Alþýðublaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 1
Viðbrögð stuðningsmanna Guðmundar J. Guðmundssonar: alþyðu Fimmtudagur 19. júní 1986 114. tbl. 67. árg. Fasteignir í Reykjavík lœkka enn: 23 °7o I ækkun á 15 mánuðum og 1985, en þá lækkaði raunverð fasteigna í upphafi árs í fyrsta sinn í áratug eða lengur. Frá árslokum 1984 hefur raunvirði fasteigna farið jafnt lækkandi. Lækkunin undan- farna 15 mánuði er 23%. Þetta jafngildi 1,9% meðallækkun á mánuði. Þessar upplýsingar koma fram í Markaðsfréttum Fasteignamats ríkisins. Þar segir ennfremur, að söluverð lítilla íbúða í fjölbýlishús- um í Reykjavík hafi verið óvenju- hátt síðustu mánuði síðasta árs. Þessi munur jafnaðist nokkuð í upphafi þessa árs. Söluverð litlu íbúðanna lækkaði þá lítilsháttar, en verð hinna stærri hækkaði um ná- lægt 10% frá síðasta ársfjórðungi 1985. Meðalhækkun allra íbúða var 4,6%. Þetta jafngildir 2,5% verð- lækkun miðað við fast verðlag. Söluverð ibúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík hækkaði minna í upp- hafi ársins en nam almennum verð- hækkunum. Þessi þróun er svipuö Listahátíð „Ég held við þurfum ekki að hafa neinar stórar áhyggjur af útkom- unni, þetta virðist hafa gengið nokkurn veginn eftir áætlun“, sagði Salvör Nordal, framkvæmdastjóri Listahátíðar í samtali við blaðið í gær. „Ég hef reyndar ekki enn hald- bærar tölur úr miðasölu, en allt bendir til að aðsókn hafi verið góð. Listahátíð lauk formlega um helgina en Picasso-sýningin og sýn- ing Svavars Guðnasonar munu standa lengur. Upphaf fréttarinnar rakið til andstæðinga í Alþýðubandalaginu Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismaður og formaður Verka- mannasambands íslands, hefur skýrt frá því, að í nóvember 1983 hafi hann tekið við 100 þúsund krónum úr hendi Alberts Guð- mundssonar, þáverandi fjármála- ráðherra. Þessa peninga notaði Guðmundur til að komast í heilsu- bótarferð til Flórída í Bandaríkjun- um, en hann átti þá við veikindi að stríða. Albert Guðmundsson hefur á hinn bóginn greint frá því, að þessa peninga hafi hann fengið hjá Björg- úlfi Guðmundssyni, þáverandi framkvæmdastjóra Hafskips hf. Guðmundi J. hafi ekki verið kunn- ugt um hvaðan þessir peningar komu. Guðmundur hefur og lýst yfir því, að hann hefði ekki tekið við þessum peningum, hefði sér verið kunnugt um uppruna þeirra. Hann kveðst hafa litið á þetta sem sérstakanvinargreiða Alberts Guð- mundssonar, en ekki gefið þessa peninga upp til skatts. *' Guðmundur hefur nú krafist sér- stakrar rannsóknar á þessum þætti Hafskipsmálsins, og hefur lýst sig reiðubúinn til að segja af sér öllum trúnaðarstörfum á meðan á rann- sókninni stendur. Mál þetta hefur verið mikið til umræðu innan Alþýðubandalags- ins, og hafa nokkrir Alþýðubanda- lagsmenn krafist afsagnar Guð- mundar fyrir fullt og allt. Guð- mundur telur þessi viðbrögð í Al- þýðubandalaginu vera í beinu fram- haldi af þeim átökum, sem hafa átt sér stað að undanförnu á milli verkalýðsarms flokksins og hóps manna, sem tengist Þjóðviljanum. Hann kveðst hafa orðið fyrir lát- laustri gagnrýni frá þessum hópi, sem hafi það eitt á óskalistanum að koma sér frá. Andstæðingar