Alþýðublaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 4
MMMBIlBni Þriðjudagur 16. júní 1987 Kurt Waldheim HEIÐRAÐUR AF FASISTASAMTOKUM Forseti Austurríkis, Kurt Waldheim, fékk heiðursmerki af hæstu gráðu fyrir frammistöðu sína í heimsstyrjöldinni síðari. Upplýsingar um þetta liggja fyrir í austurríska utanríkisráðuneytinu og komu nýlega fram í þættinum „Hér og nú“ á rás 2 i norska sjón- varpinu. Þar var einnig haft eftir sömu heimildum að Waldheim hafi gerst félagi í stormsveitum nasista fyrir stríð, en því hefur hann stað- fastlega neitað. Utanríkisráðuneytið austurríska hefur haft þessar upplýsingar undir höndum síðan í stríðslok, en þær stangast algerlega á við það sem Waldheim hefur sagt um störf sín á’ meðan á stríðinu stóð. Síðastliðið ár hefur Waldheim hvað eftir annað verið sakaður um að Ijúga til um fortíð sína og það hlutverk sem hann gegndi í þýska hernum í stríð- inu. En Waldheim viðurkennir ekki að hann hafi neinu logið. Við um- sjónarmenn þáttarins „Hér og nú“ hefur hann áður sagt: „Hvernig er hægt að búast við að maður geti munað 40 ára atburði í smáatrið- um. Þegar þessar ásakanir byrjuðu, skildi ég að það var nauðsynlegt að grafa í fortíð mína og það tekur tíma að fara í gegnum öll smá- atriði“ Upplýsingar frá utanríkisráðu- neytinu sýna ennfremur að Wald- heim var i þjónustu hersins eftir 1941. Meðal annars gegndi hann störfum í Júgóslavíu, sem nú er, ár- ið 1942. Það var fyrir störf sín þar sem hann fékk heiðursmerkið frá fasistasamtökunum Ustasja. Nú hefur Kurt Waldheim, forseti Austurríkis verið tilnefndur til frið- arverðlauna Nóbels, skv. frétt í norskum dagblöðum í síðustu viku. Þar segir að tilnefningin sé komin frá prófessor Hans Kochler við há- skólann í Innsbruck, sem einnig hefur starfað í nefndum á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Kochler er prófessor í stjórnmálaheimspeki. Kurt Waldheim er fyrrum aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, núver- andi forseti Austurríkis og liggur undir grun um að hafa framið stríðsglæpi í heimsstyrjöldinni síð- ari. Jakob Sverdrup við Nóbels- stofnunina í Ósló vill hvorki játa því né neita að Waldheim hafi verið til- nefndur til friðarverðlaunanna. Að minnsta kosti verður hann ekki meðal útvaldra í ár, þar eð frestur- inn er útrunninn í ár fyrir þá sem valið verður um til að hljóta friðar- verðlaun Nóbels. Ég hef hreinan skjöld, segir Waldheim. En sannanir hlaðast upp gegn manninum sem nú hefur meira að segja verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Þó ekki fyrir störfin sem hann gegndi I heimsstyrjöldinni síðari. Nýtt símanúmer hefur tekið gildi fyrír allar deildir Iðnaðarbankans í Lækjargötu 12. • Almenn afgreiðsla • Erlend viðskipti • Lánasvið • Rekstrarsvið • Markaðssvið • Lögfræðisvið • Verðbréf og innheimtur • Endurskoðun • Fjármálasvið • Bankastjórn • Iðnlánasjóður Lækjargötu 12. Sími 6918 00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.