Alþýðublaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 14. febrúar 1986
RITSTJÓRNARGREIN'
Þú ert á leið til hægri
ef þú hefur hálsbindi
M miðvikudaginn birti Morgunblaðið grein í
opnu undir fyrirsögninni „Ungt fólk snýr til
hægri í stjórnmálum" Greinin fjallar um ungt
fólk í Vestur—Þýskalandi, og er eftir Banda-
ríkjamann, fréttaritara New York Times í Vest-
ur—Þýskalandi. Rauði þráður greinarinnar er
sá, að ungt fólk þar í landi hafi ekki lengur trú
á mótmælaaðgerðum, né flokki Græningja, né
baráttu gegn kjarnorkuvopnum og friðarhreyf-
ingar séu í upplausn.
Einnig kemur f ram, að ungt fólk hafi ekki leng-
ur áhuga á stjórnmálum. Fýrirmynd ungu kyn-
slóðarinnar sé Boris Becker, tennisleikarinn
snjalli. Hann iáti ekki til sín taka á pólitíska
sviðinu, hann tali ekki um mengun, hann leiki
tennis og sigurganga hans sé óstöðvandi. Vel-
gengni hans sé dæmi um „ameríska draum-
inn“. — í greininni er sagt frá skoðanakönnun,
sem gerð var í desember s.l. meðal fóiks á aldr-
inum 16 til 20 ára. Þar kom i Ijós. að 25% höfðu
„samúð“ með Græningjum, eins og það erorð-
að í Morgunblaðinu, 28% studdu stjórnar-
flokkinn, Kristilega demókrata, 5% Frjálsa
demókrata og 38% Jafnaðarmannaflokkinn.
Ef draga á ályktun af þessari skoðanakönnun
og greininni I heild, er það með ólíkindum
hvernig Morgunblaðið getur snúið þessum
niðurstöðum upp I það, að ungt fólk í Vestur—
Þýskalandi leiti til hægri í stjórnmálum. Hvern-
ig skoðanaleysi í stjórnmálum gafngildir því að
snúa til hægri hlýtur að vera ofvaxiö flestra
manna skilningi. En fleiri ástæður eru raktar.
Stúlkurnar klæðast frekar pilsum en buxum.
Þær leggja meiri áherslu á að vera kvenlegar.
Strákarnir eru snyrtilegri en áóur. Þeir ganga í
jökkum og eru gjarnan með bindi. Og unga
fólkið sækir frekar glæsilegar vlnstúkur en
fátækleg kaffihús. — Lenin gekk í jakkafötum
og var með bindi. Byltingarkonurnar Rúss-
nesku voru í pilsum. Engum dettur i hug, að
rússneska byltingin hafi verið einhver hægri
sveifla.
Hvaða blaði nema Morgunblaðinu dytti í hug
að setja slíka fyrirsögn á grein af þessu tagi.
Þótt Græningjum hafi að hluta mistekist ætl-
unarverk sitt og þótt örvænting unga fólksins
í Vestur—Þýskalandi vegna atvinnuleysis og
styrjaldarótta, hafi hjaðnað eða tekið á sig aðrá
mynd, þáhefurþaðekki snúiðtil hægri í stjórn-
málum. Slík fullyröing er hrein og kiár sögu-
fölsun, eins og kemur raunarskýrt fram í þeirri
skoðanakönnun, sem fylgir fyrrnefndri grein i
Morgunblaðinu.
»
I Evrópu ganga nú um 20 milljónir manna at-
vinnulausar. Hægri öflin hafa á síðustu áratug-
um stuðlað mjög að fjölgun atvinnulausra með
stefnu sinni í efnahagsmálum. Markaðshyggj-
an hefur stuðlað að síaukinni, efnalegri stétta-
skiptingu, og Vestur—-Þýskaland hefur ekki
farið varhluta af þessari þróun. 11% af öllu
vinnufæru fólki i Vestur—Evrópu er atvinnu-
laust, og langstærstur hluti þeirra er ungt fólk,
eða um 20%. Heilar kynslóðir eru að vaxa úr
grasi, sem aldrei hafa haft fasta atvinnu. Þetta
ástand hefur haft í för með sér gífurleg félags-
leg vandamál, örvæntingu, vonleysi, auknaeit-
urlyfjaneyslu og glæpi. í auknum mæli hafa
hægri öfgamenn notfært sér ástandið til að
efna til kynþáttaofsókna, og í Vestur—Þýska-
landi hafajafnvel draugarnasismans verið vak-
tir upp.
Þetta ástand hefur kyrfilega staðfest að ný-
frjálshyggjan hefur brugðist. Hin nýju hægri
öfl hétu auknum hagvexti, lækkandi veröbólgu
og fuliri atvinnu, aðeins ef markaðshyggjan
fengi ráðið ferðinni. Þessu takmarki hefur ekki
verið náð. Að vísu hefur verðbólgan verið keyrð
niður í nokkrum löndum með harkalegum að-
gerðum á skömmum tíma, en með alvarlegum
afleiðingum atvinnuleysis og efnahagslegri
stöðnun.
