Alþýðublaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ H FT.TM Föstudagur 13. desember 1985 Alþýöublaðiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaöamenn: Friðrik Þór Guömundsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 81866 HALASTJARNA HALLEYS /APR/l '987 /NOVMMBSfZ ± /785- \ jr ' ~ ^ TAUR.U5 \ JKt " 0RI0N rt \ ANDROMeDA LBO (tEjONer) (TJVHEN) PS6ASUS V 1MARS /9te VIRG0 (JUNGFKuN) ^ /3MARS 1786 < / SrORPNJS * | 1 (SKORh’! ON/SN) A 1 ( VATTUMAHNEN) , I ^ '• >jL ' \ x4 CAPR/COflNUS ( 5TÉNB0CKEN) +*\ # 4 FEBRUAfU /986 f/ APR./L /986 -' ' > 1 V%r*'** —centauaíus.J* V (KENTAUaFN) TPtT Þetta er ferill Halley-halastjörnunnar, séð frá jörðu. Efst til vinstri hefst ferðalagið í nóvember, en þá er halastjarna við Taurus (nautið). Síðan heldur hún ferðinni áfram fram til 15. maí 1986 að hún hverfur. Síðan sést hún ekki aftur í 76 ár. Á litlu myndinni til vinstri er Edmond Halley, sem halastjarnan heitir í höfuðið á. Getur þessi aldni ferðalangur stuðlað að lausn lífsgátunnar Sjaldséður gestur er á ferð — Halleyhalastjarnan. í mörg þúsund ár hefur hún komið í heimsókn með reglulegu millibili, á 76 ára fresti. Koma hennar hefur alltaf vakið mikla athygli og áður fyrr olli hún miklu uppnámi. Vísindamenn hafa undirbúið sig vandlega undir komu hennar og viðskiptajöfrar hyggjast gera hana að söluvarningi. Arið 2061 er búist við komu hennar á ný. Talið er að Halleyhalastjarnan geti gefið vitneskju um það hvernig jörðin myndaðist. Um 1500 vís- indamenn víða um heim vinna að því að afla frekari vitneskju, m.a. með því að senda á loft 5 geimför, sem eiga að fara eins nærri hala- stjörnunni og hægt er. Nú þegar er vitað að stjarnkerfið raðast utan á kjarna, sem er aðeins fáeinir kílómetrar í þvermál. Efni kjarnans er venjulegur „óhreinn ís“, þ.e.a.s. ísklumpur með ýmsum öðr- um efnum saman við. Umhverfis kjarnann ere.k. blandaaf föstu efni og gasi, sem talið er að myndist fyr- ir áhrif sólar og sama máli gegnir um halann margfræga. Menn álíta að efnið í halastjörnunni sé meðal þess elsta og upprunalegasta i geimnum og hafi myndast fyrir 4—5 millj. árum. Hafi það haldist í sinni upprunalegu mynd, eins og álitið er, getur öll vitneskja um það stuðlað að því að svara spurningum um hvernig jörðin og aðrir hnettir í sólkerfi okkar mynduðust. Halleyhalastjarnan er því reglu- legur forngripur og vísindamenn ætla að fylgjast grannt með öllum breytingum og afla sem mestrar vitneskju um ástæður fyrir þeim. Hver var Halley? Halleyhalastjarnan er nefnd eftir manni þeim sem fyrstur manna reiknaði það út að brautartími hennar væri 76 ár, að hún færi eftir sporbaug umhverfis sólu og sæist frá jörðu þann tíma sem hún er næst sólinni. Þetta var enski stjarn- fræðingurinn Edmond Halley, kaupmannssonur frá Derbyshire (1656—1742). Hann fékk snemma áhuga á stjarnfræði og aðeins 21 árs að aldri fór hann til eyjarinnar St. Helenu. Þar rannsakaði hann og samdi skýrslu um 300 stjörnur. Af því verki varð hann þekktur meðal fræðimanna og fékk m.a. inngöngu í fræðifélagsskap aðalsmanna og umgekkst þekktar persónur á þeim tíma. Um þennan mann gengu margar sögur, m.a. um drykkjuskap og slark, en enginn efaðist um að hann væri snillingur á sínu sviði. Ein sag- an er á þá leið að Halley hitti Pétur mikla Rússakeisara i veislu og fór vel á með þeim. Eftir veisluna settist keisarinn upp í léttikerru og bað Halley að aka. Ökuferðin endaði inni í þykku limgerði, en zarinn var hæstánægður með allt saman. Slæmur fyrirboði Reynt hefur verið að rekja sögu Halleyhalastjörnunnar eftir forn- um heimildum. Sagnir um hana eru til hjá Grikkjum, Egyptum og Kín- verjum sem eru tímasettar allt aftur til ársins 600 f. Kr., en vitanlega er ekki öruggt að það hafi verið þessi stjarna sem sást. Hins vegar eru til skráðar heim- ildir í Kína frá árinu 240 f. Kr. um skæra stjörnu á himinhvolfinu og síðan greina heimildir frá endur- komu hennar 76. hvert ár, 164 f. Kr„ 87 f. Kr„ 12 f. Kr„ 66 e. Kr. o.s.frv. Árið 12 f. Kr. segir sagnritarinn Dio Cassus í Rómaborg að „stjarna hafi hangið yfir borginni" og þótti það ills viti. Samtíma kínverskar heimildir geta einnig um stjörnuna þetta ár. Sumir hafa viljað tengja frásagnir af stjörnunni yfir Betlehem við þessar sagnir, en það getur illa staðist tímatalslega, þótt hugmyndin sé að öðru leyti freist- andi. Koma halastjörnunnar varð eft- irminnileg árið 1066. Þá sást hún frá jörðu á tímabilinu apríl—júní. í Englandi var hún talin illur fyrir- boði, en þá var yfirvofandi innrás