Alþýðublaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 29. júlí 1986 ■RITSTJÓRNARGREIN..... Einstæðar hótanir Það eru óneitanlega kaldar kveðjur sem ís- lendingum berast þessa dagana frá vinaþjóð- inni (vestri. Mávart annað skiljaen bandarlskir embættismenn haldi sig geta sagt okkur að standa og sitja að sinni vild. Af einstæðum hrokaog fyrirlitningu telja þeir sig geta komið fram við íslensku þjóðina sem hvert annað bananalýðveldi. Það getur verið nokkuð hollt aö skoða þetta einhliða samskiptamunstur með tilliti til þess að hernaðarumsvif Bandarlkjamanna hér á landi I tlð núverandi ríkisstjónareru með þeim mestu frá þvl varnarliðið kom hingað fyrst til lands. Framkvæmdir f Helguvlk, framkvæmdir á Keflavlkurvelli, bygging radsjárstöðvaog um- ræða um varaflugvöll fyrir Keflavlkurflugvöll og þátttaka Bandaríkjamanna við gerð hans eru allt dæmi um áður óþekkt umsvif Banda- rikjamanna hér á landi. Aronskuraddir þykja Ifka vart lengur athugasemdaveröar. Þetta vekur spurningar um hvort of langt hafi verið gengið við að veita Bandaríkjamönnum afnot af okkar landsins gagni og gæðum. Hvort Bandaríkjastjórn lítur hernaðarsamstarf okkar gagnkvæmum augum, eðatelur sig geta virt sjálfsákvörðunarrétt þjóöar að vettugi, í krafti stórveldiskomplexa og heimsvalda- hyggju. Þetta mál getur ekki og má ekki snúast upp í umræðu um afstöðu manna til hvalveiða í vís- indaskyni. Það eru hættulegar raddir sem heyrst hafa I þá átt, m. a. frá þingmanninum, Guðrúnu Helgadóttur. Eins er það DV til lltils sóma að vera að ýja að því f leiðara að það sé fyrst og fremst þrjóska sjávarútvegsráðherra sem hafi gert það að verkum að nú sé stærsti freðfiskmarkaðurokkar, Bandaríkjamarkaöur, I hættu. Ef menn hugsa svona þá getum við al- veg eins hætt að vera þjóð. Það er svo aftur annað mál hvort íslendingar hafi sem skyldi komið sjónarmiðum sínum á framfæri erlend- is. Hvort ekki megi komaýmsum bandarfskum aöilum betur í skilning um Iffsviðurværi okkar og lifnaöarhátt. — Það virðist ekki veita af. Sú ákvörðun fslenskra stjórnvalda að hætta hvalveiðum í bili, flýta sumarleyfum hjá Hval hf., og leggja til við Bandaríkjamenn að fresta ákvörðun um efnahagsþvinganir gagnvart ís- lendingum á meðan reynt verður að komast að samkomulagi, hlýtur að teljast skynsamleg. — Sá vægir sem vitið hefur meira, getur átt við f þessu sambandi. En það má heldurekki sjást að við sýnum undanlátsemi eðaeftirgjöf þegar vegið er að grundvelli stjórnskipulags okkar af slfku miskunnarleysi sem nú er gert. Það verður að treysta því að ríkisstjórnin fari meóengu offorsif þessu máli og þjóðarsam- staða náist um viðbrögð gagnvart Bandarfkja- stjórn. Forsætisráðherra hefur þegar sýnt við- leitni f þá átt er hann brást vel við þeirri ósk þingflokks Alþýðuflokksins um að stjórnar- andstaðan fái að fylgjast gjörla með framvindu og þróun málsins. Hélt hann þegar fund og skýrði stjórnarandstöðunni frá stöðunni þá stundina. * \ bréfi sem Eiður Guðnason þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins skrifaði forsætisráð- herrafyrirhönd þingflokksins segirmeðal ann- ars: „Við teljum, að hér sé um það stórt mál að ræða, að ríkisstjórninni beri skylda til að gera stjórnarandstöðunni ítarlega grein fyrir stöðu þess, svo og hvernig rfkisstjórnin hyggst bregðast við þessum einstæðu hótunum Bandaríkjastjórnar." K. Þ. Ákveðið hefur verið að framlengja sýningunni á verkurn Picasso á Kjar- valsstöðum til 10. ágúst. Hátt í tólf þúsund manns hafa séð sýningunafrá því hún var opnuð 31. maí s.l. Sýningin kemur úr einkasafni ekkju lista- mannsins, Jacquline, en hún var viðstödd opnun sýningarinnar í vor. Bíllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! Kennslumálaráðherra