Alþýðublaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 1
alþýðui blaðiö I Miðvikudagur 28. janúar 1987 18. tbl. 68. árg. Jóhanna Sigurdardóttir o.fl. þingmenn Alþýðuflokks: * Oska skýrslu um sérkennslu í umræðunum um fræðslu- stjóramálið á Alþingi á dögunum kom fram hjá þingmönnum Al- þýðuflokksins að mikið vantaði á framkvæmd reglugerðar um sérkennslu, og nauðsynlegt að fá fram skýrslu frá menntamála- ráðuneytinu um sérkennslu í kjördæmunum. Jóhanna Sigurðardóttir ásamt fleiri þingmönnum Alþýðu- flokksins hafa nú lagt fram á Al- þingi „beiðni um skýrslu frá menntaináiaráðherra um fram- kvæmd reglugerðar um sér- kennslu.“ I skýrslunni er óskað eftir uppiýsingum um eftirfarandi at- riði: 1. Hvernig hefur tekist að ná fram meginstefnu reglugerðarinnar um að sem flestir nemendur stundi nám í almennum grunn- skóla? 2. Hver tekur ákvörðun um sér- kennsluþörf eftir fræðsluum- dæmum og hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar endanlegri ákvörðun um sérkennslumagn í hverju fræðsluumdæmi hvert skólaár? 3. Hve mörg börn hafa fengið ann- ars vegar sérkennsiu A) innan al- menna grunnskólans B) í sérskól- um C) í sérdeildum, og hins veg- ar stuðningskennslu í hverju um- dæmi fyrir sig frá gildistöku reglugerðar um sérkennslu? 4. Hve mörg börn þurfa á sér- kennslu og stuðningskennslu að halda í hverju fræðsluumdæmi fyrir sig? Er hægt að leysa í æ meira mæli þörf barna fyrir sér- kennslu innan almenna grunn- skólans fremur en í sérskólum, væri grunnskólunum búin til þess betri aðstaða? 5. Hvernig hefur verið staðið við ákvæði 15. gr. um kennslumagn, skipt eftir fræðsluumdæmum, sem að fullu átti að vera komið tii framkvæmda að fjórum árum liðnum frá gildistöku reglugerð- ar? 6. Hve mikið fjármagn hefur runn- ið árlega til sérkennslu, stuðn- ingskennslu og sérskóla, frá gild- istöku reglugerðarinnar, skipt eftir fræðsluumdæmum? 7. Hvernig skiptast nemendur eftir umdæmum á sérskóla? Hvar eru þeir staðsettir? 8. Hvernig er yfirstjórn sérskól- anna háttað? Hver eru tengsl þeirra við fræðsluskrifstofur við- komandi umdæma? 9. Hefur verið sett námsskrá um kennslu í sérstofnunum vegna sérkennslu, samanber ákvæði 12. greinar reglúgerðarinnar? Lára með fund í kosningamiðstöð Á laugardaginn klukkan 13:30 verður opinn fundur í kosningamiðstöð Alþýðu- flokksins, Síðumúla 12. Þar mun Lára V. Júlíusdóttir, for- maður Kvenréttindafélags ís- lands og fjórði maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík flytja erindi um jafnrétti og fjölskyldumál. Fundur um bankamálin Alþýðuflokkurinn efndi til fundar um bankamái að Hótel Sögu í gærkvöldi. Þar flutti Jón Sigurðsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, framsöguerindi. Hátt á annað h undrað manns sóttu fund- inn og urðu þar miklar umræður. Góður rómur var gerður að málflutningi Jóns Sigurðssonar, en hann fjailaði um tillögur Alþýðuflokksins í sameiningarmálum bankanna. Kosningaþátttakan var stórkostleg — segir Sigbjörn Gunnarsson sem hlaut 2. sætið á lista Alþýðuflokksins í prófkjörinu í Norðurlandi eystra. „Eg er auðvitað ánægður með sigurinn. Þegar maður gengur til svona baráttu þá stefnir mað- ur að því að vinna sigur. Það tókst. Eg vann eins vel og mér var unnt fyrir þessar kosningar og einnig mínir stuðningsmenn. Þeir eiga miklar þakkir skilið fyrir frábærlega vel unnin störf,“ sagði Sigbjörn Gunnars- son, verslunarmaður á Akureyri sem hiaut 2. sætið á lista Alþýðu- flokksins íprófkjörinu í Norður- landi eystra um síðustu helgi. „Þad lá alveg Ijóst fyrir þegar gengið var til þessa prófkjörs að Arni Gunnarsson myndi vinna 1. sætið. Baráttan stóð hins vegar um 2. sæti listans ogþar var ekki hægt að segja til um úrslit fyrirfram. Þegar upp er staðið þá get ég ekki annað sagt en að það sé vænlegur kostur fyrir flokkinn að fá tiltölu- lega ungan mann í 2. sætið. Um aðra menn á listanum vitum við ekki enn, þar sem kjördæmisráð á eftir að ákveða þau sæti. Það kusu í þessu prófkjöri 1707 manns. Sú tala er stórkostleg þegar þess er gætt að það er í raun aðeins verið að kjósa um 2. sætið á listanum, þar sem í raun fjórir voru í