Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 3
/ MHÐJUDAGUR 2. apríl 1968. TIMINN Verzlunin Hamborg, sem verið hefur til húsa í Vesturveri, hef- ur nú verið flutt í Hafnarstræti 1. Verzlunin er þar í mjög vistlegum og skemmtilegum húsakynnum. Hamborg er auk þess á tveimur öðrum stöðum í Reykjavík, við Klapparstíg, og í Bankastræti. Verzlunarstjóri , Hafnarstræti 1 er Helena Bfyn- jólfsdóttir, og rrieð henni á myndinni er Sigurður Sigurðsson kaupmaður eigandi Hamborgar. (Tímamynd GE) Stórar gjafir til sund- iaugarsjóðs Skálatúns Nýlega veitti stjórn sjóðsins móttöku stórgjöif fná kvenna- deild Sálarrannsóknarifélagsins, peninga að upphiæð kr. 66.080,- — Einnig peninga að uppihæð kr. 10.000,00 frá Erlu Sigurðar dóttir, Skálatúni. Þessum gef- endum þakkar stjórn sjóðsins. af afhug, og góðan stuðning við m'álejfnið. Stúdentar flytja nýtt leik- rit eftir Thor Vilhjálmsson OÓ-Reykjavík, mánudag. Stúdentafélag Háskólans efn ir til síðustu bókmenntakynn- ingar sinnar á þessum vetri, annað kvöld. Verður hún í Átt hagasal Hótel Sögu og hefst kl. 20,30. Þar munu stúdentar lesa saman einþáttung eftir Thor Vilhjálmsson. Nefnist hann „Allt hefur sinn tíma“, og hefur ekki verið fluttur. áð- ur áður eða birzt á prenti.. Baljj vin Halldórsson æfði samlestur Þá mun Thor lesa úr nýrri bó'k eftir sig. Stúdentafélag Há skólans hefur haft vikulegar bókmenntakynningar í vetur og hafa þær verið mjpg vel sóttar. Fundur um umferðar- öryggi PfE-IHvO'lsveHi, mánudag. í gær var fundur að Hvoli með umferðahöryggisnefndum í Rangárvallasýslu að tilhlut- an Slysavarnarfélags íslainds. Fundinn setti Pálmi Eyjólfs- son, Hvolsvelli, en fundar- stjórn annaðist Lárus Gísla- son, hreppstjóri, Miðhúsum. Hainnes Hafstein, erindreki SVFÍ, flutti erindi um um-ferð- armál og væntanlega breyt- ingu og sýndi í lokin umferð- arkvikmyndir. Hann hefur áð- ur ferðazt víða um héraðið. Þá flutti Kári Jónasson, blaðafulltrúi H-nefndar, skýr- ingar á atriðum, sem varða umferðarbreytinguna og svar- aði fyrirspurnum. Margir tóku til miáls á fundinum, m.a. Björn Björnsson, alþimgismað- ur og Hafsteinn Þorvaldsson, sem tekið hefur að sér að ann- ast umferðarfræðslu í skólum í héraðinu. Er almennur áhugi í héraðinu meðal ökumainna um að breytingin fari sem bezt ifram. Ö'ryggisumferðarnefndir eru starfandi í öllum hrepp- um sýslunnar. Yfiröryggis- nefnd í Rangárvallasýslu skipa Sveinn ísleifsson, yfirlögreglu- þjónn Hvolsvelli, Eysteinn Ein arsson, verkstjóri Brú og Jón Þorgeirsson, oddviti á Hellu. Fjórir aðalfundir í m'arzmánuði hafa 4 klúlbb- anna Öruggur Akstur hér sumn anlands haldið aðalfundi sína á þessum stöðum: Akranesi 1.3. — Hafnarfirði 8.3. — Borgarnesi 13.3. og í Kópa- vogi 28. marz. Á öll- um þessum stöðum hefir Bald- vin Þ. Kristjánsson og umiboðs mennirnir á viðkomandi stöð- um afhent á vegum Samvinnu- trygginga samt'als 100 bifreiða- eigendum viðurkenningar- merki fyrir 5 ára öruggan akstur, og 47 bifreiðaeigend- um verðlaun fyrir 10 ára ör- uggan akstur. Þá hefir Pétur Sveiinbjarnr, arson, forstöðumaður Fræðslu- og upplýsingaskrifstofu Um- ferðarnefndar Reykjavíkur, flutt erindi um H-umferð á fundunum, nema í H'afnarfirði, þar sem Hlörður Valdimarsson lögregluflokksstjóri í Reykja- ví'k ræddi imálið. Fulltrúar á fyrsta fulltrúa- fundi klúibbainna Öruggur Akst ur hafa flutt skýrslu um þann 'fund. Formennirnir og stjórnirn- ar hafa yfirleitt í heild verið endurkjörin. ★ Skólalið Melaskólans, sem sigraði í spurningakeppninni, ásamt Steinari