Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 14
14 selja undir opinberlega skráðu gengi. • Seljandi húsnæðis getur því strax eftir fasteignaviðskipti selt húsbréf, án affalla. Þessi vegna er lögfesting hús- bréfafrumvarpsins nú þjóðar- nauðsyn. Gamla kerfið hleður upp valköstum af lánsloforðum, án tillits til þarfa forgangshópa og verður fyrr en varir búið að binda milljarða króna fram til ársins 1991, verði það ekki stöðvað. Lög- festing nú eyðir óvissu kaupenda, seljenda og byggingaraðila. Það er hins vegar skynsamlegt að skipa milliþinganefnd (fordæmi: frv. um staðgreiðslu og virðis- aukaskatt) þar sem fulltrúar allra flokka hafi áhrif á undirbúning og framkvæmd. í því felst ekkert framsal til framkvæmdavalds. Þótt Sjálfstæðismenn hafi reynst draughræddir í ríkisstjórn og særingarþulur þeirra hafi reynst máttlausar í stjórnarand- stöðu, vona ég að honum takist ekki að draga þjóðina með sér of- an í þunglyndiskast að ástæðu- lausu. Það kemur fyrir góð keppnis - lið.eins og núv. ríkisstjórn er, að falla í hugsýki í hálfleik. Réttu viðbrögðin eru hins vegar að end- urskipuleggja sóknarleikinn, hvetja liðið til dáða, svo að það einbeiti sér að því að vinna seinni hálfleik, sem við munum gera. Ríkisstjórnin mun sitja út kjör- tímabilið, enda ríkir þar góður vinnuandi. Þetta er umbótastjórn sem á mörgum verkum ólokið. Alþýðuflokkurinn hefur, frá því hann hóf ríkisstjórnarþátt- töku á ný 1987, unnið markvisst að lögfestingu margra merkra umbótamála, í samræmi við hina vönduðu stefnuyfirlýsingu, sem hann birti fyrir kosningar 1987. Rifjum upp nokkur umbóta- mál: Skattkerfisbreytingin 1987/88: Við komum á staðgreiðslukerfi skatta, sem er einfalt, auðvelt í framkvæmd og vinnuhvetjandi. Við umbyltum öllu kerfi tolla og aðflutningsgjalda, sem auðveldar okkur mjög allt samstarf við Efnahagsbandalagið á sviði vöru- viðskipta í framtíðinni. Við kom- um á samræmdum söluskatti jafnhliða hækkun skattfrelsis- marka og stórauknum fjölskyldu- bótum. Öfugt við fullyrðingar sumra hefur samræming sölu- skattsins leitt til allt að 50% auk- inna söluskattsskila í matvöru- verslun. Við náðum að lögfesta virðisaukaskattinn, sem taka á gildi um næstu áramót. Við höf- um lögfest hugmyndir okkar um kaupleiguíbúðir. Framundan er að verja verulega auknum fjár- munum til hins félagslega íbúða- kerfis. Fyrir Alþingi liggja nú merk frumvörp frá félagsmála- ráðuneytinu um breytta verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og traustari tekjustofna þeirra. Við- skiptaráðherra hefur komið viða- miklum lögum yfir fjármagns- markaðinn. Sem dómsmálaráð- herra lagði hann fyrir þing ný og merk frumvörp um aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds. Á verksviði viðskiptaráðherra, í samstarfi við fjármálaráðherra, er einnig verið að hrinda í fram- kvæmd áætlunum ríkisstjórnar- innar um lækkun vaxta. Með myndun núv. ríkisstjórnar á elleftu stundu á sl. hausti tókst að koma í veg fyrir stöðvun fjölda fyrirtækja í útflutningsgreinum og þar með bægja frá hættunni á fjöldaatvinnuleysi sem frjáls- hyggjupostularnir spáðu að yrðu á bilinu 10-15 þús. manns á þess- um vordögum. Það hefur tekist í stórum dráttum að tryggja fulla atvinnu. