Alþýðublaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. des. 1989 9 Alþingi í vikulokin Treysti vantraust traust? Gelgjuskeid Þorsteins eöa hringlandaháttur ríkisstjórnar? Ríkisstjórn íslands fékk kærkomna stuðningsyfiriýsingu frá Alþingi sl. fimmtudagskvöld. Vanhugsuð vantrauststil- laga stjórnarandstöðunnar virðist hafa reynst lítið annað en flausturlegt upphlaup sem varð einungis til að styrkja stöðu stjornarinnar inn á við og út á við. Það er mál manna aö klaufaskapur og klúður Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé með ólíkindum. Þegar hann taki af skarið í einhverju máli þá sé niðurstaðan alltaf þvert á það sem hann ætlaðist til. Þeir geta veríö kampakátir yfir þeirri traustsyfirlýsingu sem þeir fengu i vikunni. Þorsteinn Pálsson talaði fyrstur fyrir vantrauststillögunni og vændi ríkisstjórnina um hring- landahátt. Einkum gagnrýndi hann stjórnina í skattamálum og krafðist þess að tekin yrðu upp tvö skattþrep í fyrirhuguðum virðis- aukaskatti. Þá gagnrýndi hann ut- anríkisráðherra, Jóri Baldvin, harðlega fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi í könnunarviðræð- um milli EFTA og EB og sakaði hann um að hafa skapað glundroða í samskiptamálum ls- lands við EB. Ekki virtist Þorstein hafa mikla trú á að tillaga sín næði fram að ganga og dæmdi hana dauða í upphafi umræðna er hann sagði: „Hann (þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn) hefur þegar hafið flutning þing- mála til að fylgja þessari stefnu eft- ir og mun halda því starfi áfram á þessu þingi." Hann afskrifaði því að vantrauststillagan næði fram að ganga og boðað yrði til nýrra kosninga. Það er ekki algengt að menn flytji mál og byrji á því að dæma það dautt og ómerkt. Hringlandaháttur um VSK Fram hjá því verður ekki horft að talsverður hringlandaháttur hefur verið í kringum upptöku virðisaukaskattsins og hann hefur verið vandræðamál hjá ríkis- stjórninni. Forsætisráðherra, Steingrimur Hermannsson, kynnti í umræðunum á Alþingi að samkomulag hefði náðst um fram- kvæmd VSK og þar með var fall- inn önnur megin forsendan fyrir því að bera fram vantraust á ríkis- stjórnina. Steingrímur sagði m.a.: „Ríkisstjórnin ákvað að VSK komi til framkvæmda um næstu ára- mót. Þá var ákveðið að skattþrep- ið verði 24,4 af hundraði, en lægra þrep, eða ígildi lægra þreps, verði Frumvorp Frumvarp til laga um veiðieftir- titsgjald sem segir að sjávarútvegs- ráðherra skal rrieð reglugerðar- ákvæði ákveða sérstakt gjald fyrir veiðileyfi sem veitt eru á grund- velli ákvæða laga um stjórn fisk- veiða 1988—1990 eða annarra laga er kveða á um veiðar í ís- lensku fiskveiðilögsögunni. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp um breytingu á lög- um um Byggðastofnun þess efnis að öll skjöl viðvíkjandi lánum, sem stofnunin veitir eða tekur, skuli undanþegin stimpilgjöldum. Flm: Halldór Blöndal. Frumvarp um uppboðsmarkaði fyrir sjávarafla þar sem sjávarút- vegsráðherra skal veita leyfi og meta hvort skilyrði frjálsrar verð- myndunar á uppboðsmarkaði séu fyrir hendi með hliðsjón af líklegu fiskframboði. Stjórnarfrumvarp. 14 af hundraði með endurgreiðslu á mikilvægustu matvæli. Þetta þýðir tekjutap fyrir ríkissjóð frá fjárlagafrumvarpi upp á 1.900 milljónir króna. Til að mæta þessu var ákveðið að hækka tekjuskatt- inn um tvo af hundraði, það gæfi 2.800 milljónir króna en jafnframt var ákveðið að verja helmingi af þessari upphæð til að hækka skattleysismörkin og barnabætur, þ.e.a.s. 1.400 milljónir króna.