Alþýðublaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. desember 1987 3 FRÉTTIR Greiðslur frá Tryggingastofnun: BOTAÞEGAR GERÐIR AD VANSKILAMÖNNUHI Útborgun lífeyris og bóta miðast ekki við mánaðamót eins og flestar aðrar greiðslur í þjóðfélaginu. — Ekki má búast við breytingu á nœstunni. Lífeyris- og bótaþegar eru mjög óánægöir meö aö greiðsiur frá Tryggingastofn- un miðast ekki við mánaða- mót. Það hefur valdið fólki óþægindum að sögn Hans Jörgenssonar hjá Samtökum aldraðra. Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins telur að oft á tíðum sé það velvilja fólks að þakka að það bitnar ekki á öryrkjum. Að áliti Eggerts G. Þorsteinssonar, forstjóra Tryggingastofnunar er ekki unnt að breyta þessu. Þeir sem fá greiddan lífeyri eða bætur frá Trygginga- stofnun rikisins þurfa að biða til 10. hvers mánaðar eftir útborgun. Þar sem allir reikn- ingar miðast yfirleitt við mánaðamót er töluverð hætta á því að verið sé að gera bóta- og lífreyisþega að vanskilamönnum. í samtali við Alþýðublaðið sagði Hans Jörgensson hjá Samtökum aldraðra, að þetta kæmi sér illa fyrir marga þar sem margar greiðslur væru um mánaðamót. „Það hefur verið almenn óánægja yfir þessu.“ Hans sagðist ekki vita til þess að fólk hefði orð- ið fyrir beinum kostnaði vegna þessa, en hins vegar hefðu margir orðið fyrir tölu- verðum óþægindum. Sagði Hans að tekist hefði að knýja fram breytingar vegna greiðslna úr Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins, en ellilífeyrir væri ekki greiddur fyrr en 10. Hann sagðist ekki vita til þess að verið væri að reyna að fá þessu breytt, en þó þætti sér það ekki ólíklegt. Ásgerður Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalags íslands sagðist ekki vita til þess að þetta hafi valdið miklum óþægind- um, þó kæmi það fyrir að biðja þyrfti um frest fyrir fólk. Yfirleitt semdu öryrkjar um gjalddaga í samræmi við út- borgunardag bóta þegar eitt- hvað væri keypt, einnig væru ýmsir reikningar s.s. sima- reikningar sem ekki þyrfti að greiða um mánaðamót. „Ég býst nú við að stundum geti þetta veriö dálltið óþægi- legt.“ Hún taldi þó að velvilji almennings kæmi oft í veg fyrir að öryrkjar lentu í vand- ræðum út af þessu. „Þetta var kannað all ræki- lega og reynt að finna leið til að breyta þessu. Það reyndist mögulegt með lífeyrisjóði, en ekki með bætur,“ sagði Eggert G. Þorsteinnson for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Þá sagði hann að bóta- og lífeyrisþegar vissu nákvæmlega hvenær greiðsla bærist og yrðu að miða af- borganir við það, gætu þeir einhverju um það ráðið. Ástæðuna fyrir þessari dagsetningu sagði Eggert vera þá að umboðin úti á landi þurfi að skila inn öllum upplýsingum um breytingar e.þ.h. sem orðið hafa um mánaðamót. Það fari síðan inn í tölvu og þetta sé vinnslutíminn sem þarf. Jón Baldvin um skattkerfisbreytingarnar: KOMNIR LENGRA í UMBÓTUM EN EB — Niðurfelling undanþága gerbreytir aðstœðum til öflugra skatteftirlits. Starfsmenn hjá fjórtán fyrirtækjum í fata- og vefnaiðnaði fengu í gær afhenta viðurkenningu fyrir þátttöku i starfsþjálfunarnámskeiði. Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra afhenti viðurkenningarnar. g 6000 bíða eftir lánsloforðum: EG HEF SKYLDUM AÐ GEGNA VIÐ ÞETTA FOLK þótt forsœtisráðherra í Morgunblaðinu kalliþetta sprell, segir félagsmálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra segir að þegar undanþágur söluskatts af matvælum hafi verið felld- ar niður verði söluskattsupp- gjör matvöruverslana miklu einfaldara. Jafnframt verði eftirlit skattyfirvalda með söluskattsskilum mun auð- veldara en nú er. Þá segir hann íslendinga vera komna lengra í skattaumbótum en Evrópubandalagið. Á Alþingi i gær mælti fjár- málaráðherra fyrir frumvarpi um söluskatt, vörugjald og tolla. Ráðherrann ítrekaði þessa skoðun sína og vék sérstaklega að gagnrýni sem fram hefur komið um það markmið að stefna að ein- þrepa söluskatti. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur meðal annars vikið að þessu. Ráðherrann nefndi þó ekki Ásmund einu orði, en sagði: Því hefur verið haldið fram að með því að stefna að ein- þrepa söluskatti á allar vörur séum við orðnir kaþólskari en sjálfur páfinn. Lltum að- eins á þennan punkt. Jú eng- inn annar en Evrópubanda- lagið, eins og það leggur sig. Það er nýmæli fyrir mig, ef stefna þess bandalags I matarmálum er allt í einu orðin fyrirmynd annarra þjóða.“ Fjármálaráðherra sagði að þær hugmyndir sem reifaðar hafa verið innan Evmpu- bandalagsins um tvíþrepa söluskatt, siður en svo eins byltingarkenndar og sumir vildu vera láta. I því sambandi benti Jón Baldvin á að gerð hafi verið tillaga um það hjá EB að horfið verði frá margþrepa virðisaukaskatti í tveggja- þrepa skatt: „Lengra treysta menn sér ekki til að gagna að þessu sinni. Og af hverju eru þessar tillögur lagðar fram? Jú, einfaldlega vegna þess að menn eru hættir að ráða við þetta kerfi með fjöld- ann allan af skattþrepum. Óánægjan er orðin svo mikil. Eftirlitið orðið svo erfitt. Kannast menn ekki við þetta í viðskiptum sínum við ís- lenska söluskattskerfið? það er nákvæmlega þetta, sem við erum að reyna að komast út úr.“ Jón Baldvin bætti því síð- an við, að íslendingar væru einfaldlega komnir lengra í skattumbótum en Evrópu- bandalagið. Fjármálaráðherra sagði að niðurfelling undanþága myndi gerbreyta aðstæðum til öflugra skatteftirlits. Þann- ig myndu starfsmenn á skatt- stofum, sem nú þurfa að eyða miklum tíma í að yfir- fara fylgipappíra með sölu- skattsskýrslum, geta snúið sér að söluskattsendurskoð- un og virkara eftirliti með bókhaldi fyrirtækjanna. Þá myndi breytingin leiða til mikillar einföldunar í upp- gjöri á söluskatti hjá mat- vörukaupmönnum. Það ætti ennfrekar að stuðla að bætt- um skattskilum. Komið hefur til tals, I tengslum við breytingarnar á söluskattslögum, að skylda smásölufyrirtæki, til þess að nota löggilta búðarkassa. Ráðherra hefur heimild til þessa, samkvæmt lögum, og sagðist hann hafa ákveðið að láta kanna sérstaklega hvort rétt sé að stíga skrefið til fulls og skylda smásöluaðila til að nota löggilta þeninga- kassa. „Ríkisstjórnin samþykkti að þessu máli skyldi hraöað í gegnum þingið. Þá voru 4000 lánsumsóknir sem höfðu safnast upp frá því um miðj- an mars þegar útgáfu lánslof- orða var hætt. Nú þegar 10 dagar eru eftir til jóla, þá eru 6000 umsóknir sem bíða og ég tel að Alþingi beri skylda til þess að afgreiöa þetta mál fyrir jólaleyfi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra í samtali viö Alþýðu- blaði í gær. Jóhanna mætti ekki á rlkisstjórnarfund í gærmorgun vegna þeirra tafa sem orðið hafa á afgreiðslu húsnæðisfrumvarpsins, en það hefur verið ( nokkrar vik- ur í salti í félagsmálanefnd neðri deildar. Jóhanna sagði að í raun og veru væru það um 18000 manns sem biðu eftir því að þetta mál leystist. Umsókn- irnar væru 6000 þúsund en þegar fjölskyldurnar allar væru taldar með væru 18000 manns sem biðu. „Sem hús- næðisráðherra hef ég skyld- um að gegna við þetta fólk, þótt forsætisráðherra hafi kosið að kaHa þetta sprell í viðtali i Morgunblaðinu." Jóhanna sagðist telja að þrátt fyrir breytingar I með- förum félagsmálanefndr neóri deildar næði frumvarp- ið fram meginmarkmiði: Að tryggja þeim forgang til hús- næðislána sem verst eru sett. Að tryggja betri stjórn í kerfinu og koma í veg fyrir þenslu. Píslarganga þessa frum- varps hefur verið mjög mikil, en ég vænti þess að það fá- ist lausn. Það er að mínu mati nauðsynlegt að rikis- stjórnin sameinist um að koma þessu máli i forgangs- röð, eins og reyndar var sam- þykkt I ríkisstjórninni f októ- ber,“ sagði Jóhanna. Þegar húsnæðisfrumvarpið kemur úr félagsmálanefnd á það eft- ir að fara i gegnum 5 umræð- ur í þinginu. Félagsmálaráðherra mun ekki sækja fundi ríkisstjórn- arinnar, meðan rikisstjórnin hefurekki ský laust samein- ast um það koma málinu í gegn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.