Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Þriðjudagur 19. ágúst 1986
'RITSTJORNARGREIN'
Verdur sama ríkisstjórn
eftir næstu kosningar?
Paö er bvsna athyglisvert aö lesa nokkrar
greinar, sem birtust i sfðasta hefti Stefnis,
tímariti Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Aðalefni ritsins eru hugleiðingar nokkurra for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins um hugsan-
legt stjórnarsamstarf eftir næstu þingkosn-
ingar.
meðal þeirra, sem rita í blaðið um þetta efni
eru þingmennirnir Birgir ísleifur Gunnarsson,
Friðrik Sophusson og Halldór Blöndal. Einnig
skrifarGuðmundurMagnússon langagrein. —
Það eitt að hugleiðingar af þessu tagi skuli
birtast löngu fyrir kosningar er harla óvenju-
legt og lýsirtalsverðum óróa innan Sjálfstæð-
isflokksins vegna áframhaldandi stjórnarað-
ildar.
Pað hef ur lengi verið Ijóst, að ungir sjálf stæð-
ismenn eru mjög óánægðir með núverandi
stjórnarsamstarf, og hafa þeir lýst þeirri skoð-
un sinni, að æskilegt hefði verið að efna til
þingkosninga nú í haust. Það éru hins vegar
litlar líkur á því, að hinir eldri ráðamenn f lokks-
ins verði við þeirri ósk, og máfinna útskýringar
á þeirri tregðu í hugleiðingum þingmannanna
í Stefni.
Pingmennirnirvirðast ráðvilltir í afstöðu sinni
til h'ugsanlegra samstarfsflokka. Þó virðast
þeir nokkuð sammála um, að samstarf við Al-
þýðubandalagið komi ekki til greina, þótt nokk-
urs áhuga gæti á samstarfi við verkalýðsarm
flokksins undirforystu ÁsmundarStefánsson-
ar.
HjáþeimGuðmundi Magnússyniog Halldóri
Blöndal kemur fram megn óánægja með sam-
starfið við Framsóknarflokkinn. Þannig segir
Guðmundur, að andúð á Framsóknarflokknum
sé mjög almenn í Sjálfstæðisflokknum. Þetta
viðhorf ráðist af sannfæringu um, að Fram-
sóknarflokkurinn sé helsti hemillinn á framfar-
ir á ýmsum sviðum, ekki síst f atvinnulífinu.
Það kemur hins vegar i Ijós i lok greinar hans
hversu ráðvilltirsjálfstæðismenn eru. Þarseg-
ir Guðmundur, að I Ijósi þess að frjálslyndir
menn eigi eftir að styrkja stöðu sina ( Fram-
sóknarflokknum, telji hann, að eftir næstu
kosningar kunni áframhaldandi stjórnarsam-
starf sjálfstæðismanna og framsóknarmanna
að verða gæfulegasti kosturinn.
Peir Friðrik Sophusson og Birgir ísleifursýna
samstarfsflokknum þá pólitísku kurteisi að
minnast ekki á hann. Þeir finna hins vegar
ýmsa annmarka á samstarfi við Alþýðubanda-
lag, telja það nánast óhugsandi. Þá telja þeir
BirgirísleifurogGuðmundurMagnússon litlar
líkur á nýrri „Viðreisn", þ.e. ríkisstjórn Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks.
Halldór Blöndai segir, að samstarf við Fram-
sóknarflokkinn sé ekki sá kostur, sem hann
vilji takaframyfiraðramöguleikafyrirfram. En
hann lokar engum dyrum.
Eftir lestur þessara greina verður niðurstaðan
sú, að þrátt fyrir allt séu talsverðar líkur á því,
að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
endumýi stjómarsamstarfið eftir næstu kosn-
ingar.
Paðrennirennfrekaristoðumundirþessanið-
urstöðu, að báðir flokkarnir virðast ákveðnir í
því að starfa saman út kjörtimabilið, en það
yrði i annað skipti að samstjórri Framsóknar
og Sjálfstæðisflokks héldi út heilt kjörtímabil.
Pessi niðurstaða hlýtur að vera almennum
flokksmönnum i Sjálfstæðisflokknum undrun-
ar- og áhyggjuefni. Menn ættu að velta þvi
vandlega fyrir sér hvað gerist hér á landi, ef
þessir tveir flokkar verða áfram í stjórn annað
kjörtímabil. ísamstarfi þeirrakristallast mestu
ihalds- og afturhaldsöfl beggja flokka; annars
vegar frjálshyggjuöflin í Sjálfstæðisflokknum
og tregðulögmál kreppusjónarmiðanna í Fram-
sókn.
