Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Laugardagur 3. desember 1988
UMRÆÐA
Guörún Konný Páimadóttir
skrifar
„Svo má brýna deigt járn að bíti"
Á almennum fundi iim
verslunarmál í Dölum, kvaddi
maður sér hljóðs og ræddi.
hann stuttlega um verslun ls-
lendinga erlendis. Nefndi
hann tölur í þessu sambandi
sem umhugsunarefni vegna
þess fjármagns sem hann
taldi streyma úr landi þegar
íslendingar versla á erlendri
grund. Vissulega voru orð
þessa manns þarft umhugs-
unarefni. En það var annað
og meira sem ræðumanni lá
á hjárta og var raunveruleg
ástæða þess að hann kvaddi
sér hljóðs — því ekki ræddi
hann verslunarmál í Dölum.
Ræðumaður vísaði í orð
Jóns Sigurðssonar viðskipta-
ráðherra á flokksþingi Al-
þýðuflokksins — vitnaði öllu
fremur I umræður sem hann
kvað hafa átt sér staö á Al-
þingi þennan sama dag um
orð Jóns Sigurðssonar. Þar
sem ræðumaður taldi þessi
ummæli eiga erindi til íbúa
Dalasýslu sem byggðu af-
komu sína að mestu á land-
búnaði, vildi hann benda á
ummæli Jóns Sigurðssonar
sem væru þess efnis, að
hann hefði kvatt fólk til þess
að neyta ekki kinda- né
hrossakjöts frá ofbeittum
svæðum. Ræðumaður taldi
þetta ámælisverð ummæli og
hafði um þetta nokkur vel val-
in orð. Hann lauk máli sinu á
þann veg að hann teldi rétt
að fundurinn mótmælti þeim
harkalegu árásum á bændur
og landbúnað sem hann taldi
fólgnar í orðum ráðherrans.
Jafnframt lagði hann til að
aðstandendum fundarins yrði
falið að koma mótmælum á
framfæri.
Annar ræðumaöur sem
ræddi þetta mál, tók heils ¦
hugar undir þessi orð og
sagöi rétt, að fyrrnefnd um-
mæli Jóns Sigurðssonar
heföu verið gagnrýnd á Al-
þingi I dag, sem fréttir höfðu
greint frá, og allir vissu að al-
þingismenn færi ekki með
fleipur á Alþingi. Þessi um-
mæli væru sannarleg gagn-
rýnisverö og lýsti vilja sfnum
til þess að fundurinn mót-
mælti þeim.
Þriðji ræðumaður kom
fram með ábendingu þess
efnis, að málshefjandi orðaöi
mál sitt f tillöguform sem
lagt yrði fyrir fundinn.
Fundarstjóri óskaði eftir
skriflegri tillögu I þessu máli
ef áhugi stæði til þess fund-
urinn samþykkti eitthvað um
þetta.
Fjórði ræðumaður kvaðst
ekki hafa heyrt umræður á
Alþingi um þessa hluti né
heyrt umfjöllun af þeim —
þess vegna ekki í stakk bú-
inn til að taka afstöðu.
Ræöumaður sagðist þó hafa
grun um að þessi orð við-
skiptaráðherra væru hér slit-
in úr samhengi við önnur
mál, þ.e. umhverfismál. Varp-
aði síðan fram þeirri spurn-
ingu hvort fundarmenn teldu
sig almennt tilbúna til þess
að taka afstöðu í þessu efni
þar sem e.t.v. væru þeir fleiri
sem ekki vissu um hvað mál-
ið snérist I heild sinni.
Annar ræðumaður tók þá
aftur til máls og kvað það
vera alveg rétt að Jón Sigurðs
son hefði verið að ræða um-
hverfismál þegar hann hvatti
fólk til þess aö borða ekki
þessar afurðir. En Dalasýsla
væri ekki meðal þeirra svæða
sem talin væru ofbeitt af bú-
fé. Ræðumaður lagði til að
ómaklegum ummælum Jóns
Sigurðssonar um landbúnaö
yrði mótmælt af þessum
fundi og þeim mótmælum
komið á framfæri I öllum
dagblöðum landsins — þar á
meðal I Alþýðublaöinu.
