Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Laugardagur 12. maí 1990
Bjarni P Magnússon á Nýjum vettvangi:
Viljum færa valdið
úf í borgarhverfin
„Nú þegar kommúnismi Sovétmanna og þeirra
hugmyndaffræði er komin hálffa ieið i gröfina verða
|af naðarmenn að nola tækiffærið og sameina alla þá
sem kenna sig við frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Þess vegna heiti ég á jaf naðarmenn að styðja Nýjan
vettvang og stuðla að betri borg og þar með betri
heimi," segir Bjorni P. Inagnússon þriðji maður á H-
lista Nýs vettvangs. Alþýðublaðið spurði Bjarna P.
hvað Nýr vettvangur stæði fyrir.
VIÐTAL: TRYGGVI HARÐARSON
,,Nýr vettvangur er afleiðing
þess að Alþýðuflokkurinn í
Reykjavík ákvað í febrúar að bæði
flokkum og óflokksbundnu fólki
yrði boðið til samstarfs um nýjan
vettvang á sviði borgarmála. Sú
ákvörðun olli nokkrum usla hér í
borginni en forsendan var að okk-
ur sem höfum skipað minnihluta í
borgarstjórn, hefur tekist að vinna
mjög vel saman. Hins vegar hefur
okkur greint á um hvernig beri að
ná öllu þessu fólki og flokkum
saman í eitt framboð. Okkur í Al-
þýðuflokknum fannst að lang-
besta leiðin væri að fara prófkjörs-
leíðina, opnu prófkjörsleiðina,
sem við og fórum.
Þegar framboðslisti Nýs vett-
vangs er skoðaður þá saman-
stendur hann af fólki úr Alþýðu-
flokknum, Alþýðubandalaginu,
Félaginu betri borg, sem saman
stendur af fólki úr Borgaraflokkn-
um, en um helmingur frambjóð-
enda eru óflokksbundnir einstak-
lingar sem áhuga hafa á máleín-
um borgarinnar. Nýr vettvangur
er tvímælalaust tilraun til að
brjóta upp núverandi flokkakerfi."
— Er þá flokkakerfið eins og
það er úrelt?
,,Ég vil brjóta upp þessi hlutföll
sem ríkja á milli flokkanna. Þetta
segi ég vegna þess að stefna Nýs
vettvangs er í samræmi við stefnu
Alþýðuflokksins.Það sem mestu
skiptir er að alþýðuflokksmenn og
jafnaðarnenn, hvar í flokki sem
þeir kunna að standa, standi sam-
an um að veita Nýjum vettvangi
brautargengdi eins og vonir okkar
jafnaðarmanna standa til."
Jqfnaðarmenn styðji
Nýjan vettvang________
,,Sögulega séð hafa jafnaðar-
menn verið sundraðir um langan
tíma. Fyrst klofnaði Alþýðuflokk-
urinn þegar Kommúnistaflokkur
Islands var stofnaður árið 1930.
Klofingur úr Alþýðuflokknum átti
eftir að endurtaka sig allt vegna
deílna um utanríkismál og afstöðu
um hugmyndafræði Sovétríkj-
anna og deilna milli jafnaðar-
manna og kommúnista. Nú þegar
kommúnismi Sovétmanna og
þeirra hugmyndafræði er komin
hálfa leið í gröfina verða jafnaðar-
menn að nota tækifærið og sam-
eina alla þá sem kenna sig við
frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þess
vegna heiti ég á jafnaðarmenn að
styðja Nýjan vettvang og stuðla að
betri borg og þar með betri
heimi."
— En hverju vill Nýr vett-
vangur breyta í stjórn Reykja-
víkurborgar?