Guðmundar telja hins vegar, að hér sé á ferðinni mun alvarlegra mál, en komið hafi fram. Samskipti Guðmundar við Albert Guðmundsson hafa skaðað verka- lýðshreyfinguna og séu ekki við. hæfi, þegar verkalýðsforingi sé annars vegar. Þá hefur Alþýðublaðið frétt, að stuðningsmenn Guðmundar J. haldi því fram, að frétt sú, sem er- lend fréttastofa birti og er upphaf þessa máls, sé komin frá andstæð- ingum Guðmundar, sem hafi viljað koma höggi á hann. Þessi skilgrein- ing á upphafi fréttarinnar er alvar- legs eðlis og getur haft gífurleg áhrif á öll samskipti stríðandi afla í Alþýðubandalaginu. 1 tengslum við þessi nýju viðhorf í Hafskipsmálinu hefur mönnum orðið tíðrætt um hinar sérkennilegu Sakadómur: leiðir fréttaflutnings af þessu máli og öðrum að undanförnu. — Eins og áður sagði bárust íslenskum fjölmiðlum fréttir af þætti Guð- mundar J. frá erlendri fréttastofu. Þá hafa erlendar fréttastofur að undanförnu greint frá líkum á haustkosningum til Alþingis og borið fyrir sig ráðherra, sem rætt hafi verið við. Enginn ráðherra hef- ur hins vegar gefið sig fram sem heimildarmann. Þá hefur rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins gefið út yfirlýsingu, þar sem hann kveður þá Albert og Guðmund J. valinkunna sóma- menn. Telja kunnugir, að slíkt orða- lag myndi hann ekki nota, nema hann væri þess fullviss, að hvorug- ur hefði orðið uppvís að refsiverðu framferði. Eitt er fullljóst: Síðustu atburðir munu draga mikinn dilk á eftir sér. Móðgun og skammaryrði Dómur hefur verið kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur, í máli Þor- geirs Þorgeirssonar rithöfundar. Saksóknari höfðaði opinbert mál gegn honum „fyrir ærumeiðandi aðdróttanir í garð lögreglumanna í tveimur greinum í Morgunblað- inu“, eins og segir í ákæru. Greinar þessar birtust í blaðinu í nóvember ’83. í greinum sínum reifar Þorgeir nokkur atvik sem hann telur sig hafa heimildir fyrir, kemur þar fram að lögregla beiti oftsinnis of- beldi í starfi sínu og hafi menn hlot- ið líkamstjón af, jafnvel örkuml. í greinunum eru einnig notuð orð eins og „einkennisklædd villidýr“, „einkennisklædd óargadýr „og“ lögregluhrottar“. Ákærði hélt því fram að hann hafi við ritun greinanna verið að sinna rithöfundaskyldum við sam- Framli. á bls. 3 Happdrœttislán ríkissjóðs: Vísitala eða stuldur? „Menn verða að kyngja þessu. Skuldabréfin eru bundin við fram- færsluvísitölu, sem hlýtur að teljast raunhæfur mælikvarði", sagði Jón Friðsteinsson í Seðlabankanum þegar Alþýðublaðið spurði um end- urgreiðslur ríkisskuldabréfanna vegna hringvegarins. 30. mars var innlausnardagur í H-flokki happdr.ættislána ríkis- sjóðs frá 1976. Upphaflega kostuðu þessi bréf 2.000 kr., við innlausn fengu eigendur 851.90 kr. Vinningsupphæðir voru hinsveg- ar ekki bundnar vísitölu. Hæsti vinningur t.d. í J-flokki var 10.000 kr. í fyrsta drætti 1978, í síðasta drætti 15. júní var um sömu upp- hæð að ræða. Þegar vegalög voru sett á Alþingi árið 1974 voru uppi skiptar skoðan- ir um þessa fjármögnun. Albert Guðmundsson benti þá m.a. á að mun hagkvæmara væri að taka er- lend lán en innlend. En við lausleg- an samanburð kemur í ljós að stjórnvpld