Alþýðublaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 1
Málsmeðferð EES-samningsins
Sýnist allbærileqar
líkur á samkomulagi
- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
„Það var staðfest að öll
EFTA-ríkin ganga út frá því
sem gefnu að samningarnir
um EES verði formlega stað-
festir af þjóðþingum vei fyrir
lok þessa árs“, sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra um fund sem
ráðherra EFTA- ríkjanna
áttu samhliða undirskrift
EES-samningsins í Oportó.
Hann sagði jafnframt að
einkum hefðu verið uppi efa-
semdir varðandi Sviss sem væri
það EFTA-ríki sem byggi við
mesta sérstöðu vegna ákvæða
stjómarskrár um þjóðarat-
kvæði. „Þau ákvæði eru svo
ströng bæði um tímaffesti og
um tilskilinn meirihluta, ekki
aðeins þjóðarinnar, heldur einn-
ig fylkjanna sem mynda
svissneska sambandsrík-
ið, að tafimar sem orðið
hafa á undirritun samn-
ingsins hafa leitt þá í sér-
staka tfmaþröng. Engu að
síður fullvissaði utanríkis-
ráðherra Sviss okkur um
að þeir myndu gera allt
sem í þeirra valdi stæði til
þess að Sviss gætí lokið
staðfestingunni fyrir ára-
mót. Nú væm yfirstand-
andi samningar við forseta
beggja deilda svissneska
þingsins um að hraða
staðfestingunni í þinginu
þannig að þeir gætu náð
tilskyldum fjögurra mán-
aða aðdraganda að þjóðar-
atkvæðagreiðslunni,
Skýrsla um mjólkurframleiðslu
Hanncs Hafstein sendiherra, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra fagna undirritun EES-samningsins í Alhambra-sal
kauphallarinnar í Oportó. A-mynd G.T.K.
Hngræðing vinni upp
minni frnmleiðslu og
lægra verð til bæncra
Minni framleiðsla mjólkur
og Iægra verð til bænda,
ásamt minni tilfærslum á
milli mjólkurbúa og afnám
einkaréttar til sölu eru megin-
atriðin í tillögum Sjömanna-
nefndar í áfangaskýrslu sinni
um mjólkurframleiðslu. Samt
er gert ráð fyrir að núverandi
verðlagningarkerfi haldi sér
til ársloka 1994.
Á blaðamannafundi í gær
kynnti Sjömannanefnd áfanga-
skýrslu sína unt mjólkurfram-
leiðslu að viðstöddum Halldóri
Blöndal landbúnaðarráðherra.
Hann tók undir þær tillögur sem
fram komu í skýrslunni og sagði
þær skynsamlegar. Lagt er til að
í stað niðurgreiðslna til afurða-
stöðva komi beinar greiðslur til
bænda.
Gert er ráð fyrir að raun-
verðslækkun til bænda fyrir
mjólk verði til ársloka 1994 sem
nemur 6%. Lækki um 1 % síðari
hluta þessa árs og um 2,5% árin
1993 og 1994, hvort ár. Núver-
andi verðlagningarkerfi verði
hins vegar við haldið út þann
tíma og það endurskoðað. Þá er
gert ráð fyrir að verð á neyslu-
mjólk verði það sama um allt
land en breytilegt á vinnsluvör-
um úr mjólk sem nú er bundið.
Fram kom að virkur fullvirðis-
réttur til mjólkurframleiðslu
væri á þessu verðlagsári 104,5
milljónir lítra auk þess sem 3
milljónir lítra væru bundnir j
leigu hjá Framleiðnisjóði. I
haust þarf hins vegar að færa
fullvirðisréttinn niður í 100
milljónir lítra eða niður um tæp-
lega 5 milljónir lítra.
Nefndin leggur til að fullvirð-
isréttur allra mjólkurframleið-
enda verði færður niður sem því
nemur eða að bændum verði
greiddar 50 kr. fyrir lítirinn, þó
þannig að heildarupphæðin fari
ekki yftr 250 milljónir kr.
Greiðslur til að standa undir
þessu komi úr verðmiðlunar-
sjóði mjólkur en gert er ráð fyr-
ir að áfram verði innheimt verð-
miðlunargjald fram á mitt ár
1994. Á sama tíma verði aftur á
móti verulega dregið úr verð-
jöfnunargjöldum sem greidd
hafa verið tíl afurðastöðva. Eins
er gert ráð fyrir að mjólkur-
bændum verði boðið að bregða
búi.
Hafi þeir sótt unt styrk úr úr-
eldingarsjóði fyrir 1. júní 1993
er lagt til að þeim verði greitt
90% af bókfærðu verði fast-
eigna og véla og 80% næstu 12
mánuðina þar á eftir eða til 1.
júní 1994 en ekkert þar eftir.
Með þessu vonast nefndin til að
mjólkurframleiðslan fari á færri
hendur og leggi þar með grunn-
inn að aukinni hagræðingu í
mjólkurframleiðslu.
Lagðar er til breytingar á
rekstrarumhverfi mjólkurbú-
anna þannig að afnumin verði
skipting landsins í sölusvæði,
einkaréttur til sölu felldur niður
og ábyrgð á vöruframboði af-
numin. Verðábyrgð ríkissjóðs á
framleiðslu og birgðunt rnjólk-
urafurða sörnu leiðis.
Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra ásanit Ásmundi Stefánssyni frá ASÍ, Birni Arnórssyni frá BSRB og
Þórami V. Þórarinssyni frá VSÍ. A-mynd E.Ól.
þannig að hún gæti farið fram í
desember. Gangi þetta eftir, þá
munu trúlega öll ríkin ljúka
staðfestingunni íyrir áramót.
Það er kannski einna helst hér á
landi sem óvissa er um málið
þar sem ekki hefur tekist sam-
komulag við stjómarandstöð-
una um tímaáætlanir og vinnu-
brögð,“ sagði Jón Baldvin við
Alþýðublaðið.
Hann sagði að nú stæðu við-
ræður yfir milli fulltrúa stjómar
og stjómarandstöðu um það
mál. „Það hefur gætt margvís-
legs misskilning í því sem ég
von að fari að skýrast. En aðal-
atriði málsins em þessi. Við
höfum gert ráð fyrir að samn-
ingurinn verði lagður fram
ásamt fylgiskjölum nú í lok
þings á þessu vori. Menn hafa
nefnt 13 til 18 maí til þess að
ljúka fyrstu umræðu um samn-
inginn. Að því loknu færi síðan
samningurinn ásamt fylgiskjöl-
urn og hin undirrituðu erinda-
skipti um tvíhliða samninginn,
um skipti á gagnkvæmum
veiðiheimildum, til utanríkis-
málanefndar sem og innbyrðis
samningar EFTA-ríkjanna um
framkvæmdina. Þ.e.a.s.
eftirlitsstofnunina, dómstól-
inn og fastanefndina.
Þá höfúm við rætt að efnt
verði til sumarsþings upp úr 20
júní. Tilgangurinn með því er sá
að þingfesta þessi mál ljúka
fyrstu umræðu og vísa málinu
því næst til nefnda. Þar hafa
menn rætt unt að æskilegt væri
að kjósa sérstaka sémefnd sem
væri verkstjómar- og umsjónar-
aðili af þingsins hálfu. Hún
myndi síðan vísa hveiju frum-
varpi til fastanefnda þingsins
sem við á fyrir utan þau mál
sem fara til utanríkismálanefnd-
ar eins og ég greindi áður frá.
Gangi þetta eftir og ef sam-
komulag er um að vísa helstu
málum til nefnda án umræðu,
eins og tíðkast í mörgum þjóð-
þingum, þá þyrfti þetta sumar-
þing ekki að taka langan tfma.
Auk þess óskum við eindregið
eftir því að þingið komi saman
aftur með fyrra fallinu, t.d. upp
úr 10. ágúst. Það getur hugsan-
lega verið í því formi að 116.
löggjafarþing sé hvatt saman
fyrr en ella og þá að því stefnt
að ljúka þar annarri umræðu um
samninganna og fylgifrumvörp-
in þannig að staðfestingarferlin-
um verði lokið á haustinu. Um
þetta hefur enn ekki tekist sam-
komulag en mér sýnist af þeim
viðræðum sem fram hafa farið
að líkur á því séu allbærilegar.
Þess ber að geta að stjómarand-
staðan hefur sameiginlega sett
fram kröfuna um þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Það lítum við á
sem sérstakt mál. Við vekjum
athygli á því að alls staðar ann-
ars staðar á Norðurlöndum, sem
búa við svipaðar stjómskipun-
arreglur og hefðir og við, þá er
litið svo á að hér sé um að ræða
milliríkjasamning sem staðfest-
ur er af þjóðþingum, og þar fara
ekki fram þjóðaratkvæða-
greiðslur. Ágreiningur um það á
ekki að þurfa að koma í veg fyr-
ir að menn geti náð samkomu-
lagi um vinnubrögð í þinginu,
þvf að fyrst og fremst verður
þingið að afgreiða þetta. Spum-
ingunni um hvort samningurinn
bryti hugsanlega í bág við
stjómarskránna hefur verið
komið í eðlilegan farveg þar
sem þeir aðilar íslenskir sem
helst em bærir af íjalla um það á
hlutlægan máta hafa verið skip-
aðir í nefnd og munu skila nið-
urstöðum sínum fyrir lok júní,“
sagði Jón Baldvin að lokum.
Líta á þetta sem frágenginn hlut Það var tómlegt um að litast í salar-
kynnum Verslunarmannafélags Reykjavíkur, langstærsta vcrka-
lýðsfclags landsins, í gær þegar við tókum þessa mynd af kjörstaðn-
um - cnginn að kjósa og sallamlcgt hjá starísfólkinu. Á sjöunda tím-
anum í gær voru 1.100 félagar búnir að kjósa, rétt um 10%. At-
kvæðin verða talin í dag, cn útkoman skiptir ekki máli, það þarf
20% félagsmanna til að taka afstöðu. Ástæðan fyrir svo lítilli þátt-
töku hjá VR og öðrum verkalýðsfélögum? „Ætli mcnn líti ekki á
þctta sem frágenginn hlut“, svaraði Guðmundur B. Ólafsson hjá VR
þeirri spurningu. - A-mynd E. Ól.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44