Cf það blasir við fyrir næstu k'osningar, að
þessir tveir flokkar stjórni þjóðinni enn eitt
kjörtímabil hlýtur allt launafólk á íslandi að
taka til sinna ráða.
Borgarstjórn:
Viðgerðir
í Viðey
Viðgerðum á Viðeyjarstofu verð-
ur lokið á árinu 1988 og Viðeyjar-
kirkju ekki síðar en 1990, sam-
kvæinl samhljóða samþykkt borg-
arstjórnar Reykjavíkur á hátíðar-
fundi hennar í gær. Tillaga um
þetta efni var borin fram af ölium
flokkum sem sæti eiga í borgar-
stjórniniii.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís-
lands, sat hátíðarfundinn og ávarp-
aði     borgarstjórnarfulltrúana.
Davíð Oddsson borgarstjóri flutti
einnig ávarp.
Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja
voru áður eign ríkisins en þessi
mannvirki ásamt landareign ríkis-
ins á eyjunni voru gefin borginni í
tilefni af 200 ára afmæli borgarinn-
ar í gær. Gjöfin var þó háð því skil-
yrði að borgin annaðist viðhald
mannvirkjanna, en verði það ekki
gert falla þessar eignir aftur undir
ríkið.
Hver verður
Ali-meistari?
Þessa dagana eru faglærðir mat-
reiðslumenn um allt iand að fá í
pósti boð frá Þorvaldi Guðmunds-
syni, forstjóra Síld og fisks, um
þátttöku í matreiðslukeppni um
ALI-mestarabikarinn 1986.
Matreiðslukeppnir matreiðslu-
manna eru virtir og viðurkenndir
árlegir viðburðir um alla Evrópu..
Nú ætlar Síld og fiskur að efna til
slikrar keppni á íslandi um ALI-
bikarinn, sem verður farandbikar
meðal íslenskra matreiðslumanna.
Verðlaunin eru tákn framfara og
gæða íslenskrar matargerðarlistar.
Keppt verður um heita eða kalda
forrétti og aðalrétti fyrir fjóra úr
svínakjöti. Fyrir utan veglegan silf-
urfarandbikar, verða veitt þrjú stig
ALI-keðjunnar og byggist keppnin
á alþjóðlegum reglum um slíkar
matreiðslukeppnir. ALI-meistara-
keðjan er sams konar og erlendar
verðlaunakeðjur, sem veittar eru í
sambærilegum keppnum.
Keppnisgögnin eru send út í
vónduðum litprentuðum bæklingi
og ber að senda uppskriftir til Síld
og fisks í Hafnarfirði fyrir 5. sept.
nk. Sérstök dómnefnd vinnur úr
innsendum gögnum í september.
Sex matreiðslumenn verða valdir til
þátttöku í undanúrslitum fyrir 5.
október nk. Lokakeppnin fer fram
í Þingholti þann 5. nóvember, að
dómnefnd viðstaddri. Þorvaldur
Guðmundsson og Hilmar Jónsson,
formaður Klúbbs matreiðslumeist-
ara velja í dómnefndina. í henni
verða bæði fagmenn og kunnir
áhugamenn um matargerðarlist.
Þess má geta, að verðlaunapen-
ingurinn í ALI-meistarakeðjunni
var sérhannaður í Frakklandi fyrir
þessa keppni og silfurbikarinn var
smíðaður í Bandaríkjunum af sama
tilefni.
Forsendur hækkana
Eins og Alþýðublaðið skýrði frá
á laugardaginn, hefur launanefnd
ASÍ, VSÍ og VMS ákveðið að
launafólki verði bætt að fullu sú
hækkun framfærsluvísitöiu, sem
orðið hefur að undanförnu og er
umfram það sem gert var ráð fyrir
við undirritun kjarasamninganna
sl. vetur. Launanefndin var sam-
mála um þennan úrskurð, sem
byggist á eftirfarandi atriðum:
1. Vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði um 5.37% frá byrjun
árs til 1. ágúst. í kjarasamningi
aðila var miðað við að vísitalan
hækkaði um 4.4% á þessu tíma-
bili. Hækkun vísitölunnar
reyndist því 0.93% umfram við-
miðun. Þar af voru fli.55% kom-
in fram í maíbyrjun, en á tíma-
bilinu frá 1. maí til 1. ágúst varð
umframhækkun vísitölunnar
0.38%.
