Alþýðublaðið - 13.08.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.08.1987, Blaðsíða 1
— Útgjöld og byggingarkostnaður fóru tæpan milljarð umfram áætlanir. — Fjármálaráðherra lætur gera faglega úttekt á því í hverju mistökin séu fólgin svo og hver beri ábyrgðina. Útgjöld og byggingarkostnaður vegna Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar fóru tæpan milljarð umfram áætlanir á árinu. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra hefur skrifað Ríkisendurskoðun bréf vegna þessa og farið fram á að gerð verði fagleg úttekt á því í hverju mistökin séu fólgin svo og hver beri ábyrgðina. „Það lýsir sér meðal annars t verðþenslunni í landinu að áætlanir standast ekki. Það er auðvitað fullt af ríkisstofnunum sem leita eftir aukafjárveitingum af þeim sökum, en þar að auki vantar mjög á að settar séu eðlilegar og heilbrigðar reglur um það hvernig aukafjárveit- ingum sé beitt, “ sagði fjármálaráð- herra í samtali við Alþýðublaðið í gær og bætti við: „Síðan eru það einstök hneykslismál sem þurfa sér- staka rannsókn og nýlegt dæmi um það er flugstöðvarhneykslið sem lýsir sér í því að farið er tæpan mill- jarð umfram áætlanir um bygging- arkostnað og útgjöld á árinu.“ Jón Baldvin hefur því farið fram á að gerð verði sérstök fagleg úttekt á því í hverju mistökin séu fólgin og hver beri ábyrgðina. Fjármálaráðherra sagði að mikið hefði verið lagt í áætlunargerð vegna flugstöðvarinnar í Keflavík, áður en framkvæmdir voru hafnar. „Fjármálaráðuneytið var m.a. full- Heildaraflinn fyrstu sjö mánuðina: Stefnir í enn eitt metárið Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands, er heildarafli landsmanna meiri fyrstu sjö mán- uði ársins, en á sama tíma í fyrra. Virðist því stefna í enn eitt metárið hvað aflabrögðin snertir. Sam- kvæmt bráðabirgðatölunum er heildaraflinn frá janúar til loka júlimánaðar 969.933 tonn en var 799.978 tonn á sama tímabili í fyrra. Meira hefur veiðst af þorski og öðrum botnfisktegundum, en á sama tíma í fyrra. Heildarþorskafl- inn samkvæmt bráðabirgðatölun- um er 263.847 tonn, en var 244.483 tonn í fyrra. Gera má því ráð fyrir að það sem eftir er ársins þurfi margar útgerðir að leggja meiri áherslu á aðrar botnfisktegundir svo nýta megi þorskkvótann fram eftir ári. Heildarafli annarra botn- fisktegunda frá áramótum er 185.037 tonn, en var 180.934 tonn á sama tímabili í fyrra. Loðnuveiði hefur einnig verið öllu meiri á þessu tímabili, eða heildaraflinn um 492.000 tonn en var um 350.000 tonn fyrstu sjö mánuðina í fyrra. Rækjuaflinn er 20.500 tonn en var um 15.700 í fyrra. Mesta aukning heildaraflans kemur fram hjá bátunum, en sam- kvæmt tölum Fiskifélagsins er afli þeirra 724.870 tonn fyrstu sjö mán- uðina, eða um 150.000 tonnum meiri en í fyrra. Heildarafli togar- anna hefur aukist um 20.000 tonn miðað við sama tíma í fyrra og er heildarafli þeirra um 244.000 tonn. Mestur afli hefur borist í land í Vestmannaeyjum, um 135.000 tonn. Munar þar mest um loðnuna, eða um 99.000 tonn. Á sama tíma í fyrra höfðu borist í land um 135.000 tonn í Eyjum. í Reykjavík hafa borist í land um 45.000 tonn, en í fyrra bárust í land um 41.000 tonn í Reykjavík. Þorleifur Valdimarsson: „Fólki finnst dagskráin versna hjá Stöð 2.“ Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráöherra: „Flugstöðvar- hneyksliö þarf sérstaka rannsókn." vissað um það i byrjun árs að allt væri innan við ramma áætlunar og allt mundi standast. Síðan breytast tölurnar frá mánuði til mánaðar og enda sem milljarður umfram áætl- aðan kostnað, — sem þýðir stór- felldan útgjaldaauka fyrir almenn- ing í landinu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. Þegar kostnaðaráætlun bygging- ar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var lögð fram um vorið 1983 var gert ráð fyrir að heildarkostnaður við bygginguna yrði um 42 milljónir bandaríkjadollara. Nú er ljóst að kostnaðurinn verður um 70 mill- jónir dollara og að óbreyttu þurfi íslenskir skattborgarar að greiða mismuninn. Bandaríkjamenn munu greiða 20 milljónir sam- kvæmt samningum sem tóku mið af upphaflegri kostnaðaráætlun, en taka ekki þátt í kostnaði umfram áætlunina. Bætt þjónusta er númer eitt: Myndböndin aftur í sókn Útleigan svipuð og áður en Stöð 2 tók til starfa Myndbandaleigurnar hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og er nú svo komið, að álíka mikið er að gera hjá þeim og fyrir tilkomu Stöðvar 2. „I júní var allt komið á skrið aftur og í dag er orðið jafnmikið að gera hjá okkur og áður en Stöð 2 kom. Fólki finnst dagskráin versna hjá þeim; myndirnar séu lélegri nú en í byrjun,“ sagði Þorleifur Valdi- marsson, formaður félags mynd- bandaeigenda. Eftir að Stöð 2 tók til starfa, lognuðust margar litlu leigurnar út af og útleiga minnkaði hjá þeim stærri, en á því virðist nú vera orðin breyting. Þorleifur sagði, að víða væri nú mikill áhugi á því hjá myndbanda- eigendum, að standa saman um að hafa sem bestar myndir á boðstól- um og bæta þjónustuna eins og mögulegt væri, það væri númer eitt í dag. Hann sagðist einnig hafa áhuga á að sérhæfa myndbanda- leigur, t.d. eina í tónlist o.s.frv. Alþýðublaðinu lék einnig for- vitni á að kanna verð og annað hjá myndbandaleigunum og virtist það vera svipað á flestum stöðum. Algengt er að tæki og 3 spólur séu leigðar út í sólarhring fyrir 600—650 kr., en tækin ein sér á 400—450 kr. Einnig eru nokkrar myndbandaleigur með tilboðsverð, t.d. er Grensásvídeó með svokallað pakkatilboð fyrir einstaklinga og sjúkrahús, og kostar tækið þá 350 kr. fyrir vikuna, en 2 spólur og tæki 600 kr. fyrir vikuna. Algengt verð fyrir barnaefni er kr. lOOfyrirsólarhringinnenannað nýtt efni er leigt á 200 kr. Eldri myndir fást fyrir 100—150 kr. Nýjar myndir kosta myndbandaeigendur fjögur til fimm þúsund krónur í innkaupum og þurfa þeir að eigin sögn að leigja þær út milli 20 og 30 sinnum, til að þær borgi sig. Þá er eitthvað um það, að myndum sé hreinlega stolið; þeir fái þær ekki til baka. Einnig virðist vera nokkuð algengt, að spólur skemmist í léleg- um myndbandstækjum, stundum eftir 10—20 skipti. Engar reglur eru til um útleigu og er misjafnt hvernig málum er hátt- að varðandi skilafrest. Á flestum myndbandaleigunum kom í ljós, að ekki er strangt tekið á minniháttar vanskilum, sérstaklega ef fólk lætur vita. Víðast hvar eru útfylltir samn- ingar um skilatíma og annað sem máli skiptir. Blaðið veit þó til þess, að í einni myndbandaleigu í Reykjavík er fólk sektað um 800 kr., ef það skilar ekki tæki og spólum innan sólarhrings og þykir það full- langt gengið, svo ekki sé meira sagt. Þar kostar tæki og 3 myndir 800 kr., og er það dýrara en annars staðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.