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að greiða fyrir sum- aratvinnu skólafólks með fjár- framlögum til skógræktar og landgræðslu. í athugun er að verja þegar á þessu ári auknu fjár- magni til nýframkvæmda við íbúðabyggingar innan félagslega kerfisins. Með því að hafna geng- islækkunarkollsteypum hefur rík- isstjórnin skapað forsendur fyrir friðsamlegum lausnum á vinnu- markaðnum og vinnur nú í kyrr- þey, í samstarfi við aðila vinnu- markaðarins að ljúka kjarasamn- ingum án kollsteypu. Nær fullvíst má telja að framundan séu tals- verðar verðhækkanir á erlendum fiskmörkuðum sem muni duga til að vega upp brottfall sérstakra verðbóta á frystar fiskafurðir. Þannig hefur ríkisstjórninni, þrátt fyrir örðugar kringumstæð- ur tekist að heyja varnarbaráttu með viðunandi árangri. Verkefnin framundan Þetta eru nokkur dæmi um verk athafnasamrar umbóta- stjórnar. Framundan bíða mörg stór verkefni, sem hrinda þarf í framkvæmd fyrir lok kjörtíma- bilsins. Ég nefni nokkur dæmi: • Ríkisfjármál: Á næsta þingi þarf að tryggja framgang nýrri löggjöf um skattlagningu eigna- og fjármagnstekna og fylla þar með upp í gat i íslenskri skatta- löggjöf en taka upp skattareglur á þessu sviði til samræmis við það sem tíðkast í grannlöndum okkar. Jafnframt gefst þá tilefni til að draga úr eignasköttum. Á minni tíð í fjármálaráðuneyt- inu var vinna hafin við endur- skipuiagningu innheimtukerfis skatta í því skyni að tryggja mun betri skattframkvæmd, í sam- ræmi við tillögur „skattsvika- nefndarinnar“. Þær hugmyndir snérust um skipulagsbreytingar á innheimtukerfinu, auknar heim- ildir til hertra innheimtuaðgerða gagnvart söluskattsþjófnaði, strangari kröfur um leyfi til versl- unar- og viðskipta (og þ.m.t. heimildir til þess að vera vörsluað- ilar söluskattsfjár) og heimildir til sviptingar slíkra leyfa við endur- tekin brot. Að loknu þinghléi ber nauðsyn til að fjármálaráðuneytið einbeiti sér að tillögugerð um hagræðingu í opinberum rekstri og lækkun ríkisútgjalda. Fyrir liggja í fjár- málaráðuneytinu frá minni tíð fullbúin frumvörp um sjálfstæði ríkisstofnana. Þessi ríkisstjórn þarf að horfast í augu við það kerfi allsherjar ríkistryggingar á framleiðslu og sölu landbúnaðar- afurða, sem hinn vanhugsaði og meingallaði búvörusamningur felur í sér, er sprungið. Þetta út- heimtir mikla vinnu og um leið vilja til samkomulags um ásætt- anlegar málamiðlanir. Með nýrri lagasetningu um kaupleiguíbúðir og húsbréfakerfi hillir loks undir frambúðarlausnir í húsnæðismálum. Að íslendingar geti búið við sæmilega skilvirkt og manneskjulegt kerfi varðandi fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Á næsta þingi ber að leggja fram frumvarp, sem fullbúið var í fjármálaráðuneytinu um endur- skoðun á löggjöf um lífeyrissjóði og lífeyrisréttindi. Við Jafnaðar- menn munum leita samkomulags við samstarfsaðila okkar um þær hugmyndir sem við settum á odd- inn í seinustu kosningabaráttu um einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn og samræmingu lífeyrisrétt- inda. í Ijósi þeirra kerfislægu erfið- leika sem sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum á undanförnum Laugardagur 29. apríl 1989 árum þurfa stjórnarflokkarnir nú að leggja fram mikla vinnu við endurskoðun stefnunnar í sjávar- útvegsmálum í heild. I því felst að taka grundvallarþætti kvótakerf- isjns til endurskoðunar, að útfæra nánar hugmyndir sjávarútvegs- ráðherra um