Tíminn - 21.04.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.04.1968, Blaðsíða 1
 Gerizt áskrifendur að Tfmammi. Hringið í síma 12323 24 síður Atigtysing í Tknanom kenmr daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 79. tbl. — Sunnudagur 21. aprj'l 1968 — 52. árg. Integer vitae, er sungið GÞE-Reykjavík, laugardag. Eftir öllum sólarmerkjum aS dæma er vorið komið, og innan tíðar verður kúm og kálfum hleypt út úr fjósi til Concorde-miðunarstöð er staðsett á Stokkseyri HaldiS á nýjum traktorum frá Globus út í upplestrarfrilS (Tímamynd: GE). að hoppa um úti í góða veðr inu. En fleiri eru „leystir af básum“ en dýrin, þvi, að í dag skall hin gamla hurð að Menntaskólanum í Reykjavík aftur að baki stúdentsefna í síðasta sinn fyrir próf og hlupu þeir út í vorið með bægslagangi miklum, og kunnu sér ekki læti. Þessi árlegi atburður i menntaskólanum nefnist dimmission, það er latí.ia, og er í beinni þýðingu brott sending. Það er skólinn, sem sendir nemendurna brott og er það framkvæmt eftir ýmsum kúnstarinnar innar reglum. Framhald á bls. 11. EJ-Reykjavík, laugardag. Concorde-brotan hefur nú hafið tilraunaflug í smáum stíl, en nú í sumar verður hún reynd af fullum krafti. Settar hafa verið fimm sér stakar miðunarstöðvar til þess að þjóna þessari nýju flugvél, sem er fyrsta farþegaþotan, sem smíðuð hefur verið, er fer hraðar en hljóð ið. Ein þessara miðunarstöðva er staðsett á íslandi, rétt við Stokks eyri, en hún var sett upp síðast liðið sumar. Eins og kunnugt er verður Concorde-brotan, eins og flugvélar er fara hraðar en hlijóðið eru kall aðar af sumum, hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum, og ef hún reyn:st vel i tilraunafluginu í sumar má búast við þvi að smíði þeirra fyrir flugfélög hefjist strax á næsta ári. Concorde-fyrirtækin hafa látið reisa sérstakar miðunarstöðvar til að. þjóna þessari flugvél — og síð NOKKUR SALTSKIP A LEIDINNI EN FULLNÆGJA EKKI ÞÖRFINNI ALÞINGI SLITID TK-Reykjavík, laugardag. Þing lausnir lausnir fóru fram á Al- þingi í dag. Fundur í neðri deild stóð til kl. rúmlega hálf fjögur í nótt og var þá meðal annars lokið þar afgreiðslu frumvarps um hækkun útflutn- ingsskatts og frumvarps um að heimili, varnarþing og aðal skrifstofa Síldarútvegsnefndar skuli vera á Siglufirði. Urðu um þessi mál tal.sverðar um- ræður. Hins vegar var ekki tekið til umræðu í deiildinni um þingsályktunartillagan Vietnam, þótt efri deild Liefði afgreitt málið samhljóða, en Framhald á bls. 23. OÓ-Reykjavík, laugardag. Mikil vandræði eru að skapast á mörgum verstöðvum víða um landið vegna saltleysis. Undan- farnar tvær vikur hefur afli verið mjög að glæðast, sérstaklega við suðurströndina, og er landburður af fiski í Vestmannaeyjum, Þor- lákshöfn og Grindavík. Þá er að iifna vel yfir veiðum á Vestfjarða miðum og fyrir Austurlandi. En saltleysi háir mjög vinnslu aflans. Frystihúsin hafa ekki við að taka á móti öllum þeim fisk sem berst að og eru frystigeymslur margra þeirra að fyllast. Ma.rkaður fyrir skreið er lítill sem enginn og eru miklar birgðir óseldar, svo að það gefur auga leið, að ekki dugir að hengja upp þann fisk, sem frystihúsin geta ekki tekið við, þó er saltleysið orðið svo tilfinnanlegt á nokkrum verstöðum að farið er að hengja upp fiskinn. þótt lítil von sé til að hann seljist í bráð. Saltleysið stafar fyrst og fremst af því að margar saltfiskverkunar stöðvar hafa Títið geymslurými fyrir miklar birgðir og áttu því lítið i vertíðarbyrjun. Og eins virðast menn ekki hafa átt von á slíku góðæri til sjávarins eins og raun ber vitni síðustu vikurn ar og því ekki kært sig um að liggja með miklar saltbirgðir. Úr þesu vandræðaástandi rætt- ist f.vrir Vestmannaeyjingum er saltskip kom þangað fyrir tveim dögum og var það á elleftu stundu því þar var orðið saltlaust. Von er á saltskipi til Keflavíkur um miðja næstu viku og losar það einnig á fleiri Faxaflóahöfnum. En í skipinu eru 1000 lestir af salti, og verður það skammgóður verm ir á meðan aflaihrotan helzt er saltþörfin gifurleg. Annað salt skip er á leiðinni frá Þýzkalandi og á sunnudag kemur lítið skip með saltfarm til Hornafjarðar frá Færeyjum og fer síðan aðra ferð eftir salti. Saltþörfin á Austfjarða höfnum er mikil, því frystigeymsl ur flestra frystilhúsa þar eru að fyllast og afli Austf jarðaibáta er góður og fer vaxandi. Ekki eru Framhald á bls. 23. Concorde-stöSln ar öðrum slíkum flugvélum, ef þær verða teknar í notkun — og voru þær reistar á sáðasta ári. Sæmundur Óskarsson, yfirverk fræðingur hjá Landssímanum, tjáði blaðinu í dag, að tvær þessara stöðva væru á Bretlands eyjum, tvær á Nýfundnalandi og svo ein á fslandi. Sú stöð er rétt utan við Stokks eyri, skammt frá Hraunsá. Var þessi stöð sett upp í fyrrasumar, en hefur verið í notkun 9Íðan í fyrrahaust. Stöðin var reist á vegum Oon- Framhald á bls. 23. Norðurpóllinn séður úr sjö þús. Komust á Norðurpólinn NTB-Wasliington, laugardag. f gæimorgun stigu bandarísk ir og kanadískir ævintýramenn fæti á Norðurpólinn, en þang að hafa þeir brotizt „landleið- ina“. Leiðangursmenn eru sex talsins, og foringi þeirra er Ralph Plaisted, fertugur tryggingafræðingur. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1909, að leiðangur þessara þjóða nær þessu fræga og eftirsótta tak- marki. Það var sem kunnugt er Robert Peary aðmíráll og menn hans sem fyrstir komust ,„land leiðina“ til Norðurpólsins. Leiðangur Plaisteds reyndi upphaflega að vinna afrekið í fyrra, en varð að snúa heim vegna íshröngls og ófullkomins Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.