frá Normandí, sem lauk með sögu- frægri orrustu við Hastings. í ráð- húsinu í Normandí er frægt mynd- verk frá orrustunni og halastjarnan höfð með. Það er fyrsta myndin af halastjörnunni sem vitað er um og varðveist hefur. Kynjasögur Árið 1301 sást halastjarnan víða, t.d. í Kína og á íslandi. Listamaður- inn Giotto di Bondone í Flórens sá hana og skreytti kapellu í Padua með mynd af fyrirbærinu. Árið 1684 fékk Halley tækifæri til að sjá hana með eigin augum og setti fram þær kenningar sem síðan hafa hald- ið nafni hans á lofti. Síðast sást Halleyhalastjarnan árið 1910. Þá höfðu orðið miklar framfarir í vísindum og það heppn- aðist að ljósmynda og litgreina hana eftir því sem þáverandi tækni gerði mögulegt. Margar kynjasögur spruttu upp við komu hennar það ár. Meðal annars var álitið að eiturgas frá hal- anum myndi eyða öllu lífi á jörð- inni. Reyndar eru gastegundir eins og blásýrugas og kolmónoxíð í hal- anum, en ekki svo mikið að hætta geti stafað af á jörðu niðri. Samt sem áður lokuðu menn sig inni og byrgðu dyr og glugga til að verjast gasinu. Einnig voru í umferð pillur sem áttu að vera góð vörn, þótt ekki sé vitað nákvæmlega gegn hverju. Stefnumót í geimnum Miklar vonir eru bundnar við komur halastjörnunnar nú vegna allra þeirra tækniframfara sem orð- ið hafa síðustu áratugina. Fimm geimferjur verða sendar á loft til móts við hana á næsta ári. Evrópulöndin sameinast um ferj- una Giotto, sem er þegar lögð af stað og verður komin á leiðarenda 13. mars n.k. Áætlað er að hún fari í 500 km. fjarlægð frá kjarna hala- stjörnunnar, sem enginn veit þó ná- kvæmlega hvar er. Búist er við að ferjan eyðileggist þegar hún kemur inn í hjúp halastjörnunnar, en menn vona að upplýsingar frá henni nái að berast til móttöku- stöðva á jörðu niðri. Sovétmenn senda tvær ferjur á loft (Vega) í samvinnu við franska og Austur-Evrópska vísindamenn. Þær fara líka í gegnum hjúpinn, en í nokkru meiri fjarlægð en Giotto. Ferjurnar eru búnar fullkomnustu tækjum, sjónvarpsmyndavélum, fjarskiptatækjum og litsjám og þær verða komnar til móts við hala- stjörnuna á bilinu 4—8. mars. Japanir hafa sent tvær ferjur á loft (Planet A). Þær eiga að fara í 200.000 km. fjarlægð frá hala- stjörnunni og eru einnig búnar full- komnustu tækjum. Samanlagt ætti þetta átak að skila verulegum ár- angri. Jafngömul jörðinni Enn er ekki vitað hvernig hala- stjörnur hafa myndast. (Þær eru fleiri til). Helst er álitið að þær hafi myndast í útjaðrinum á stjörnu- þoku sólar, sem núverandi sólkerfi myndaðist úr. Ef það er rétt þá er Halleystjarnan jafngömul jörðinni eða um 5 millj. ára. Þess vegna geta nákvæmar rannsóknir á henni leitt sitthvað í ljós um sköpun jarðar. Eitt af því sem þarf rannsóknar við er hvers vegna halastjarnan fer eftir braut sem er allfrábrugðin leið ann- arra hnatta sem hreyfast umhverfis sólu. Enn er ekkert vitað um það. Koma halastjörnunnar hefur sett fleiri rannsóknir í gang. Félags- fræðingar rannsaka hvaða áhrif óttinn við halastjörnur hefur haft á mannlífið. Vitað er um dæmi þess að þjóðhöfðingjar sem óttuðust halastjörnur létu innleiða sérstaka bænadaga í kirkjum vegna þeirra. Talið var að halastjörnur gætu rek ist á jörðina og sprengt hana og al- gengt var að menn héldu að halinn strykist við jörðu og dreifði eldi og eimyrju. Einnig voru alls kyns nátt- úruhamfarir settar í samband við komu halastjörnunnar. Kaupmang í þetta skipti geisar annars konar faraldur í sambandi við komu hala- stjörnunnar. í mars—apríl eru skipulagðar ferðir á þær slóðir sem menn geta með hægu virt fyrir sér þennan aldna ferðalang. Um er að ræða ferðir í lofti, á láði og legi og tugþúsundir farþega hafa þegar skráð sig í þessar ferðir. Farið verð- ur um Kyrrahaf og á staði í Ástralíu og nágrenni, því þaðan verður út- sýnið best. í Bandaríkjunum er halastjörnu- iðnaðurinn í fullum gangi, með minjagripum, skyrtubolum og sér- stökum Halleysjónaukum, sem kosta allt að 200 dollurum. Flestir menn hafa aðeins eitt tækifæri á ævinni til að sjá Halley- halastjörnuna. Hér á norðurhveli jarðar verður sú sjón ekki sérstak- lega eftirminnileg. Stjarnan er of langt frá sólu ennþá. í desember og janúar verður hægt að koma auga á hana í venjulegum sjónauka þegar dimmt er. í febrúar og mars verður hægt að sjá hana með berum aug- um í suðaustri í birtingu á morgn- ana. í mars—apríl verða menn hins vegar að fara suður undir miðbaug til að sjá halastjörnu Halleys við bestu skilyrði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.