Dana í opinberri heimsókn: Lausn handritamálsins undirrituð á Þingvöllum Uagana 29. júlí til 2. ágúst n.k. heimsækir kennslumálaráðherra Danmerkur, Bertel Haarder, og eig- inkona hans ísland í opinberu boði menntamálaráðherra. Ráðherrann mun heimsækja Háskóla íslands og helstu söfn höfuðborgarinnar. Norðurland, Mývatn og Akureyri heimsótt og ennfremur ferðast um Borgarfjörð og til Þingvalla. Heimsóknin er í tilefni af lúkn- ingu hins alkunna og mikilvæga handritamáls, en á Þingvöllum, hinn 1. ágúst, fara fram lokaundir- skriftir vegna lausnar þess máls. Dagskrá heimsóknarinnar er á þessa leið: Þriðjudagur 29. júlí Kl. 15.30 Komið til Keflavíkur með flugvél Flugleiða. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, og Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri, taka á móti gestunum og fylgja þeim á Hótel Sögu, þar sem dönsku ráðherra- hjónin búa ásamt föru- nautum sínum. Kl. 19.30 Kvöldverður (óformleg- ur) á heimili mennta- málaráðherrahjónanna, Einimel 9. Miðvikudagur 30. júlí Kl. 9.40 Heimsókn í Þjóðminja- safn íslands. Safnið skoðað undir leiðsögn Þórs Magnússonar, þjóðminjavarðar. Kl. 10.40 Heimsókn í Listasafn ís- lands. Yfirlitssýning á ís- lenskri myndlist skoðuð undir leiðsögn dr. Selmu Jónsdóttur, forstöðu- manns. KI. 12.00 Hádegisverður í boði Háskóla íslands. Kl. 14.00 Heimsókn í Háskóla ís- lands. Starfsemi háskól- ans kynnt og m.a. komið í Odda, þar sem Lista- safn Háskóla Islands er til húsa. Kl. 15.30 Heimsókn í Stofnun Árna Magnússonar á ís- landi. Léttar veitingar. KI. 19.30 Kvöldverðarboð Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, og eiginkonu hans, Grétu Kristjánsdóttur, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fimmtudagur 31. júlí Kl. 10.00 Haldið með flugvél frá Reykjavíkurflugvelli til Norðurlands. Lent á Að- aldalsflugvelli og farið þaðan með bifreið í Mý- vatnssveit. Hádegisverð- ur snæddur í Hótel Reynihlíð. Að loknum hádegisverði farin skoð- unarferð um Mývatns- sveit og síðan haldið til Akureyrar með viðkomu við Goðafoss. Kl. 19.00 Kvöldverður á Akureyri í boði Bæjarstjórnar Ak- ureyrar. Kl. 22.00 Haldið með flugvél frá Akureyrarflugvelli til Reykjavíkur. Skorradal til Borgarness. Hádegisverður snæddur á Hótel Borgarnesi. Ekið um Norðurárdal og Staf- holtstungur í Reykholt og drukkið þar síðdegis- kaffi. Haldið þaðan um Lundarreykjadal og Uxahryggi til Þingvalla. Kvöldverður í Hótel Val- höll á Þingvöllum kl. 19.00. Laugardagur 2. ágúst Kl. 7.45 Brottför frá Keflavíkur- flugvelli. Hver er þín afsökun r Föstudagur 1. ágúst Kl. 10.00 Haldið af stað í skoðun- arferð um Borgarfjörð. Komið við í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og ekið um Dragháls og Sundlaugarnar Vegna viðgerða og endurbóta á Sundlaug Vesturbæjar verður laug- in lokuð frá og með mánudeginum 28. júlí n. k. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna aftur eftir 2—3 vikur. Sundlaugargestum er bent á aðrar sundlaugar í Reykjavík: Sundhöll Reykjavíkur: Mánud—föstud. frá kl. 07.00—20.30. Laugardaga frá kl. 07.30—17.30. Sunnudaga frá kl. 08.00—14.30. Sundlaugin í Laugardal: Mánud—föstud. frá kl. 07.00—20.30. Laugardaga frá kl. 07.30—17.30. Sunnudaga frá kl. 08.00—17.30. Sundlaug Fjölbrautaskólans í Breiðholti: Mánud—föstud. frá kl. 07.20—20.30. Laugardaga frá kl. 07.30—17.30. Sunnudaga frá kl. 08.00—17.30. Lokunartími er miðaður við þeg- ar sölu er hætt, en þá hafa gestir 30 mínútur áður en vísað er uppúr laug. Vonast er til að gestir Sundlaugar Vesturbæjar taki þessari lokun með þolinmæði og stundi íþrótt sína í öðrum sundlaugum borgarinnar þar til við opnum á ný.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.