Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 1
MMBUBIMB STOFNAÐ 1919 • Laugardagur 13. maí 1989 68-tbl. 70. árg Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra: ,,Það fær enginn mig til að trúa að þessi frétt sé til- búningur fréttamanns. Hún end- urspeglar viðhorf einhverra. Spurningin er hverra innan sænsku rikisstjórnarinnar. Og það kemur mér ekki á óvart.“ Að sögn sænsku fréttastofunn- ar er það engin tilviljun, að Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía hafi í för með sér aðalsamninga- mann Svía við EB, Ulf Dinkelspi- el, er hann kemur í opinbera heimsókn til íslands nk. mánu- dag. Meginverkefni forsætisráð- herrans og samningamannsins verði því að bjóða íslendingum aðstoð Svia í hinni miklu vinnu sem framundan er án þess að móðga íslendinga," eins og segir í fréttaskeytinu. „Það er óskað eftir skriflegu svari við því hvort áskanir þær sem koma fram í fréttinni séu á rökum reistar þ.e.a.s. að sænska ríkisstjórnin hafi enga trú á því að fylgt verði eftir málum sem snerta hagsmuni Svía, sérstaklega sem hlutlausrar þjóðar enda hafi ís- lendingar enga burði hvorki efna- lega eða tæknilega vegna skorts á sérfræðingum til þess aó gegna umræddu forystuhlutverki. Þessi orðsending var send síðdegis í dag, svar hefur ekki borist,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Það er Ijóst þar sem heimild- armenn eru taldir vera háttsettir embættismenn sænsku ríkis- stjórnarinnar, eru þeir að lýsa því sem þeir kalla afstöðu ríkisstjórn- arinnar. Því dugar ekki að ein- stakir embættismenn vísi þessu á bug sem tilhæfulausu, heldur verður það að koma beint frá for- Frétíastofan TT segir sœnsk stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af forystuhlutverki íslands í ráðherranefnd EFTA: ÞURFA HJÁLP í VIÐRÆÐUM EFTA OG EB Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra óskar eftir skriflegu svari frá Svíum hvort ásakanirnar í fréttinni séu á rökum reistar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur sent skeyti til sænska utanríkis- ráöherrans og sænska utanríkisviðskiptaráðherrans vegna fréttar sænsku fréttastof- unnar TT (Tidningarnas Telegrambyra) í gær, að sænsk stjórnvöld heföu af þvi áhyggjur að íslendingar hefðu ekki burði til þess að leiða samningaviðræður EFTA og EB síðar á árinu en þá tekur utanríkisráðherra íslands við formennsku i ráðherranefnd EFTA. Þessi frétt kemur á mjög óheppilegum og viðkvæmum tíma þar sem Ingvar Carlsson for- sætisráðherra Svíþjóðar er væntanlegur i opinbera heimsókn til íslands nk. mánudag. ystumönnum sænsku ríkisstjórn- arinnar. Að sjálfsögðu væri það afar ósmekklegt af oss eyjarskeggjum að kenna sænska stórveldinu mannasiði eða diplómatí, en spurning er, hvort æðstu embætt- ismfmi sænska ríkisins þyrftu nú samt ekki að fara á námskeiö hvernig þeir undirbúa komu for- sætisráðherra síns í opinbera heimsókn og hvort þeir þurfa nokkuð að þiggja ráð frá öðrurn í því efni,“ sagði Jón Baldvin. — Breytir þetta einhverju um komu Carlssons ? Muntu taka þetta mál upp við hann? „Það fer náttúrlega eftir því hvað við fáuum að heyra frá for- sætisráðherra Svíþjóðar og við- komandi ráðherrum. Þetta frétta- skeyti er þannig til komið, að hátt- settir