Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MffiLOIÐ
Þriðjudagur 14. nóv. 1989
Friörik Sophusson um fiskveiöistjórnun:
Að halda fram hagsmunum
almennings tilgangslaust
Aukiö frjálsrœði í fiskveiöum tryggir okkur
betri samninga við EB.
Á ráðstefnu Sjávarút-
yegsstofnunar Háskóla
Islands í gær sagði Frið-
rik Sophusson fyrrver-
andi varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins m.a. að
stjórnvöld hafi falið
hagsmunaðilum að setja
upp tillögur um stjórnun
fiskveiða og síðan væri
peim nánast því stillt
upp við vegg. Þingflokk-
arnir leggja ekki sjálf-
stætt mat á mögulegar
aðgerðir, því að hags-
munaaðilarnir hafa þeg-
ar lagt blessun sína yfir
stefnu sem er þeim sjálf-
Atvinnurekendur um virdisaukaskatt:
Helstu kostum
stef nt í voða
— vegna þess hve skattstigid er hátt. Hœtta á aukn-
um skattsvikum og nedanjardarstarfsemi.
Helstu kostum virðis-
aukaskattsins er stefnt í
voða, ef hann verður jafn
hár og nú er gert ráð fyrir.
Þetta er niðurstaða nefnd-
ar á vegum helstu samtaka
atvinnurekenda, sem gert
hefur úttekt á áhrifum
skattsins á atvinnulífið.
Nefndin álítur m.a. að 26%
virðisaukasakattur muni
leiða til aukinna skatt-
svika og neðanjarðarstarf-
semi.
Samstarfsnefnd atvinnu-
rekenda hefur sent fjármála-
ráðherra bréf, þar sem gerð-
Dregurúr
verðbóigu
Heldur virðist draga úr
verðbólguhraðanum.
Framfærsluvístalan
hækkaði um 1,5% í síðasta
uiánuði og svarar sú
hækkun til tæplega 20%
verðbólgu á ári. Stærstu-
bækkunarvaldarnir eru
hækkun húsnæðis, fatnað-
ar og nýrra bíla.
ar eru ýmsar athugasemdir
við núverandi áætlanir
stjórnvalda um virðisauka-
skattinn. Skatturinn er talinn
allt of hár og í því sambandi
benda atvinnurekendur á að
samræmt skattstig í Evrópu-
bandalagslöndunum muni
trúlega verða 20%. íslenska
skattstigið, 26%, er talið
verða það hæsta í Evrópu.
Svo hár skattur segir nefndin
að muni leiða til aukinna
skattsvika og neðanjarðar-
starfsemi.
Atvinnurekendur leggja
einnig til að viðurlög og sekt-
ir fyrir brot gegn lögum um
virðisaukaskatt verði mildað-
ar til að byrja með, vegna
þess hversu mörg smáfyrir-
tæki sem hafa ekki verið sölu-
skattskyld, þurfi nú að inn-
heimta virðisaukaskatt.
Þá er talið að kostnaðar-
auki innflutningsfyrirtækja
vegna virðisaukaskattsins
verði allmikill. Þessi kostnað-
ur mun óhjákvæmilega lenda
út í verðlagið, segja atvinnu-
rekendur og vilja því fá gjald-
frest gagnvart skattyfirvöld-
um þegar um innflutning er
að ræða.
um að gagni, voru um-
mæli Friðriks. Ýfi þing-
menn sig er spurt hvort
þeir ætli virkilega að
ganga gegn hagsmunum
sjómanna og útgerðar-
nianna.
„Það er tilgangslaust fyr-
ir stjórnmálamenn að
halda fram hagsmunum al-
mennings," sagði Friðrik
Sophussson . „Pólitík er nú
einu sinni þannig að þing-
menn ganga erinda sér-
hagsmunahópa."
