Alþýðublaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 8
MMIUBUDIB Miövikudagur 13. des. 1989 Frá fjárveitinganefnd: Útgjöld ríkisins hækki um 1,182 milljónir Fyrst og fremst tilkomiö uegna leiöréttinga á fjárlögum Viðbótarútgjöld ríkisins miðað við fjárlagafrum- varpið sem lagt var fram í haust munu verða rúmar 1.182 milljónir króna sam- kvæmt breytingartillög- um fjárveitinganefndar. Af þeirri upphæð eru um 570 milljónir til komnar vegna rangrar verðupp- færslu og vanáætlana rekstrarliða, tæpar 260 milljónir vegna ofmats á sértekjum, 8 milljóna króna hækkun vegna við- halds og yfir 342 milljónir vegna aukinna fram- kvæmda. Sighvatur Björgvinsson, formaöur fjárveitinganefnd- ar, kynnti breytingartillögur nefndarinnar á Alþingi í gær og sagði um hækkun fram- lagstil framkvæmda. „Þessar hækkunartillögur eiga all- flestar uppruna sinn hjá fjár- veitinganefnd og eru fyrst og fremst vegna tillagna nefnd- arinnar um hækkaðan stofn- kostnað vegna hafnarmála, sjúkrahúsa og heilbrigðis- mála og varðandi framhalds- skóla." Þá sagði Sighvatur megin hluta hækkana til- komna vegna leiðréttinga á launaliðum, veröuppfærslum og öðrum rekstrargjöldum sem Fjárlaga- og hagsýslu- nefnd hefur staðfest að séu réttmætar. Pálmi Jónsson gagnrýndi fjárlagafrumvarpið harðlega og sagði að „við nákvæma at- hugun á frumvarpinu hefur komi í Ijós að það er óvenju- leg hrákasmíð." Þá hélt hann því fram að raunverulegur halli á fjárlagadæminu í ár yrði um 7—8 milljarðar en ekki um 3 milljarðar eins og fjármálaráðherra hefur hald- ið fram. í nefndaráliti meirihluta fjárveitinganefndar kemur fram að ekki hefur enn verið tekin afstaða til hvernig haga skuli uppgjöri á skuldum rík- isins við sveitarfélögin en það verði gert fyrir 3. umræðu. Eins hefur fjárveitingarnefnd ekki tekið afstöðu til tillagna menntamálaráðuneytisins um lækkun á rekstrarkostn- aði Þjóðleikhúsins. Þá gagnrýndi Sighvatur Björgvinsson fjárlagagerð undanfarinna ára sem hefur ár eftir ár haft í sér innbyggð- ar skekkjur sem leitt hafa til endurtekins fjárlagahalla. En með þeirri breytingu, sem fjármálaráðherra hefur tekið upp með því að leggja fram í upphafi haustþings bæði rík- isreikning sl. árs og frumvarp til fjáraukalaga líðandi árs, hefði aðstaða fjárveitinga- nefndar og Alþingis til þess að áætla réttar gerbreyst. Jón Baldvin Hannibalsson um ummœli Kristjáns Ragnarssonar: Fleipur um alvarlegt mál „Það er ekkert hégóma- mál ef einn af helstu for- svarsmönnum útgerðar á íslandi fer með slíkt fleip- ur um alvarlega hluti. Is- lendingar höfðu barist fyr- ir því í 19 ár að fá fram við- urkenningu EFTA-ríkj- anna á því að fríverslun myndi taka til sjávaraf- urða og það tókst loksins í Osló í mars síðastiiðnum. Og því var sérstaklega fagnað af forsvarsmönn- um íslensks sjávarútvegs. Þessi grundvallarregla þýðir að hún kemur til framkvæmda næsta ár og felur jafnframt í sér þá skuldbindingu að Norð- menn verða innan ákveð- inna tímamarka að draga úr og endanlega afnema sína ríkisstyrki ■ sjávarút- vegi, sem íslendingum hef- ur verið mikill þyrnir í augum. Ef Kristjáni Ragn- arssyni þykir það mikið hégómamál þá er hann ör- ugglega ekki að tala þar fyrir hönd íslenskra út- vegsmanna. Það er að sjálfsögðu engin ástæða til að óttast að ríki eins og Noregur standi ekki við al- þjóðlegar skuldbinding- ar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Tilefnið voru ummæli Kristjáns Ragnarssonar for- manns LIU í fjölmiðlum að Oslóarsamþykktin sé orðin tóm og hégómi að halda öðru fram, enda myndu Norð- menn áfram styrkja sjávarút- veg sinn. Jón Baldvin benti enn, fremur á að samþykkt Osló- arfundarins þýði að EFTA-ríkin sem heild hafi gengið til liðs við íslendinga með þeim hætti að krafan um fríverslun með fisk í samning- unum við EB er samningsaf- staða allra EFTA-ríkjanna. „Það hefur með öðrum orð- um stórlega styrkt samnings- stöðu okkar í þeim