Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 8
8 J.'.i.i <J. v ,‘,'.i. Laugardagur 12. maí 1990 * Islenski hesturinn á sigurskeiöi GRAÐHESTAR *G GLEÐIMENN Nú nötrar viða ísland af hófatökum gæðinga, sem stefnt er á landsmót hestamanna, sem fram fer i Skagafirði að Vindheimamelum i Lýtingsstaða- hreppi dagana 3. til 8. júli nk. Gifurleg vinna liggur að baki þjólfun þessara gæðinga og sýningarhrossa sem hreppa það hnoss að komast á þetta landsmót. Enda er nokkuð til að vinna, þar sem góðviðrisspór hafa nefnt töluna allt að tuttugu þúsund manns, sem mæta ú mótið að njóta sýninga, félagsskapar og fegurðar sveitarinnar. Af þessum f jölda eru yfir þrjú þúsund útlendingar, sem boðað hafa komu sina. Þar af eru tvær sneisafullar þotur af Svisslendingum sem fljúga beint á mótið og lenda á Akureyri. Áætlað er að fjöldi manna komi ríðandi á landsmótið að venju, enda er Skagafjörðurinn Mekka fleiri hundruð þúsund manna um víða veröld sem unna íslenska hestinum, göfgi hans og gæðum. Hafa heimamenn brugðist skjótt við að venju og leigt Borgareyjuna alla af Lýðingsstaðahreppi, en hún er grösug mjög og um hundrað hektarar á stærð. Fara mun því vel um ferðahestana að vanda á landsmóti fyrir norðan, en hag- beitargjald er kr. 100,- fyrir hest;, á sólarhring. Annars er aðgagns- eyrir að landsmótinu kr. 4.500,- en lækkar á laugrdagskvöldið í kr. 2.500,- Frítt er fyrir börn og allur annar kostnaður innifalinn í Texti og myndir: Guðlaugur Tryggvi Karlsson þessu, hvað varðar tjaldstæði og þess háttar. Þá munu hinir frægu gleðimenn Skagfirðinga skemmta fólki á föstudags og laugardags- kvöld og dans síðan stiginn á palli að hætti íslendinga allt frá land- námsöld. Ef að líkum lætur fer enginn hnugginn frá þeim leik. Mesta hópreið er um getur hér- lendis er ætluð sunnudaginn 8. júlí og munu félagar allra hesta- mannafélaga landsins taka þátt í henni. Verða þetta yfir fimm hundruð knapar í litklæðum á völdum gæðingum. Gleðitíðindi eru það mikil að hinir göfugu Ey- firðingar í hestamannafélögunum Hring, Funa og Letti sendu inn umsókn um að gerast fullgildir fé- lagar í Landssambandi hesta- mannafélaga L.H. á ný. Þeir strunsuðu þar út í fússi á sínum tíma, eins og kunnugt er, þegar landsmótsstaðurinn var valinn í Skagafirði. Töldu sig hafa fengið vilyrði fyrir Melgerðismelunum í Eyjafirði. í mörg ár hafa góðir menn gengið á milli með sáttarorð og féllust menn síðan í faðma á stjórnarfundi L.H. Allt er gott, sem endar vel. Félög í L.H. eru nú 48 talsins. Ekki verður heiglum hennt að koma gæðingum á þetta mót og einnig ferðast hrossaræktarráðu- nautar landið á enda að velja kyn- bótagripi á mótið. Nýtt hesthús fyrir fimmtíu graðhesta verður tekið í notkun á mótinu. Þá hefur veitingahúsið á Melunum verið stækkað um helming og er nú orö- inn einn stærsti samkomustaður í Skagafirði. Samhliða Landsmótinu fer fram „Evrópumót" þar sem íslendingar og útlendingar munu keppa í hestaíþróttum eins og gerist á Evr- ópu- eða heimsmeistaramótum í reiðmennsku á íslenska hestinum. Sem kunnugt er hefur nú þessi ein elsta íþróttagrein