“ Þá skýrði Steingrímur frá því að enginn þyrfti að efast um umboðs- leysi utanríkisráðherra lengur, því ríkisstjórnin hefði tekið af öll tví- mæli með bókun og sagði: „Ég hélt að að þessi bókun ríkisstjórn- arinnar, og sú augljósa samstaða 'sem var um hana, myndi róa þá háttvirta sjálfstæðismenn en það gerði það alls ekki, heldur þvert á móti. Þá ruku þeir til og fluttu van- trauststillöguna sem nú er hér til umræðu." Þá vísaði forsætisráð- herra algjörlega á bug öllum að- dróttunum um að utanríkisráð- herra stefndi íslenskum hagsmun- um í samskiptum við EB í hættu. Taugaveiklunarkast Sjálfstæðisflokksins____________ Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði í tilefni af van- trausti á forystu hans í viðræðum EFTA við EB: Á dauða mínum átti ég von, en ekki því að ég stæði hér til að verja íslenska hagsmuni fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins." Vék hann síðan að því hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins hefði rofið þá órofa samstöðu sem ríkt hefur í veigamiklum utanríkismálum og flokkar hafa forðast hingað til að draga inn í karp og deilur líðandi stundar um landsmálin. Þá sagði Jón Baldvin: „Ég biðst ekki vægð- ar undan hörðum árásum sjálf- stæðismanna á mig og ég erfi það Frumvarp um breytingu á áfeng- islögum þar sem við bætist að af- hending og veitingar áfengis á vegum ríkisins eða ríkisstofnana séu óheimilar hérlendis. Flm: Jón Helgason, Guðmundur G. Garðarsson, Skúli Alexanders- son og Karvel Pálmason. Frumvarp um breytingu á lög- um Byggðastofnunar sem felur t sér að stofnuð verði deild við stofnunina sem hefur það hlut- verk að vinna uppbyggingu at- vinnu fyrir konur. Flm: Málmfríður Sigurðardóttir og fl. Kvennalistaþingmenn. Frumvarp um breytingu um tekju- og eignaskatti sem tekur til m.a. eignaskatts af arfi barna og felur í sér að barn geti talist sjálf- stæður skattaðili en eignir jjess bætist ekki við skattétofn viðkom- andi forráðanda. Flm: Friðrik Sophusson, Ásgeir H. Einarsson, Ingi Björn Alberts- son og Sigríður Lillý Baldursdóttir. ekki við þá, satt að segja, þessa ungu forystukynslóð, þó hún fari með baráttu islenskra stjórnmála niður i göturæsin í skiplögðum herferðum til að níða æru af ein- stökum andstæðingum sínum. Við skulum ekki erfa það. Þaö kann að henda og það hljóta að hafa verið mistök. En þegar þeir svífast einskis í þessu ofstæki sínu og láta það ekki hindra sig í þvi að gera mikilvægustu utanríkishagsmuna- mál íslensku þjóðarinnar að hrá- skinnaleik í taugaveiklunarkasti, þá spyr ég ykkur sjálfstæðisfólk, ætlið þið að fyrirgefa þeim þetta? Því að þessir dagar eru svartir dagar í sögu Sjálfstæðisflokksins. Ég er sannfærður um það, að hinir stóru leiðtogar liðinnar sögu, þeir Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors, þeir myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir mættu nú horfa á tiltektir þessara angurgapa." Tvíhliða/Rítingsstunga Stjórnarandstaðan var einhuga um það að krefjast formlegra tví- hliða viðræðna við EB þrátt fyrir að þeir sem staðið hafa í viðræð- um við þessa aðila segi að slíkt sé ekki til umræðu frá hendi EB eins og stendur. Þá kom fram að lslend- ingar hafi knúið það fram innan EFTA að krafist verði fríverslunn- ar með fisk í viðræðum þeirra við EB. Því væri út í hött að fara að krefjast tvíhliða viðræðna nú og einungis til að grafa undan því trausti og virðingu sem íslending- ar hafa áunnið sér á alþjóða vett- vangi. Slíkt væri aðeins til að reka rýting í bak grannþjóða okkar. Þá Þingsályktanir Tillaga um að efla löggæslu. Flm: Guðmundur H. Garðarsson og fl. sjálfstæðismenn. Tillaga um heimild til handa for- setum Alþingis að ganga til samn- inga um kaup á Hótel Borg. Flm: Guðrún Helgadóttir, Jón Helgason og Árni Gunnarsson. Tillaga um