Alþýðublaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 1
Samningafundur VMSÍ og vinnuveitenda Samningamenn vinnuveit- enda og Verkamannasam- bands islands áttu í gær langan fund, án þess að af- staða væri tekin til stærstu mála svo sem kjarasamninga til lengri eða skemmri tíma. Aðalsamninganefndir áttu ekki formlegan fund, en fundir voru i undirnefndum. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins þokaðist nokk- uð áfram i þeim viðræðum og virðist stutt i samkomulag um leiðréttingar varðandi fastráðningasamninga fisk- vinnslufólks. Eftir fundina í gær var ekki boðað til annars samninga- fundar en Kklegt er talið að það verði gert í dag. Aðal- samninganefnd Verkamanna- sambandsins ætlar að halda fund kl. 10.00 og verður þar líklega tekin fastmótuð af- staðatil samningatil lengri eða skemmri tíma. Forsvars- menn Verkamannasambands- ins hafa eingöngu talað um skammtímasamning, en vinnuveitendur hafa haldið fast við samning til lengri tíma. Að mati samningamanna Verkamannasambandsins sem Alþýðublaðið ræddi við I gær, er ekki eftir neinu að bíða með alvöru viðræður ef vinnuveitendur verða mót- tækilegri fyrir skammtíma- samningi. Sögðu þeir að eftir fundinn hjá Verkamanna- sambandinu, sem hefst klukkan 10.00, ættu línur að verða nokkuð fastmótaðar af hálfu sambandsins. Nefndin sem fjallaði um fastráðningarsamning fisk- vinnslufólks virtist ná tölu- verðum árangri i gær, en hún var fyrst og fremst að fjalla um leiðréttingar á því fast- ráðningarkefi sem tekið var Línur œttu að skýrast í dag um samninga til upp í samningum ‘86. Komið hafa fram ýmsir gallar við framkvæmd fastráðningar samkvæmt samningnum og að sögn samningamanna sem Alþýðublaðið ræddi við lengri eða skemmri tíma. er fyrirséð samkomulag um , að sníða þá galla af. Á fundinum I gær kom ekki til tals yfirvinnubann það sem Dagsbrún boðaði sl föstudag. Starfsmenn borgarinnar voru i gaer aö klippa tré og runna á Miklatúni. Gróðurfróðir menn segja aö nú sé einmitt rétti timinn til þess, áður en vorar og hlýnar i veðri. A-mynd/Róbert. Sprengihœtta í Gufunesi NYR AMMONIAKSGEYMIR BYGGÐUR Stjórn Áburðarverksmiöju ríkisins hefur ákveðið að byggja nýjan tvöfaldan kæld- an geymi og jarðvegsþró til geymslu ammoníaks hjá verk- smiðjunni. Stjórn verksmiðj- unnar lét gera nýjar og ná- kvæmari áætlanir um kostn- að við úrbætur á geymslu ammoniaks hjá verksmiðj- unni með hliðstjón af bréfi frá félagsmálaráðherra. Kostar um Niðurstöður áætlunarinnar voru að endurbætur og kæl- ing á núverandi kúlugeymi kostar kr. 54.000.000, en bygging nýs 1.600 tonna kælds stálgeymis með tvö- földum veggjum og jarðvegs- þró var talin kosta 47.000.000 krónur. Eldri og grófari áætlun gerði ráð fyrir að endurbætur á kúlugeymi kostuðu 26 millj- 47 milljónir. ónir króna en við endurskoð- un og nákvæmari athugun var talið réttara að gera ráð fyrir meiri styrkingum í burð- arvirki kúlunnar en áður. Auk þess reyndust kælikerfi, ein- angrun og öryggishús mun kostnaðarsamari en áður hafði verið áætlað. Með hliðsjón af kostnaðar- tölunum taldi stjórnin því ein- sýnt að velja síðari leiðina og ákvað að byggja nýjan tvö- faldan kældan geymi ásamt jarðvegsþró. Með byggingu slíks geymis er talið veitt sem tryggast öryggi við geymslu ammoniaks í nýju mannvirki. f frétt frá stjórn verksmiðj- unnar segir að hún vænti stuðnings ríkisstjórnarinnar og Alþingis við þessa ákvörö un og framkvæmd hennar. SAMMALA UM LEIÐRETTINGU A FASTRÁÐNINGASAMNINGUM Yfir 70% verðmunur á þjónustu nHBBn Hvað eru húsnæðis- bætur? 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.