En nú hefur Morgunblaðið það eftir banda-
rískum fréttamanni í Vestur—Þýskalandi, að
æska landsins sé að snúa sér til hægri I stjórn-
málum. Tennissnillingurinn Boris Becker er
nefndurþessu máli til sönnunar, þótt hann hafi
lýst sig áhugalausan um stjórnmál. Hvert
halda lesendur, að þessum lævísa áróðri sé
beint. Tilvitnanir í ungt fólk úr ýmsum stéttum
þjónar sama tilgangi. Það lýsir ekki stuðningi
við hægri flokkana, heldur aðeins því, að það
vilji spjara sig, ná árangri. En það heitir á
Mogga—-máli, að snúa sér yfir til hægri. — Þó
styðja tæplega 40% unga fólksins vestur—
þýska jafnaðarmannaflokkinn.
Hér er á ferðinni subbulegur áróður, sem
þjónar þeim tilgangi, að telja ungu fólki á ís-
landi trú um að jafnaldrarþess i Evrópu séu að
snúasértil hægri flokkannatil að leysavanda-
málin, sem þeirhafasjálfirskapað. Og til vitnis
eru leiddir heimskunnir íþróttamenn, sem hafa
lýst yfir því, að þeir vilji ekki blanda sér í stjórn-
mál. — Nýfrjálshyggjan á íslandi býður einnig
upp á afleiðingar markaðshyggjunnar, en gegn
henni ber hverjum hugsandi manni að snúast.
Ekki síst ungu fólki.
Hefðbundin kínversk mynd
list á Kjarvalsstöðum
Sýning á hefðbundinni kínverskri
myndlist verður opnuð á Kjarvals-
stöðum laugardaginn 15. t'ebrúar
kl. 14.00. Sýningin er haldin á veg-
um Menntamálaráðuneytisins og
Sendiráðs kínverska alþýðulýðveld-
isins og flytja menntamálaráðherra
Sverrir Hermannsson og sendifull-
trúi Kína Li Quinping stutt ávarp
við opnunina. A sýningunni eru um
80 myndir eftir 11 núlifandi lista-
menn.
Sýningin kemur hingað frá
Shaanxi-fylki og eru flestir lista-
mennirnir, sem sumir hverjir eru í
hópi þekktustu listamanna Kín-
verja í dag, tengdir Myndlistar-
stofnun Shaanxi í Xian, höfuðborg
fylkisins og hinni fornu höfuðborg
Kínaveldis. Myndirnar, sem iýsa
fólki og landslagi, blómum og fugl-
um eru í hefðbundnum stíl og þar
beitt ævafornri tækni. Menn hafa
ástæðu til að ætla, að málaralistin
sé jafngömul kínverskri menningu,
og þegar fyrir um 6000 árum voru
menn þar í landi farnir að skreyta
keröld og önnur búsáhöld manna-
og dýramyndum. Nýlega hafa og
fundist dæmi um myndir málaðar á
silki á 5.-3. öld f. Krist.
Á þriðju til sjöttu öld eftir Krist
þróaðist málarlistin mikið. Manna-
myndir, sem eru elsta form hinnar
fornu kínversku myndlistar, tóku
nú skýrum breytingum og fengu
skarpari og tjáningarfyllri svip, en
jafnfram fór að bera á landslags-
myndum.
Á sama tíma fóru menn að þróa
með sér listgagnrýni. Litlu síðar
komust svo blóma- og fuglamyndir
í tísku.
Þessi hefð hefur verið óslitin síð-
an og hafa Kínverjar átt marga
meistara á þessu sviði. Flestir hafa
málað á silki eða Xuan-pappír, en
önnur grein þessarar listar voru
veggmyndir, einkum í höllum og
hofum og sóttu efni í rit Taoista og
Buddatrúarmanna.
Nákvæm eftirlíking náttúrunnar
og fyrirbrigða hennar var aldrei
lokatakmark þessara listamanna.
Það er andi og kraftur þess sem lýst
er, sem skiptir máli, innri einkenni
hlutanna ekki síður en auðlegð þess
sem augað sér. Listamennirnir not-
uðu oft sömu tæki og skrautritar-
arnir og því var þeim tamt að nota
vatn og blek og teikningin byggist,
líkt og í skriftinni upp á línum og
punktum fremur en andstæðum
lita og ljóss.
Hér er um háþróaða listgrein að
ræða og margvíslegri tækni þurfa
málararnir að ná valdi á, áður en
þeir geta komið „mynd á skáld-
skapinn og skáldskap í myndina",
eins og skáldið og málarinn Su
Dongpo á Song-tímabilinu komst
að orði. Oft renna líka skáldskapur,
myndlist og skrautritun saman í
einu og sama verki.
Síðan Kínverska alþýðulýðveldið
var stofnað, hefur verið lögð mikil
rækt við þessa gömlu listgrein,
bæði að halda henni við og leita
nýrra leiða. í myndlistarstofnun-
inni í Kína er hún kennd eigi síður
en nýrri aðferðir til myndsköpunar
og hefur á síðustu árum náð nýju
blómaskeiði, og er sú sýning sem
hingað er komin til marks um það.
