Alþýðublaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 1. ágúst 1985 'RITSTJORNARGREINj' Blýantsbændur í vanda Þá eru sendimenn Islenskra sauðfjárbænda komnir til landsins úr Bandarlkjaför sinni. Þeir tvlmenningarnir, dr. Sigurgeir Þorgeirsson bú- fjárfræðingur og Gunnar Páll Ingólfsson for- stjóri hafa verið vestan hafs til þess að kanna möguleika á sölu Islensks dilkakjöts á Banda- rfkjamarkaði. Það hefur komið fram hjá þeim félögum, að þeir hafi fengið góðar undirtektir tveggja matvöruverslanakeðja í Néw York á þeim grundvelli að íslenska kjötið yrði kynnt og selt sem sérstök gæðavara. Sendiför þessara tveggja manna styður það, sem hér hefur verið haidið fram, að þeir sem einokað hafa sölu á framleiðslu sauöfjár- bænda hafa brugðist. Ef sölusamtökin hefðu haft einhvern áhuga á því að afla markaða vest- anhafs, hefði sendiförin nú verið ástæðulaus. Markaðurinn hefurverið fyrir hendi árum sam- an en aldrei verið nýttur. Astæöan er auðvitaö það vitlausa kerfi, að gróðavænlegra sé fyrir seljendurna að geyma framleiðsluna heidur en að selja hana. Rlkissjóður sá jú alltaf um aö greiða geymslukostnaðinn. Auðvitaö tekur það nokkur ár að vinna uþþ viðunandi markað fyrir fslenska dilkakjötið vestanhafs, þau ár sem þegar eru glötuð vegna gróðasjónarmiðs Sam- bandsins. Það hefur kostað sauðfjárbændur og þjóðina alla ómældar fjárfúlgur. Það sár- grætilegasta er þó, að blýantsbændurnir I Bændahöllinni, þeir sem alvörubændurnir hafa falið forystu í slnum málum, hafa varið Sambandið með kjafti og klóm. Þau kauþfélög, sem sláturieyfi hafa, eru þessa dagana að mynda samtök um það, að afurðadeild SÍS fái áfram einkarétt á sölu dilkakjötsins. Það er því I hæsta máta undarlegt, að bændur skuli ófá- anlegir til þess að hlíta forsjá annarra en þeirra sem hafa reynst þeim verst á undanförnum ár- um. m I framhaldi af þessu kjötsölumáli er ekki úr vegi að minnast á ummæli Gunnars Guðbjarts- sonar, formanns Framleiðsiuráðs landbúnað- arins, I blöðum nú ádögunum. Þarheldurhann þvl fram að stórkostlegt kjötsmygl eigi sér stað út af Keflavlkurflugvelli. Liðsmenn á vellinum geti flutt út af hersvæðinu kjöt að vild og það sé slðan selt I verslanirog I hótel á Reykjavlkur- svæðinu. Gunnar Guðbjartsson hefur það eftir lögreglustjóranum á Keflavlkurflugvelli, að hann geti ekki haft það eftirlit sem þarf til þess að stöðva þennan ólögmæta kjötútflutning af vellinum. Gunnar segir ennfremur orðrétt I við- tali við NT: „Það er talið og reyndar fullyrt af kunnugum mönnum, að nautakjöt sé flutt I stórum stll út af vellinum og selt með miklum hagnaði og þetta býður auðvitað heim óskaþ- legu svindli og lögbrotum.“ Framleiðsluráð landbúnaðarins óskaði slðast eftir rannsókn á þessu kjötsmygli fyrir tæpum tveimur árum. Gunnar Guðbjartsson segir að ekkert hafi út úr þvl komið og áhugi greinilega lltill á því að skoða málið. Jón Þórarinsson, þáverandi lögmaðurbæmda- samtakanna, ritaði landbúnaðarráðherra bréf I mars 1984 og tiundaði hvern þátt GunnarGuð- bjartsson, formaður Framleiðsluráðs, og Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, áttu I því að eyöileggja sjálfir það kærumál. Forystumenn bændasamtakanna virtust vilja gera sem minnst úr því máli vegna meints brots Hótels Sögu. Auövitað hefði það orðið mjög vont mál fyrir blýantsbændurna I Bændahöllinni, að þeirra eigið hótel hefði verslað með smyglað kjöt I stað þess að nota framleiðslu eigenda sinna. B. P. Friðarbúðir í minningu helsprengiunnar Hinn 6. ágúst eru liðin 40 ár frá því kjarnorkusprengjunni var varp- að