Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Laugardagur 3. desember 1988
FRETTIR
Jirí Pelikan
rœðir vorið í Prag
ÉG ER SÓSÍAL-
ISTI SEM TRÚIR
Á LÝÐRÆÐI
Hér á landi er staddur Jiri
Pelikan, sósíalískur áhrifa-
maður á ítalíu, en um árabil
áhrifamaöur í Tékkóslóvakiu
og hægri hönd Dubsjecks
fyrir voriö fræga í Prag 1968.
Pelikan er rithöfundur og full-
trúi ítalska sósíalistaflokks-
ins á Evrópuþinginu, en á
sínum tíma var hann sjón-
varpsstjóri í Tékkóslóvakíu og
formaður utanríkismála-
nefndar tékknéska þjóó-
þingsins. Hann var gerður
brottrækur frá Tékkóslóvakiu
1969 og frá 1979 hefur hann
gegnt trúnaðarstörfum fyrir
italska sósíalista.
„Á vesturlöndum hafa allir
áhuga á velgengni stjórnar-
fars í Sovétríkjunum, því það
þýðir f fyrsta lagi að Sovétrík-
in muni leggja meiri áherslu
á umbætur heimafyrir en
minni á útþenslustefnu eins
og í stjórnartíð Bréfsnefs.
Það mun einnig skapa mun
hagstæðarí skilyrði fyrir
þróun i öðrum austur- og
mið-Eyrópu löndum."
—   i fyrirlestri þínum fjallar
þú um muninn á Prag 1968
og Moskvu 1988. hver er þá
helsti munurinn á Gorbasjef
og Dubsjeck?
„Meginmunurinn er að það
voru hagstæðari skilyrði í
lýðræðisátt í Tékkóslóvakiu
1968 en skilyrðin eru í Sovét-
rikjunum i dag, vegna þess-
ara flóknu þjóðemislegu
vandamála, vegna ef nahags-
ástandsins og vegna mót-
stöðunnar við embættis-
mannaveldið."
—   Nú varst þú meðlimur í
Kommúnistaflokknum og nú
ert þú í stjórmálavafstri á
ítalíu. Hvernig myndir þú lýsa
þróun stjórnmálaferils þíns
sjálfs?
„Já það er satt, ég var í
Kommúnistaflokk Tékkó-
slóvakíu í þrjátíu ár, frá og á
meðan á seinni heimstyrjöld-
inni stóð. Auðvitað gekk ég í
gegnum þá þróun sem flestir
af minni kynslóð gengu í
gegnum. Til að byrja með
sáum við það sem átti sér
Jiri Pelikan: Skilyrði fyrir lýðræðið voru hagstæðari í Tékkóslóvakíu 1968, en i Sovétrikjunum i dag.
A-mynd/Magnús Reynir.
stað f Sovétríkjunum, að þar
væri krúna sósíalismans. En
með tímanum skildum við að
þar var ekki hinn eiginlegi
sósíalismi sem lofar réttlæti,
frelsi og lýðræði. í Tékkó-
slóvakíu vorum við að reyna
að koma á endurbótum, sem
blómstruðu í Prag voriö 1968.
Þá var reynt að hverfa aftur til
hugsjónanna um lýðræði og
jafnaðarstefnu. Þessar hug-
sjónir voru barðar niður með
sovéskri íhlutun. Ég geri mér
grein fyrir að slíkar breyting-
ar geta ekki gerst aðeins
innan landamæra eins ríkis
eða aðeins innan austan-
blokkarinnar, þetta verður að
gerast í samhengi við sam-
einingu Evrópu sem heildar.
Frá V-Evrópu verður að koma
og kemur nvatning um lýð-
ræöissköpun í þessum lönd-
um austan tjalds. A þennan
hátt er ég trúr hugsjónum
mínum um sósíalisma, en
hef um leið orðið sósíalisti
sem trúir á margræði og lýð-
ræði."
— Þú heldur hér erindi á
lokuðum fundi samtaka um
vestræna samvinnu. Herinn
spilaöi stórt hlutverk i Prag á
sínum tíma og nú í Sovét-
rikjunum sem viðar. Ferð þú
inn á hernaðarleg atriði í fyr-
irlestri þinum sem höfðar
beint til veru hers á íslandi?