Þá kom fram stutt athuga-
semd þess efnis að llklegt
mætti telja aö neytendur
þekktu kjöt frá ofbeittum
svæðum frá ööru kjöti og
e.t.v. væri það rétt aö orð
Jóns Sigurðssonar sem hér
væri vitnaö til, væru slitin úr
samhengi við önnur mál.
Málshef jandi lýsti þá yfir,
að þvl miður hefði hann ekki
til taks orðrétt ummæli þessi
og treysti sér þvf ekki til að
orða neitt í skrif legri tillögu i
þessu sambandi.
Aðrir tóku ekki til máls og
fundarstjóri tók málið af dag-
skrá en hvatti fólk til að láta í
Ijósi skoöanir slnar á öðrum
vettvangi.
Þessi atburðarás af af-
mörkuðu máli á fundi í Dala-
sýslu sýnist í fljótu bragði
ekki mjög merkileg — en
gæti e.t.v. orðið innlegg í aöra
atburðarás — siðar.
HÉR SKAL UPPLÝST
EFTIRFARANDI:
1. Málshefjandi þessarar um-
ræðu á fundi þessum, um
ummæli Jóns Sigurðssonar
sem hann þóttist vitna til —
er oddviti stærsta sveitarfé-
lags sýslunnar — þunga-
viktamaður ( hópi sjálfstæð-
ismanna í Dölum.       *
2. Annar ræðumaðuar er
oddviti næst-stærsta sveitar-
félags sýslunnar — formaður
„Þar sem ég hafði hlýtt á rœðu Jóns Sig-
urðssonar um umhverfismál á flokksþingi
Alþýðuflokksins, gerði ég mér Ijósa grein
fyrir því hvað bjó að baki þeim orðum sem
ég taldi a& ræðumenn vœru að reyna að
vitna til. Ég vissi í hvaða samhengi þau orð
voru sögð sem rœðumenn voru að basla við
að vitna til og þá um leið úr hvaða sam-
hengi þau voru slitin, " segir Guðrún Konný
m.a. í grein sinni.
Búnaðarsambands Dalasýslu
— fulltrúi Stéttarsambands
bænda — fulltrúi á Búnað-
arþingi og talinn meðal
áhrifamestu framsóknar-
manna í Dalasýslu.
3. Þriðji ræðumaður er virk
félagskona Kvennalistans í
Dölum.
4. Fjórði ræðumaður sem er
undirrituð, er f hópi yfirlýstra
Alþýðuflokksmanna í Dölum.
Það skal ég fúslega játa
hér og nú að talsverðrar
sjálfsögunar þurfti við i mínu
stutta tiltali um þetta mál. Þar
vfsaði ég til þess að hafa
ekki heyrt umræður frá Al-
þingi sem þarna var vitnað til
né heyrt fréttir fjölmiðla þar
af sem alveg var sannleikan-
um samkvæmt. En ég sagði
fundinum ekki það sem ég
ætla nú að segja — því —
„oft má satt kyrrt liggja" —
en — „svo má brýna deigt
járn að biti".
1. Þar sem ég hafði hlýtt á
ræðu Jóns Sigurðssonar
um umvherfismál á flokks-
þingi Alþýöuflokksins,
gerði ég mér Ijósa grein
fyrir því hvað bjó að baki
þeim orðum sem ég taldi
að ræöumenn væru að
reyna að vitna til, þrátt fyr-
ir að ég hefði ekki heyrt
fréttir útvarps af umræð-
um á Alþingi um málið.
2. Ég vissi í hvaöa samhengi
þau orð voru sögð sem
ræðumenn voru að baslast
viö að vitna til og þá um
leiö — úr hvaða samhengi
þau voru slitin.
3. Síðast en ekki síst voru
ummælin ekki rétt eftir
höfð — á þessum fundi
um verslunarmál f Dölum.