aflamiðlun og fisk- yinnslustefnu og tengja þetta hvbrt tveggja skipulögðu átaki í markaðsmálum okkar. Þessi ríkisstjórn hefur þegar sýnt í verki að hún hefur burði til að reka sjálfstæða utanríkis- stefnu og leggja sjálfstætt mat á íslenska hagsmuni í samskiptum við aðrar þjóðir. í tillögum um endurskipulagningu utanríkis- þjónustunnar er lögð megin áhersla á aukið starf að umhverf- isverndarmálum og alþjóðlegum samskiptum á því sviði, leggja höfuðáherslu á verndun lífríkis hafsins og íslenskt frumkvæði, í samstarfi við bandalagsþjóðir okkar, að tillögum um afvopnum á og í höfunum. Eitt af mikilvægari verkefnum þessarar ríkisstjórnar er að móta og framkvæma samræmda fjöl- skyldustefnu. Það er veigamikill þáttur í þeirri viðleitni að festa velferðarríkið í sessi og gera það manneskjulegra. Fjölskyldu- stefna hlýtur að taka á þáttum eins og vinnutíma, hlut kvenna á vinnumarkaði, dagvistun barna, átaki við byggingu félagslegra íbúða, samræmingu á Iífeyrisrétt- indum aldraðra o.fl. Það á að vera metnaður þessar- ar ríkisstjórnar að sýna í verki, að hún ráði ekki aðeins fram úr stundarerfiðleikum í efnahags- málum heldur skilji hún eftir sig umbótamál, sem treysta undir- stöður velferðarríkisins og festa það í sessi. Ad snúa vörn i sókn Það er í erfiðleikunum sem reynir á menn og flokka. Við Jafnaðarmenn erum staðráðnir í því að hlaupast ekki frá verkum okkar i miðjum kliðum. Það er hlutskipti þessarar ríkisstjórnar að skipuleggja varnarbaráttu við erfiðar aðstæður. Flingað til hef- ur henni tekist það stóráfallalítið. Við höfum komið í veg fyrir stöðvun útflutningsatvinnuveg- anna, forðað fjöldaatvinnuleysi og eygjum nú bjartari tíma fram- undan. Hingað til hefur ríkis- stjórnin orðið að einbeita sér að lausn skammtímavandamála, sem hrannast hafa upp á löngum tíma. Á næstunni mun gefast betra ráð- rúm til að undirbúa framkvæmd hinna þýðingarmiklu umbóta- mála, sem hún nú hefur á dag- skrá. Þannig mun þessi ríkisstjórn snúa vörn í sókn og sigla skipi sínu heilu í höfn, eftir viðburða- ríka og sögulega sjóferð. „Rikisstjórnin vinnur aö þvi i kyrrþey að skapa forsendur fyrir hóflegum kjarasamningum sem ætlaö er að draga úr kaupmáttarfaliinu, án þess aö stofna atvinnuörygginu i hættu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson m.a. í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis sl. fimmtudagskvöld. Pétur spjallar um Þórberg Dagskrá í tilefni aldaraf- mælis Þórbergs Þóröarsonar nú á þessu ári verður á veg- um Borgarbókasafns Reykja- víkur laugardaginn 29. apríl. Pétur Gunnarsson rithöfund- ur flytur erindi um Þórberg og fjallar þar um verk hans meö sérstöku tilliti til síðari bóka höfunda. Lesið verður úr þessum verkum. Þessi dagskrá um Þórberg verður flutt í húsakynnum Borgarbókasafnsins í Gerðu- bergi og hefst hún kl. 15. Ungir tónlistarmenn Laugardaginn 29. apríl, kl. 2 e.h. mun Tónmenntaskóli Reykjavíkur efna til tónleika í Gamla bioi (íslensku óper- unni). UPPBOÐ Ósóttar vörur scm komu til landsins 31. desember 1986 eða fyrr vcrða boðnar upp á almennu uppboði þann 27. maí 1989. í Tollhúsinu v/Tryggvagötu kl. 13:30. FLUGLEIDIR /S Fmkt AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.05.89-01.11.89 kr. 370,85 1984-3. fl. 12.05.89-12.11.89 kr. 366,74 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.