samning- um. Og það er heldur ekkert hégómamál, þvert á móti mjög þýðingarmikið mál." Alþýðublaðið bar og undir Jón frétt í Morgunblaðinu í gær þess efnis að sjálfstæðis- menn væru ráðherra afar reiðir, þar sem þeir hefðu tal- ið sig fyrir vantraustumræð- urnar hafa bréf frá honum um víðtækt umboð Alþingis til EB-EFTA-viöræðnanna og að reynt skyldi að taka upp tvíhliða viðræður við EB-ríki. „Afstaða mín sem utanrík- isráðherra er að sjálfsögðu sú að skapa sem mesta sam- stöðu á Alþingi og meðal þjóðarinnar allrar um þá stefnu sem við mótum í þess- um málum. Að sjálfsögðu freistaði ég þess að ræða við Þorstein Pálsson þegar ég heyrði að talsmenn Sjálfstæð- isflokksins virtust ekki hafa unnið heimavinnu sína að því er þetta mál varðar. En áður en nokkuð reyndi á þetta ruku þeir hins vegar til með vantrauststillögu og byrjuðu málþóf og upphlaup á þingi með tillöguflutningi sem ég taldi vera mjög skaðlegan, um tvíhliða viðræður um tollamál við EB. Þar með virt- ist ekki vera mikill samkomu- lagsgrundvöllur þegar svar sjálfstæðismanna var annars vegar tillaga um formlegar tvihliða viðræður og hins vegar vantraust" sagði Jón Baldvin. Kvennalistinn: Vill 240 millj. framlag til atvinnulífs kvenna Þingmenn Kvennalist- ans hafa lagt fram á Al- þingi breytingartillögur við frumvarp til fjárlaga. Ber þar hæst tillögu um 200 milljóna króna fram- lag til sérstaks átaks til að efla atvinnulíf kvenna. Þá leggja þeir til að tekinn verði upp nýr liður hjá Byggðastofnun, framlag vegna atvinnuuppbygg- ingar kvenna á lands- byggðinni, og til hans fari 40 milljónir. Þá leggja þingmenn Kvennalista til að rúmum 3 milljónum króna verði varið tii hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í þróun- arlöndunum og að framlag til. Kvennaathvarfsins í Reykja- vík verði aukið úr rúmum 8 milljónum í tæpar 11 milljón- ir. Þá vilja þeir margfalda framlag til Samtaka kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi eða úr 2 milljónum í 11 millj- ónir króna. 2 Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag ÍSLAND Hitastig iborgum Evrópu kl. 12 i gær að íslenskum tima. Tölvunefnd er apparat sem hefur það hlutverk að vernda almúgann fyrir kerfisbundinni skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Nefndin fjallar árlega um fjölda beiðna og erinda, sem náðu hámarki 1986 en hafði fækkað um helming 1988. Flestar afgreiðslur eru minniháttar og sjálf- sagðar en í fyrra var aö finna að minnsta kosti eina fróðlega synjun: Lyfjafyrirtækið Stefún Tlwrarensen hf vildi fá út- skrift úr þjóðskrá á nöfn- um og heimilisföngum kvenna á aldrinum 40—60 ára til afnota við útsendingu á upplýsing- um um nauðsyn þess að borða kalk. En að mati Ólafs Ólafssonar land- læknis var um að ræða óheimila lyfjaauglýsingu. ★ íslensk-sænska félagið og Norræna húsiö halda aö vanda Lúsíuhátíð í dag, miðvikudaginn 13. desember, kl. 20.30 í Nor- ræna húsinu. Þar koma fram kór Kársnesskóla sem syngur Lúsíusöngva og jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Þá mun vísnasöngvarinn Hanne Juul syngja og segja frá heilagri Lúsíu. Lúsíuhátíðin er ætluð allri fjölskyldunni, ekki síst yngri kynslóðinni. ★ Birglr Björnsson hin gamalreynda handbolta- kempa úr FH og fyrrum landsliðsmaður í hand- bolta er kominn aftur til æskustöðvanna, Hafnar- fjarðar, eftir alllanga dvöl á Akureyri. Hann hefur verið ráðinn forstöðu- maður Iþróttahúsins í Kaplakrika sem fyrirhug- að er að taka í notkun í febrúar á næsta ári. Það eru FH og Hafnarfjarðar- bær sem standa saman að byggingunni en bærinn mun sjá um rekstur þess næstu árin. Birgir þjálfaði KA í handbolta um árabil og er einnig þekktur í golf- heiminum þó meira hafi borið á konu hans á því sviðinu, Ingu Magnús- dóttur sem hefur verið í fremstu röð golfkvenna um langa hríð. Á árunum fyrir norðan starfaði Birg- ir hjá Slippstöðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.