Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 21. júní 1989 Jón Baldvin Hannibalsson á þingi Alþjóðasambands jqfnaðarmanna: RÉTTAR HUGMYNDIR LIFA ALLTAF Jón Baldvin lýsti því yfir að hugmyndir Gorbatchevs sýndu endalok hug- myndafræðistríðs kommúnista og sósíaldemókrata. Jón Baldvin Hannibalssun formaóur Alþýðuflokksins flutli ávarp á þingi Alþjóóa- sambands jafnaóarmanna í gær. Lagði hann úl frá yfir- skrifl þingsins um 100 ára baráttu fyrir friði og frelsi og minntist mistaka rússnesku byltingarinnar. Hann sagói að það væri eitt sem jafn- aðarmcnn gætu státað sig af að engir sem aðhylltust jafn- aðarstefnuna heföu náð stjórnartaumum með vald- beytingu eöa þvingaö sínu kerfi uppá þjóðir. I>ar skildu leiðir mcð öðrum stjórn- málahugmyndum þessarar aldar. Jón spurði hvort hug- myndir jafnaðarmanna sem byggðust á þessari reynslu hel'ðu varanlegt gildi og hvort þær næðu til næstu aldar. Hann sagði að sagan hefði kennt okkur að hægt væri að stöðva framgang hugmynda timabundið með valdi, en ef þær væru sannar þau skytu þær alltaf aftur upp kollinum á óvæntum tíma. Siðan minntist Jón Baldvin á Julius Martov sem var forystumaður lýðræðis- legra sósíalista í rússnesku byltingunni, og varð þess- vegna undir í þeirri valdabar- áttu sem fylgdi i kjölfar hennar, Jón sagði dæmisögu um Lenin og Martov. Hann minnist á dagbækur Martovs þar sem hann segir frá því að að sínu áliti hafi Lenin haft rangt fyrir sér i einu og öllu. Og hvers vegna hafði hann rangt fyrir sér? Það var vegna þess að Lenin hafði ekki haft neina þá mannlegu reynslu sem gerði honum kleift að skilja mannlegt eðli. Hann vildi steypa allt fólk í mót hugmynda sinna og ef það passaði ekki í mótið þá var það bara verst fyrir það sjálft. í dagbókum sínum segist Martov einmitt óttast það mest að Lenin verði ofan á og það verði illt fyrir Rússland. Nú sé það kaldhæðni sög- unnar að Gorbatchov, arf- taki Lenins boði nú leiðir sem ekki samrýmast boð- skapi Lenins. Gorbatchov segir það hafa verið mikil mistök að bændunum hafi verið smalað saman og sa- myrkjubúin stofnuð svo og að það hafi verið hræðileg mistök að stofna þetta skrif- finnskubákn. Það er því kaldhæðni örlaganna að Gorbatchov skuli nú vera að boða hugmyndir Martovs 70 árum eftir byltyngu. Þvi hafi ekki verið undar- legt að Vestur Þjóðverjar hafi fagnað Gorbatchov þeg- ar hann kom þangað á dög- unum því hann boði það að hugmyndastriði lýðræðis- jafnaðarmanna og komm- únista sé lokið. Kommúnist- arnir hafi gefist upp, kalda stríðinu sé lokið eftir standi ný og sameinuð Evrópa Lokaorð Jóns Baldvins voru þessi: Sagan um Martov og Lenin segir okkur að vald- hafar geta beitt skriðdrekum á hugmyndir en ef þær eru réttar þá lifa þær af. Þær koma alltaf aftur og sigra að lokum. Og þá er það eitt að segja: Þvílík sóun á tíma að •þær voru ekki framkvæmdar strax. Heræfingum mótmælt Herstöðvaandstæðingar fjölmenntu á útifund utan við Bandaríska sendi- ráðið í gærkvöldi, til að mótmæla her- æfingum Atlantshafsbandalagsins sem nú standa yfir hér á landi. Þeir hafa hugsað sér frekari mótmælaaðgerðir á næstunni. Aldabarátta fyrir frelsi og friði I gær liófsl 18. þing Al- þjóðasambands jafnaðar- manna í Kolkcts luis í Stokk- liólmi, en það er lialdið dag- ana 20.