Friðrik sagði nauðsyn-
legt að opna fyrir frjálsari
gengiskráningu og leyfa er-
lendum aðilum að kaupa
kvóta úr fiskistofnum okk-
ar. Það væri nauðsynlegt
að nota markaðskerfið og
versla með kvóta til þess að
þeir lentu hjá þeim sem
best nýttu sér auðlindirnar
í hafinu. Með því að auka
frjálsræði í veiðum gætum
við nálgast betri samninga
við Evrópubandalagið. Það
kæmi að íslendingar fjár-
festu erlendis til þess að
koma afurðum betur á er-
lenda markaði. Undir þetta
tók kollegi Friðriks, Stefán
Guðmundsson alþingis-
maður en ekki undir um-
mæli Friðriks um nálgun-
ina við EB í gegnum auð-
lindaskatt eða með því að
hleypa útlendingum í ís-
lenska landhelgi: „Ef við
leggjum á auðlindaskatt
getum við verslað við EB,"
sagði Friðrik Sophusson.
Sú skoðun kom fram hjá
Friðriki og Þorkeli Helga-
syni prófessor, sem var
einn frummælenda á ráð-
stefnunni, að lífskjör væru í
raun fölsk í dag, þar sem
géngi væri of hátt skráð.
Það bitnaði á öðrum at-
vinnugreinum. Sagði Frið-
rik að peningum væri og
dælt ínn í sjávarútveg þeg-
ar vel áraði en ekki t.d. iðn-
að, og að stórfelldar milli-
færslur ættu  sér stað  til
sjávarútvegs.
Frummælendur á ráð-
stefnunni töldu nauðsyn-
legt að arður kæmi af sjáv-
arútvegi, en vegna mikils
kostnaðar í dag kæmi hann
ekki í ljós. Deilt hefur verið
um hvernig beri að fækka
fiskiskipum og auka hag-
ræði í vinnslu og veiðum,
sem talin er algjör forsenda
þess að hagnaður verði.
Mæltu sumir fyrir sölu
veiðileyfa, en aðrir fyrir
kvótakerfi sem bæri með
sér algjörlega frjálst fram-
sal. Agúst Einarsson út-
gerðarmaður kvað eðlilegt
að skattleggja sjávarútveg,
þegar skipastóll hefði dreg-
ist saman við frjálst fram-
sal. Það yrði hins vegar að
ákveða kvóta til lengri tíma
og leyfa fiskmörkuðum að
þróast á nútímalegri veg.
Guðjón A. Kristjánsson for-
seti Farmanna- og fiski-
mannasambandsins var
sama sinnis en taldi algjöra
nauðsyn að samgöngukerfi
batnaði til muna, ættu fisk-
markaðir að þróast í rétta
átt. Ágúst Einarsson sagði
sjávarútveg vel rekinn .
„Ég vildi óska þess að land-
búnaður og ríkisbúskapur-
inn yrði jafn vel rekinn og
sjávarútvegurinn,' sagði
Agúst.
Rögnvaldur Hannesson
prófessor sagði stjórnun
fiskveiða í betra horfi á ís-
landi en víðast annars stað-
ar. Aðeins á Nýja-Sjálandi
jafnaðist kerfið á við okkar.
Ástæður góðs skipulags á
íslandi sagði Rögnvaldur
m.a. þær að við hefðum
fullan yfirráðarétt yfir fiski-
stofnunum og hagur sjávar-
útvegs hefði mikið að segja
fyrir íslenskt hagkerfi.
Rögnvaldur kallaði þó eftir
því að skipastóll drægist
saman til þess að hag-
kvæmnin kæmi fram.
Spurt var hverjir ættu að
bera hagnað af skattlagn-
ingu fiskveiða. Friðrik Sop-
husson         alþingismaður
sagði engan mun á stjórn-
málaflokkum á íslandi,
þegar kæmi til möguleika
ríkisins að léggjast á tekju-
stofn.
Mjög var rætt um sölu
veiðileyfa og voru sterkar
raddir á ráðstefnunni um
ágæti þeirrar stefnu. Með
henni kæmi í ljós hag-
kvæmari sókn á mið og það
væri réttlætismái að allir
bæru arð af sameiginleg-
um miðum. Eins og Al-
þýðublaðið greindi frá á
laugardag hefur Markús
Möller hagfræðingur metið
verðmæti fiskimiða upp á
300 milljarða, þar sem
hagnaður á hverju ári væri
um 16 milljarðar. Það sam-
svaraði því að halda úti 300
milljarða króna láni, sem
væri eðlilegur mælikvarði
á arðsemi fiskimiðanna.
