Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 12
Himiiiiiiriiin Miövikudagur 29. mars 1989 Forsetinn veitir útflutnings- verðlaun Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhendir í fyrsta skipti Útflutnings- verðlaun Forseta íslands á sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl næst komandi. Verðlaunin eru sambæri- leg við hin velþekktu verð- laun í Danmörku sem heita Heiðursverðlaun Friðriks ní- unda og Útflutningsverðlaun Bretadrottningar á Bret- landseyjum. Útflutningsráð íslands hefur í samráði við embætti Forseta íslands ákveðið að verðlaunin verði framvegis veitt einu sinni á ári til einstaklinga eða fyrir- tækja, inniendra eða er- lendra, sem unnið hafa sér- staklega gott starf til að auka sölu á íslenskum vörum og þjónustu á erlendum mörk- uðum. Við úthlutun verður m.a. tekið sérstakt tillit til útflutn- ingsaukningar, vægi útflutn- ings í heildarveltu og árangurs á sérstaklega erfiðum mörk- uðum. Verðlaunahafinn fær í hendur skjal og verðlauna- grip, auk þess sem hann fær sérstakt merki á kynningar- efni sínu í fimm ár frá af- hendingu útflutningsverð- launanna. Sérstök úthlutunarnefnd hefur verið skipuð, en í henni eiga sæti Þorvaldur Gylfa- son, formaður, Olafur B. Thors, Ragna Bergmann, Kornelíus Sigmundsson og Ingjaldur Hannibalsson. Áform um umfangsmiklar herœfingar_____ ÁKVÖRÐUN HEFIIR EKKI ENNÞÁ VERIO TEKIN Málið verður aftur rœtt í ríkisstjórn þegar utanríkisráðherra hefur fengið upplýsingar sem hann hefur óskað eftir. Steingrímur Hermanns- son forsætisráöherra segir að áform um heræfingu varaliðs landshersins á Keflavíkurvelli komi til umræðu í ríkisstjórninni þegar Jón Baldvin utanrik- isráðherra verði búinn að fá upplýsingar sem hann hefur óskað eftir en enn ekki fengiö. „Nei, nei. Það voru engar deilur í ríkis- stjórninni. Málið var bara rætt fram og aftur,“ sagði forsætisráöherra við Al- þýðublaðið í gær. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir sjálf- sagt að leyfa æfinguna verði tryggt að allar áætl- anir séu í fyllsta samræmi við íslenska hagsmuni og staðhætti. „Mér virðist fréttaflutn- ingur af áformum um æf- ingar varaliðs á Keflavíkur- flugvelli vera í bófahasar- stíl,“ segir Jón Baldvin. Steingrímur segir einnig sýnt að fréttir af málinu séu afar vafasamar og ýkt- ar. Samkvæmt fréttum. sem teknar voru upp úr innanhússblaði hjá banda- ríska hernum, er gert ráð fyrir að æfingin hefjast á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og a.m.k. muni 1300 manns taka þátt í æfingun- um. Utanríkisráðherra segir staðreyndir málsins, að samkvæmt varnarsamn- ingnum sé gert ráð fyrir liðsauka sem berist til ís- lands á hættutímum. „Partur af þessum liðs- auka er varalið, þ.e.a.s. sjálfboðaliðar sem eru í þjálfun og hafa það verk- efni að koma til Islands ef þörf krefur á hættutímum. Fámennur hluti af þessari sveit hefur tvívegis áður komið til íslands til æf- inga, árið 1985 og árið 1987, auk þess sem þessi varasveit hefur stundað æfingar í Kanada þar sem vopnabúnaður hennar er geymdur.