á Hirosima. í tilefni af þessu munu verða starfræktar friðarbúð- ir á vegum Samtaka herstððvarand- stæðinga með stuðningi ýmissa samtaka dagana 6. til 10. ágúst. í þessu sambandi hafa Samtök herstöðvaandstæðinga sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu. — Aldrei aftur Hirosima — aldrei aftur Nagasaki I ár eru liðin 40 ár frá því er bandaríski herinn varpaði kjarn- orkusprengjum á japönsku borg- irnar Hirosima og Nagasaki. Frið- arhreyfingar um heim allan munu minnast þessara atburða með stór- fundum og fjölbreyttum aðgerðum víða um lönd. SHA hugsa sér til hreyfings dag- ana. 6.—10. ágúst. Raunarmásegja að upphafspunktur aðgerðanna verði strax kl. 23. 15 þann 5. ágúst en á því augnabliki fyrir 40 árum var sprengjunni varpað á Hirosima. f nafni alheimssamstöðu í baráttu friðarsinna gegn kjarnorkuvopn- um verður á þessu augnabliki fleytt kertum á vötnum og ám um heim allan í minningu fórnarlambanna í Nagaskí og Hirosima. Hér fer at- höfnin fram við Reykjavíkurtjörn Ríkissjóður 1 hækkun frá í fyrra. Frá fyrra ári hækkuðu beinir skattar um 17% en óbeinir skattar um 28%. Spá um framvindu ríkisfjármála bendir til þess að afkoma ríkissjóðs verði nokkru lakari en fjárlög árs- ins gerðu ráð fyrir. „Má einkum rekja það til aukinna útgjalda vegna launa- og tryggingamála" segir í frétt ráðuneytisins og einnig „að tekjur af aðflutningsgjöldum á árinu 1985 muni dragast saman að raungildi“. með því að japönskum og íslensk- um minningarkertum verður rennt út á vatnið. Aðalaðgerðirnar hefjast á Hiro- simadaginn 6. ág. með því að slegið verður upp friðartjaldbúðum í Njarðvíkum en síðan verður úti- fundur við aðalhlið Vallarins með stuttum ávörpum og ljóðasöng. Þar næst verður kveiktur minningareld- ur sem látinn verður loga samfellt til 9. ág. sem er Nagasakidagurinn. FRIÐARBÚÐIR OG GANGA: í friðarbúðunum mun fólk dveljast í þrjá daga og þrjár nætur, sumir all- an tímann en aðrir skemur, farið verður í könnunarferðir um Rosm- hvalanes og Miðnesheiði. í friðar- búðunum verður afmarkað sérstakt athafna- og leiksvæði fyrir börn, bæði úti og inni í stóru samkomu- tjaldi. Þar verða leikföng og leik- tæki á boðstólum. Auk þess verður skipulögð barnadagskrá dag hvern frá 13—15 í umsjá fóstra. Á kvöldin verður margt til gamans gert, byggð upp friðarbúðamenning með leik og söng, haldnar grillveislur og lagt á ráðin með friðaruppákomur. Launin 1 ríkir milli karla og kvenna í af- greiðslustörfum, karlar með 7.300 kr en konur með 5.600 kr. Kjararannsóknarnefnd hefur einnig kannað meðalfjölda vinnu- stunda á viku. Hefur hann aukist á þessu tímabili hjá öllum stéttum nema verkamönnum. Hjá körlum' hefur hann minnkað um 0,3% og hjá konunum um 1%. Mest hefur aukningin verið hjá iðnaðarmönnum og konum í af- greiðslustörfum, 1,8% hjá báðum stéttum. Næst mest er aukningin hjá konum í skrifstofustörfum, 1,2%. Aukningin hjá körlum í skrifstofustörfum og í afgreiðslu- störfum er 1%. Friðarbúðaaðgerðir enda með fundi í Félagsbíói í Keflavík þar sem boðið verður upp á fjölbreytta menningardagskrá. Laugardaginn 10. ág. verður fjöldagangagegn kjarnorku. Geng- ið verður frá Hafnarfirði með við- komu í Kópavogi og víðar og endað á friðarfundi á Lækjartorgi í Reykjavík. HEIMSÓKN FRÁ HIROSIMA: Japanska friðarhreyfingin Gensui- kyo sendir út flokk manna, sem fer víða um lönd og mætir á fundina sem haldnir verða. Hér er um að ræða fólk sem lifði af kjarnorku- árásirnar og man þessa atburði vel. TVeir menn úr hópnum koma til ís- lands og taka þátt í aðgerðunum hér og munu flytja ávörp, bæði á fundi í Keflavík og á Lækjartorgi. Ráðgert er að þeir hitti forseta Is- lands og forsætisráðherra að máli og von okkar ér, að þeir snúi heim til Hirosima í þeirri fullvissu, að á íslandi fari fram ötul barátta gegn hörmungum á borð við þær sem dundu yfir Hirosima og Nagasaki fyrir 40 árum. Gensuikyo hefur boðið SHA að senda fulltrúa til Japan á hinar miklu aðgerðir sem þar verða 2.