Finnbogi Jónsson fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnsl-
unnar í Neskaupstað hafði
nokkra sérstöðu á ráðstefn-
unni í Háskólanum í gær, er
hann hélt því fram að verði
sölu veiðileyfa komið á,
myndi fiskiskipastóllinn
stækka frá því sem nú er.
Útgerðarmenn lifðu í von-
inni um að þeir gætu við
næstu sölu á veiðikvóta
eignast stærri hlut, og
keyptu því fleiri skip upp á
von og óvon.
Gísli Pálsson mannfræð-
ingur sagði nauðsynlegt að
sætta sjónarmið þeirra sem
vildu fyrst og fremst leggja
hagrænan mælikvarða á
gengi sjávarútvegs og
hinna sem óttuðust afleið-
ingar stjórnunar á byggða-
stefnu. Unnur Steingríms-
dóttir lífefnafræðingur
sagði það misskilning er
því væri haldið fram að við
hefðum ekki með núver-
andi sjávarútvegsstefnu
raskað byggðajafnvæginu.
Nægði að benda á að fast-
eignir á landsbyggðinni
væru langt undir raunvirði.
VEÐRIÐ
ÍDAG
Þykknar upp með vax-
andi suðaustanátt um
suðvestanvert landið. All-
hvasst og súld á Suður-
i landi og sums staðar vest-
t anlands þegar liður á dag-
inn. Léttskýjað og hægari
vindur norðan og austan
til.
Fólk
Þegar getið er um ís-
lenska skákmenn erlend-
is, eru það að sjálfsögðu
yfirleitt stórmeistararnir
sem fjallað er um. Ut af
þessu brá þó fyrir rúmum
tveimur vikum, þegar
knattspyrnudómarinn
Magnús V. Pétursson
komst inn á skáksíðu
danska Extrablaðsins.
Það er enginn annar en
danski stórmeistarinn
Bent Larsen, sem skrifar
skákpistla í Extrablaðið
og laugardaginn 21. okt-
óber birti hann skák sína
og Magnúsar frá fjöltefli í
Reykjavík í haust. Er
hann tefldi við 10 þekkta
landsmenn.
Larsen segist í upphafi
hafa mikið uppáhald á
mátstöðu með tveim
biskupum, sem upp komi
eftir Drottningarfórn.
Gallinn sé hins vegar sá
að sterkir skákmenn sem
hann tefli við á mótum,
sjái þennan möguleika
um það bil tíu leikjum áð-
ur en hann komi upp,
þannig að tækifæri gefist
ekki oft til að beita þessu
bragði. Síðan segir Lar-
sen:
„Magnús V. Pétursson
getur víst ekki státað af
neinum meiri háttar
skáksigrum — og þó? —.
en er á hinn bóginn
þekktur sem alþjóðadóm-
ari í knattspyrnu."
Larsen rekur síðan
fyrstu 16. leiki skákarinn-
ar og segir um 16 leik
hvíts (Magnúsar): „Hann
hlýtur að hafa setið og
hugsað um landsleikinn
milli Islendinga og Tyrkja
sem hetjur Sögueyjarinn-
ar höfðu unnið með
tveim mörkum gegn einu
þá um daginn." Það þarf
náttúrlega ekki að taka
fram að 16. leikur Magn-
úsar var afleikur. Sömu
sögu var reyndar að segja
um 17. leikinn sem ein-
mitt varð til þess að Lar-
sen gat beitt þessari
uppáhalds drottningar-
fórn sinni. Um þann leik
segir Larsen:
„Hefði hvítur nú leikið
17. Dxe4, hefði ekki verið
ástæða til að birta skák-
ina í, blaðinu." Því má
bæta við að ef Magnús
hefði leikið þessum leik
1 hefði Bent e.t.v. þurft að
„býtta" um sæti við hann
og gerast milliríkjadóm-
ari, en Magnús stórmeist-
ari!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8