Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Þriðjudagur 3. febrúar 1987
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf.
Ritsljóri: Arni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor-
valdsson og Jón Dahíelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn
er 681866
3)
Harðstjórinn í Bagdad
Frásögn norska blaðamannsins Jens
Nauntofte, sem var um tíma í Bagdad
Saddam Hussein, forseti í írak
er ekki sams konar einræðis-
herra og Idi Amin var, blóðugur
upp að olnbogum og ekki er
hann heldur mannæta sem étur
smábðrn, eins og sagt er að
Bokassa, fyrrverandi keisari i
Mið-Afríkulýðveldinu hafi gert.
Saddam Hussein er ennþá verri.
Það er aðeins vegna hinnar'út-
breiddu andstöðu við helsta
fjandmann hans, Ayatollah
Khomeini, að Hussein hefur
ekki orðið frægur að endemum
sem þjóðhöfðingi. Dómur sög-
unnar á eftir að koma í ljós. Ef til
vill verður hans minnst sem eins
af mestu harðstjórum aldarinn-
ar, ásamt með Hitler, Stalin og
Pol Pot.
Þessa dagana eru bardagar harð-
ari en nokkru sinni í hinu 7 ára
langa stríði við Persaflóa, þar sem
blóð fallinna hermanna litar árnar
Efrat og Tigris daga og nætur.
Saddam Hussein hóf þetta stríð
þann 23. september 1980 í þeirri
skammsýnu trú að stjórn uppreisn-
armanna í Teheran myndi fljótlega
leysast upp.
Á þessum tæplega sjö árum hefur
styrjöldin kostað a.m.k. milljón
mannslíf. Sigurför Husseins breytt-
ist í áralanga martröð. Mörg hundr-
uð þúsund menn hafast við í skot-
gröfunum, aðrir liggja örkumlaðir á
sjúkrahúsum og bölva harðstjóran-
um í Bagdad, sem hefur látið völdin^
og olíudollarana stíga sér til höfuðs.
Sögulegur arfur
Hinir sögufrægu kalífar í Bagdad
hafa ekki lifað til einskis. Saddam
Hussein hefur tekið sér þá til fyrir-
myndar. Hverjum einasta hugsan-
legum andstæðingi er taf arlaust rutt
úr vegi. Meira að segja hátt settir
embættismenn í byltingarráðinu,
sem hafa gagnrýnt ákvarðanir
Husseins, hafa samstundis verið
látnir víkja, oft fyrir fullt og allt með
aftöku án dóms og laga.
Eins og allir sannir einræðisherr-
ar hefur Hussein  hirðskáld, sem
yrkir um hann hjartnæm lofgerðar-
kvæðí. Þau geta verið eitthvað á
þessa leið:
Hmur Iraks, ávöxtur þess
frjómagn fljótanna tveggja
sverð þess og skjöldur
örninn sem er stoU himinsins.
Síðan hefur verið írak
þín hefur verið beðið, Saddam.
Að koma til íraks, er líkast því að
ganga inn í alríkið sem George
Orwell lýsti í „1984". Stóri bróðir,
forsetinn, hefur augun alls staðar.
Enginn getur um frjálst höfuð strok-
ið. Veggspjöld með myndum af hon-
um blasa við hvert sem litið er, svo
að enginn ætti að gleyma því hver
er forseti landsins og hvernig hann
lítur út.
Hinn almenni borgari á fárra
kosta völ með að láta óánægju sína
í ljós, reynir þó stundum að þrjósk-
ast við eins og staður múlasni og
vinnur gegn taumlausri persónu-
dýrkun á forsetanum með því að
segja brandara: „Það eru 28 mill-
jónir manna í írak, 14 milljónir Iraka
og 14 milljónir veggspjalda með
mynd af Saddam Hussein." Vegg-
spjöldin í miðborg Bagdad eru á 8
metra háum trönum, alsett mynd-
um af foringjanum, sem horfir vök-
ulu augnaráði til allra átta í skugga
pálmatrjánna.
