Alþýðublaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 1
MMBUMDU) - - STOFNAÐ ~1 _ , _ ,,,.,. . ,. Föstudagur 17. júlí 1987 I 1919 1 133. tbl. 68. árg. Aðkoman að ríkissjóöi: MEIRI HALLI OG VERÐBÓLGA — en búist var við. Jón Baldvin ómyrkur í máli á Akureyrarfundi. Gífurlegar auka- fjárveitingar og undanþágufargan. „Vandi ríkissjóðs er meiri en við áttum von á. Hallinn er meiri en gert hafði verið ráð fyrir, og ég ótt- ast að verðbólgan sé meiri en opin- berar tölur gefa til kynna,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, á opnum fundi Al- þýðuflokksfélaganna á Akureyri í gær. - Jón Baldvin nefndi sem tölur um aukafjárveitingar, þ.e. fjárveitingar utan fjárlagaramma. Vegna flug- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli Úsamþykkt rafmagns- tæki á markaðnum Stór hluti örbylgjuofna og uppþvottavéla á markaðnum er án tilskilinna söluleyfa frá Raf- magnseftirliti ríkisins. Sala þessara tækja án prófana Raf- magnseftirlitsins er algerlega ólögleg, en afar vægt virðist vera tekið á brotum af þessu tagi. Bergur Jónsson, hjá Raf- magnseftirlitinu staðfesti þetta í samtali við Alþýðublaðið í gær og sagði að viðurlög væru afar illa og nánast ekki skilgreind. Hann sagði ennfremur að af hálfu Rafmagnseftirlitsins væri fremur lögð áhersla á að laða menn til samvinnu um það að framfylgja settum reglum í þessu efni. í nýlegri könnun Neytenda- samtakanna á örbylgjuofnum og uppþvottavélum, sem birt er í nýútkomnu Neytendabiaði, kemur í ljós að af 28 tegundum uppþvottavéla sem til sölu eru í verslunum, hafa einungis 10 hlotið samþykki Rafmagnseftir- litsins. Ástandið virðist hlut- fallslega mun skárra að því er örbylgjuofnana varðar. 46 teg- undir voru athugaðar og 29 þeirra höfðu hlotið samþykki. Helmingur þeirra uppþvotta- vélategunda sem ekki voru sam- þykktar voru þó til athugunar hjá eftirlitinu, en engu að síður er óheimilt að selja prófunar- skyld tæki fyrr en samþykki hefur fengist. Það er heldur alls ekki sjálf- gefið að rafmagnstæki fái sam- þykki Rafmagnseftirlitsins. Bergur Jónsson nefndi sem dæmi um þetta að á árinu 1984 hefðu 911 tegundir prófunar- skyldra rafmagnstækja verið samþykktar en 156 umsóknum synjað. hefði borist reikningur upp á 760 milljónir króna umfram áætlun. Vegna Hafskips/Útvegsbanka- málsins yrði ríkissjóður að greiða 770 milljónir og aukaútgjöld tengd landbúnaði hefðu verið um 1200 milljónir um mitt þetta ár. Auka- fjárveitingar af ýmsu öðru tagi væru um 600 milljónir. Þá sagði Jón Baldvin, að ýmis- legt benti til þess að verðbólgan væri nú meiri en opinberar tölur gæfu til kynna. Nefndi hann nokk- Eins og fram hefur komið, hyggst Blaðaprent h/f flytja starfssemi sína með haustinu, í nýtt húsnæði að Lynghálsi 9. Þá verður tekin í notkun ný prentvél sem hefur miklu meiri möguleika en sú eldri. Nýja vélin getur prentað 64 síður, ur dæmi þessu til rökstuðnings. Hann kvað hættumerkin blasa hvarvetna við, og það yrði að taka rösklega á ef stöðva ætti hallarekst- ur ríkissjóðs og draga úr óhagstæð- um viðskiptajöfnuði. Jón Baldvin sagði, að á undan- förnum árum hefðu stjórnmála- menn ekki skattlagt fyrir útgjöld- um ríkissjóðs. í stað þess hefðu þeir tekið erlend lán og einnig á innlend- um markaði. í síðustu fjárlögum hefði verið gert ráð fyrir því, að afla þar af 8 síður í 4 litum, en sú sem fyrir er, getur einungis prentað í svörtu 40 síður, fjórlit í opnu og forsiðu og 1 lit á móti. Talsvert mikil breyting verður frá því sem nú er. Öll starfsaðstaða 1500 milljóna króna með sölu ríkis- skuldabréfa. Aðeins hefðu selst bréf fyrir 200 milljónir. Það væri ljóst, að ríkið yrði að hækka vexti á bréfunum, ef þau ættu að seljast í samkeppni við önnur vaxtatilboð á peningamarkaði. Hann lét hins veg- ar í ljósi miklar efasemdir um mikl- ar vaxtahækkanir, sem hann taldi að gætu haft verðbólguhvetjandi áhrif. Jón Baldvin fjallaði nokkuð um aðstöðu fjármálaráðuneytisins til mun batna til muna, auk þess sem mötuneyti verður á staðnum. Starfsfólki fjölgar, en sem kunnugt er verða ritstjórnir Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans saman í hús- unum og verður þetta fyrirkomulag án efa hagstæðara fyrir alla aðila. að sinna verkefnum sínum. Pappírsvinnan væri yfirgengileg, m.a. vegna hverskonar undanþágu- fargans í tengslum við skatta og tolla. Þessar undanþágur yrðu af- numdar með öllu og sjálfur kvaðst hann ekki ætla að verða einhver „afgreiðslustjóri" í ráðuneytinu. Hann ætlaði að taka á skattamál- unum af fyllstu hörku, en um þann málaflokk fjallaði hann ítarlega á fundinum og verður greint frá þeim hluta ræðu hans í Alþýðublaðinu á morgun. Sameiginleg setning verður hjá blöðunum og stendur til að kaupa setningarvélar, en ekki er vitað hvenær af þeim kaupum verður. Aðalfundur Blaðaprents verður í dag og munu málin þá væntanlega skýrast nokkuð. Sjávarútvegssýning undirbúin: 55 ÍSLENSK FYRIRTÆKI VERÐA MED ( HAUST Innlendir aðilar munu ráða yfir um þriðjungi alls rýmis á sjávar- útvegssýningunni sem haldin verður í Laugardalshöll í Reykja- vík í september. Alls hyggjast 55 íslensk fyrirtæki sýna vörur sínar á sýningunni. Sjávarútvegssýningin er á góðri leið með að verða fastur liður í til- veru íslenskra fyrirtækja í þessari grein og hefur undanfarin ár vak- ið vaxandi áhuga erlendra aðila. í ár er búist við miklum fjölda er- lendra sýningargesta og er því hér á ferðinni kjörið tækifæri fyrir ís- lenska framleiðendur til að ná viðskiptasamningum við erlenda kaupendur. Nú hefur verið ákveðið að allir íslensku sýningarbásarnir verði eins og hefur Gunnar Bjarnason annast hönnun þeirra. Sýningin verður haldin 1 Laugardalshöll dagana 19r23. september og sýn- ingarsvæðið verður alls 4.700 fer- metrar. Nýbygging Blaðaprents, Alþýðublaðsins, Tlmans og Þjóöviljans er nú að rlsa við Lyngháls I Reykjavlk. A-mynd: Róbert. Blaðaprentsblöðin: Fá nýja prentvél í haust Blaðaprent flytur í nýtt húsnæði í haust. Stórauknir litamöguleikar. Hægt að prenta 64 síður í nýju vélinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.