Ég ætla hér með að koma
þeirri skoðun minni á fram-
færi e.t.v. bæri okkur Dala-
mönnum að þakka Jóni Sig-
urðssyni og flokki hans fyrir
þarflegar ábendingar um
gróðurog umhverfisvemd,
sem líklega gætu orðiö til
þess að lengur yrði lifvæn-
legt í Dölum.
Á meðan ræðumenn töl-
uðu um nauðsyn þess að
mótmæla árásum á bændur
og landbúnað þá rann til-
gangur þeirra upp fyrir mér
og sá tilgangur var skýr og
afdráttarlaus í mínum huga.
Svo meðvitaðir voru þessir
tveir pólitísku þungaviktar-
menn í Dölum um eigið
vægi, að þeim fannst það
hljóta að liggja I hlutarins
eðli aö orð þeirra og fööur-
legar ábendingar jafngiltu
fundarsamþykkt. Þegar til
kastanna kom féllu þeir á
eigin bragði — treystu sér
ekki til að vinna þau pólitísku
skítverk — sem peir þó ætl-
uðu öðrum að vinna.
En þeir þekkja sitt fag,
blessaðir mennimir og hafa
sjálfsagt skynjað sín mikil-
vægu hlutverk sem forystu-
menn í héraði sínu. En svo
mikið er víst að með orðum
slnum voru þeir ekki að
höfða til rökréttrar hugsunar,
vitsmuna eða víðsýnis. Hér
var verið að vísa til afmark-
aðra hagsmuna þeirra, sem
ræðumenn töldu sig geta
haft hag af — í pólitlskum til-
gangi. Hér var þekkingarleys-
ið og hin pólitisku trúarbrögð
notuð sem svo oft tíðkast í
áróðri af þessum toga.
Ræðumönnum hefði e.t.v.
verið hollara að taka betur
eftir þeirri ábendingu sem
kom fram f máli eins af fram-
sögumönnum fundarins þess
efnis, að slæmt er að sjá
ekki út fyrir túngarðinn, verra
þó ef hann félli yfir menn.
Mín skoðun var og er sú að
þessi umræða átti ekkert er-
indi inn á fundinn með þess-
um dæmalausa hætti og var
beinlínis móðgandi við fund-
arboðendurog fundarmenn
sem i einlægni komu saman
til þess að ræöa vanda versl-
unar í dreifbýli — vanda
verslunar og neytenda I fá-
mennri byggð sinni.
Hér mun ég skýra f rá stað-
reynd sem seint verður hrak-
in eða umflúin.
Þrisvar sinnum sáu fundar-
menn ástæöu þess að skelli-
hlæja undir þessari umræðu
og er ég ekki að finna að þvf
aö við sjáum spaugilegu lilið-
ar mála — það skal skýrt tek-
ið fram. En hvenær sáu
fundamenn ástæðu til að
hlæja?
1. Þegar fullyrt var að alþing-
ismenn færu ekki með
fleipur á Alþingi.
Þegar lagt var til að fyrr-
nefndum mótmælum
fundarins yrði komiö á
framfæri — i Alþýöublað-
inu.
Þegar talað var um að •
neytendur þekktu liklegast
kjötið sem kæmi frá of-
beittum svæöum.
Þegar hláturinn hljóðnar,
gefst vonandi tóm til þess,
og væri raunar verðugt verk-
efni okkar hvers fyrir sig, að
fhuga í hverju er fólgið það
skopskyn fundarmanna sern
birtist f hlátri þeirra og hér
hefur veriö sagt frá.
Að lokum ber ég fram þá
frómu ósk, með fullan skiln-
ing á því að halda túngarðin-
um í lagi — að forystumenn
okkar fjalfTaf þekkingu og á
málefnalegan hátt um það
sem þeir hafa að segja. Við
sem viljum sjá yfir túngarð-
inn yrðum þvf þakklát.
Við þurfum að fara að líta
upp úr askinum okkar, Dala-
menn, og hafa annan himin
en asklokiö.
Guðrún Konný Pálmadóttir,
Búðardal
2.
3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8