2. Gengi bandaríkjadollara hefur
haldið áfram að lækka á al-
þjóðagjaldeyrismarkaði og hef-
ur það leitt til frekari hækkunar
á gengi helstu innflutnings-
mynta umfram það sem orðið
var i maí. Þetta er veigamesta
ástæða hækkunar vísitölunnar
umfram áætlanir. Gengisskrán-
ing krónunnar hefur tekið mið
af markaðri stefnu í gengismál-
um, þannig að litið er til áhrifa
þróunarinnar á alþjóðamarkaði
á mikilvægar útflutningsgreinar.
3. Spár Þjóðhagsstofnunar frá
apríl um breytingar ýmissa mik-
ilvægustu hagstærða, svo sem
þjóðarframleiðslu og viðskipta-
kjara, standa enn lítt eða ekki
breyttar.
4. Afkoma    sjávarútvegsgreina
markast mjög af þeim breyting-
um sem orðið haf a á gengi gjald-
miðla annars vegar og lækkun
olíuverðs hins vegar. Tekjutap
frystingar  vegna  lækkunar  á
gengi bandaríkjadollars er að
hluta vegið upp af hækkandi
markaðsverði. Afkoma útgerðar
hefur batnað mjög í kjölfar
lækkunar olíuverðs.
Á fyrri helmingi ársins reyndust
erlendar lántökur mjög í sam-
ræmi við lánsfjáráætlun. Áfram
er miðað við að ekki verði f arið
út fyrir þann ramma.
Á nokkrum mánuðum hefur
verðbólguhraði lækkað úr 30—
40% niður fyrir 10°7o. Breyttar
ytri aðstæður haf a lítillega hnik-
að áætlunum, en í meginatrið-
um hafa spár um framvindu
verðlags og kaupmáttar gengið
eftir. Endurskoðaðar áætlanir
benda til þess, að hækkun f ram-
færslukostnaðar á árinu verði
8.5—9%. A fyrri helmingi ársins
var kaupmáttur kauptaxta sá
sami og miðað var við í kjara-
samningunum í febrúar. Megin-
markmið kjarasamninganna
varðandi verðlags- og kaupmátt-
arþróun standa óhögguð.
Ráðhús í Reykjavík:
Fulltrúar minnihlutans
telja önnur verk brýnni
/UMFERÐIN
l  - ÞÚ OG ÉG
Nú hafa verið skipaðir fimm full-
trúar í dómnefnd, vegna fyrirhug-
aðrar samkeppni um ráðhús í
Reykjavík. Þetta var gert á fundi
borgarráðs Reyjavíkur á þriðjudag-
inn í síðustu viku, en á fundinum
kom einnig f ram nokkur gagnrýni á
hina fyrirhuguðu ráðhúsbyggingu
og létu tveir f ulltrúar minnihlutans
bóka að þeir teldu mörg verkefni
brýnni fyrir Reykvíkinga, en að
byggja ráðhús.
Fulltrúi Kvennalistans í borgar-
stjórn, Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, lét bóka að hún óskaði eftir að fá
upplýsingar um það hvaða hug-
myndir væru uppi um kostnað við
byggingu ráðhúss „af hóflegri
stærð". Hún lét ennfremur bóka
andstöðu sína við að hafist verði
handa um byggingu ráðhúss að svo
stöddu, þar sem hún kvaðst telja að
slík bygging yrði mjög kostnaðar-
söm og tæki drjúgan skerf af fram-
kvæmdafé borgarinnar.
í bókun Ingibjargar Sólrúnar
segir ennfremur að hún telji margar
aðrar framkvæmdir brýnni og
nefnir hún í því sambandi hraðari
uppbyggingu dagvistarstofnana og
menningarhús fyrir unglinga í mið-
bæ Reykjavíkur.
Sigurjón Pétursson, fyrsti full-
trúi Alþýðubandalagsins í borgar-
stjórn, lét bóka að tilnefning minni-
hlutans á fulltrúa í dómnefnd fyrir-
hugaðs ráðhúss, væri af hans hálfu
engin ákvörðun um að ráðhús verði
meðal næstu verkefna Reykjavík-
urborgar. „Ég tel að mörg verkefni
séu brýnni", segir ennfremur í bók-
un hans.
í dómnefnd voru tilnefndir þeir
Þorsteinn Gunnarsson og Guðni
Pálsson, af Arkitektafélagi íslands,
en af hálfu borgarráðs voru til-
nefnd þau Davíð Oddsson, Þor-
valdur S. Þorvaldsson.og Sigrún
Magnúsdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4