embættismenn eru bornir fyrir því og þeir segjast vera að skýra frá viðhorfum sem séu ríkj- andi innan sænsku ríkisstjórnar- innar. Heimildarmaður að hluta til að minnsta kosti er starfsmað- ur í upplýsingadeild sænska for- sætisráðuneytisins. Burtséð frá viðhorfunum til ís- lendinga sem hér er lýst, sem koma mér kannski ekki svo mjög á óvart, þá er ekki mikið álit sem þessi ummæli lýsa á íslensku sjálf- stæði og getu íslenska ríkisins til þess að standa sig í alþjóðlegu samstarfi. Látum það vera, það er skoðun. En það eru líka alvarlegri hlutir. Að talsmaður sænsku ríkisstjórnarinnar segi að hvorki hagsmunir né efnahagslegir burð- ir Islendinga bendi til þess að öðr- um mikilvægum málum í sam- starfi Evvrópuríkjanna verði fylgt eftir, málum sem einkum og sér í lagi snerta hagsmuni Svía sem hlutlausrar þjóðar. Með öðrum orðum; okkur er borið á brýn að við séum gjörsamlega vanhæfir. Það fær enginn mig til að trúa því að þessi frétt sé tilbúningur fréttamanns. Hún endurspeglar viðhorf einhverra. Spurning er hverra innan sænsku ríkisstjórn- arinnar. Og það kemur mér ekkert á óvart. Spurningin er hins vegar þessi: Hvers vegna var þessum sjónarmiðum og þessu mati, þess- um áhyggjum og þessum skoðun- um Svía á íslendingum ekki lýst á réttum stað og á réttum tíma? Það er að segja: í ráðherranefnd Ingvar Carlsson forsætisráö- herra: Samkvæmt sænsku frétta- stofunni verður meginverkefni hans i heimsókninni til íslands sem hefst nk. mánudag aö bjóða íslendingum aðstoð við að leiða viðræður EFTA og EB. EFTA og í EFTA- ráðinu. Það lá fyrir að lslendingar tækju þar við forystuhlutverki. Þvi allt hefur sinn stað og sinn tima. Besti tíminn til að lýsa þessum skoðunum er kannski ekki með leka nokkrum dögum áður en sænski forsætisráðherrann er væntanlegur í opinbera heimsókn þar sem honum hefði verið afar vel tekið, ekki síst meö visan til þess að hann hjó á hnútinn eftir 19ára deilumál Svía og íslendinga um fríverslun með fisk á leiðtoga- fundi EFTA i Osló i mars sl. og fékk þá umsögn að launum að hann væri þjóðhetja á íslandi. Spurning er hvort sérfræðingar hans, sem ég efa ekki að Svíar hafa á hverju strái, hafi nú komið málum svo fyrir að það viðhorf hafi eitthvað breyst, „ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra við Alþýðublaðið. „Ekki kunnugt um þessi viðhorf' — segir blaðafulltrúi sænska forsætisráðherrans „Okkur er ekki kunnugt að þessi viðhorf til íslendinga séu ríkjandi innan sænsku ríkis- stjórnarinnar," segir Elisabeth Veldon blaðafulltrúi Ingvars Carlssons er Alþýðublaðið hafði samband við skrifstofu forsætis- ráðherra Svíþjóðar i gær. „Þessi frétt hlýtur að vera byggð á einhverjum misskilningi. Okkur hefur ekki unnist tími til að rannsaka þetta mál frekar né heimildir fréttamannsins sem skrifaði fréttina," segir blaðafull- trúi sænska forsætisráðherrans. Heimildir Alþýðublaðsins herma, að ákvörðun um komu Ulf Dinkelspiel aðalsamninga- manns Svia gagnvart EB, hafi vakið forvitni sænskra frétta- manna. Sjá íslenska þýöingu á frétta- skeyti TT á bls. 6. NÆTUR- GANGA SVÖVU Sjá viðtal bls. 13 SÍS í kreppu: Landsbankinn kannar kaup á Samvinnubanka Sjá úttekt bls. 7 og 8

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.