„Við stefnum að allt öðruvísi
borg. í fyrsta lagi viljum við gjör-
breyta stjórn borgarinnar. Við vilj-
um nútímalega stjórnunarhætti
þar sem boðleiðirnar eru í báðar
áttir en ekki bara að maðurinn á
toppnum gefi fyrirskipanir niður á
við og síðan verði allir að hlýða af
óttablandinni virðingu. Auðvitað
á að ríkja agi en það á líka að nýta
starfsmenn borgarinnar og hinn
almenna borgarara, fá fram hug-
myndir og gefa þeim tækifæri á að
hafa frumkvæði um borgarmál-
efni."-
Valdið út i hverffin
„Við viljum brjóta upp stjórn-
kerfið að pví leytinu til að við vilj-
um færa valdið út í hverfin. Ég get
ekki séð hvers vegna íbúar Breið-
holts megi t.d. ekki ákveða um
málefni síns hverfis rétt eins og
þeir í Kópavogi eða Hafnarfirði
gera en það er álíka stórt og þessi
sveitarfélög. Við viljum koma á
hverfaráðum og að það verði kos-
ið í þau um leið og kosið er til
borgarstjórnar. Við leggjum til að
hverfaráðin verði strax iátin fara
með stjórn skólamála, stjórn
æskulýðs- íþrótta- og tómstunda-
mála, stjórn umhverfismála og
stjórn  umferðaröryggismála. Til
þessa verður að sjá þeim fyrir
ákveðnum tekjustofnum.
Við viljum brjóta niður það
óskilvirka kerfi sem víða við-
gengst í borginni. Dæmi um slíkt
er það að það er einn sálfræðingur
hjá dagvist barna, það er annar
sálfræðingur hjá skólaskrifstof-
unni og þriðji sálfræðingurinn er
svo hjá félagsmálstofnun en engir
þessara þriggja vinna saman.
Sami aðilin getur verið að velkjast
í kerfinu milli þriggja aðlia á að-
eins tveggja, þriggja ára timabili.
Auövitað þarf að brjóta niður
þessa múra og svo að þetta kerfi
verði skilvirkt. Þá þurfa menn líka
að vinna saman og það þarf miklu
betri stjórn á þessu sviði og fleir-
um í Reykjavík."
— Nú greiðir Reykjavíkur-
borg starfsmönnum sínum
lægri laun en gengur og gerist
annars staðar. Hver er ykkar
launastefna?
„Við viljum brjóta upp launkerfi
borgarinnar og það gerum með
því að leggja niður miðstýringuna
sem þar ríkir og færa ákvarðanir
um launamál inn til fyrirtækj-
anna. Þannig að þau ákvarði sjálf
hvaða launakjör þau búi starfs-
fólki sínu. Þá er nauðsynlegt að
bæta kjör þeirra lægst launuðu hjá
borginni og þó að það kosti að
sjálfsögðu einhverja peninga þá
verður að hafa það því borgin á
mikla peninga."
D-listi — bið-listi
„Við viljum þar að auki stór-
breytta forgangsröð verkefna. Það
verður að byggja mörg hjúkruar-
heimili fyrir aldraða í Reykjavík.
Það verður að afnema biðlistana
og kosnignarnar 26. maí standa
um það hvort fólk vill áfram hafa
biðlistana, það er að segja D-Iist-
ann í Reykjavík, sem kalla mætti
bið-listann, eða hvort það vill H-
lista sem ætlar að eyða öllum þess-
um biðlistum."
— Húsnæðismálin brenna
þungt á mörgum og sérstak-
lega ungu fólki. Hvað ætiið þið
að gera í þeim málum?
„Við leggjum áherslu á að hér
verði þegar í stað snúið af þeirri
þvermóðskufullu braut meirihlut-
ans í Reykjavík um að vilja ekki fé-
lagslegar       íbúðabyggingar.
