Alþýðublaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 13. júlí 1990 Skuldafortíð gleymdist i ákafanum ,,Eru þetta góðir bissnessmenn?" spyr fólk sig i framhaldi af ölium þeim fréttum, sem berast stöðugt af málefnum Stöðvar 2. Það er ekki að undra að svo sé spurt. í Ijós kemur að hópnum sem ætlaði að bjarga f y rir- tækinu i byrjun ársins, hefur missést um ýmsa hluti, — stóra hluti. Sannarlega vekur það furðu fólks hvernig á hlutunum hefur verið haldið. EFTIR GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR fólk Nýr formaður Hjartaverndar Magnús Karl Péturs- son, 55 ára hjartalæknir, tók við störfum sem for- maður Hjartaverndar í mars. Sigurdur Samúels- son, prófessor gaf ekki kost á sér, en hann var formaður þessara ágætu samtaka um 25 ára skeið, allt frá stofnun Hjarta- verndar. Á fyrsta fundi framkvæmdastjórnar gerði nýi formaðurinn það að tillögu sinni að dr. Sigurður yrði gerður heiðursforseti Hjarta- verndar og var það sam- þykkt einróma. Magnús Karl er kvæntur Ingi- björgu Pétursdóttur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau fimm börn. Rótarar sæmdir orðum i Súlnasal Starfsstétt rótara þótti löngum sitja í skugga hljómsveita sinna, lítt þekktir og sumir sögðu lítils virtir. Á sunnudag- inn verður breyting til bóta á Hótel Sögu. Þá mun fara fram Rótara- dagurinn 1990, og verður dagskrá helguð þessum „máttarstólpum íslenskr- ar tónlistar i poppheimi". Margt fróðlegt og skemmtilegt er á dag- skrá, — t.d. keppni í að blanda drykk á 70 kíló- metra hraða, og því að leggja til og veita nábjarg- ir lífvana poppurum. Stuömenn munu leika við söng rótara. — Og svo verða gamlir og góðir rót- arar sæmdir orðum! Kynnir verður Helgi Steingrímsson. Hætti i hjúkrun og lærði myndlist Nína Gautadóttir, 44 ára myndlistarkona opnar málverkasýningu á Kjar- valsstöðum á laugardag- inn. Nína er menntuð sem hjúkrunarfræðingur, og útskrifaðist 1969. Arið síðar hélt hún til Parísar og hóf nám við Listahá- skóla Parísarborgar. Það- an lauk hún prófi 1976. Nína dvaldi í nokkur ár í Níger og í Kamerún, því heimsfræga knattspyrnu- landi. í dag býr hún og starfar í París. Alvarleg krísa er nú kom- inn upp milli Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans og Stöðvar 2 vegna þeirra upp- lýsinga sem lágu fyrir um fjárhagstöðu Stöðvar 2 er nú- verandi meirihluti tók við stjórn fyrirtækisins. Um ár- mótin var sagt að eignarstaða íslenska sjónvarpsfélagsins og íslenska myndversins hafi verið neikvæð um 500 millj- ónir. Hins vegar hefur komið fram í framlögðum endur- skoðuðum ársreikningum ársins 1989 að eignarstaðan var neikvæð um 671 sem þýðir að staðan er lakari um 171 milljón króna en viðsemj- endur Stöðvar 2 manna gáfu í skyn. Einnig var gefið í skyn að rekstur fyrirtækisins væri á núlli en tapið reyndist hins vegar 155 milljónir króna. Ljóst er einnig að þrír hlut- hafar, þeir Jón Ottar Ragnars- son, Hans Kristján Árnasson og Ólafur H. Jónsson, skulda samtals 24 milljónir í þremur skuldabréfum. Þessi bréf eru til 15 ára. Bréf þessi eru nær einskins virði þar sem þau er bæði óveðtryggð og óverð- tryggð og bera 5% ársávöxt- un. Fyrsta afborgunin af lán- inu er 1994. Þá hefur verið lagt fram að af hálfu endurskoðenda ís- lenska myndversins að kostn- aðarverð fasteignar sem Is- lenska myndverið festi kaup á á árinu var langt umfram markaðsverð. Stöð 2 hefur krafið Eignarhaldsfélagið um skýringar á þessu misræmi. Ennfremur liggur Ijóst fyrir að slitnað hefur endalega upp úr samstarfi Stöðvar 2 og Sýnar. Myndverið gleymdist Helgi V. Jónsson endur- skoðandi var spurður um það hvernig á því gæti staðið að Myndverið hefði ekki verið með í myndinni þegar reikn- ingarnir um áramót voru lagðir fram? „Ég held að hér gæti mis- skilnings. Þegar þessar um- ræður fóru fram milli fulltrúa Eignarhaldsfélagins og þess- ara nýju hluthafa í janúarbyrj- un þá lá ekkert fyrir um af- komu íslenska myndversins." Helgi sagðist sjálfur ekki hafa tekið þátt í þeim viðræð- um því viti hann ekki ná- kvæmlega hvað þeim fór á milli: „Ég held að það hafi al- veg gleymst í þeim viðræðum að leita eftir upplýsingum um stöðu íslenska myndversins. Það kemur síðan í ljós fljót- lega upp úr áramótunum að það er verulegur halli á því fyrirtæki." Hvernig getur slík gleymska átt sér stað í svona stórviðskiptum? „Ég held að menn hafi ekki verið mikið að skoða fortíð- ina i þessum viðræðum. En þegar komið var fram í janú- armánuð lá fyrir hverjar tekj- ur stöðvarinnar yrðu sem, ef ég man rétt, voru hátt í 100 milljónir á mánuði. Menn hafa fyrst og fremst verið að horfa til framtíðarinnar og á þá möguleika