„Ég er lýðræðissinni og ég
á ekkí í vandræðum með að
halda fyrirlestra hjá hvaða
samtökum sem er, þótt um-
deild séu. Ég veit ekki svo
gjörla um innanlandsdeilur
Islendinga og ætla mér ekki
aö blanda mér i þau. Þegar
hef ég hitt fyrir fólk frá hægri
vængnum og hinum vinstri.
Á ítaliu er samstaða allra
flokka, kommúnistaflokksins
jafnt sem hægri flokka, um
að miðað við skiptingu
heimsins sé Atlantshafs-
bandalagið nauðsynlegt á
meðan Varsjárbandalagið er
einnig fyrir hendi. Nú er mik-
ið rætt um niðurskurð kjarn-
orkuvopna jafnt sem hefð-
bundinna vopna og herafla
og vonandi næst árangur. Ef
til vill kemur að því að bæði
þessi hernaðarbandalög verði
leyst upp samtímis."
Afkoman í sjávarútveginum
„Staðan er satt að segja
svo alvarleg, að þessi höfuð-
atvinnuvegur þjóðarinnar
stefnir hraöbyri i það að vera
með neikvæða eiginfjár-
stöðu, eða eins og venjulega
er sagt, gjaldþrota", sagði
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra er hann
kynnti skýrslu Þjóðhags-
stofnunar um afkomu sjávar-
útvegsins i gær fyrir frétta-
mönnum.
í skýrslunni er samanburð-
ur á afkomu sjávarútvegsins
nú og eins og hún var í sept-
ember síðastliðnum. í inn-
gangi hennar segir að af-
koma sjávarútvegs hafi versn-
að verulega á árinu. Botns-
fiskvinnsla sé nú rekin með
2,5% tapi núna miðað við
1,5% hagnað;, árin 1986 og
1987. Áætlað er að botnfisk-
veiðar og vinnsla séu rekin
með 4,5% halla núna. Til
samanburðar megi geta þess
að báðar þessar greinar voru
reknar hallalaust tvö undan-
farin ár. Aflasamdráttur, verð-
lækkun sjávarafurða og hátt
raungengi eru nefndar sem
ástæður fyrir versnandi af-
komu greinarinnar.
I útreikningum endurskoð-
enda eru nokkuð aðrar tölur
uppi á teningum. Þar segir að
tapið í afkomu fiskvinnslu-
stöðvanna sé 15,7%. Þórður
Friðjónsson forstjóri Þjóö-
hagsstofnunar segir að tölur
stofnunarinnar mæli meðal-
tal sem nái yfir lengra tíma-
bil, en tölur endurskoðend-
anna séu nákvæmari um
stöðuna eins og hún er ein-
mitt í dag. Aðspurður sagði
Steingrímur Hermannsson að
TIMINN AÐ RENNA UT
Eiginfjárstaðan í mörgum fyrirtækjum nánast engin
segir Steingrímur Hermannsson forsœtisráðherra
HAUKUR
HOLM                        JÉll^
rl
sér þætti i raun tölur endur-
skoðendanna segðu sér
meira en tölur Þjóðhags-
stofnunar um vandann í dag.
í tölum endurskoðendanna
kemur fram að tapið á fryst-
ingunni sé 10,9%, en i sölt-
uninni er það 1,1%.
EIGINFJÁRSTAÐA
FYRIRTÆKJANNA
NÁNAST ENGIN.
í skýrslunni eru birtar tölur
um afkomu fimmtán fyrir-
tækja sem sótt hafa um lán
hjá Atvinnutryggingasjóði.
Þar koma fram ýmsar afar
sláandi tölur. Samkvæmt
þeim var 46,5 milljóna króna
tap árið 1987, en samkvæmt
milliuppgjöri fyrir fyrstu átta
til niu mánuði þessa árs er
tapið 617,5 milljónir króna.
Veltufjárhlutfallið fyrir árið
1987 var0,55%, en í milliupp-
gjörinu fyrir árið 1988 er það
0,59%. Eiginfjárhlutfall fyrir-
tækjanna hafði versnað úr
0,11% árið 1987, en sam-
kvæmt milliuppgjörinu fyrir
árið 1988 er það 0,03%.