Þorfinnssyni, yfirkennara. MELASKÓLINN SIGRAÐI í UMFERDARKEPPNINNI Myndin er af Karlakórnum Heimi. Reykjavík, mánudag. f dag fór fram verðlaunaaf- hending í spurningakeppni skóla bama um umferðarmál. í keppn- imni tóku þátt um 1600 böm úr öllum 12 ára bekkjardeildum barnaskólanna í Reykjavík og lauk henni með sigri Melaskól- ans. Þetta er í þriðja skiptið> sem keppnin fer fram, en í fyrra sigr- aði Laugalækjarskólinn. Keppnin var þrískipt og fór fyrsti hluti hennar fram 2. des- ember, en þá voru lagðar 16 spurningar um umferðarmál fyr- ir öll börn í 1(2 ára bekkjardeild- um, sem þau svöruðu skriflega. Til miðhluta keppninnar mættu skólalið frá hverjum skóla, skip- að þeim 7 nemendum, sem bezt höfðu staðið sig. Lauk þeirri keppni með sigri Æfimga- og til- raunaskóla Kehn'araskóla íslands og Melaskólans, ’sem síðan kepptu til úrslita. Var þeirri keppni út- varpað í barnatíma Ríkisútvarps- iris 117. marz, og lauk henni með sigrí Meláskólans. Verðlaunaveiting fór fram á sal Mélaskólans, að viðstöddum skóla stjóra, kennurum og nemendum skólans. Egill Gestsson, deildar- stjóri, afhehti fyrirliða skólaliðs- ins fagran farandibikar, sem sam- starfsnefnd bifreiðatiyggingafélag- anna hefur gefið, ásamt öðrum minni bikar til eignar. Óskar Óla- son, yfirlögregluþjónin, flutti við þetta tækifæri ávarp og aíhenti skólanum viðurkenningarskjal fyr ir góða frammistöðu frá Lögreglu stjóranum í Reykjavík. Auk Ósk- ars og Egils voru viðstaddir verð- launaaflhendinguna: Ásmumdur Matthíasson, " lögregluvarðstjóri, sem var stjórnandi 'keppninnar, og Pétur Sveimbjarnarsoin, full- trúi Umferðanefndar. Ingi Kristinsson skólastjóri flutti að lokum ávarp, þakkaði gestum komuna og kvaðst vona, að keppni þessi yrði nemendum til hvabningar um að læra um- ferðarreglurnar, auk þess sem hún væri einn þáttur í þeirri við- leitni Umferðarnefndar og lög- reglunnar, að auka umferðar- fræðslu í skólum Reykjavíkur- borgar. KARLAKÓRINN HEIMIR í SKAGAFIRÐI 40 ÁRA um samkomuihúisum, milli Húsa víkur og Ásbyrgis í Miðfirði. 126 menn hafa starfað í Heimi, og milli 10—20 einsöngvarar kómið fram. Einn þeirra, Pét- ur Sigfússon, hefur sungið ein- söng með kórmum í 27 ár. Kór inn hefur frumflutt mörg söng- lög eftir söngstjórann, Jón Björnssom, sem síðar hafa orðið vinsæl, en hann hefur sem kiunnugt er sarnið fjölda laga, bæði fyrir kór og einsöng. í tilefni þessa afniælis efndi kórinn til veglegs afmælishófs í Félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 9. marz s.l. For- maður „Heimis“, Haukur Haf- stað, setti hófið með ávarpi Fiamhaio a ois 22. GÓ-Sauðárkróki. Á þessum vetri átti karlakór- inn Heimir 40 ára afmæli. — Stofndagur kórsins er talinn 28. desember 1927 og voru stofn- endur 10. Fyrsti söngistjóri, Gísli Magnússon, Eyhildarholti, stjórnaði kórnum í eitt og hálft ár, þá stjórnaði Pétur Sigurðs- son í einn vetrarpart. En um haustið 1929 tók við söngstjórninni hjá „Heimi“ Jón Björnsson, þá bóndi í Brekku, nú bóndi á Hafsteins- stöðum og hefur hann verið söngstjóri kórsins alla stund síðan, og gegnt því starfi af frábærum dugnaði og fórnfýsi, og má víssulega segja að allan þennan langa tíma, hafi hann verið lífið og sálin í starfi „Heimis“. Fyrstu sjálfstæðu söngskemmt unina hélt Heimir á Stóru-Ökr- uim í janúar 1929, en alls hefur kórinn nú haldið 165 opinberar söngskemmtanir, fyrir utan ýmsan tækifærissöng. Munu þessir dugmiklu söngfélagar hafa látið söng sinn óma í flest I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.