sem þessar tekjur gefa mönnum." Slór f járhæð Var tímakreppu um að kenna? „Það lágu ekki fyrir endan- legir tölur úr ársreikningnum á þessum tíma. Ég held að það hafi verið til óendurskoð- að uppgjör frá því í septemb- er sem sýndi 40 milljón króna halla á sjónvarpsstöðinni. Ég man ekki eftir því að Mynd- verið hafa nokkurn tíma ver- ið til skoðunnar. Á árinu 1989 voru gerðar áætlanir fyrir Myndverið og þeir áttu að framleiða myndir fyrir ákveðna fjárhæð á mánuði. Síðan kemur í ljós löngu seinna að þær tekjur sem áttu að vera til viðbótar voru mun minni en ráð var fyrir gert. Þess vegna kemur þessi halli. Þegar peningana vantar er þetta stór fjárhæð og í hlut- falli við heildina er það líka stórt því þetta eru 10%. Það var ekki vitað um stöð- una en menn voru að gera sér vonir um það að þetta yrði eitthvað nálægt núllinu. Menn voru bjartsýnir í upp- hafi. Þessar viðræður tóku ailar langan tíma. Á þessum tíma var engin breyting á rekstri fyrirtækisins. Það var gert ráð fyrir nýju hlutafé sem átti að koma mun fyrr inn og vegna þess að það kom ekki inn urðu vanskilin meiri og vaxtagjöldin miklu þyngri þar sem erlendir aðil- ar fóru að vaxtareikna kröfur sem þeir höfðu ekki vaxta- reiknað áður.“ Helgi sagði að neikvæð eig- infjárstaða fyrirtækisins myndist ekki bara við þetta tap þetta sé uppsafnað sem myndast einnig við það að verið er að færa til gjalda ým- iskonar stofnkostnað við rekstur stöðvarinnar sem var ætlast til að næðist síðar. Er fyrirtækið nánast gjald- þrota? „Nei, þetta eru verulegar tekjur sem stöðin hefur haft á hverjum mánuði en til þess að fá hagnað þarf kostnaður- inn að vera lægri. Þetta er spurning um stýringu á kostnaði. Það hefur reynst erfitt að ná tökum á kostnað- inum. Eins og málið lítur út hafa þeir lagt mikið upp úr innlendri dagskrárgerð sem er dýr. Það er mikill kostnað- ur við fyrirtækið eins og það er rekið. Það er hægt að draga úr gæðum og spara á ýmsum stöðum og mynda hagnað." Bestu upplýsingar sins tima________________ Höskuldur Ólafsson, fyrr- um bankastjóri Verslunar- bankans og formaður Eignar- haldsfélags Verslunarbank- ans, sagði í samtali við Al- þýðublaðið að þeir væru ekki búnir að fá erindið frá eigend- um Stöðvar 2 í hendurnar þannig að hann vissi ekki ná- kvæmlega hvaða skýringar þeir frá Verslunarbankanum ættu að gefa þeim: „Kjarni málsins er sá að upplýsingar um þessa stöðu fyrirtækisins lágu fyrir í rnars." Fóru þið á bak við Stöðvar- menn? „Nei, við höfðum ekki betri upplýsingar en við gáfum um áramótin. Það eru hreinar línur í því. Þær voru byggðar á þeim bestu upplýsingum sem við gátum fengið frá þeim mönnum sem við treystum. Þær voru bæði frá fyrirtækinu sjálfu og frá þeim mönnum sem unnu fyrir þá. Svo kemur í Ijós að niðurstað- an er önnur en gert var ráð fyrir og þá settust menn nið- ur og ræddu hvernig væri hægt að standa að þessu. Það voru þrjú atriði sem menn vildu taka á. Það var að sjón- varpsstjórn fyrirtækisins færi í það að hækka hlutafé til þess að rétta af þennan aukna halla. f annan stað vor- um við tilbúnir til að skrifa upp á ábyrgð að upphæð 90 milljónir króna gagnvart bankaláni og það var gert. í þriðja lagi urðu menn sam- mála um það að frekari eftir- máli yrði ekki að málinu. Það er einmitt þess vegna sem mér kemur í opna skjöldu þessi málatilbúnaður núna,“ sagði Höskuldur Ólafsson. Byggdu á nútidinni En varðandi skuldabréf þremenninganna, vissuð þið eitthvað um það mál? „Það bréf kom ekki í Ijós fyrr en síðar þegar menn voru að fara yfir eignarstöðu fyrirtækisins. Við höfðum það ekki inni á okkar borði.“ Vissuð þið eitthvað um þann mismun sem kom fram hjá íslenska myndverinu? „Það sem gerðist var það að Myndverið var sér-fyrir- tæki og það var með sérstaka endurskoðendur og sérstakt uppgjör sem Endurskoðun var ekki aðili að. Það voru lagðar þarna fram ákveðnar grundvallarupplýsingar og aðallega var verið að byggja á reksturshæfi fyrirtækisins sem er töluvert mikið. Þeir voru að byggja á nútíðinni og hvað þyrfti að gera til að ná valdi á þessu. Staða Mynd- versins kom okkur í opna skjöldu því þetta kom hvergi fram á þeim tíma sem var verið að ræða þetta um ára- mótin. Það átti að vera í höndum fyrri stjórnenda að hafa þessar upplýsingar." Hver verður krafinn ábyrgðar í svona máli? „Ég veit það ekki, það er hlutur sem ég vill ekki tjá mig um. Hins vegar hefur þessi fjárhagstaða sem við erum krafin skýringa á nú komið fram fyrir nokkuð löngu sið- an." Var það nákvæmlega sama staðan? „Ég held að það sé ekki mikill munur á. Við bíðum átekta í þessu máli.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.