Vestrænt gjálífi
Þegar þessi frásögn var skrifuð
var vopnasölusamningur Banda-
ríkjamanna við íran ekki kominn í
hámæli í írak, svo að nýlega endur-
nýjaður vinskapur við Bandaríkja-
menn stóð í fullum blóma, sem end-
urspeglaðist í skemmtanalífinu með
sýningarflokkum og kántrýsöngv-
um vestan um haf á öllum betri
skemmtistöðum í Bagdad. Eins
mátti sjá bandaríska viðskiptajöfra
og diplómata í vinsamlegum sam-
ræðum við íranska ofursta og her-
foringja, enda var ekki heldur kom-
in í hamæli fréttin um að gervi-
hnattamyndir frá íran sem CIA hafði
útvegað Hussein, voru falsaðar. Ár-
ið 1984 var aftur komið á milliríkja-
sambandi milli írak og Bandaríkj-
anna, eftir að írakar sögðu upp
stjórnmálasambandinu í sex daga
stríðinu 1967. Nú, að tveimur árum
liðnum hefur Hussein fengið stað-
festingu á því sem hann hefur raun-
ar alltaf haldið fram; að engum sé
treystandi og allra síst stórveldun-
um. Ef til vill líða nú aftur 17 ár
þangað til bandarískir skemmti-
kraftar fá að troða upp í nætur-
klúbbum Bagdadborgar.
Stríðið
Ef frá eru taldir þeir atburðir þeg-
ar langdrægum eldflaugum var
skotið frá Iran og urðu fjölda
óbreyttra borgara að fjörtjóni í
Bagdad,  þá gætir stríðsátakanna
Sif Ragahildardóttir
Heillandi
skemmtun!
Þeir sem hafa hug á að næla
sér í sérstætt skemmtiatriði á
þorrablót eða hliðstæðar uppá-
komur, eiga nú þess kost að
heyra þýska seinnistríðssöngva
óma undir borðhaldi. Sif Ragn-
hildardóttir, söngkona og leik-
ari, Jóhann Kristinsson, píanó-
leikari og Tómas R. Einarsson,
bassaleikari hafa æft upp þessi
gömlu og heillandi lög.
Ættu menn varla að verða fyrir
vonbrigðum því allt eru flytjendur
afburða listamenn, en sýna þarna á
sér nýja hlið, — með því meðal ann-
ars að klæða sig upp á tísku þess
tíma þegar síðari heimsstyrjöldin
stóð sem hæst.
Það er Pétur rakari Guðjónsson
sem hefur umboð fyrir þremenning-
ana.
Saddam Hussein ásanit móður sinni. Þetta ersú ímynd sem hmdsmenn fá afþjóðhöfðingja sínum, miidur
og ástríkur sonur og landsfaðir.
furðu lítið í höfuðborginni. Ör-
kumlamenn úr stríðinu sjást ekki á
götum borgarinnar. Verslanir eru
fullar af varningi og veitingahúsin
eru fjölsótt.
Engu að síður snerta stríðsátökin
hverja fjölskyldu, beint eða óbeint.
Fjölskyldufeður, synir og ættingjar
eru á vígstöðvunum og heyja til-
gangslaust stríð sem ekki sér fyrir
endann á. Engum er leyft að yfir-
gefa landið án sérstaks leyfis. Það á
að spara gjaldeyrinn, segja yfirvöld,
en raunverulega ástæðan er sú að
hindra fólksflótta úr landinu.
Útlendir diplómatar og blaða-
menn mega ekki fara út fyrir borg-
armörkin, án þess að hafa leyfi, sem
sótt er um með 8 daga fyrirvara.
írakar eru hræddir og samanhnipr-
aðir, en það er undantekning ef þeir
viðurkenna það. Njósnarar og flug-
menn eru á hverju strái. Þeir sem
gefa sig að útlendingum eru sam-
stundis grunaðir um landráð. Sendi-
ráðsmenn þekkja þetta vel af eigin
raun. Þeir segja ennfremur að fólk
þori tæpast að tala saman, nema þá
um   allra   hversdagslegustu   hluti.
Þetta er kúgað fólk.
Khomeini
Það er sannkölluð kaldhæðni ör-
laganna, að á 8. áratugnum, þegar
Hussein var fyrir alvöru farinn að
seilast til valda í írak, þá bjó þar
landflótta prestur frá íran. Hann hét
Ayatollah Khomeini, einn helsti
andstæðingur keisarans. Hann var
talinn meinlaus sérvitringur lengi
vel, en loks kom að því að hann var
tekinn höndum og vísað úr landi
vegna ofstækisfullra ræðuhalda á
götum úti. Það gerði Saddam
Hussein í eigin persónu og
Khomeini hefur aldrei fyrirgefið
honum það. Eftir fall keisarans fór
Khomeini heim til írans og var ákaft
hylltur af samlöndum sínum, en
skömmu síðar tók Hussein þá af-
drifaríku ákvörðun að ráðast á land-
ið. Það er því persónuleg hefnd, öðr-
um þræði, sem knýr Khomeini til að
halda ófriðnum áfram, en báðir
virðast þeir vera ákveðnir í því að
berjast til síðasta manns.