-22. júní. Þingið, sem lialdið er undir yfirskriftinni „lOöár í baráttu lyrir friði og frelsi — leiðin til nýrrar ald- ar“, hófst á setningaræöu forsela sambandsins, Willy Brandts, fyrrum kanslara V-Þýskalands, sem talinn er öruggur iim endurkjör sem forseti sambandsins. Brandt minntist frumherj- anna, en nú eru liðin 100 ár frá því að fyrsta þingið var haldið í París. Hann minntist einnig Olofs Palme og ann- arra látinna leiðtoga jafnað- armanna, en vék síðan að ástandinu í Kína og krafðist þess að fólk sem þráði frelsi yrði ekki brotið á bak aftur með ofbeldi. Hann fagnaði einnig full- trúum nýrra þjóða í sam- bandinu, frá Egyptalandi og Túnis og gat sérstaklega Gor- batchevs og þeirra umbóta sem hann er nú að vinna að í Sovétríkjunum. Ingvar Carlsson forsætis- ráðherra Svíþjóðar talaði á eftir Brandt. Hann minntist frönsku byltingarinnar, þar sem hugmyndir um jafnrétti, bræðralag og frelsi urðu fyrst til og áhrif byltingarinnar á vestrænan sósíalisma. Hann kom einnig inn á þróun lýð- ræðislegs sósíalisma í Evr- ópu og minnti á áhrif þýska jafnaðarmannaflokksins á hinn sænska. „Eina leiðin til að ná markmiðum okkar allra er að vinna saman" sagði Carlsson. Hann drap einnig á rétt einstaklinga til vinnu og sagði atvinnuleysi mesta böl hverrar þjóðar og að það væri réttindi hvers einstaklings að hafa vinnu. Hann vék einnig að umhverf- ismálum og afvopnunarmál- um og sagði að nú yrðu þjóð- ir heims að standa sameinað- ar í baráttunni fyrir þvi að komast lífs af undan ógnum kjarnorkustyrjaldar. Við getum ekki lengur setið þol- inmóð hjá, við verðum tafar- laust að krefjast áframhald- andi afvopnunar, sagði hann. Ýmsir aðrir forystumenn jafnaðarmanna í heiminum tóku einnig til ináls, þeirra á meðal Bettino Craxi, leiðtogi jafnaðarmanna á Italíu, Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins í Bretlandi, Svend Auken, formaður danskra jafnaðarmanna, Franz Vranitzky, leiðtogi jafnaðarmanna í Austurríki, Kalevi Sorsa frá Finnlandi og Pierre Mauroy frá frönskurr jafnaðarmönnum, en í gær var von á leiðtoga þeirra, Mi- chael Rochard. Einng full- trúi frá Suður-Afríku, Allan Boesak og hlaut ræða hans nijög góðar undirtektir. Um 800 manns eru fulltrú- ar á þinginu í Stokkhólmi, fulltrúar frá 81 samtökum og stofnunum i 43 löndum. Þar af eru 46 fullgildir meðlimir, en aðrir hafa áheyrnarfull- trúa eða aðra sérstaka aðild. Mikla athygli vakti í gær blaðamannafundur Peresar, leiðtoga Verkamannaflokks- ins í ísrael. Flokkurinn hefur sína fulltrúa í Stokkhólmi en tekur ekki þátt í þinginu beint, vegna andstöðu sinnar við því að sambandið skuli hafa veitt fulltrúum PLO áheyrnarstöðu. Helstu leið- togar PLO eru einnig á staðnum án beinnar þátt- töku. Sr. Jakob Jónsson látinn Laugardaginn 17. júní andaöist dr. theol. Jakob Jónsson. Dr. Jakob fæddist 20. janúar 1904 á Hofi í Álftafirði. Hann útskrifaðist frá Háskóla íslands sem guð- fræðingur 1928, stundaði framhaldsnám á fjórða ára- tugnum og síðar og lauk doktorsprófi 1965. Doktors- ritgerðin hans fjallaði um kímni og kaldhæðni í Nýja testamentinu. Jakob þjónaði ýmsum söfnuðum sem prest- ur, bæði hér heima og í Kan- ada. Jakob samdi Ijóöabæk- ur, bækur um Nýjatesta- mentisfræði, sjálfsævisögu og leikrit. Eftirlifandi kona Jakobs er Þóra Einarsdóttir. VEÐRIÐ í DAG Von er á útsynningi og suðvestan strekkingi. Al- skýjað og skúrir. hitastig í borgum Evrópu kl. 12 i gær að íslenskum tíma. Hitastig i nokkrum landshlutum kl. 12 i dag Seltjarnarnes: KVENNAHIESSA Á JÓNSMESSU Miðvikudagskvöldiö 21. júní, þegar sólargangur er lengstur verður haldin kvennamessa í Seltjarnarnes- kirkju. Þar verður lögð áh- ersla á bænir kvenna um frið ineðal manna og munu ís- lenskir kvenprestar sjá um messugjörð og mikið verður sungið. Að sögn séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur, verður ntessan með sérkvenlegu messuformi sent þær hafa þróað, og byggist það ntikið uppá þátttöku viðstaddra. Messan hefst kl. 20.30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.