Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 1
Breytingar á bæiarstjórn Kópavogs: Guðmundur forseti bæjarstjórnar Nœstum alger endurnýjun í bœjarráði Breytingar hafa nú átt sér stað í bæjarstjórn Kópavogs. Hulda Finnbogadóttir, bæj- arf ulltrúi Alþýðuflokksins, hefur látið af störfum og inn kemur í staðinn Sigríður Ein- arsdóttir. Einnig hafa miklar breytingar orðið í bæjarráði, og er þar nú einungis einn inni sem starfað hefur í því undanfarið ár. Nýir koma inn í bæjarráð Kristinn Ó. Magnússon og Sigríður Einarsdóttir fyrir Alþýðuflokkinn, Heimir Pálsson, Alþýðubandalagi, tekur við formennsku af Guðmundi Oddssyni, Al- þýðuflokki, sem tekur við embætti forseta bæjarstjórn- ar, og Ásthildur Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki, kemur inn fyrir Braga Michaelsson, sama flokki. Richard Björg- vinsson er sá sem áfram situr, en hann er einnig fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hulda Finnbogadóttir, sem lætur nú af störfum í bæjarstjórn, er á leið til Frakklands þar sem maður- inn hennar starfar og þar hyggst hún dvelja a.m.k. næstu tvö árin. „Ég mun nota tímann til að mennta mig,“ sagði Hulda í samtali við Alþýðublaðið og vildi jafnframt koma á framfæri kveðjum og þakklæti til alls þess góða fólks sem hún hef- ur kynnst þann tíma sem hún hefur starfað í bæjarstjórn Kópavogs. Hagvirkismenn: Úskuðu eftir stuðningi verkalýðsfélaga Starfsmenn Hagvirkis sem eru í Félagi járniðnað- armanna óskuðu skriflega eftir stuðningi frá félaginu vegna aðgerða fjármála- ráðherra til innheimtu söluskatts. Óskað var eftir stuðningsyfirlýsingu frá félaginu eða öðrum að- gerðum. Örn Friðriksson, formaður félagsins og varaforseti ASI, sagðist hafa komið óskum félaga sinna á framfæri til viðeig- andi aðila. Hann vildi þó engu svara þegar Alþýðu- blaðið spurði hann hvort hann hefði komið mót- mælum á framfæri við Ól- af Ragnar Grimsson fjármálaráðherra. „Ég vil ekki útskýra það nánar.“ Örn sagði skoðun fé- lagsins í megindráttum að öllum fyrirtækjum bæri að skila gjöldum sínum, til ríkis, stéttarfélaga og líf- eyrissjóða. En þar sem um væri að ræða ágreining ætti að fá fram niðurstöðu. Um 15—20 starfsmenn Hagvirkis eru I Félagi járn- iðnaðarmanna. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafé- lagsins Hlífar I Hafnar- firði, sagðist í meginatriðum vera hlynnt- ur skeleggum aðgerðum. Hann sagði sjálfsagt að láta ekki viðgangast að innheimtuaðilar völsuðu með fé almennings og græddu á því. En þar sem um væri að ræða beinan ágreining og mál vegna söluskatts horfðu málin öðruvísi við. í slíkum til- fellum sagðist Sigurður telja eðlilegt að ríkið aflaði sér trygginga á meðan mál væru óútkljáð. „Við mun- um biðja þessa menn að at- huga sinn gang — hvort eina réttlætið sé fólgið í þessum hörðu aðgerðum." Sigurður itrekaði að í megindráttum væri hann hlynntur hörðum aðgerð- um til innheimtu. Hann sagði að fyrir stjórnvöld ætti að vera auðvelt að sjá í gegnum einhver gervimál sem fyrirtækin settu á svið. Eins væri auðvelt fyrir rík- ið að tryggja að fyrirtækin skiptu ekki um nafn á með- an unnið væri að lausn ágreiningsefna. Slíkt mætti fyrirbyggja með því að fá tryggingu fyrir greiðslum. Nokkrir tugir starfsmanna Hagvirkis eru félagar í Verkamannafé- laginu Hlíf. Fólkið sem óttaðist ekki handtöku? — sjá bls. 3 Afvopnun á höfunum: NATO kannar til- lögur islendinga „Ljóst að almenningur líður ekki að beðið verði með hendur í skauti þangað til staðið verður frammi fyrir umhverfisslysi sem aldrei verður bætt, “ segir Jón Baldvin utanríkis- ráðherra. Formaóur bandaríska