Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MMDUBUBID
Laugardagur
12. maí 1990
KITSTJÓRN
2? 68\866 - 83320
FAX 82019
¦MBOHmHHm
RHBSBBBBBBfl
bbbbbbbbbb
• • • •  ••••
• •••
•   •
• •••
• • ••

•     •   •
•     •   •
•••• •   •
MUSKVA — Ráöamenn í Lithaugalandi sögöust í gær
halda áfram af auknum krafti tilraunum sínum til að rjúfa
olíubann Sovétmanna. í höfnum landsins er unnið að und-
irbúningi þess aö taka á móti olíuskipum og í fyrsta sinn
er farið að eyða af neyðarbirgðum í landinu. Leonas As-
mantas orkuráðherra sagði í gær að viðræður stæðu yfir
viö olíufélög í Saudi Arabíu, Danmörku og Norður Amer-
íku. í dag hittast forsætisráherrar Kystrasaltsríkjanna
þriggja í Tallin, höfuðborg Eistlands, til að samræma bar-
áttuna gegn yfirráðum Sovétmanna.
CARPENTRAS — Frakklandi — Franskur rabbí minntist
helfarar nasista við athöfn sem fram fór í kirkjugarði gyð-
inga þar sem skemmdarverk voru framin á leiðum og leg-
steinum.
TUXTLA GUTIERREZ
— Mexíko — Jóhannes Páll
páfi breytti ferðaáætlun
sinni um suöurhluta Mex-
íko eftir flugslysið sem varð
21 manni að bana þar á
meðal biskupi sem ætlaði
að hitta páfa.
bbbW-^J I
AÞENA— Konstantin Mitsotakis, forsætisráðherra Grikk-
lands, sagöi eftir fund með F.W. de Klerk, forseta Suour-Afr-
íku, að Evrópuríki ættu að endurskoða andstöðu sína gegn
kynþáttaaðskilnaði og eru þetta ákveðnasta vísbendingin
til þessa um að lát kunni að verða á efnhagsþvingunum.
JERUSALEM — Yitzhak Rabin, fyrrverandi vamar-
málaráðherra Israels.skoraði í gær á Símon Perés.leiðtoga
Verkamannaflokksins að segja af sér vegna deilna í flokks-
forystunni.
JERUSALEM — Óeirðir brutust út á hernumdu svæðun-
um á Vesturbakkanum eftir að herbíll ók á fimm ára gamla
telpu með þeim afleiðingum að hún lést. Tveir Palistinu-
menn biðu bana í mótmælaaögerðum gegn Israel.
BUKAREST — Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu í gær
að ríkisstjórn Rúmeníu væri reið út í stjórnina í Washing-
ton vegna þess að hún kallaði heim sendiherra sinn í Búk-
arest níu dögum fyrir fyrstu frjálsu þingkosningarnar i
landinu.
AUSTUR'BERLIN — Mongolía ráðgerir að halda fyrstu
fjölflokkakosningar landsins seint í júlí, að sögn heimilda
hinnar opinberu fréttastofu Austur-Þyskalands í Ulan Bat-
or.
L0ND0N - Verðbólga í
Bretlandi mælist 9,4%, hin
mesta í átta ár og hefur rík-
isstjórn Thatcher vindinn í
fangið um þessar mundir.
SRINAGAR,INDLANDI - Stríðsmenn múslima í
Kashmir skutu pólitískan andstæðing til bana í gær er
hann var á heimleið frá mosku. Vopnuð frelsisbarátta held-
ur áfram.
MOSKVA — Sovétríkin og Evrópubandalagið luku í'gær
tveggja daga viðræðum um viðskipti og fjárfestingar milli
bandalagsríkjanna 12 og Sovét.
HERuEN — Umhverfisverndarsinnar á ráðstefnu fulltrúa
34 ríkja í Noregi um mengun andrúmsloftsins hafa ásakað
Bandaríkjamenn og Breta um að standa gegn hertum að-
gerðum.
ERLENDAR FRETWIR
Umsjón: Laufey E. Löve
Bush hugsar út í geiminn:
TIL MARSINNAN
ÞRJÁTÍU ÁRA
(TEXAS,Reuter) Georg
Bush Bandaríkjaforseti
boðaði í ræðu í gær að
Bandaríkjamenn kæmu
mönnum til Mars innan 30
ára. Forsetinn hafði lagt til'
í fyrra að menn yrðu send-
ir aftur til tunglsins sem
yrði notað sem áfanga-
staður á leið til Mars.
Forsetinn minnti á að
Geimferðastofnun Bandaríkj-
anna, NASA, hefði verið
komið á fót fyrir 30 árum og
kapphlaupið í geimnum haf-
ist. Hann sagðist trúa því að
eftir önnur 30 ár muni menn
verða á annarri plánetu.
