörgum afbrot- um í samrœmi við her- ferð þá gegn glœpum er hófst þar í landi árið 1983. eru framin brot gegn sjálfsögðum mannréttindum bæði í Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum og ná- grannar okkar Bretar og jafnvel Finnar komust á skrá auk ríkja í fjarlægari heimshlutum, en það kemur okkur reyndar síður á óvart. Afríka Fangelsun án undangenginna réttarhalda er útbreidd í þessari heimsálfu. Af 41 ríki sem getið er um í skýrslunni, var vitað um slíkar fangelsanir í 38 ríkjum. Þúsundir pólitískra fanga eru í haldi í ríkjum álfunnar. Til dæmis má nefna að fangelsi, rétt hjá Kampala, höfuð- borg Uganda var vitað um a.m.k. 1100 slíka fanga. Fjölmargir póli- tísku fanganna eru svokallaðir sam- viskufangar, þ.e. þeir sitja í fanga- vist einvörðungu vegna skoðana sinna, en ekki vegna afbrota af neinu tagi. Olögleg dráp á vegum stjórnar- hersveita áttu sér einnig stað í fjöldamörgum ríkjum Afríku á síð- asta ári. í Suður-Chad voru hundr- uð manna handtekin, grunuð um að vera hliðholl skæruliðum, og tekin af lífi án nokkurra réttar- halda. Frá Kenya bárust fregnir af fjöldahandtökum, pyndingum og drápum á fólki af kynþætti Sómala. Samtökin vita þannig um a.m.k. 560 sam- viskufanga í Sovétríkj- unum, en talið er að þeir geti verið mun fleiri. Vitað er um hátt í 700 aftökur í Iran á árinu 1984 en sú tala gœti sem best verið mun hœrri. bara á Addis Ababa er talið að um 1500 pólitískir fangar séu í haldi í aðalfangelsi borgarinnar. í Luzira- I Uganda er talið að hundruð fólks hafi verið drepin og frá Zimbabwe bárust fregnir um að stjórnarhersveitir hafi farið um með barsmíðum og drápum. Við- líka fregnir bárust einnig frá Eþíó- píu, Zaíre, Kamerún, Ghana, Namibíu og Sómalíu. í Suður-Afríku var dauðadóm- um beitt vægðarlaust og af fyllstu hörku á sl. ári. Vitað er um a.m.k. 114 manns sem voru hengdir í Pretóríu og fjöldi manns var tekinn af lífi í hinum svokölluðu heima- löndum. Aðrar ómannúðlegar og niður- lægjandi refsingaraðferðir voru skrásettar af Amnestv Interna- tional í Afríkuríkjum. Þar má nefna að í Súdan var fólk hand- höggvið og fótstýft svo seint sem á árinu 1984. Ameríka Meðal mannréttindabrota sem samtökin skráðu í ríkjum Vestur- álfu á sl. ári voru mannrán og pynd- ingar, pólitísk dráp og fangelsun án dóms og laga. Fólk sem grunað var um andstöðu við stjórnvöld var stundum látið hverfa í þessum ríkj- um. Skyldum við þar með geta sofnað á kvöldin í öruggri fullvissu þess að hér séu ekki framin brot gegn mannréttindum. fjölda fólks skipað að flytja búferl- um án nokkurs möguleika til áfrýj- unar. Þar hafa pyndingar einnig haldið áfram og á sl. ári var vitað um a.m.k. tvö dauðsföll af völdum pyndinga. Fregnir bárust af pyndingum í fjöldamörgum öðrum Ameríku- löndum m.a. Guyana, Mexikó, Paraguay og Surinam. í Guatemala hélt fólk áfram að „hverfa“ á árinu 1984. Til dæmis segir frá því í skýrslunni að á tíma- bilinu frá mars til maí hafi flestir forvígismenn stúdentasamtakanna „horfið“. í Nicaragua hafa hersveitir sem berjast gegn stjórn Sandínista iðu- lega tekið fanga af lífi, annað hvort á staðnum, eða eftir að fangarnir hafa verið fluttir til grannríkisins Hondúras. Stjórnvöld í Nicaragua hafa hins vegar m.a. fangelsað for- ystumenn löglegra stjórnarand- stöðuflokka. Framh. á bls. 2 Ævisaga Kjarvals er nú komin út Ævisaga Jóhannesar S. Kjarvals er nú komin út hjá Almenna bóka- félaginu. Bókin er eftir Indriða G. Þorsteinsson, mikið verk í tveimur bindum. Þar er rakin ævi Kjarvals frá fæðingu í Efriey í Meðallandi 15. október 1885 og til dauðadags 13. apríl 1972. í ævisögunni eru margar myndir, litprentanir af málverkum og ljós- myndir frá ævi listamannsins og af samferðafólki hans. Hússtjórn Kjarvalsstaða réði Indriða árið 1976 til að rita ævisög- una. Hann hefur starfað að því verki síðan, fyrst við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna, en ritun sög- unnar hófst ekki fyrr en um áramót 1983—84 . . . Davíð Oddsson, borgarstjóri, ritar formálsorð. Hafsteinn Guðmundsson i Þjóð- sögu hefur ráðið allri uppsetningu og útliti bókarinnar. Frank Ponzi sá um val málverka til myndatöku og hafði umsjón með prentun þeirra. Björn