vantraust á ríkis- stjórnina, þingrof og nýjar kosn- ingar. FIM: Þorsteinn Pálsson, Kristín Einarsdóttir og lngi Björn Alberts- son. Tillaga um að tvískipta starfi ráðuneytisstjóra þannig að annar starfi á faglegum grunni en hinn stjórni fjármálum. Flm: Ásgeir Hannes Eiríksson. kom margoft fram í umræðunni að óformlegar tvíhliða viðræður hafa átt sér stað milli utanríkisráð- herra, sjávarútvegsráðherra og fleiri ráðherra um þessi mál við leiðatoga og ráðamenn ríkja Efna- hagsbandalagsins. Engum ætti að dyljast hverju lykilhlutverki utanríkisráöherrra Islands, Jón Baldvin, gegnir sem forystumaður í viðræðum EFTA við EB og með því að halda vel á spöðunum getur hann unnið ís- lensku þjóðinni ómetanlegt gagn. Hann hefur engin tök á að gera formlega samninga á meðan hann vinnur sitt verk á þessum vett- vangi en getur engu að síður unn- ið ómetanlegt starf með því að afla sambanda með persónulegum kynnum og halda þar á lofti mál- stað íslendinga. Leiðindi Kveitnalista 1 máli Guðrúnar Ágnarsdóttur, þingmanns Kvennalistans, kom frám að hlutverk stjórnarandstöð- unnar væri að gagnrýna og veita ríkisssjórninni aðhald. Slíkt hlut- verk væri oft bæði „erfitt og leiði- gjarnt." Hér talar kona af reynslu og skýrir kannski hvers vegna Kvennalistinn setti sér þá reglu að þingmenn Kvennalista skuli ekki sitja lengur en sex ár á þingi. Und- anþága var að vísu gerð með Guð- rúnu Agnarsdóttur svo hún situr nú sjöunda árið á Alþingi. Það vekur því athygli að hún hefur komist að þeirri niðurstöðu á sjö- unda ári, varðandi þátttöku Kvennalistans í stjórn landsins að „án hennar má þjóðinn ekki leng- Fyrirspurnir Til fjármálaráðherra um áætlað- an risnu- og ferðakostnað ráðu- neyta og ríkisfyrirtækja árið 1990. Frá Inga Birni Albertssyni. . Til landbúnaðarráðherra um reglur varðandi netaveiði í sjó og hvort ætlað sé að koma í veg fyrir slíkan veiðiskap? Frá Jóni Sæmundi Sigurjóns- syni. Til landbúnaðarráðherra um niðurskurð á riðufé og hvort laga- heimild til niðurskurðar á fjárbú- stofni bónda sé ótvíræð þegar ein- staka bæir á sama stað sleppa við niðurskurð. Frá Jóni Sæmundi Sigurjóns- syni. Til fjármálaráðherra um hvers vegna er í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1990 ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppgjörs á skuldum ur vera.“ Hér er um tímamótayfirlýsingu að ræða því Kvennalistinn hefur hingað til verið lítt ginkeyptur fyr- ir að axla þá ábyrgð sem fylgir rík- isstjórnarþátttöku. Má túlka þessa yrirlýsingu sem Kvennalistinn telji sig nú loksins orðinn gjafvaxta. Síðbúið gelgjuskeið Þegar skoðað er hver niður- staða þingsályktunartillaga stjórn- arandstöðunnar um vantraust á ríksisstjónina er, stendur tvennt upp úr. í fyrsta lagi veikt tiltrú Evr- ópuþjóða á heilindum íslendinga í þeim viðræðum sem nú eiga sér stað. I öðru lagi þjappað ríkis- stjórninni saman og fengið hana til að taka af skarið með mál eins og VSK. Hvort þessi niðurstaða hafi vakað fyrir Þorsteini Pálssyni og meðflutningsmönnum hans að umræddri vantrauststillögu skal ósagt látið. Hins vegar hljóta menn að spyrja sig hvort Ásgeir Hannes Eiríksson hafi hitt nagl- ann á höfuðið þegar hann sagði að vantrauststillagan væri einungis tilkomin vegna síðbúins gelgju- skeiðs Þorsteins Pálssonar, fyrrum skólabróðurs og forsætisráðherra. ríkissjóðs við sveitarfélögin eins og lög kveða á um. Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur. Til fjármálaráðherra hvort hann hyggist beita sér fyrir því að ein- hver lækkun eignaskatta komi til framkvæmda á árinu 1990? Frá Geir H. Haarde. Þingmál vikunnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.