Alþýðublaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. júní 1990 INNLENDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN EDDUHOTELIN OPNA: Sautján Eddihótel víðsvegar um landið opna hvert af öðru næstu dega, m.a. eitt nýtt, en það er að Reykjanesi við Isafjarðardjpp. A Edduhótelum bjóðast sértilboð í júníog ágúst. Lögð eráhersla á hagstæð kjör fyrir fjölskyldur með börn. Myndin var tekin á vor- fundi hótelstjóra Eddu í sumar. MISGOÐ MATVARA: Alþjóðasamband búvörufram- leiðenda óttast að óheft samkeppni landbúnaðarvara í kjölfar GATT-viðræðna geti haft í förmeð sér að alþjóðleg- ar samsteypur verði ráðandi á heimsmarkaði. Einnig að neytendur muni yfirleitt aðeins hafa ráð á iðnframleiddri og misgóðri matvöru. Einnig að samkomulag náist ekki um framleiðslustaðla og hollustuvernd, en neytendur standi eftir berskjaldaðir. Þá telur sambandið að náttúrleg- ar sveiflur í framláðslu landbúnaðarvara muni koma nið- ur á matvöruframboði á heimsmarkaði, þjóðir sem eiga við offramleiðslu að stríða í dag, geti þurft að horfa fram á matarskort þar sem matarbirgðir \erði af skornum skammti í óheftu markaðskerfi. VILTU LÆRA SKYNDIHJÁLP?: I kvöld hefst nám- skeið í skyndihjálp fyrir almenning hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Námskeiðið er haldið íFákafeni 11, ann- arri hæð og hefst kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Allir 15 ára og eldri mega vera með. Oft hefur það sannast að þeir sem kunna skyndihjálp hafa komið að góðu gagni þar sem slys hafa orðið. Stutt námskeið getur því komið að góðum not- um síðar. GANGBRAUTARLJÓS: Gangbrautarljósin á Miklu- braut við Stakkahlíð hafa nú verið samstillt við umferðar- ljós á nærliggjand gatnamótum. Við þetta hefur biðtími gangandi vegfarenda lengst og er svipaður og biðtími fyrir þá sem ganga yfir Miklubraut á ljósastýrðum gatnamót- um. LÍFIÐ ER SALTFISKUR - SALTFISKUR GULL: Saltfiskur hefur lengi vsrið og er enn vinsælt umræðuefni hér á landi, og ekki að undra, svo verðmaáur sem hann er. Þessa dagana er Selfossað losa saltfisk í höfnum á Ítalíu og Grikklandi. Farminn tók skipið á höfnum víða um land, alls 1600 tonn, sem eru að verðmæti hálfur milljarður króna. Semsagt, saltfiskkíló á 312 krónut; meðan verið er að selja óverkaðan gámafisk á 120 krónur og kannski í mesta lagi 180 kiónur. BUBBILES LJ0Ð: Bubbi Morthens les ljóð sín á sam- komu Tímaritsins Tenings á Borgnni annað kvöld kl. 20.30. Fleiri góðirkraftar koma fram, m.a . mun Einar Már Guðmundsson lesa úr skáldsögu semhann hefur í smíðum, Gunnar Harðarson les reykvískar þjóðsögur og Hannes Lárusson les mál-verk. Jón Hallur Stefánsson syngur og leikur og Jón Ste&nsson, Magnús Gezzon og Oskar Arni Óskarsson lesa góð. Óvenjulegur listauki á Borginni. Myndin er af listamönnunum. HAGNÝTT RITUMINNRIMARKAÐ EB: fðntækni- stofnun hefur gefið út gott rit fyrir þá gölmörgu atvinnu- rekendur sem nú veltafyrir sér þeim brQ'tingum sem eiga sér stað á sameiginlegum innri markaði Efnahagsbanda- lagsins. Þetta er handbók fyrir stjórnendur iðnfyrirtækja og fleiri þá sem vinna að stefnumótun og nýsköpun í iðn- aði með tilliti til Evrópubandalagsins. Bókin er mjög að- gengileg og svararnánast öllum þeim fjölmörgu spurning- um sem upp koma Jón Sigurðsson,iðnaðarráðherra fylgir bókinni úr hlaði með ávarpi. Hvetur hann forráðamenn fyrirtækja að undrbúa sig af kostgæfni en bíða ekki með hendur í skauti þess sem verða vilL Neytendur: Ekki sama hvar skyrtan er keypt Verðlíig í verslunum er afskaplega mismunandi. Eftir að álagning er orð- in frjáls á nánast öllu er því áríðandi fyrir neyt- endur að bera saman verð áður en keypt er. A þetta við um alla skap- aða hluti, og ekki síst fatnað. Glóðvolgt daani um þetta: Bónus í Faxafeni bauð á laugardaginn, og gerir trúlega enn.portúgal- skar herraskyrtur á rúmar 400 krónur stykkið. Kaupi menn nákvæmlega eins skyrtu í herrafataverslun einni við Laugaveginn, — þá mega menn greiða um 2300 krónur. Þetta er óneitanlega ótrúlegur verðmunur á sama hlutnum. En dæmin eru mörg um að álagning á vöru frá láglaunasvæðun- um getur verið ótrúleg, nemur stundum þúsundum prósenta. Neytendur eiga það svar eitt að spyrjast fyr- ir og bera saman vöruverð. Sé slíkt gert getur það jafn- ast á við dágóða launa- hækkun. Starfsmaður í Bónusbúð með herraskyrtur á rúmar 400 krónur, — og á hinni myndinni er samskonar skyrta sem kostar á þriðja þúsund krónur. A-mynd E.