mannkynsins séð náð fyrir augum íþróttafor- ystunnar íslensku og eru hesta- menn nú gildir félagar í íþrótta- sambandi Islands. Fyrsta meiriháttar hestamót árs- ins fór fram við Stóðhestastöð rík- isins að Gunnarsholti á Rangár- völlum um síðustu helgi og voru þar sýndir hreint undurfagrir stóð- hestar á ýmsum aldri. Áhorfendur létu sig ekki vanta frekar en fyrri daginn og voru þeir á fjórða þús- und. Lysti hrossaræktarráðunaut- ur ríkisins því sem fyrir augu bar af landskunnri skarpskyggni og ilj- aði mönnum um hjartaræturnar með dómum um menn og hesta. Meðal annars fékk rafvirki sýning- arinnar þá sendingu, að hann væri ágætur í faginu, að öðru leyti væri best að þekkja hann ekkert. Fylgja hér myndir frá þessari sýningu og geta menn rétt ímyndað sér hvað á ferðinni er, þegar fimm vetra stóðhestur fær einkunnina 8,46 fyrir fjórtán aðskiljanleg atriði í byggingar- og hæfileikadómi. Aft- ur á móti fékk eigandi þessa ger- semis þá tilkynningu frá hrossa- ræktarráðunautnum að hann hefði víst ekkert efni á því að eiga' svona hest. Tveir aðrir 5 vetra fol- ar „sprengdu" fyrstu verðlauna skalann og einn fjögurra vetra foli fékk einkunnina 8,17 og er það aö dómi hrossaræktarráðunautsins, eitt mesta stóðhestaefni, sem komið hefur fram á íslandi. Sýning stóðhestanna í Gunnars- holti lofar sérstaklega góðu með sýningar sumarsins svo ekki sé minnst á kynbótasýningarnar á landsmótinu. Heiðurinn af vel heppnaðri sýningu í Gunnarsholti eiga þau umsjónarmenn stöðvar- innar Rúna Einarsdóttir og Eiríkur Guðmundsson, sem einnig sýndu hrossin og svo að sjálfsögðu sjálfur hrossaræktarráðunauturinn sem sér þarna ævistarfið kórónast í nánast fullkomnun á skaparans meistaramynd. Að lokum nutu svo fleiri hundr- uð manns veitinga heima í Gunn- arsholti hjá kvenfélagi sveitarinn- ar. Fallegt bros frá Rúnu Einarsdóttur, enda situr hún toppinn í islenskri stóðhestaræktun, Topp frá Eyjólfsstöðum undan Hrafni frá Holtsmúla og Seru frá Eyjólfsstöðum. Fyrir framan standa eigandinn Björn I. Stefánsson og Leifur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins, sem veitti verðlaunin. Umsjónarfólk stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þau Eiríkur Guðmunds- son og Rúna Einarsdóttir á tveimur glæstum stóðhestum. Rúna heldur á blómvendi frá Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra sem stendur hjá þeim, en hann hefur sýnt málefnum stóð- hestastöðvarinnar sérstakan velvilja. Rúna Einarsdóttir situr hér hæst dæmda fjögurra vetra folann, Orra frá Þúfu, en hann hlaut einkunnina 8,17 þótt hann sýndi ekkert skeið. Fyrir framan stendur eigandinn Indriði Ólafsson og Leifur Jóhannesson sem veitti verðlaunin. Orri er sonur Oturs frá Sauðárkróki Hervarisonar ,og Dömu frá Þúfu Adamsdóttur. 7/ Graðhestar og gleðimenn fóru mikinn á stóðhestasýningunni og hér tekur Eirikur Guðmunds- son einn fákinn til kostanna á Rangárvöllum. „Þar skyggir ei tréð." segir Einar Benediktsson en kvæðiö Fákar varð einmitt til, þegar Einar var sýslumaður Rangæinga. Ljósm.: G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.