„Mér finnst þessar tölur
gefa mjög fróðlega mynd af
stöðunni. Þeir hjá Byggða-
stofnun segja að þessar tölur
séu nokkuð gott þversnið af
sjávarútveginum í dag. Eigin-
fé í þessum fyrirtækjum er í
raun orðið ekki neitt", sagði
Steingrimur Hermannsson
forsætisráðherra.
í þessu sambandi er fróð-
legt að bera saman tölur um
eiginfjárstöðu fyrirtækja í
ýmsum öðrum starfsgreinum.
I smásöluverslun var eigin-
fjárhlutfallið i árslok 1986
14,2%, íárslok 1987 11,5%,
en í júnílok í ár 0,2%. I Bif-
reiðaverslun var það 27,3%
árið 1986, 23,1% árið 1987 og
17,7% I lok september á
þessu ári. í ullariðnaði var
það 27,5% 1986, 21,7% 1987
og 4,6% í septemberlok. í
samgöngum eru tölumar
28,7% 1986, 34,7% 1987 og
28,1% í júnílok í ár. úr minka-
og refaræktinni eru tölur bág-
ar. í árslok 1986 var eiginfjár-
hlutfallið í greininni neikvætt
um 0,6%, í árslok 1987 nei-
kvætt um 15,6% og í ágúst-
lok í ár neikvætt um 41,6%.
GENGISFELLING?
En hvað ætla stjórnvöld að
gera í málunum? Verður grip-
ið til gengisfellingar í eitt
skiptið enn? „Þegar menn
kalla nú á gengisfellingu,
vísa ég henni á bug á þessu
stigi. Ég hef hins vegar sagt
að við Islendingar búum við
þannig efnahag að við getum
alls ekki útilokað gengisfell-
ingu um alla framtið, hér geta
gerst þeir hlutir eins og til
dæmis mikið verðfall á er-
lendum mörkuðum eða hrun
í afla. En hvað verður mark-
aðsverð eftir áramót erlend-
is? Það eru margir slíkir
óvissuþættir, þannig að ég
segi þegar menn krefjast
Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra, Þorsteinn Olafsson ráð-
gjafi Steingrims i efnahagsmálum og Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar kynna tölur um vægast sagt dökkt útlit i sjávarútveg-
núna 15% gengisfellingar er
það i raun út í loftið", segir
forsætisráðherra. Hann sagði
einnig að þegar menn hjá fyr-
irtækjum þar sem söluverð-
mætið væri langt undir
skuldum væru að tala um
gengisfellingu til að bæta
stöðuna, væri þar um aðeins
um skammtimalausn að
ræða. „Þvi að skuldirnar
hækka allar náttúrlega og
þegar svona mikið er af
skammtimaskuldum, kemur
það fliótt í bakið á mönnum."
TIMINN AÐ RENNA UT.
Steingrímur Hermannsson
segist ekki hafa endanlegt
svar á reiðum höndum varð-
andi aðgeröir stjórnvalda.
Hins vegar sé unnið ötullega
á mörgum stöðum við að
draga fram heillegri upplýs-
ingar en áöur hafi legið fyrir
um þessi mál. „Eg geri ráð
fyrir því að í næstu viku höf-
um við þetta töluvert betur
sundurgreint og ennþá að-
gengilegra."
Varðandi þau fyrirtækí sem
ekki komast í gegnum nálar-
auga Atvinnutryggingasjóðs
eru hugsanlegir nauðungar-
samningar, sem forsætisráð-
herra kallar svo eða þau verði
gjaldþrota. Þeir gætu falist í
því að leitað væri eftir því að
skuldheimtumenn breyttu
skuldunum i hlutafé og
bættu þar með eiginfjárstöðu
fyrirtækjanna.
Það er nokkuð Ijóst að tim-
inn er að renna út hvað varð-
ar efnahagsaðgerðir af hálfu
stjórnvalda. „Þetta mál þolir
afar litla bið", sagði Stein-
grímur á fundinum. Til hvaða
ráða verður gripið ætti að
skýrast alfra næstu daga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8