Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. julí '1988 3 FRETTIR Jón Baldvin Hannibalsson fjármáiaráðherra: „Gerð verður úttekt á fjárfrekum málaflokkum s.s. i heilbrigðisgeiranum og tekjuhlið endurskoðuð. Ég er sannfæröur um að þetta er vel vinnandi vegur.“ A-mynd/Róbert. Staða ríkisfjármála STEFNIR í 700 MILUÓN KRÓNA HALLA í ÁR Grípa þarf til róttœkra aðgerða í ríkisfjármálum í haust, ella stefnir í 2 V2 - 3 milljarða kr halla á nœsta ári Borgarverk- frœðingur Byggð við Korpúlfsstaði Að ári liðnu munu borgar- yfirvöld að öllum líkindum út- hluta lóðum í túni Korpúlfs- staða. Ekki er enn vitað um hve margar íbúðir verður að ræða í næstu skipulags- áföngum borgarinnar því ekki er búið að festa neitt ákveðið hlutfal! milli sérbýlis og fjöl- býlis í þeim áföngum. Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræöingur sagöist vonast til aö um þetta leyti aö ári væri farið aö úthluta lóöum til bygginga í Korp- úlfsstaðatúninu. Stefna borg- arinnar í lóðamálum væri sú aö hafa nóg af lóðum, en þaö færi allt eftir því hversu hratt þeir gætu brugðist við um- sóknum hvort það næöist að anna eftirspurn. Það tæki frá hálfu ári upp í heilt ár aö undirbúa nýtt hverfi fyrir út- hlutun og því gæti verið erfitt að láta alla umsækjendur fá lóð ef eftirspurn á tilteknu svæði risi mjög óvænt upp. Knattspyrnulandsliðið MÓT Á MÖLTU Knattspyrnusamband ís- lands hefur þegið boð frá knattspyrnusambandi Möltu um að senda A-landsliðið í átta daga æfingabúðir í febrúar á næsta ári. Einnig mun liðið taka þátt i alþjóöa- móti ásamt liðum frá þremur öðrum löndum. Mótið mun fara fram dag- ana 8. til 12. febrúar á næsta ári og er það árlegt mót. Keppendur auk íslendinga og heimamanna verða frá Tékkó- slóvakíu og annað hvort frá Alsír eða Túnis; í frétt frá KSÍ segir, að að- staða til æfinga á Möltu sé hin ákjósanlegasta og komi á besta tíma fyrir A-landsliðið sem sé einmitt þá að hefja undirbúning fyrir leiki í heimsmeistarakeppni næsta árs. VÍSITALAN HÆKKAR Vísitala byggingarkostnað- ar er um 1,81% hærri en í júní. Reyndist hún vera 123,5 stig eftir verðlagi um miðjan júlimánuð. Hækkun láns- kjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð 2,92%. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar er vlsitala byggingarkostnaðar 123,5 stig eftir verðlagi um miðjan júlimánuð og gildir þessi vísitala fyrir ágúst 1988. Síð- ustu þrjá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 11,5% og samsvarar það 54,3% árs- hækkun. Hækkun ásementi og steypu, hækkun á leigu byggingamóta, hækkun á gatnagerðargjaldi og hækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða olli hækkun vísitölunnar frá síðasta mánuði. Siðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 23,1%. Seðlabankinn hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir ágúst 1988. Lánskjaravísitala 2217 gildir fyrir ágústmánuð. Hækkun hennar frá mánuðin- um á undan varð 2,92%. Um- reiknuð til árshækkunar hef- ur breytingin verið síðasta mánuð 41,3%, síðustu 3 mán- uði 45,1% og siðustu tólf mánuði 27,2%. „Það þarf að fylla gatið á ríkissjóði með endurskoðun á tekjuöflunarhlið ásamt nið- urskurði og ég er sannfærður um að það er vinnandi vegur að ná fram þeim samdrætti sem þarf við undirbúning fjárlaga,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, á fréttamannafundi í gær, þar sem afkoma rikis- 'sjóðs á fyrri árshelmingi var kynnt og horfur til ársloka. Nú stefnir i u.