Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 1
HlPfBUBUBID Þriðjudagur 5. desember 1989 STOFNAÐ ~Í919 183. tbl. 70. árg. Söguleg þáttaskil í ítarlegu viðtali við Al- þýðublaðið í dag lýsir Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra því með hvaða hætti veður skipuðust í lofti í íslenskum stjórnmálum á tveimur sögulegum dögum í síðustu viku. Jón lýsir því hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn varpaði fyrir róða ára- tugahefð í meðferð utanríkis- mála til þess eins að reyna að koma höggi á ríkisstjórnina. Jón lýsir því sömuleiis með hvaða hætti íslenska ríkis- stjórnin hefur unnið að mál- efnum sem varða sérstöðu ís- lands í samskiptum við Evr- ópubandalagið og færir rök fyrir því að tillögur stjórnar- andstöðunnar í þeim efnum hafi verið byggðar á hreinni vanþekkingu. í viðtalinu fjallar Jón um þá hugmynd Sjálfstæðisflokks- ins að Alþingi ætti að veita ut- anríkisráðherra formlegt um- boð til áframhaldandi við- ræðna af íslands hálfu við EB. Jón hrekur það að utanríkis- ráðherra þurfi sérstakt umhoð frá Alþingi til að gera milli- ríkjasamning og styðst í þeim rökstuðningi við stjórnar- skrá, lög og hefðir. Sjá bls. 5 Skýrsla sjávarútvegsmanna um Evrópubandalagid: Misnotuð pólitískt af stjórnarandstöðunni Jón Baldvin Hanni- balsson fullyrðir í viðtali við Alþýðublaðið í dag að skýrsla Samstarfs- nefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi um Is- ienskan sjávarútveg og Evrópubandalagið hafi verið misnotuð í pólit- ískum tilgangi af stjórn- arandstöðunni í umræð- um um málefni EFTA og EB á Alþingi og í umræð- um um vantrauststillög- una. Kristján Ragnars- son framkvæmdastjóri LIÚ segir að aðeins hafi vakað fyrir hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi að leggja áherslu á að hafn- ar yrðu viðræður um viðauka við bókun 6 í frí- verslunarsamningi Is- lands við Evrópubanda- lagið. Rök stjórnarandstöðunn- ar og Sjálfstæðisflokksins sérstaklega, fyrir því að rík- isstjórnin hafi ekki staðið sig sem skyldi við að gæta hagsmuna íslensks sjávar- útvegs, í vantraustsumræð- um á Alþingi í síðustu viku, voru m.a. þau að skýrsla gefin út af hagsmunaaðil- um í sjávarútvegi gæfi ótví- rætt til kynna að ríkis- stjórnin hefði ekki gætt hagsmuna sjávarútvegsins nægjanlega vel. Kristján Ragnarsson segir að hags- munaaöilar í sjávarútvegi hafi ekki fjailað neitt um til- lögur stjórnarandstöðunn- ar um tvíhliða viðræður við EB. Þeir leggi aðeins áherslu á að fá fram við- ræður um viðbót við bókun 6, vegna þess hversu margt hefur breyst frá því hún var gerð. Kristján segir að þeir skipti sér ekkert af því hvernig slíkar viðræður fari fram, þeir skipi ekki stjórn- málamönnum fyrir verk- um, hvorki við hverja á að ræða né hvenær. „Við leggjum engan dóm á form- legu hliðina á málinu,” seg- ir Kristján. — En nú var skýrslan notuð sem rökstuðningur fyrir tillögum á Alþingi af hálfu stjórnarandstöðunn- ar. . . „Það er þeirra mál, það er pólitík og við erum ekk- ert í pólitík. Það vita allir hvað við höfum aukið okk- ar tollgreiðslur til banda- lagsins og mótmælir því enginn að þar þarf að verða breyting á.‘ — En þessi notkun á ykk- ar skýrslu. . . 'Það er svo bara pólitískt mál sem við látum afskipta- laust. Það segir mjög skýrt í lok skýrslunnar til hvers við ætlumst.' — Má tala um pólitíska misnotkun? „Það vil ég ekkert um segja. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það. Séu þeir að taka undir með okkur er það af hinu góða. Ég ætla bara að vona að all- ir sjái að þetta er málefna- lega unnið hjá okkur og enginn pólitískur hanaslag- ur.' — En þegar skýrslan er tekin upp og notuð með þeim hætti sem gert var? „Þá verða menn að ræða það á þeim vettvangi og það látum við afskiptalaust og getum aldrei haft áhrif á það,” sagði Kristján Ragn- arsson við Alþýðublaðið í gær. Jón Sigurdsson ráöherra um uinnubrögd forystumanna Sjálfstœdisflokksins: Ómerkileg upphlaup og loddarabrögð Jón Sigurðsson við- skipta- og iðnaðarráð- herra er harðorður í garð stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega forystu Sjálfstæðisflokksins, sem hann ásakar um flytja eng- ar rökstuddar tillögur um framfaramál heldur stundi ómerkileg upphlaup á AI- þingi og loddarabrögð til að ná athygli fjölmiðla og slá ryki í augu fólks. Van- trauststillögu stjórnar- andstöðunnar, sem Þor- steinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir á Alþingi í fyrri viku, segir Jón vera fálm í myrkri og málflutn- ing stjórnarandstöðunnar í öfugmælastíl. Þessi gagnrýni Jóns Sig- urðssonar kemur fram í grein eftir ráðherra sem birtist