Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Miövikudagur 30. nóvember 1988
UTLÖND
Uinsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
Hann heitir
Hassanal Bolkiah,
og ef bandavíska
tímaritið Fortune,
sem fjallar um
fjármál, segir satt,
þá er hann
auðugasti maður í
heimi. Hann er
reyndar þekktari
sem soldáninn af
Brunei.
Soldáninn   af   Brunei   er   talinn
auðugasti maður i heimi.
AUÐUGASTUR I HEIMI
Bandaríska fjármálatíma-
ritiö „Fortune", telur aö sól-
dáninn af Brunei sé 25 millj-
arda dollara „v|rði". Næstur
honum er Fahd,konungur í
Saudi-Arabíu, sem er „að-
eins" 18 milljarða dollara
virði svo sóldáninn er nokkuð
öruggur efst á listanum.
Hassanal Bolkiah sóldán,
er búsettur í höfuðstaö
Brunei, Bandar Seri Begawan
í glæsihöll, sem telur 1788
herbergi. Hvolfþak hallarinn-
ar er úr skíra gulli. Reyndar
segja skæöar tungur, aö
hann hafi ekki stigið fæti sin-
um inn i fleiri en 180 her-
bergi! Þaö tekur náttúrlega
tímann sinn aö ganga um
1788 herbergi!
OLÍUAUÐUR
Fyrir þá lesendur, sem eru
ekki alltof vel aö sér í landa-
f ræöi, upplýsist hér með að
sóldánsveldið Brunei er í
Asíu — nánar tiltekið á eynni
Borneo. Stærð ríkisins er
ekki nema 4.000 ferkílómetrar
og fólksfjöldi aðeins 227.000
manns.
Hvaðan kemur allur þessi
mikli auður soldánsins? Auð-
vitað er þetta olíuauður. Frá
þeim tíma í kringum árið
1960, þegar fyrstu olíulind-
irnar fundust í Brunei, hafa
ollupeningarnir streymt
stanslaust inn í einkapen-
ingaskápa soldánsins. Þegar
rignir á prestinn, drýpur á
djáknann eins og menn vita.
Þessvegna líða íbúar ríkisins
engan sjáanlegan skort.
Skýrslur um fjármál þar í
landi gefa upp, að þjóðar-
framleiðslan á hvern íbúa
(brúttó) er um 17.000 dollarar.
Samanborið við önnur ríki í
Asíu, er aðeins Japan fyrir
ofan Brunei, sem velferðar-
ríki.
S0LDÁN FRÁ ÁRINU 1967
Þegar Ferdinard Magellan
kom á skipi sínu til Brunei,
árið 1521 og lét kasta þar
akkerum, var soldánsríkið
miðpunktur í voldugu keis-
araveldi, sem náði f rá Saraw-
ak til suðurhluta Filippseyja.
Smámsaman minnkaði ríkið
vegna ágangs voldugra
keppinauta og um aldamótin
1800, stigu Bretar á land og
innlimuðu landið í breska
heimsveldið.
Það var ekki fyrr en árið
1984, sem Brunei öðlaðist
algjört sjálfstæði og árið
1986 varð landið hluti af
suður-austur-Asíusamtökun-
um ASEAN:
Hassanal Bolkiah var
aðeins 21 árs, árið 1967,
þegar hann var settur inn í
emþættið sem 29. soldán í
Brunei. Það var faðir Bolkiah,
sem afsalaði sér völdum af
fúsum og frjálsum vilja til
sonar síns. Faðirinn var Omar
Ali Saifuddin 3. og var hann
ákaflega vinsæll meðal
þegna sinna. Þegar hér var
komið sögu, hafði Hassanal
Bolkiah lokið menntun sinni
við konunglega herskólann í
Sandhurst í Englandi.
Það var þó í nokkur ár, sem
Omar Ali „Pabbi" kippti hér
og þar í stjórnartaumana, og
það var ekki fyrr en hann fór
úr landi árið 1986, sem
Hassanal Bolkiah varð raun-
verulegur stjórnandi ríkisins.
LÉTTÚÐUGUR GLAUMG0SI
Árum saman var það tal
manna, að Hassanal Bolkiah,
væri hálfgerður glaumgosi,
sem tæki llfinu létt. Á götu-
hornum í Bandar Seri Bega-
wan hvísluðu menn um, að
hann hefði meiri áhuga á
hraðskreiðu sportbílunum
sínum og innfluttum bresk-
um veðhlaupahestum, en á
krefjandi skyldum sem
fylgdu því að vera æðsti
stjprnandi landsins.
í dag heyrist lítið af þess-
ari gagnrýni, ekki aðeins af
því að soldáninum er ekki vel
við gagnrýni, heldur einnig
vegna þess, að með árunum
er hann orðinn skyldurækinn
stjórnandi. Nú á hann líka
eiginkonu og þrjú börn, sem
hann er sagður sinna vel.
Sem æðsti stjórnandi
lands síns, hefur Hassanal
Elisabeth Bretadrottning, er
„aðeins" fjóröa i rööinni, yfir
auðugasta fólk i heimi!
Fahd konungur i Saudi-Arabiu er
sagður næst auðugasti maður i
heimi.
Bolkiah algjör völd. Hann
þarf ekki að fara eftir neinum
duttlungum þingmanna þvi
ekkert þing er í landinu.
Margir æðstu stjórnendur
landa, sem ekki hafa þjóð-
þing, hafa endað sem harð-'
stjórar. Þvi er ekki þannig
fariö í Brunei, þar vænir eng-
inn Bolkiah um að vera harð-
stjóri.
„Hassanal Bolkiah soldán,
hefur raunverulegan áhuga á
því, að ibúamir hafi nóg að
bíta og brenna", segja erlend-
ir fréttaskýrendur sem dvelja
i Brunei.
í utanrikismálum hefur
soldáninn góð samskipti við
nágranna sina, og sambandið
við fyrrverandi nýlenduherr-
ana i Bretíandi, hefur gengið
prýðilega.
Eins og við er að búast, af
soldáni sem situr á stærsta
peningapoka í heimi, hefur
hann af og til látið í íjós
áhyggjur af starfsemi komm-
únista, bæði í Asíu sem og
öðrum heimsálfum. Árið
1986, gekk hann það langt,
að hann gaf Contraliðum í
Nicaragua 10 milljónir doll-
ara. Af einhverjum grunsam-
legum ástæðum gufaði upp-
hæðin upp á leiðinni, eftir að
hafa farið i gegnum banka-
reikning i svissneskan banka.
Þegar Hassanal Bolkiah
fékk vitneskju um hvarf pen-
inganna, yppti hann bara öxl-
um. Hvað er líka 10 milljónir
dollarar fyrir auðugasta mann
í heimi?    .
(Arbeiderbladet.)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8