—12. ágúst. Samtökin hafa þekkst þetta boð og mun Guð- mundur Georgsson læknir fara sem fulltrúi þeirra með gjafir og sam- stöðukveðjur frá íslensku friðar- baráttufólki. Skráning í aðgerðirnar SHA og nánari upplýsingar fást á Skrifstofu SHA í Mjölnisholti 14, sími 1 79 66. 5. ágúst, mánudagur Minningarkertum fleytt á Reykja- víkurtjörn kl. 23.15 þegar nákvæm- lega 40 ár eru liðin frá kjarnorku- sprengingunni yfir Hirosima. 6. ágúst, þriðjudagur 1. Slegið upp tjaldbúðum á tjald- stæði Njarðvíkur. 2. Fundur við aðalhlið kl. 21.30. Upphafsorð: Ingibjörg Haraldsdóttir. Mússikk: Hörður Torfason. Leiklestur: Úr Lýsiströtu; Erla Skúladóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og María Sigurð- ardóttir. Ávarp: Þóra Kristín Ás- geirsdóttir. Minningareldur kveikt- ur og varðstaða hafin. (Rútuferðir úr bænum). 7. ágúst, miðvikudagur. 1. Friðarbaráttuuppákomur. 2. Hafin gerð 48 kröfuspjalda í mynd kjarnorkudjúpsprengja af gerðinni B-57. 3. Barnagaman frá 13.00—15.00 undir umsjá fóstra. 4. Tekið á móti japönunum Toshio Okamura og dr. Yoshio Niki. Mót- tökuathöfn við hliðið, friðardúfum sleppt. (Flugvélin væntanleg kl. 15.10). 5. Kynnisferð um Rosm- hvalanes og Miðnesheiði: Ferðast verður í rútu með vana leiðsögu- menn. 6. Kvöldvaka í friðarbúð-' um. 7. Sveinbjörn Beinteinsson magnar níðstöng gegn kjarnorku á fornum krossgarði við Sjónarhól. 8. Árni Björnsson ræðir um stöng- ina og merkingar hennar. 8. ágúst, fimmtudagur 1. Friðarbaráttuuppákomur. 2. Barnaskemmtun 13.00—15.00. 3. Fjöruferð: Stafnes - Ósabotnar. 4. Fylgst með ferðum flugvéla og leiðbeint um tegundagreiningu. 5. Kvöldvaka í friðarbúðum — Grillveisla. Japanirnir koma til við- ræðna í búðunum. 9. ágúst, föstudagur. 1. Friðarbaráttuuppákomur. 2. Gróðursetningarferð á Miðnes- heiði. 3. Barnatívolí 13.00—15.00. 4. Tjaldbúðir • teknar niður. 5. Samkoma í Félagsbíói í Kefla- vík. Fundarstjóri: Jóhannes Ágústsson. Ávarp: Árni Hjartar- son. Ljóð: Hjörtur Pálsson. Leik- þáttur: Rokkhjartað slær (Leikfél. Hf.). Upplestur: Þórarinn Eldjárn. Ljóðasöngur: Megas. Ávarp frá Japan. 7. Tjaldbúðir felldar — Minningareldur slökktur. Haldið heim (Rútuferðir). 10. ágúst, laugardagur. Hafnarfjarðarganga Gönguleið: Thorsplan í Hafnar- firði — Reykjavíkurvegur — Hafn- arfjarðarvegur — Nýbýlavegur — Skemmuvegur — Reykjanesbraut — Miklabraut — Rauðarárstígur — Laugavegur — Lækjartorg. Tímasetning: 14.00 — 19.00 Safnast saman á Kirkjutorginu upp úr kl. 13.30. Friðarbúðamenning; söngvar og uppákomur sem friðar- búðafólk hefur æft upp. Ávarp: Eggert Lárusson. Kvæðalestur og söngur. Tölt af stað kl. 14.30 (6 km). Áning á Borgarholti í Kópa- vogi kl. 15.40. Ávarp: Ingibjörg Hafstað. Söngur og kvæðalestur. Brokkað áfram kl. 16.00 (5,6 km). Áning við hrossið við Suðurlands- braut kl. 17.00. Ávarp: Unnur Jóns- dóttir. Söngur: Örn Bjarnason. Ávarp: Ragnar Þórsson. Skeiðað í bæinn kl. 17.30 (5,6 km). Fundur á Lækjartorgi: Avarp. Hvatning. Hvatning frá Hirosima. Söngur: Bjartmar Guðlaugsson. Lokaorð: Atli Gíslason lögfræðingur. Rokk: Einar örn og co. Leikslok kl. 19.00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.