í Al- þýðublaðinu í dag. Jón segir að stjórnarandstaðan álíti í al- vöru að hlutverk hennar sé að mótmæla öllu en ekki mæla fyrir neinu. Þetta eigi sérstaklega við forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir að van- trauststillaga stjórnarand- stöðunnar minni á kastvopn- ið „boomerang" — í höndun- um á kunnáttulausum kast- ara: ‘Sjálfstæðismenn hafa flutt tillögu sem hitti engan nema þá sjálfa. Það hefur ver- ið samþykkt traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina en aftur á móti vantraust á Sjálfstæðis- flokkinn og allan hans mála- tilbúnað. Aldrei hefur nokkur íorysta Sjálfstæðisflokksins átt vantraust fremur skilið en sú sem nú situr," segir Jón Sig- urðsson ráðherra í grein sinni. SJÁ BLS. 4 Steingrimur Hermannsson um afvopnun á höfunum: Viðbrögð Bush óskiljanleg Steingnmur Hermanns- son forsætisráðherra sagði í ræðu sinni í gær á fundi leiðtoga og utanrík- isráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, að sér þætti miður hversu dræmt George Bush, for- seti Bandaríkjanna, hefði tekið í hugmyndir Gorbat- sjovs Sovétleiðtoga um af- vopnun í höfunum á Möltu- fundi leiðtoganna um helgina. Fundurinn var haldinn svo Bush, Banda- ríkjaforseti, gæti veitt samstarfsaðilum í Nató upplýsingar um það sem fór á milli hans og Gorbat- sjovs á leiðtogafundinum. í ræðu sinni ítrekaði Stein- grímur afstöðu íslendinga um afvopnun í höfunum og sagði að til lengdar yrði ekki staðið gegn því eftir að árang- ur hefði náðst í afvopnunar- viðræðum á landi, að hefjast handa um takmörkun víg- búnaðar á höfunum. Jafn- framt vakti forsætisráðherra athygli á þeirri hættu sem umhverfinu stafaði af sigling- um kjarnorkuknúinna kaf- báta í Atlantshafi. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkis- ráðherra sagði við Alþýðu- blaðið í gær að greinilegt væri að hugmyndir íslend- inga um afvopnun í höfunum nyti stöðugt meira fylgis inn- an Atlantshafsbandalagsins, t.d. hjá Kanadamönnum. Á fundi leiðtoganna á Möltu sagði Gorbatsjov að kominn væri tími til að menn færu að snúa sér að því að ræða afvopnun í höfunum en svör Bush við þeirri málaleit- an voru afar neikvæð. Jón Baldvin sagði að svör Bush hefðu verið þau sömu og oft áður þegar slíkt ber á góma, að það væri Atlantshafs- bandalaginu nauðsyn að tryggja öryggi siglingarleið- arinnar milli Bandaríkjanna og Evrópu. Því væru Banda- ríkjamenn ekki til umræðu um þetta mál. Jón Baldvin sagði við Al- þýðublaðið að þrátt fyrir að fundurinn á Möltu hafi verið óformlegur og þrátt fyrir þá staðreynd að þar var ekki gengið frá formlegum samn- ingum af neinu tagi hafi mönnum borið saman um að fundurinn hafi verið mikil- vægur. „Bush orðaði það. reyndar svo að fundurinn hafi verið upphaf nýs tíma- bils, þ.e. hann staðfesti með varanlegum hætti þær breyt- ingar sem orðið hafi á sam- skiptum Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Þ.e. breyt- ingunni frá því að byggja samskiptin á hernaðarlegri andstöðu yfir í víðtækt sam- starf.” Eina samkomulagið sem formlega var staðfest á fundi leiðtoganna var reynd- ar að Ijúka skyldi afvopnun- arviðræðum í Genf um mitt næsta ár og svo ákvað Bush einnig að mæla með aukaað- ild Sovétríkjanna að Alþjóða- bankanum og GATT-sam- komulaginu. Jón Baldvin sagði að mönnum hefði orðið tíðrætt um samskipti austurs og vest- urs á fundinum í Brssel og það sem oftast heyrðist væri að kalda stríðinu væri lokið og í því sambandi hefði fund- urinn verið afar mikilvægur. Öllum væri ljóst að hug- myndafræðistyrjöldinni væri lokið, skiptingu Évrópu i tvær andstæðar fylkingar væri að Ijúka, möguleikar á afvopnun væru stórkostlegir og fram- tíðarsýn varðandi Evrópu snúist um frið og stöðugieika. Að sögn Jóns var víða uppi sú skoðun að aðdráttarafl Evr- ópubandalagsins og væntan- legir samningar EB og EFTA væru meginafl þeirra breyt- inga sem eru að verða í álf- unni, og menn horfðu til þess að Mið- og Austur-Evrópu- lönd gætu tengst sameinaðri Evrópu með viðskiptasamn- ingum þegar fram liðu tímar, eftir að þar væri komið á pól- itísk lýðræði. „Stærsta tækifærið sem hér er að skapast og það sem yfirgnæfir allt annað, er þó það að nú er tækifæri til að létta martröð vígbúnaðar- kapphlaupsins af íbúum jarð- arinnar, það má búast við því að 1990 verði hið sögulega ár þáttaskilanna ef mönnum tekst að ná samningum um niðurskurð á helmingi lang- drægra kjarnavopna og risa- vaxinn niðurskurð á hefð- bundum herjum og herafla í Evrópu. í máli Bush og ann- arra kom fram að þetta væri talsverður möguleiki," sagði utanríkisráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.