Alþýðublaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 1
 STOFNAÐ 1919 Þriðjudagur 23. febrúar 1988 36. tbl. 69. árg. Jóhanna gerði athugasemdir vegna deiliskipulagsins: DAVÍÐ NEYDDUR TIL AÐ KYNNA RÁDHÚSIÐ DETUR Málið var orðið viðkvœmt fyrir Sjálfstœðisflokkinn. „Það er auðvitað óvana- legt að forsætisráðherra óski eftir fundi vegna staðfestingar á deiliskipulagi eða öðru skipulagU “ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhann Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, hefur stað- fest deiliskipulagsuppdrátt af miðbæ Reykjavíkur með bréfi til borgarstjórnar. Staðfest- ingin er gerð með þeim athugasemdum, að í Ijós hafi komið að ekki hafi nægilega vel verið að kynningu á deili- skipulaginu staðið, hvað varði þann reit þar sem fyrir- hugað er að reisa ráðhús. Sá ágalli þykir hins vegar ekki þess efnis að synja beri stað- festingu á deiliskipulaginu. Ráðherra átti fund með borg- arstjóra i gær, þar sem þvi var beint til hans að skipulag ráðhúsreitsins fái viðbótar- kynningu meö sérstakri sýn- ingu á þvi, jafnframt því sem almenningi verði gefinn kost- ur á að bera fram athuga- semdir við skipulagið. Að því loknu verði skipulag ráðhús- reitsins ásamt athugasemd- um og umsögn Skipulags- nefndar um þær lagðar fyrir borgarstjórn til endanlegrar ákvörðunar. Borgarstjóri féllst á að beita sér fyrir þessari með- ferð málsins, sem lokið verði fyrir miðjan mars næst kom- andi. Jóhanna hafði tekið ákvörðun um þetta mál fyrir helgi, en Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra óskaði eftir fundi með henni, þar sem málið yrði rætt nánar. Að- spurð sagði Jóhanna i sam- tali við blaðið, að ákvörðunin sem kynnt var i gær væri sú sama og hún hafði tekið fyrir helgi. Svo virðist sem málið hafi verið orðið viðkvæmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn- arsamstarfinu. „Því er ekkert að leyna, að ég varð vör við einhvern titring út af þessu máli. Það er auðvitað óvana- legt að forsætisráðherra eða aðrir ráðherrar óski eftir fundi, vegna staðfestingar á deiliskipulagi eöa öðru skipu- lagi.“ sagði Jóhanna. Alþýðublaðið spurði Jóhönnu hvort hún væri persónulega með eða á móti ráðhússbygg ingunni: „Min skoðun skiptir engu máli í þessu sambandi. Mitt verkefni var að athuga hvort framfylgt hafi verið lög- um og reglum að því er skipulagið varðar, svo og hvort réttur fólks hafi verið virtur. Með þessari niður- stöðu tel ég að það sé tryggt og ég er sátt við málalok." Davíð Oddsson: „STJÓRNA EKKI RÁÐHERRUIT „Ég stjóma ekki ráðherr- um,“ sagði Davið Oddsson borgarstjóri i samtali við blaðið i gær, þegar hann var spurður hvort hann hefði þrýst á Þorstein Pálsson for- sætisráðherra vegna af- greiðslu Jóhönnu Sigurðar- dóttur á staðfestingu deili- skipulags Kvosarinnar. Davið var spuröur hvort niðurstaða félagsmálaráð- herra væri ekki staðfesting á því sem margir hafa haldið fram, um að ekki hafi nægi- lega vel veriö að kynningu staðið. „Nei, það teljum við ekki. Ráðherra taldi að til þess að itrasta forms væri fullnægt þyrfti slíka kynn- ingu. Við viljum gjarnan verða við þeim tilmælum," sagði borgarstjóri. Þrir formenn norrænna jafnaðarflokka: Svend Auken, Danmörku, Ingvar Carlsson, Forsætisráðherra Svi- þjóðar og Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra íslands á blaðamannafundi að lokinni ráðstefnu samstarfsnefndar norrænna jafnaðarmannaflokka sem haldinn var i Stokkhólmi 18.—19. febrúar s.l. Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar er birt í opnu Alþýðublaðsins i dag. (A-mynd IM). VÖLDIN FRÁ SKÓLA- STJÓRUM SMÁRÍKI EN STÓRT VÍTI ALYKTANIR SAMAK FUNDARINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.