berráösins, William J. Cro- we flotaforingi, vildi ekki tjá sig um tillögur íslend- inga um traustvekjandi aó- gerðir og afvopnun á höfunum þegar liann átti stuttan fund með blaðamönnum fyrir utan Höfða í gær. Jón Baldvin Hannibalsson og William J. Crowe höfðu áður átt eins og hálfs tíma viðræður í Viðey, sem að sögn Jóns Baldvins snerust að mestu leyti um afvopnunarmál og vígbúnaðareftirlit á höfun- um. Utanríkisráðherra notaði tækifæriö til að skýra herráðsformannin- um frá tillögum íslendinga sem fram komu á ráðherra- fundi NATO. Jón Baldvin sagði Ijóst að NATO rann- sakaði nú tillögur sem fram hefðu komið um af- vopnun á höfunum. Ef niðurstöður yrðu jákvæð- ar gerðu íslendingar tillög- ur um gagnkvæmar viðræður. Crowe hyggst greina stjórnvöldum í Washington frá sjónarmið- um íslendinga. Jón Baldvin sagðist m.a. hafa borið fram ýmsar spurningar um það hvort ekki væri Ijóst að afstaða vesturveldanna gæti ekki til frambúðar verið „ósveigj- anlegt „njet“ við áleitn- um spurningum og til- lögum um vígbúnaðar- eftirlit og afvopnun á höf- unum“. Jón Baldvin sagði að þeir hefðu verið sam- mála um að a.m.k. einn fastur punktur væri í þess- um viðræðum, þ.e. breyti- leikinn. Vonir eru bundnar við að árangur náist í Vínar- viðræðum innan hálfs til eins árs, þótt skoðanir um það séu vissulega skiptar. í þeirn viðræðunt er afvopn- un á höfunum ekki á dag- skrá sem stendur. Jón Baldvin sagðist hafa lýst þeirri skoðun sinni, að óhjákvæmilega myndu kröfur aukast um afvopn- un á höfunum þegar árang- ur lægi fyrir i þeim viðræðum sem nú eiga sér stað. Þá sagðist hann m.a. hafa lýst þeirri skoðun, að það væri Vesturlöndum í hag að taka upp viðræður við Sovétmenn um vígbún- aðareftirlit og afvopnun, einmitt til að tryggja betur öryggi samgönguleiða á Atlantshafinu. Þetta varð- aði m.a. takmörkun á fjölda skammdrægra kjarnavopna um borð i skipum. Jón Baldvin sagði að vissulega hefði engin nið- urstaða orðið á fundinum. „Engu að síður er ég held- ur bjartsýnni eftir þennan fund en áður. Bæði er ljóst að það er nú unnið að rannsóknum til að meta þessar tillögur sem fram hafa komið, að því er varð- Afvopnunarmál og vigbún- aðareftirlitið á höfunum var aðaiviðræðuefni Jóns Baldvins utanríkisráöherra og Williams J. Crowe á fundi i Viöey í gær. Banda- riski herráðsforinginn ávarpaði blaðamenn fyrir utan Höföa i gær, þar sem hann var i boði Daviðs Oddssonar borgarstjóra. A-mynd/E.ÓI. ar t.d. árásarkafbáta, fjölda þeirra og skamm- dræg kjarnavopn um borð í skipum og sérstaklega kafbátum. Það er jú meg- inkjarninn í tillögum okkar að NATO lýsi því yfir að það sé reiðubúið að kanna þessar tillögur og rannsaka. Og ef niðurstöð- ur verða jákvæðar, þannig að afvopnun samrýmist ör- yggishagsmunum Vestur- íanda, þá er það okkar tillaga að teknar verði upp gagnkvæmar viðræður. Það er nýtt í málinu að slíkar rannsóknireru fram- kvæmdar." Jón Baldvin segir ljóst að almenningur hér á landi eða annars staðar líði ekki að beðið verði með hendur i skauti þangað til við stöndum frammi fyrir af- leiðingum af umhverfis- slysi — sem aldrei verði bíctt. ísland var síðasti við- komustaður flotaforingj- ans fyrir heimkomu úr opinberri heimsókn til Sovétríkjanna, sem var fyrsta heimsókn formanns herráðs Bandaríkjanna til Sovétríkjanna og endur- gjald fyrir heimsókn yfir- manns sovésku herjanna til Bandaríkjanna. Barist gegn lokun - sjá baksíðu EB oz EFTA: Dragast viðræður á langinn? Sögulegar yfirlýs- ingar Rochards í Alþýðublaðinu benda til þess Sjá fréttaskýr- ingu á bls. 5. «

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.