Alþýðublaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. mars 1984 43. tbl. 65. árg. Atkvœðagreiðslu frestað hjá Verslunarmannafélagi Árnessýslu: Vilja ýmsar lagfæringar A fjölmennum aöalfundi Versl- unarmannafélags Árnessýslu var í gær samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu nýgerðs kjarasamnings Alþýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins. Var og samþykkt að óska eftir viðræðum við vinnuveitendur, en félagið vill láta reyna á það hvort þeir séu reiðubúnir að samþykkja lagfæringar á ýmsum atriðum sem félagsmenn koma afleitlega út sam- anborið við önnur verslunar- mannafélög, sérstaklega á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Eru félags- menn V.Á. almennt í lægri flokkum og yfirborganir óþekktar. Eramhald á bls. 3 Sighvatur Björgvinsson í umræðum á Alþingi Vara við að frumvarpið um Afla- tryggingasjóð nái fram að ganga Mun sjávarútvegsráðherra faliast á að taka bráðlega til endurskoðun- ar og endurákvörðunar það kerfi og þau aflamörk sem að öllu óbreyttu munu hafa þau áhrif á kjör íslensku sjómannastéttarinnar, að þeir verði annað hvort atvinnulausir á miðju ári eða bónbjargamenn nema hvort tveggja verður. Hvernig eiga menn, sem hugsan- lega tapa á milli 35 og 42% af tekj- um sínum á einu einasta ári að geta staðið í skilum með greiðslur opin- berra gjalda? hefur ríkisstjórnin eitthvað hugað að því máli, eða mun.sjávarútvegsráöherra beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar, að ef svo fer sem horfir, að þessi atvinnustétt verður fyrir jafn gríð- arlegri tekjuskerðingu og um ræðir, þá muni ríkisstjórnin grípa til sér- stakra aðgerða til þess að fresta eða fella niður greiðslur opinberra gjalda til ríkissjóðs af launum, sem eru í engu samræmi við þau launa- kjör sem þessir menn búa við? Þessar spurningar lagði Sighvat- ur Björgvinsson fyrir Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra i gær þegar til umræðu var á Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar um út- flutningsgjald af sjávarafurðum. Benti Sighvatur á athuganir Sjó- mannasambandsins í þessum efn- um, þar sem franr kemur að afla- hlutur sjómanns á dæmigerðum bát hafi skerst um 44% á 1-2 árum og aflahlutur sjómanns á dæmi- gerðum togara um 35-40%. Þá vitn- aði hann í viðtal Alþýðublaðsins um þessi mál. „Ég vara hæstvirtan ráðherra nrjög eindregið við því, að frum- varp til laga . . um Aflatrygginga- sjóð sjávarútvegsins nái fram að ganga," sagði Sighvatur. Sagði Sighvatur síðar í umræð- unum að ástæðulaust væri að bíða fram í apríl að nýta ákvæði sem sett hafa verið í skattalög. Menn ættu að gera sér grein fyrir því að hluti af Sighvatur Björgvinsson lausninni sem nú á að veita útgerð- armönnunum er einmitt fólginn i tilfærslum frá launþegunum í þess- um atvinnuvegi, frá sjómönnunum til útvegsmannanna. Og hluti af lausninni væri ókominn enn, þ.e. skuldbreytingin. „Og þá rís auðvitað sú spurning, hvers vegna að láta ekki það sama ganga yfir alla? Hver er réttur sjó- manna þar? Menn sem þurfa að búa við 44% launahrap milli ára, hvernig skyldi staða þeirra vera til að greiða þau gjöld, til að borga afborganir og vexti af skuldbind- ingum öðrum, sem þeir hafa á sig Framhald á bls. 3 Sjómenn senda ríkisstjórninni mótmæli „Mér er kunnugt um það, að nú á „Ég vara hæstvirtan ráðherra þessari stundu eru sjómenn út á mjög eindregið við því