íhaldið gegn___________
kauploiguibúðum______
„Frá því að Alþýðuflokkurinn
gerðist aðili að ríkisstjórn árið
1987 hefur meirihlutinn í borgar-
stjórn þráskallast við að sam-
þykkja tillögur okkar í minnihlut-
anum og þá einkum okkar alþýðu-
flokksmanna um að hér verði
byggðar kaupleiguíbúðir. Sjálf-
stæðisflokkurinn felldi fyrstu til-
löguna okkar þess efnis árið 1987,
þeir samþykktu að kaupa 40 kaup-
leiguíbúðir árið 1988 og íhaldið
Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi á vinnustaöafundi í Borgarspitalanum.
hér í borginni sá ekki ástæðu til að
sækja um eina einustu kaupleigu-
íbúð í ár. Þannig að Reykjavík hef-
ur orðið af stórkostíegum fjár-
munum vegna þess að borgin hef-
ur ekki sóttum þann hluta félags-
legra íbúða sem eðlilegt hefði ver-
ið miðað við fólksfjölda og með
því orðið af Vh—'l milljörðum
króna sem annars hefðu átt að
koma hingað til að leysa húsnæð-
isvandræði borgarbúa. Þessu
verður að breyta. Það gengur ekki
lengur að þvermóðskufullur
íhaldsflokkur standi í vegi fyrir því
að borgarbúar fái viöunandi lausn
á sínum húsnæðismálum."
— Nú ieggur Nýr vettvangur
áherslu á umhverfismálin.
Hvaða lausnir boðið þið í þeim
efnum?
„Ég hef marg sagt að mér finnist
sjálfsagt að nota fjármuni Hitveit-
unnar og veitustofnana okkar til
þess að fylgja þeirri stefnu eftir
sem við mörkuðum með tilkomu
þeirra í umhverfismálum, þ.e. að
skapa okkur hreint og heilnæmt
umhverfi. Þegar við fórum út í
Hitaveituna og hættum við kola-
og olíukyndingu þá stórdró úr loít-
mengun hér. Nú vil ég að við höld-
um áfram á sömu braut og hreins-
um fjörurnar. íhaldið er með áætl-
un um slíkt til næstu tíu ára en við
viljum klára þetta á næstu fimm
árum."
StórbæH aðstaða_______
til iþróHa           _________
— Hvað með málefni unga
fólksins?
„Við höfum lagt mikla áherslu á
æskulýðs- og tómstundastarf og á
Nýjum vettvangi eru upp hug-
myndir um að bæta stórlega að-
stöðu íþróttafélaganna til kennslu-
og leiðbeiningastarfa. Við ætlum
einfaldlega að láta hvert íþróttafé-
lag í borginni fá tvo íþróttakenn-
ara á launum til þess að leiðbeina
og þjálfa yngri flokka íþróttafélag-
anna. Þessi mál hafa verið í ólestri
en við höfum komið því í gegn
núna að íþróttafélögin fái 100%
styrk til greiðslu vegna leigu á hús-
næði. Við viljum stórbæta aðstöðu
barna, unglinga og almennings til
íþróttaiökunar og það er hægt að
gera það án þess að kosta miklu
til."
— Á Reykjavíkurborg sam-
leið með öðruin bæjarfélögum
eins og t.d í Samtökum sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu?
„Já, við höfum verið þeirrar
skoðunar. það hefur hins vegar
borið á því að borgarstjóri hafi
verið með tilburði til að sýna að
Reykjavík sé nú stærst og mest og
best. Það hefur kannski komið
gleggst fram í samskiptum við ná-
granna okkar í Kópavogi. Þar höf-
um við, í minnihlutanum hér í
Reykjavík, verið samstíga Kópa-
vogsbúum um að friða beri Foss-
vogsdalinn sem útivistarsvæði. Þá
vil ég benda á að það er útilokað
að okkur hér í Reykjavík verði
ágengt í okkar málum öðru vísi en
að við störfum af öllum heilindum
við nágranna okkar. Þar vil ég
bara benda á hreinsun fjörunnar.
Það er alveg út í bláinn að eyða
milljónum í að hreinsa fjörurnar ef
t.d. Kópavogsbúar eða Seltirning-
ar veittu sínu skólpi beint út í fjöru-
borðið. Því verða menn að vera
samstíga í þessum málum eins og
svo mörgum öðrum," sagði Bjarni
P. að lokum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16