þ.b. 700 m. kr. halla á ríkissjóði á árinu í heild. Fyrstu sex mánuði var rekstrarhalli á A-hluta ríkis- sjóðs um 2,9 milljarðar kr. sem er 300 milljón kr. meiri halli en fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir í endurskoð- aðri áætlun. Skýringar hefð- bundin árssveifla í afkomu ríkissjóðs og auk þess fóru skattkerfisbreytingarnar ekki að skila sér að fullu inn í rík- issjóð fyrr en nokkuð var liðið á árið. Ef ekkert óvænt kemur upp ætti síðari hluti ársins að skila verulegum tekjuafgangi Tveir sómabátar frá Báta- smiðju Guðmundar í Hafnar- firði eru nú lagðir af stað í ianga og stranga siglingu yfir á vesturströnd Grænlands. Þar verða þeir afhentir græn- lenskum kaupendum á sjáv- arútvegssýningunni í Nuuk, siðar í þessum mánuði. Leiðin er alls um 1500 sjó- mílur og mun ferðin taka um og þar með dregur úr halla- rekstri rikissjóðs. Skuldastaða ríkissjóðs við Seðlabanka var neikvæð um 3,9 milljarða kr. á fyrstu sex mánuðum ársins, eða 680 m. kr. lakari en áætlað var. Þessu veldur m.a. treg sala ríkisvíxla. Forsendur fyrir hallalaus- um ríkisrekstri hafa tekið verulegum breytingum á ár- inu og m.a. hafa launa-, gengis- og verðlagshækkanir orðið meiri en ráð var fyrir gert í fjárlögum. Nú eru tekj- ur ríkissjóðs taldar hækka 10 daga. Þessi siglingaleið verður að teljast mikil þol- raun fyrir bátana, því tölu- verður rekís er 4 leiðinni og oft mjög stormasamt fyrir suðuroddann. Má því segja að bátarnir fái þegar á jóm- frúrsiglingunni að kanna hve vel þeir henta á þessum slóð- um. Bátarnireru vel búnir tækjum og fyilsta öryggis verður gætt á leiðinni. Tveir um 4V2 milljarð frá fjárlögum, sem er 1-2% minna en sem nemur breyttum verölagsfor- sendum en gjaldahliðin hækkar meira, eða um rúm- lega 5 milljarða og stafar þessi hækkum m.a. af breytt- um verðlagsforsendum og þar að auki hefur verið tekin ákvörðun um hækkun út- gjaldaliða s.s. vegna aukinna niðurgreiðslna á búvörum um rúmlega 200 m. kr. auk ým- issa smærri liða sem saman- lagt nema um 250 m. kr. Á næsta ári munu tekju- stofnar falla niður eóa rýrna menn eru í áhöfn á hvorum báti. Fyrstu þreifingar í útflutningi voru á síðasta ári þegar bátar þessir tóku þátt (fljótandi vörukynningu í Færeyjum. Fengu þeir svo góðar við- tökur að nú er búið að opna útibú frá fyrirtækinu í Fær- eyjum og um þessar mundir er verið af afhenda fyrstu bát- ana sem smíðaðir eru þar. og auk þess er útlit fyrir aukin rikisútgjöld ef ekki verður að gert „því er Ijóst að það þarf að grípa til róttækra aðgerða i ríkisfjármálum í haust, því annars stefnir í 21/2-3 milljarða kr. halla á næsta ári,“ segir fjármálaráð- herra. Er nú þegar farið að vinna að athugunum á hvar megi koma við lækkun ríkis- útgjalda með aukinni hag- ræðingu og aðhaldi og gerð úttekt á fjárfrekum málaflokk- um s.s. innan heilbrigðiskerf- isins. HLUTVERKI sem starfshópur um vara- millilandaflugvöll lagði fram. Ræðst staðsetning varaflug- vallarins eftir því hvort hann eigi einnig að geta gegnt hlutverki herflugvallar. Flug- ráð hefur í umfjöllun sinni um þessi mál taliö eðlilegt að miða fyrst og fremst við þarfir almenns áætlunar- og leiguflugs til og frá íslandi, og því eru ákvarðanir um gerð varaflugvallar með hern- aðarlegar þarfir í huga fyrst og fremst í verkahring ríkis- stjórnar og Alþingis. Flugráð hefur gert sam- þykkt um að nýja flugbrautin sem er í byggingu á Egils- staðaflugvelli verði frá upp- hafi miðuð við 2400 m lengd þannig að hún geti bæði sinnt hefðbundnu innan- landsflugi og áætlunar- og leiguflugi til og frá íslandi. Framkvæmdaáætlanir vegna annarra þátta flugvallarins taki mið af þessu aukna hlut- verki hans. Varamillilandaflugvöllur STAÐSETNING RÆÐST AF VaramMlilandaflugvöllur veröur sennilega gerður annað hvort á Húsavík eða Egilsstöðum. Sé miðað við 3000 m langan flugvöll sem gæti sinnt herflugi auk þörf- um alþjóðlegs áætlunar- og leiguflugs mæfir flugráð með að gera slikan flugvöll við Húsavik. Ef hinsvegar yrði unnt aö takmarka flugbraut- arþarfirnar við 2400 m lengd og þá eingöngu við áætlana- og leiguflug er mælt með Egilsstaðaflugvelli. Þetta kom fram í skýrslu Sómabátar í háskaför til Grænlands Verða afhentir kaupendum á sjávarátvegssýningunni í Nuuk. Tœplega 40 íslensk fyrirtœki taka þátt í sýningunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.