ÓI. Atvinnumál skólafólks: Ekki fiárveiting en rikið ráði fleiri Ekki eru horfur á að fjár- magn fáist úr ríkissjóði til að draga úr atvinnuleysi meðal skólafólks. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er hins vegar verið að vinna að því að einhverjar ríkisstofn- anir bæti við sig ungmenn- um á skólaaldri umfram það sem áður var gert ráð fyrir. I þessu sambandi hafa m.a. verið nefndar stofnanir á borð við Vega- gerðina, Skógræktina og Póst og síma. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra tók þetta mál upphaflega imp á ríkis- stjórnarfundi í lok apríl og lagði þá tilað ríkið veitti fé til að draga úr atvinnuleysi skólafólks ásvipaðan hátt og gert var í fyrra. Þá var veitt tæpum 60 milljónum úr ríkis- sjóði og dugði það til að skapa atvinnu fyrir hátt á fimmta hundrað skólanema. Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur lagst gegn tillögum Jóhönnu í þessu efni og vísað til breyttra vinnubragða við fjárveitingar úr ríkissjóði og þess að á fjárlögum hafi ein- faldlega ekki verið veitt pen- ingum til atvinnuátaks fyrir skolafólk. Mikið atvinnuleysi ríkir nú meðal skólafólks og virðist mega áætlaað um fjögur þús- und ungmenni gangi at- vinnulaus álandinu. Ekki eru til nákvæmar tölur um at- vinnuleysi námsmanna. I Reykjavík er atvinnuleysi meðal skólanemenda skráo á tveim stöðum. Á almennri vinnumiðlun eru skráð nær tvö þúsund nöfn í þessum flokki en auk þess eru um þúsund á skrá Atvinnumiðl- unar námsmanna Þar sem skrárnar eru tvær má gera ráð fyrir að einhverjir séu skráðir á tveim stöðum, þannig að atvinnulaust námsfólk í Reykjavík, sé nokkuð innan við þrjú þús- und. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðiðaflaði sér í gær munu ábilinu tvö til þrjú hundruð námsmenn vera án atvinnu í Kópavogi og Hafn- arfirði. Þá eru ótalin önnur Þungaskattur díselbíla hækkar um 6% frá næstu mánaðamótum. Hækkun á kílómetragjaldi hækkar þó strax, samkvæmt reglu- gerð sem fjármálaráð- herra hefur gefið út. Þessi hækkun telst vera innan þeirra marica sem gert var ráð fyrir við gerð kjara- sveitarfélög á höfuðuborgar- svæðinu, œ þó virðist var- lega áætlaðað fjöldi atvinnu- lausra skólanema á höfuð- borgarsvæðinu sé a.m.k. í kringum þrjú þúsund. Minna er vitað um fjölda at- vinnulausra skólanema ann- arsstaðar á landinu. Þó er vit- að að á Akureyri eru nú um hundrað ungmenni án sum- arvinnu og fyrir rúmum mán- uði var áætlað atvinnuleysi skólafólks á Seyðisfirði 50—60 manns. Á báðum þessum stöðum er atvinnu- ástand slæmt og lakara en víða annars staðar. Engu að síður virðist ekki fjarri lagi að samninga. Hækkun á þungaskattinum var upphaflega ákveðin með reglugerð sem gefin var út í desember á fyrra ári. Þessi hækkun var talsvert meiri en sú sem nú hefur verið til- kynnt en kom aldrei til fram- kvæmda. Henni var frestað við gerð kjarasamninganna. áætla að atvinnuleysi meðal skólafólks á landinu öllu geti numið um íjórum þúsundum. Tölur um beint atvinnu- leysi segja þó ekki alla sögu. í venjulegu árferði hefur ver- ið talsvert um að unglingar í efstu bekkjum grunnskóla fengju sumarvinnuá almenn- um markaði. Nú mun afar lít- ið um þetta og semdæmi má nefna að áætlanir Akureyrar- bæjar gerðu ráð fyrir að milli 70 og 80 fimmtan ára ung- lingar myndu sækjast eftir vinnu á vegum bæjarins. Reyndin varð sú að yfir 200 fimmtán ára unglingar vinna hjá Akureyrarbæ í sumar. Á minnisblaði fjármála- ráðuneytisins sem lá fyrir við undirritun kjarasamning- anna, er talað um 9% hækk- un þungaskattsins frá fyrsta júlí. Þessi 6% hækkun nú virðist því vera vel innan ramma kjarasamninganna. Þungaskatturinn hækkar innan ramma samninga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.