Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						12
Föstudagur 22. maí 1992
Garðyrkjubœndurfylgjandi frjálsrí samkeppni
II
ÓTTAST EINOKUNAR-
STIMPILINN
II
- segir Pálmi Haraldssonframkvœmdastjórí Sölufélags garðyrkjumanna
Sölufélag garðyrkjumanna er elsta
dreifíngarfyrirtæki grænmetis og
ávaxta hér á landi, stofnað árið
1940. Það var fyrst á þessari öld sem
garðyrkja hófst sem búgrein á íslandi,
en það gerðist þegar mönnum varð
ljóst að nýta mætti jarðvarmann á háhi-
tasvæðum landsinstil ræktunar græn-
metis í stórum stfl. I gegnum árin hefur
dreifingaraðilunum fjölgað og Sölufél-
agið hefur gengið í gegnum marga
hreinsunarelda. A síðasta ári tók nýr
framkvæmdastjóri, Pálmi Haraldsson
viðskiptafræðingur, við fyrirtækinu og
beitti sér fyrir nokkurri endurskipu-
lagningu.
Alþýðublaðið spurði Pálma fyrst út í
þá ímynd sem oft hefur verið dregin
upp af íslenskum bændum, þar sem
þeir eru sagðir lifa við verndaðar
markaðsaðstæður.
„Það er alveg ljóst að þessi ímynd á
að nokkru leyti við um bændur í hinum
hefðbundnu búgreinum, en garðyrkju-
bændur eru mjög markaðssinnaðir og
óttast verulega einokunarstimpilinn
sem verið hefur á bændastéttinni í heild
sinni. Garðyrkjubændur hafa starfað
mjög lengi á forsendum frjálsrar sam-
keppni og ég er ekki í nokkrum vafa
um að hin innlenda framleiðsla geti
staðið af sér aukinn innflutning er-
lendis frá. Islenskt grænmeti hefur auk
þess ótvíræða kosti fram yfir það inn-
flutta. I fyrsta lagi er það ferskara, t.d.
vatnsmeiri gúrkur og í öðru lagi um-
hverfísvænna sökum þess að eituref-
nanotkun er í algjöru lágmarki. Gæði
innlendrar framleiðslu eru lfka miklu
meiri vegna þeirrar staðreyndar að
aðflutt grænmeti er oft orðið viku
gamalt þegar það kemur í verslanir hér.
Reynslan sýnir einnig að verð á græn-
meti lækkar þegar íslenska fram-
leiðslan kemur á markað, auk þess sem
neyslan eykst stórlega yfir sumarið".
- Hvað með áhrif alþjóðlegra við-
skiptasamninga, EES og GATT?
„Garðyrkjubændur . eru ágætlega
undir það búnir að takast á við aukna
erlenda samkeppni og í raun fagna ég
svona samningum sem stuðla að frjál-
sum viðskiptaháttum. Greinin nýtur
eingöngu árstíðabundinnar innflut-
ningsverndar og stuðningur opinberra
aðila hefur verið mjög lítill. Það er gért
ráð fyrir ákveðnum fyrirvörum og
aðlögun í EES hvað varðar grænmetis-
og blómaframleiðendur og eru það
ákvæði sem gilda einnig um mörg nnur
lönd. En við þurfum vissulega að auka
ímynd íslenskrar framleiðslu og láta
neytandann vita meira af okkur.
Það sem við leggjum hins vegar
áherslu á er að geta nýtt þá miklu fjár-
festingu sem til staðar er til þess að
framleiða grænmeti allt árið. Þar setur
myrkrið strik í reikninginn frá október
og fram í mars, og okkar hugmynd er
því að nýta þá miklu umframorku sem
til staðar er í landinu ti! þess að auka
raflýsinguna í gróðurhúsunum yfir
dimmustu mánuðina. Til þess að þetta
sé hægt er nauðsynlegt að garðyrkju-
bændur fái hagstæðara raforkuverð.
Það er verið að skoða þessa hluti í
samvinnu við stjórnvöld, en það væri
vel þess virði að gera tilraun með eina
gróðrarstöð strax í haust".
- Er ekki hœtt við aðfleirifari út í
þessa ræktun og offramleiðsla verði
effarið verður að greiða niður raf-
magn?
„Nei ég held að svo verði ekki. enda
er garðyrkjan bundin við ákveðin háhi-
tasvæði á landinu og þar er næg fjár-
festing til þess að anna allri innanlands-
framleiðslu og vel það þegar fram-
leiðslan er í hámarki.
- Má búast við útflutningi á íslen-
sku grœnmeti?