Sýningin er á ferð um Norður-
lönd og var síðast í Ráðhusinu í
Kaupmannahöfn. Hún verður eins
og áður segir opnuð laugardaginn
15. febrúar og stendur til sunnu-
dagskvölds 23. febrúar. Steinþór
Sigurðsson myndlistarmaður hefur
séð um uppsetningu hennar hér.
Útvarpið 1
kvæmdastjóri ísfilm, sagði í sam-
tali við Alþýðublaðið í gær að ekki
þyrfti að taka mjög langan tíma að
undirbúa útvarpssendingar, eftir að
tekin hefði verið endanleg ákvörð-
un um það. Enginn afgreiðslufrest-
ur væri á útvarpssendingum, sagði
Hjörleifur og bætti því við að
sennilega myndi taka einna lengst-
an tíma að ganga frá húsnæði
þannig að viðunandi aðstaða feng-
ist til sendinga. Útvarpssendingar
'ættu því að geta hafist innan
þriggja mánaða frá því ákvörðun
væri tekin um þær.
Hjörleifur kvað hins Vegar taka
mun lengri tíma að hefja sjónvarps-
sendingar. Sjónvarpssendar væru
ekki framleiddir á lager og þyrfti
því að bíða í fimm mánuði eftir slík-
um sendi. Þótt ákvörðun um sjón-
varpssendingar væri tekin nú, væri
þannig ekki hægt að reikna með
sjónvarpssendingum frá ísfilm fyrr
en eftir hálft ár í fyrsta lagi.
Þess má að lokum geta að fundur
hefur verið boðaður í útvarpsréttar-
nefnd í dag og má vænta þess að
nefndin muni nú byrja á að auglýsa
eftir umsóknum um útvarpsleyfi í
samræmi við hinar nýundirrituðu
reglugerðir.
ASÍ ____________________________1
rammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
ekki yfir 9% á árinu 1986. Það
myndi aftur hafa í för með sér að
verðbólguhraðinn yrði kominn nið-
ur fyrir 5% í árslok.
Verkalýðshreyfingin hefur þó
sem kunnugt er ekki í hyggju að
sætta sig við að halda einungis
óbreyttum kaupmætti frá fyrra ári,
en hyggst til viðbótar þessu ná fram
kaupmáttaraukningu. I því sam-
bandi var á sínum tíma talað um 8
prósent og gefur auga leið að til
þess að sá árangur næðist þyrftu
laun að hækka um samtals nálægt
22% á árinu.
Þessu til viðbótar eru svo kröfur
verkalýðshreyfingarinnar um að sá
kaupmáttur sem næst fram i samn-
ingum verði tryggður. En svo sem
eðlilegt verður að teljast, eru margir
vantrúaðir á að unnt sé að koma
verðbólgu svo Iangt niður sem nú er
fyrirhugað, jafnvel þótt allir leggist
á eitt. Af þeim sökum er ekki nema
eðlilegt að verkalýðshreyfingin
leggi höfuðáherslu að einhvers kon-
ar verðtryggingu eða uppsagnar-
möguleika, ef verðbólgan fer fram
úr áætlun.
Samningafundum milli ASÍ og
VSÍ var haldið áfram seint í gær.
„Ofsókiiin“
í Norræna
húsinu
Starfsemi kvikmyndaklúbbsins
Norðurljósa hefst að nýju sunnu-
daginn 16. febrúar kl. 14:30 í Nor-
ræna húsinu.
Sýnd verður norsk—sænska
kvikmyndin „Ofsóknin" (Forfölg-
elsen), sem var á dagskrá Kvik-
myndahátíðar kvenna síðastliðið
haust. Leikstjóri myndarinnar er
Anja Breien, en í aðalhlutverkum
eru Lis Terselius, Björn Skagestad
og Anita Björk.
Myndin, sem gerð var 1981,
greinir frá galdramóðursýki í litlu
sveitarsamfélagi í Noregi á 17. öld.
Inn í þetta samfélag kemur Eli,
ókunnug, framandleg kona, sem
sest að á eyðibýli í sveitinni. Hún
þekkir jurtir, litar garn og græðir
sár og fær á sig galdraorð.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar tvær stöður við íslenska
málstöð, sbr. 4. gr. laga nr. 80/1984.
Staða sérfræðings í íslenskri málfræði. Verkefni
einkum á sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg
ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnarstörf.
Til sérfræðings verða gerðar sams konar kröfur
um menntun og til lektors í íslenskri málfræði.
Staða fulltrúa, sem hafi m.a. umsjón með skrif-
stofu, reikningshaldi og skjalavörslu, auk aðstoð-
ar við fræðileg störf og útgáfu..
Fulltrúi hafi lokið háskólaprófi í íslensku (mál-
fræði), eigi lægra en BA—prófi og æskilegt er að
hann hafi nokkra reynslu af málræktarstörfum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísinda-
störf, rannsóknir og ritsmiðar, svo og námsferil
og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu
fyrir 20. mars 1986.
Menntamálaráðuneytið
11. febrúar 1986.