slagnum. í síðustu Alþingiskosningum fékk Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra eitthvað á fimmtánda hundr- að atkvæða. Þannig að þetta er glæsilegt og þú sérð kosningaúrslit- in hjá okkur í bæjarstjórnarkosning- unum, en þar fékk flokkurinn 1540 atkvæði, en í prófkjörinu fyrir þær kosningar tóku ekki þátt nema um 500 manns. Ég held að við eigum alveg hik- laust að taka stefnuna á það að fá 3000 atkvæði í Alþingiskosningun- Sigbjörn Gunnarsson Þetta voru auðvitað mikil átök en allt fór mjög heiðarlega fram ogþað er aðalatriðið," sagði Sigbjörn Gunn- Fjárhagsvandi Hitaveitna: „Réttlætið sigrar ekki í þessari umferð“ — segir Jónas Elíasson formaður nef ndar þeirrar er iðnaðarráðherra skip- aði til að vinna að tillögum um lausn á fjárhagsvanda hitaveitna sem eiga í gífurlegum vandræðum. Gjaldskrárlækkun kemur ekki til greina. „Menn eru ekki sammáia um hve mikil ástæða er til að fara að lækka þetta orkuverð mikið núna. — Jú, þetta getur verið eitthvað réttlætismál, en við er- um ekki að fást við nein slík mál. Það er gríðarlegur munur á orkuverði hjá þessum veitum og í Reykjavík, en við erum ekkert að fást við að laga það,“ sagði Jónas Elíasson aðstoðarmaður iðnaðarráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. Jónas er for- maður þeirrar nefndar er ráð- herra skipaði til að vinna að til- lögum um lausn á fjárhagsvanda hitaveitna. „Við komum þessum töxtum aldrei neitt niður í lík- ingu við það sem er í Reykjavík. Ef mönnum finnst það réttlætis- mál, að fólk úti á landi borgi ekki meira fyrir hitann en í Reykja- vík, þá er munurinn þessi og verður það áfram. Þetta kemur ekkert pólitískum vilja við, þetta er fjárhagsvandamál, þar sem tekjur nægja ekki fyrir skuld- um. Réttlætið sigrar því ekki í þessari umferð,“ sagði Jónas Elíasson. Forsvarsmenn þriggja hitaveitna sem eiga í gífurlegum fjárhags- vanda hafa undanfarið átt í viðræð- um við nefnd iðnaðarráðherra. Um er að ræða Hitaveitu Akureyrar, Fjarhitun Vestmannaeyja og Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar. i haust voru sett heimildarákvæði í lánsfjárlög, sem heimiluðu iðnaðar- ráðherra að fengnu samþykki fjár- veitingarnefndar, að semja við þess- ar veitur um aðgerðir til úrbóta. ,,Ég vona að nefndin fari að skila af sér, þá verður aðeins eftir að taka pólitíska ákvörðun um hvað menn vilja gera,“ sagði Ingólfur Hrólfsson hitaveitustjóri á Akranesi í samtali við Alþýðublaðið. Nefndin hélt fundi strax eftir áramótin og fundað verður næsta föstudag. Talið er að skuldir veitnanna nemi um fjórum milljörðum króna. Að sögn Ingólfs skuldar Hitaveita Akra- ness og Borgarfjarðar um 1450 mill- jónir og voru vextir hjá veitunni á síðasta ári um 120 milljónir króna. Fulltrúar hitaveitnanna lögðu til í haust að ríkið yfirtæki eriendar skuldir veitnanna, með þeim hætti að þær létu af hendi skuldabréf þar sem afborgunarskilmálar gerðu þeim kleift að standa við skuldbind- ingar og hægt yrði að lækka gjald- skrá. Þessum hugmyndum hafnaði ríkisvaldið. Að sögn Ingólfs er kostnaður við upphitun 400 rúmmetra húsnæðis á Akranesi um 51 þúsund krónur á ári. Kostnaður miðað við sömu stærðir á húsnæði í Reykjavík er um fjórum sinnum lægri. „Okkur finnst það afskaplega skrýtið að ríkið ver 230 milljónum í að greiða niður upphitun með raf- magni, þegar niðurgreidda raf- magnið er orðið umtalsvert lægra en hitunarkostnaðurinn hjá þessum hitaveitum. Maður spyr sig náttúr- lega hvers vegna þessa mismunun?" sagði ingólfur. Fulltrúar hitaveitnanna vilja stilla upp nokkrum mismunandi dæm- um. í fyrsta lagi miðað við gjald- skrána eins og hún er og hvernig dæmið líti út miðað við gjaldskrána eins og hún er niðurgreidd hjá Rarik. „Ef að menn geta fallist á að orkuverðið er of hátt, þá hljótum við að leggja til að ríkið grípi inn í annað hvort með yfirtöku einhverra skulda eða skuldbreytingum, þann- ig að þeim markmiðum verði náð að orkuverðið lækki," sagði Ingólfur Hrólfsson. Hann sagði að í leiðinni yrði að sjálfsögðu að skoða aðra þætti eins og hagræðingu og mögu- leika á stækkun markaða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.