„Sölufélagið flutti út íslenska tómata
á Evrópumarkað hér fyrir nokkrum
árum og gekk það sæmilega. en þar var
fyrst og fremst um tilraun að ræða. Við
erum þessa dagana að þreifa fyrir
okkur í Færeyjum og það mun skýrast
á næstunni hvort útflutningur þangað
er raunhæfur möguleiki. Færeyingar
eru áhugasamir um að fá góðar vörur á
góðu verði og erum við þá að hugsa um
þann tíma þegar framleiðslan er sem
mest hér.
Við lítum vissulega til markaðarins á
meginlandi Evrópu í framtíðinni og þar
ættum við að geta auglýst íslenskt
grænmeti sem umhverfísvæna gæða-
vöru, vegna vatnsins, jarðvegsins og
þeirrar staðreyndar að eiturefni eru hér
notuð í algjöru lágmarki".
Feitt hrossakjöt
JAPANIR VIUA MEIRA OG MEIRA
- og hafa keypt dilkakjöt áfjórföldu verði miðað við það sem aðrar þjóðir hafa borgað
JAPANIR sækjast mjög eftir
hrossakjöti frá íslandi - og þeir vilja að
það sé feitt. Tómas Kristinsson, kjöt-
iðnaðarmaður og framkvæmdastjóri í
Kjötsölunni í Kópavogi segir að pant-
anir frá Japan séu upp á 1500 hross, eða
þá hluta sem Japanir vilja Ieggja sér til
munns. Gallinn er sá að það vantar um
500 til að fylla upp í pöntunina. Tómas
freistar því að ná í 500 hross til
viðbótar, 6-7 vetra, í góðum holdum.
Tómas og hans menn hafa frá
áramótum unnið hörðum höndum við
að úrbeína og vinna kjöt, 150 skrokka,
eftir ströngustu japönskum hefðum.
Japanir eru miklir matmenn og vand-
látir neytendur. Þeir fylgjast vel með
verkun kjötsins, senda frá sér lit-
skrúðug litakort sem sýna hvernig
kjötið á að líta út. Þeir vilja að kjötið sé
feitt innan frá og með miklum mögu-
leikum til fitusprengingar. Þó hafa þeir
eilítið slakað á kröfum sínum um fitu
að undanförnu, þegar Ijóst varð að
erfitt er að útvega nóg af feitu kjöti.
„Bændur fá 120 krónur fyrir kflóið
hjá okkur, 15% meira en verið hefur á
almennum markaði. Þetta er kannski
lágt verð, en þó skárra en verið hefur.
Hinsvegar getur málið þróast til betri
vegar, ef okkur tekst að nýta skrokkana
fyrir innanlandsmarkaðinn. Japanir
vilja aðeins lærin", sagði Tómas.
Kjötsalan hefur gert tilraunir til að
nýta það sem til leggst eftir að Japanir
hafa keypt það sem þeir vilja. Ymislegt
hefur verið framleitt og má þar nefna
hrossahakk, sem lfkað hefur vel, snit-
sel, álegg, pylsur - og jafnvel hamborg-
TÓMAS KRISTINSSON, - hann var að úrbeina hrossaskrokka fyrir Japani þegar við hittum hann að máli í gær. A-mynd E.Ol.
ara. Þessa vöru þarf að kynna hér
innanlands, en þeir sem reynt hafa
segja þetta bragðgóða vöru. Hinsvegar
eru ótrúlega margir íslendingar sem
aldrei leggja sér til munns hrossakjöt.
Japanir gera kröfur um að varan
komi á markað hjá þeim ekki síðar en
viku eftir slátrun. Menn þurfa því að
hafa fljót handtök. Varan fer með Flug-
leiðavél til London, og þaðan umsvifa-
laust til Tokyo þar sem það fer á mark-
aðinn.
Tómas sagði að hann ætti von á aus-
turrískum kryddsérfræðingi í heim-
sókn í haust. Sérfræðingur þessi hefur
sérstakan áhuga á hrossakjöti og
kryddun þess. Hann vill gera tilraunir
með ýmsa framleiðslu úr íslensku
hrossakjöti, - til dæmis pepperoní. - og
lfka á ýmsu dýrafóðri. hundamat og
öðru slfku.
Japanir hafa líka sýnt áhuga á fs-
lensku kindakjóti. Send var tilrau-
nasending fra Kjötsölunni og líkaði
hún vel hjá gestum veitingahúsa sem
keyptu kjotið. Japanir vildu borga 280
krónur á kílóið fyrir kjötið hér á landi.
Þá komst landbúnaðarráðherra Japans í
málið. komst að raun um að aðrar
þjóðir voru að kaupa kjöt frá Goða fyrir
59 krónur kílóið. niðurgreitt um 450
krónur af skattgreiðendum. Þetta þótti
honum ekki góð latína. og þarmeð var
sá markaður lokaður.
Tómas Kristinsson sagði að
afskaplega erfitt væri að hækka verð á
mörkuðum ytra eftir þá gjafastarfsemi
sem stunduð hefði verið. markaðirnir
væru nánast eyðilagðir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24