að ef hann fiskimiðunum að búa sig undir það, skellir skollaeyrum við þessunt að senda hæstvirtum ráðherra og mótmælum sem á leiðinni eru frá ríkisstjórninni allri sameiginleg íslenska fiskiskipaflotanum, þá er mótmæli í skeytum frá öllum ís- ekki víst að mörg íslensk fiskiskip lenskum fiskiskipuin sem veiðar láti úr höfn, þau sem að í höfn stunda," sagði Sighvatur Björgvins- koma á næstu dögum“ sagði Sig- son á alþingi í gær þegar hann hvatur. ræddi sjávarútvegsmál 1312 fengu greidda fasta yfirvinnu og 3611 fyrir starfsmannabíla: Þrefallt hærri greiðslur til karlmanna Af alls 1312 starfsmönnum hins opinbera sem greiðslur hlutu árið 1982 fyrir fasta yfirvinnu voru 1113 karlar (85%), en aðeins 199 konur (15°7o). í heild námu þessar greiðslur um 32.5 milljónir króna, en að meðaltali fengu karlarnir um 26.8 þúsund krónur hver, en konurnar um 13.3 þúsund. Því hlutu nær sex sinnum fleiri karlar greiðslur fyrir fasta yfirvinnu og að jafnaði tvöfalt hærri upphæð en konurnar. Greiðslu fyrir afnot á bílum starfs- manna hlutu alls 3611 starfsmenn, þar af 3116 karlar (86%), en aðeins 495 konur (14%). Greiðslur þessar námu alls á árinu um 50.8 milljón- um króna, en að jafnaði fékk hver karlmaður um 15.4 þúsund krónur, en hver kona um 5.6 þúsund krón- ur. Því hlutu rúmlega sex sinnum fleiri karlar greiðslu fyrir bifreið sína og auk þess hátt í þrefalt hærri upphæð að meðaltali. Þetta kemur fram í svari Alberts Guðmundssonar til Jóhönnu Sig- urðardóttur, alþingismanns vegna fyrirspurnar hennar um þessi atriði og fleiri. Svörin eru sundurgreind eftir ráðuneytum og stofnunum og kemur í ljós að bæði greiðslur fyrir fasta yfirvinnu og starfsmannabíla eru mismunandi þeirra á milli. Þau ráðuneyti sem einkum skera sig úr varðandi fasta yfirvinnu eru menntamálaráðuneytið (þá einkum vegna menntastofnana), landbún- aðarráðuneytið (einkum Áburðar- verksmiðjan), fjármálaráðuneytið (þar mest Lyfjaverslunin), sam- gönguráðuneytið (þar mest Flug- málastjórn og Póstur og sími) og iðnaðarráðuneytið (nær alit Sem- entsverksmiðjan). Varðandi starfsmannabila var stærstur hluti greiðslnanna vegna eftirfarandi stofnana: Vegagerð rik- isins með um 7.4 milljónir á 646 bíla, Póstur og sími með um 5.2 Sex sinnum fleiri karlar en konur með slíkar greiðslur milljónir (352 bílar), rekstrardeild Landspítalans með um 2.9 milljónir (170;, prestaköll og prófastsdæmi með um 2.3 milljónir (114), Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða með um 2.3 milljónir (61), Rafmagnsveitur ríkisins með 1.9 milljónir (117) bíl- Jóhanna Sigurðardóttir:_ Ótvíræð mismunun V „Þær upplýsingar sem þarna liennar, sein frá er sagt hér á síð- koma fram í svörum ráöherra sýna unni. ótvirætt þá tniklu mismunun sem „Þessar upplýsingar kalla svo ríkir meðal opinberra starfsmanna sannarlega á nánari skýringar, ég varðandi fasta yfirvinnu og starfs- tel að<ráðherra þurfi aö segja sitt mannabíla eftir því hvort um karl- álit á þessu á Alþingi. Fyrir30árum menn eða konur-;r að ræða,“ sagði voru sett lög um réttindi og skyldur Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- þar sem kveðið er á um að kariar óg inaður þegar hún var innt álits á konur skuli hafa jafnan rétt og svörum Álberts Guðmundssonar sömu laun fyrir sömu störf hjá hinu fjármálaráöherra við fyrirspurn Framhald á bl$. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.