Persónudýrkun
Báðum löndunum, íran og írak er
stjórnað af mjög viljaföstum mönn-
um. Annar er trúarlegur leiðtogi,
hinn veraldlegur. Báðir hafa tak-
markalaust vald og í báðum löndum
er persónudýrkunin takmarkalaus.
I Teheran er hægt að kaupa vegg-
teppi og bænamottur með mynd af
Khomeini. I Bagdad má sjá köku-
diska, armbandsúr og bækur fyrir
skólabörn með mynd af Hussein.
Það er varla til það skúmaskot sem
ekki er undir vökulu augnaráði for-
ingjans.
Stríðsreksturinn hefur ekki að-
eins kostað líf og heilsu írakskra
hermanna, heldur hefur stríðsævin-
týrið nú þegar kostað þjóðina um 30
milljarða dollara, auk annarra 30
milljarða dollara í erlendum skuld-
um.
I einræðisríki hvílir öll ábyrgðin
sömuleiðjs á einum manni. Þannig
er það í írak. Hans er mátturinn og
dýrðin og hann einn ber alla ábyrgð.
„Lifi Saddam Hussein", hrópa þegn-
arnir.
Molar
... meistara-
smokkurinn ...
Athygli hefur vakið hversu
smokkurinn á erfitt uppdráttar í
Breiðholtínu. Fremstur mótmæl-
enda í holtinu gegn þessu voða-
amboði reynist svo vera skóla-
meistari staðarins. Er ljóst af við-
brögðum meistara að hann mun
fyrr dauður liggja en hleypa þessu
„gúmmíi Satans" í brúkun í skóla
hjá sér. Nemendur skilja hins veg-
ar hvorki upp né niður í þessum
látum og töldu sig vera að styðja
við auglýsingarstefnu stjórnvalda
gegn útbreiðslu eyðni með því að
dreifa smokkum með aðgöngu-
miðum á skólaball. (Gárungarnir
segja reyndar að aðgöngumiðum
hafi verið dreift með smokkum).
Þar mun skemmtinefnd nemenda
skólans þó hafa feiltekið sig hrapa-
lega þar sem láðist að leita álits
meistara á þessu gúmmímáli fyrir
ballið, enda í mörg horn að líta áð-
ur en dansinn hófst og hefur
nefndin nú verið tekin af.
Naskir menn telja hins vegar að
það sé miklu heppilegra að börnin
fái að æfa sig með smokkinn núna
síðasta part vetrar þannig að þau
geti af staðfestu og öryggi skemmt
sér í heilnæmu útiloftinu næsta
sumar og séu þá komin í liðuga æf-
ingu. Gengur nú æfingartækið
undir nafninu „meistarasmokkur-
Skólameistarinn í Breiðholtinu
er hins vegar baráttumaður og
eins víst að hann fari í kröfugöngu
með spjald og mynd í vor ef al-
menningsálitið og landlæknisem-
bættið snýst ekki á sveif með hon-
um, því eins og allir vita er hér um
grundvajlarmál að ræða. Er því
ekki btíist við að verði mikill drátt-
ur á viðbrögðum hans ...
...smokkameistarinn...
En það er ekki að spurja að þess-
um húmoristum. Ekki hafði Moli
fyrr lokið við hina djúpu hugleið-
ingu um meistarasmokkinn en
bróðir hans (Mola) hann Svoli
sagðist hafa frétt að nú væru
krakkaormarnir farnir að kalla yf-
irmann sinn smokkameistarann.
Sé þetta rétt telur Moli þetta í 11 tíð-
indi. Hitt er vafalaust rétt að ef
skólameistarinn í Breiðholti hefði
aldrei sagt aukatekið orð um þetta
viðkvæma óheilla smokkamál
væru örugglega allir búnir að
gleyma því núna, en meistara of-
bauð með þeim afleiðingum að
skólinn hefur þá þegar hlotið nýtt
nafn. Sannast þar hið fornkveðna
að „þögn er besta verjan"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4