Bandaríkjaforseti sagðist
ekki aðeins vera að kynna
markmið heldur einnig tíma-
áætlun. Eg trúi því aö áður en
minnst verður 50 ára afmælis
lendingar Apollo á tunglinu
muni bandaríska fánanum
verða flaggað á Mars," sagði
Georg Bush.
Appolo 11 var geimferjan
sem flutti fyrstu bandarísku
geimfaranna til tunglsins í júlí
árið 1969. í ræðu forsetans
kom fram að á næsta ári
verður framlag til Geimferða-
stofnunarinnar aukið um
24% og nemur það þá 15,2
milljörðum dollara. Er hér
um að ræöa mestu aukningu
á einstökum liðum ríkisút-
gjalda. Byggingu geimstöðv-
arinnar Frelsi hefur dregist
mjög en áætlaður kostnaður
við hana er 30 milljarðar doll-
ara. Forsetinn sagði að mönn-
uð geimstöð árið 2000 væri
framtíðar fjárfesting Banda-
ríkjanna sem hefði í för með
sér nýja tækni, iðnað og ný
störf.
Myntsameining þýsku ríkjanna:
DROC AÐ SAMKOMU-
LAGIUM HELGINA
(BONN, Reuter) Þýsku rík-
in tvö hófu í gær loka-
samningafund sinn um
myntsameiningu Þýska-
lands sem framkvæmd
verður 2. júlí nk. Útlit er
fyrir að drög að samkomu-
lagi liggi fyrir á morgun,
sunnudag. Uppkastið að
samkomulaginu gerir ráð
fyrir að vestur-þýsk mörk
og lögmál hins frjálsa
markaðar nái til alls Aust-
ur-Þýskalands.
Drögin að samkomulaginu
eru unnin í minnstu smáatriði
en enn er eftir að semja um
einstakar kröfur Aust-
ur-Þýskalands, m.a. að fast-
eignir í A-Þýskalandi fái
ákveðna lögvernd fyrir kaup-
um vestur-þýskra fasteigna-
braskara. Austur-Þýskaland
fer einnig fram á aukagreiðsl-
ur til handa eldri borgurum
og lágtekjufólki sem óttast er
um að verði undir þegar
verðlag á matvörum og öðr-
um nauðsynjavörum ásaint
leigukostnaði rýkur upp eftir
mynteiningu þýsku ríkjanna í
byrjun júlí nk. Fjármálaráð-
herrar þýsku rikjanna
tveggja munu funda um sam-
komulagsdrögin nk. mánu-
dag og leggja fram tillögur
hvernig myntsameining ríkj-
anna verði fjármögnuð og
framkvæmd.
Dauöaslys í sovéskri umferö:
58 þúsund léh
usl i fyrra
(MOSKVA, Reuter) Rúm-
lega 58 þúsund Sovétmenn
létu líf ið í bif reiðaslysum á
fyrra ári. Það er 20 %
hærri tala en árið á undan.
Sovéska blaðið Rabochaya
Tribuna sagði í gær að tveir
þriðju bifreiðaslysannaættu
rætur sínar að rekja til van-
hæfni ökumanna og lítillar
ögunar undir stýri. Um þriðj-
ungur dauðaslysanna má
rekja til övlunar við akstur
sem er 7 % hækkun frá 1988.
Berlinarbúar fagna hruni Berlinarmúrsins. Þann 2. júlink. munu
þeir fagna myntsameiningu þýsku rikjanna.
Vilja kveíkja í ferjunni afíur
(OSLO, Reuter) Norræna
rannsóknarnefndin sem
rannsakar brunann um
borð í ferjunni Scandinavi-
an Star, vill nú fá að
kveikja í ferjunni aftur til
að komast að raun um
hvers vegna eldurinn
breiddist svo hratt út.
Nefndin hefur snúið sér til
norsku ríkisstjórnarinnar
með beiðni um að hún ábyrg-
ist þann kostnað sem af þessu
kann að hljótast. Ábyrgð
norskra stjórnvalda er sögð
nauðsynleg vegna þess að
danska tryggingafélagið, sem
tryggði skipið, leggst gegn
því að kveikt verði í því á nýj-
an leik. Tryggingafélagið
metur verðmæti ferjunnar á
um 10 milljónir dollara, eða
um 600 milljónir króna.
Sérfræðingar nefndarinnar
segjast ennfremur vilja fá að
vita hvers vegna svo mikið
varð til af eitruðu gasi í göng-
um skipsins.
Norska lögreglan rannsak-
ar einnig brunann í ferjunni
og þar eru menn þeirrar
skoðunar að kveikt hafi verið
í. Grunsemdir lögreglunnar
beinast þó ekki að neinum
sérstökum aðila.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16