Friðfinnsson, framkvæmda- stjóri lögfræði- og stjórnsýslu borg- arinnar, hefur fylgst með fram- vindu verksins fyrir hönd Reykja- víkurborgar. Fyrra bindi ævisögu Kjarvals er 288 blaðsíður og hið síðara 326. Þá eru myndasíður ekki taldar með. Prentsmiðjan Oddi sá um filmu- vinnu og prentun bókarinnar. Molar . . . Og svo allir hinir flokkarnir Þótt kosningaúrslitin í Svíþjóð séu löngu lýðum Ijós, gildir það reyndar aðeins um helstu niður- stöður. Það er nefnilega þannig í þessu ágæta landi að þegar end- anlegar niðurstöður liggja fyrir í smáatriðum, kemur í ljós að heilir 800 „stjórnmálaflokkar" eða þar um bil hafa fengið atkvæði. Fæst- ir þessara flokka eru til í raun og veru, heldur eru atkvæði þeirra þannig til komin að einhver húm- oristískur kjósandi hefur skrifað uppdiktað flokksnafn á kjörseðil- inn sinn. Þetta er þó nægjanlegt til þess að „flokkurinn" er ná- kvæmiega skrásettur, því eins og allir vita eru Svíar nákvæmt fólk og kerfi þeirra er eitt hið allra full- komnasta sem til er í þessum heimi. Þannig verða af skyndingu til nýir flokkar eins og til dæmis Flokkur Gústafs kattar og Anti- evrópski skinkuflokkurinn, svo dæmi séu nefnd. Fyrir nokkrum kosningum fann einhver snillingur upp á því í kjörklefanum að sennilega væri Andrés önd alveg kjörinn í em- bætti forsætisráðherra í staðinn fyrir Pálma eða Falldyn og skrif- aði nafn teiknimyndahetjunnar á kjörseðilinn. Eitthvert blaðanna sagði svo frá þessu eftir kosning- arnar og uppátækið vakti þvílíka hrifningu að Andres önd, sem heitir reyndar Kalle Anka á sænsku, hefur fengið æ fleiri at- kvæði allt frá þessu. Kannski endar þetta með því að flokkur hans fái nægilega mörg atkvæði til að tryggja þingsæti. Og upp frá því kemur að sjálf- sögðu allt til með að ganga mun hraðar fyrir sig. Hveit veit nema . . . ? Halldór Blöndal og Héðinn og fleiri góðir menn Halldór Blöndal alþingismaður er sagður vonbiðill ráðherrastóls (samkvæmt traustum heimildum úr laugunum næstur á eftir Frið- rik og Birgi ísleifi) er sem kunnugt er hatrammur andstæðingur Bú- seta og mun m. a. hafa haft hönd í bagga með að koma í veg fyrir að fjármálaráðuneytið gæfi Búseta sparnaðarleyfið á dögunum. Ekki má nafnið Búseti svo heyrast né sjást að Halldór Blön- dal sé ekki mættur til leiks og „leiðrétti" þar ýmsan misskilning eins og hann orðar það sjálfur. Hér á dögunum var vakin at- hygli á því í Alþýðubiaðinu að krafan um íbúðarbyggingar á fé- lagslegum grundvelli er ekki leng- ur einungis byggð á þeim rökum hérlendis að nauðsynlegt sé að byggja yfir þá sem ekki hafa möguleika á að eignast eigið hús- næði, heldur vaxi nú þeirri skoð- un ásmegin að fólk eigi rétt á því að velja sjálft, hvort það vill fjár- festa í steinsteypunni eða láta sér nægja að greiða leigu fyrir hana. Þetta fór greinilega mjög fyrir brjóstið á þingmanninum og í grein sem hann ritaði í Morgun- blaðið nokkru siðar fékk hann ekki lýst hneykslun sinni á þessari skoðun. Þetta verður kannski skiljanlegt þegar tekið er tillit til þess að þingmaðurinn tilheyrir þeirri kynslóð fólks sem eignaðist steinsteypuna nokkurn veginn gratís á kostnað foreldra sinna og afkomenda. Margir meðlimir þessarar kynslóðar una nú glað- hlakkalegir við sitt. Halldóri Blöndal varð það fyrst fyrir í orðvana hneykslun sinni að vitna til Héðins Valdimarssonar. Telur Halldór mikinn mun finn- anlegan á hugsjónum þeim sem lágu að baki fyrstu skóflustungu Héðins að verkamannabústöðum og hugsjónum Alþýðuflokksins nú og stuðningi hans við Búseta. Ekki ætlum við okkur þá dul hér á Molum að rífast við Halldór Blöndal um skoðanir þær sem Héðinn Valdimarsson hefði hugs- anlega haft á fyrirbrigðinu Bú- seta, ef Héðinn hefði lifað. Hins vegar var því laumað að okkur um daginn að á sinum tíma var stofn- að húsnæðissamvinnufélag í Reykjavík á svipuðum grundvelli og Búseti. Þetta mun nánar til- tekið hafa verið snemma á þriðja áratugnum og það er kannski eng- in von að Halldór muni eftir þvi (líkaminn er nú einu sinni ekki jafn gamall og hugsunarháttur- inn) og einn af forvígismönnum þessa félagsskapar hét Jón Bald- vinsson. Kannast Halldór nokkuð við það nafn?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.