“ Jón Baldvin segir í fyrsta skipti vikið að þessum liðs- auka í skýrslu Steingríms Hermannssonar utanríkis- ráðherra til Alþingis, vegna ársins 1987. Þar segir: „Hersveit í varaliði banda- ríska landhersins hefur verið þjálfuð og búin undir að koma til landsins á hættu- eða ófriðartímum. Hluti hennar tók þátt í um- fangsmiklum æfingum í Kanada í sumar og fylgd- ust fulltrúar varnarmála- skrifstofu með þessum æf- ingum. Til að slík þjálfun komi að fullu gagni er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi hönd í bagga og tryggi að allar varnaráætlanir séu í sem bestu samræmi við ís- lenska hagsmuni og stað- hætti.“ „Ástæðan fyrir því, að ekki hefur af minni hálfu enn verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær þess- ar æfingar geti farið fram er einfaldlega sú, að allar upplýsingar hafa enn ekki borist,“ segir Jón Baldvin. „Það er Ijóst að frétta- flutningur um 17. júní er tilhæfulaus og tölur sem nefndar hafa verið um fyr- irhugaðan fjölda ' liðs- manna eru ekki endanleg- ar. Hin raunverulega spurning sem þetta mál vekur er þessi: Hvernig get- um við ætlast til þess að þegnar annarra þjóða taki að sér að verja okkar land á hættutímum ef við neit- um þeim um að kynnast staðháttum?“ Holiday Inn komið í þrot Fyrirtækið Guðbjörn hótelinu rekstrargrundvöll Guðjónsson hf, sem átt og með því að finna nýja með- rekið hefur hótelið Holiday eigendur og nýtt hlutafé. Til- Inn, hefur verið tekið til boð barst frá hótelkeðjunni gjaldþrotaskipta eftir að erlendu Trusthouse Forte greiðslustöðvun hafði ríkt upp á 7 milljónir doliara eða um 5 mánaða skeiö. um 350 milljónir króna, sem Holiday Inn var byggt á eigendur hafa ekki sætt sig mjög skömmum tíma, en eig- við. Búið hefur því verið af- endur þess virðast hafa reist hent Skiptarétti Reykjavíkur sér hurðarás um öxl. Undan- til gjaldþrotaskipta. farna mánuði hefur mikil vinna verið lögð í að tryggja “ JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR Þettaeru tölumarsem upp komu 25. mars. Heildarvinningsupphæðvar kr. 19.987.529,- 1. Vinningur var kr. 12.081.440,- og 4 voru með fimm réttar tölur og því fær hver kr. 3.020.360,- Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 1.172.598,- skiptist á 14 vinnings- hafa og fær hver þeirra kr. 83.757,- Fjórar tölur réttar, kr. 2.022.723,- skiptast á 379 vinningshafa, kr. 5.337,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 4.710.768,- skiptast á 12.801 vinningshafa, kr. 368,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Hltastig i nokkrum landshlutum kl. 12 i dag. ÍSLAND hitastig í borgum Evrópu kl. 12 i gær að íslenskum tima. Bílainnflutningur Geysi- legur sam- dráttur Alls ríflega 15 þúsund bif- reiðar voru fluttar inn til landsins á síðasta ári, sem er nær 8.400 færri bifreiðar en metárið áður eða sem nemur 36% minnkun. Milli ára fækkaði nýjum innfluttum fólksbílum um 5.823 eða um 32,2%. Fyrstu tvo mánuði þessa árs voru aðeins fluttar inn 885 bifreiðar, þar af 707 nýj- ar fólksbifreiðar. Að jóbreyttu stefnir heildarinn- flutningurinn í nálægt 4-5 þúsund bifreiðar, sem yrði taðeins tæplega fimmtungur af innflutningnum metárið 1987. Yrði það um leið minnsti innflutningur bif- reiða frá því á árunum 1975-1976. Sú meginbreyting hefur að auki átt sér stað í bifreiðainn- flutningnum að notaðar bif- reiðar hafa skipað æ stærri sess. Á árunum 1977-1984 var hlutfall notaðra bifreiða um 6-7% af heildarinnflutn- ingnum, fór í 10-11% árin 1985-1986 en stökk í tæp 21% árið 1987. Síðan hefur hlut- fallið verið ríflega 15%.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.