völdu réttu leiðina, þó eflaust hafi eigendur skuldabréf- anna ekki notið jafn góðs. Ef notuð er einföld reikingsað- ferð og þessi bréf sem kostuðu 20 nýkrónur 1976 eru deild upp í and- virði þeirra við innlausn, kemur í ljós að þau eru 43 sinnum hærri, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ef tekin hefðu verið erlend lán og gert ráð fyrir 10% vöxtum og notuð meðal gengisvísitala má gera ráð fyrir að það hefði um 46 faldast á tíu árum. Þessi reikningur getur samt vart talist áreiðanlegur þar sem vantar inn í nákvæmar for- sendur. Þing Alþjóðasambands jafnaðarmanna í Lima: Hafna sovétkommúnisma og óheftum markaðsbúskap — benda á 3. leiðina Sautjánda þing Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, sem haldið er þriðja hvert ár, verður að þessu sinni haldið í Lima, höfuðborg Perú. Þingið er haldið í boði PAP (Apristaflokksins í Perú), en sá flokkur fer þar með landsstjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem þing Al- þjóðasambandsins er haldið á meg- inlandi Ameríku. Þingið stendur yfir dagana 20.—23. júní. Þingið hefst með ávarpi Alan Garcia, forseta Perú og formanns jafnaðarmannaflokks Perú. Því næst flytur forseti Al- þjóðasambandsins, Willy Brandt, fyrrum kanslari Þýskalands, yfir- litsræðu. Meginviðfangsefni þingsins eru þrjú: 1. Afgreiðsla nýrrar stefnuyfirlýs- ingar Alþjóðasambandsins, sem verið hefur í smíðum s. 1. 10 ár. 2. ítarleg stefnuályktun um nýja efnahagsstefnu heimsins, þ. e. samskipti Norðurs og Suðurs í framhaldi af Brandt-skýrslunni svokölluðu. Kjarni hennar er að þar er sovétkommúnisma og óheftum markaðsbúskap sem fyrirmyndum þróunarríkja hafnað. í staðinn er bent á þriðju leiðina: Leið hins bland- aða hagkerfis, einkaframtaks og markaðsbúskapar undir heild- arstjórn lýðræðislega kjörins ríkisvalds, sem stefnir að jöfnun eigna- og tekjuskiptingar og fé- lagslegu öryggi allra. 3. Loks er ítarleg ályktun um sam- skipti Austurs og Vesturs um af- vopnunarmál og um frumkvæði alþjóðahreyfingar jafnaðar- manna í friðarmálum, sem hinn- ar einu sönnu friðarhreyfingar samtímans. Fastanefndir Alþjóðasambands- ins koma saman strax 16. júní og starfa fram að þinglokum. Aðal- nefndirnar munu fjalla um hina nýju stefnuskrá Alþjóðasambands- ins, hið alþjóðlega hagkerfi og af- vopnunarmál. Auk þess starfa sérstakar nefndir um hvert svæði: vandamál Suður- Ameríku, Miðausturlanda, Kyrra- hafssvæðisins, Mið-Ameríku, Suð- austur-Asíu og Suður-Afríku. Alls munu 80 jafnaðarmanna- flokkar í öllum heimsálfum eiga beina aðild að Alþjóðasamband- inu. Auk þess eiga margar stjórn- málahreyfingar þriðja heimsins nú aukaaðild að því. Þeirra á meðal má nefna jafnaðarmannahreyfing- ar frá ýmsum löndum, sem nú eru landflótta, t. d. frá baltnesku ríkj- unum og ríkjum Austur-Evrópu. ALÞYÐUFLOKKURINN A ÍS- LANÐI hefur átt aðild að Alþjóða- sambandinu frá árinu 1922. For- maður Alþýðuflokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson, mun sækja þing- ið frá 16.—23. júní. Han mun taka þátt í störfum stefnuskrárnefndar, sem er undir forystu bandaríska hagfræðingsins Michaels Harring- tons.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.