Alþýðublaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 1. júlí 1992 fmitiiiímiiii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: 625566 - Auglýsingar og dreifing: 29244 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Sigur Þorgeirs Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotin hafi verið ákvæði 10. greinar Mannréttindasátt- mála Evrópu um tjáningarfrelsi með dómi Hæstaréttar frá 20. október 1987 yflr Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi. Þorgeir var sakfelldur fyrir meiðyrði í tveimur greinum er hann ritaði í Morgunblaðið 1983 um ótilgreinda lögreglumenn í Reykjavík í tengslum við svonefnt Skafta- mál. Þorgeir var dæmdur fyrir brot á 108. grein almennra hegn- ingarlaga sem kveður á um að opinberir starfsmenn skuli njóta sér- stakrar verndar í opinberri umræðu. Urskurður Mannréttindadómstólsins er vendipunktur fyrir íslenskt dómskerfi. Þetta er fyrsti dómurinn sem gengur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstólnum. Dómstóllinn hefur í raun komist að þeirri niðurstöðu að 108. grein almennra hegningarlaga á íslandi stangist á við alþjóðleg mannréttindi. Það þarf reyndar ekki ýkja mikla dómgreind til að skilja að 108. grein almennra hegningarlaga er fáránleg tímaskekkja; leifar frá liðinni stjómtíð. Ef einhverjir eiga að vera undir opinberu eftirliti og aðhaldi frá ljórða valdinu eins og fjöl- miðlar stundum nefnast, þá em það opinberir starfsmenn. Viðbrögð Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra em því gleðiefni. Hann hefur lýst því yfir að á næstu dögum muni hann skipa nefnd þriggja sér- fræðinga sem falið verður að skila áliti fyrir haustið um það hvemig íslenskum stjómvöldum beri að bregðast við dómi Mannréttinda- dómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirssonar. Þar á meðal mun nefndin athuga hvort breyta beri 108. grein almennra hegningarlaga og kanna hvort rétt sé að lögfesta hér á landi Mannréttindasáttmála Evrópu sem íslendingar staðfestu árið 1954. Um 108. greinina sagði dómsmálaráðherra orðrétt í viðtali við Morgunblaðið 26.júní sl.: „Ég er þeirrar skoðunar að það sé mikið álitamál hvort rétt sé að viðhalda þessari aðgreiningu milli opinberra starfsmanna og annarra eins og hegningarlögin gera ráð 'fyrir í dag og tel eðlilegt að það sé skoðað hvort fella beri niður þessa sérstöku vemd sem opinberir starfsmenn njóta. Ég er ekki viss um að það þjóni þeirra hagsmunum að njóta þessarar sérstöku vemdar í nútímaþjóðfélagi.“ Þetta er hárrétt athugað hjá Þorsteini Pálssyni ráðherra og mæli hann manna heilastur. Þeim sem ekki er sama um tjáningarfrelsi á íslandi, yfirgang opinbers yfirvalds og geðþóttaákvarðanir stjómsýslunnar standa í djúpri þakk- arskuld við Þorgeir Þorgeirsson rithöfund. Hann neitaði að láta úrelt ólög sem vernda stjómkerfið kúga sig og var reiðubúinn að fóma tíma, peningum, starfsstöðu og jafnvel æm til að hnekkja miðaldardómi íslenskra dómstóla fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Flestir hefðu beygt sig fyrr. Þorgeir Þorgeirsson hefur sýnt sjaldgæft félagslegt hugrekki í þessu máli sem skiptir alla þjóðina máli og sker úr um hvort ákvæði hinnar íslensku stjómarskrár um tjáningarfrelsi hér á landi ber að taka alvarlega eða hvort það er gaspur eitt í reynd. M^annréttindadómstóllinn í Evrópu hefur með úrskurði sínum bent á brotalamir í íslenskri stjómsýslu. En stjómsýslufarsinn heldur daglega áfram á íslandi. í sömu mund og niðurstöður Mannréttindadóm- stólsins birtast, kveður Kjaradómur upp dóm um launahækkanir til æðstu starfsmanna ríkisins. Sá dómur kemur á afar óheppilegum tíma fyrir ríkisstjóm Islands með tilliti til þjóðarsáttar og fjárlaga og er sálfræðilega íþyngjandi fyrir stjómvöld. Forsætisráðherra hefur skrif- að Kjaradómi bréf og beðið dóminn að taka málið aftur til íhugunar. Aðrir ráðherrar í ríkisstjóminni hafa lýst yfir vanþóknun sinni og sumir krafist þess að dómnum verði hnekkt. Bráðabirgðaiög liggja í loftinu ef Kjaradómur bregst ekki rétt við geðþótta forsætisráðherra og annarra ráðherra. Hvað er að gerast? Ætlar löggjafarvaldið að segja dómsvaldinu fyrir verkum? Standast slíkar ákvarðanir ákvæði stjórn- arskrárinnar um þrígreiningu valdsins? Þurfa opinberir starfsmenn sem fengið hafa launahækkanir staðfestar með Kjaradómi að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu til að úrskurður Kjaradóms standist? IM BRENNIVÍN OG KÓK GANGA í EINA SÆNG Starfsmcnn í átöppuninni hjá ÁTVR að meðhöndla síðustu Brennivínsflöskumar sem fyrirtsekið framleiðir. Brennivínið í einkarekstur Landsmenn verða ekki Brenni- vínslausir enda þótt ÁTVR sé hætt að brugga þennan görótta drykk, sem miklum vinsældum hefur átt að fagna hátt í sex áratugi. Á föstu- daginn var síðasta lögunin sett á flöskur í verksmiðjunni við Stuðla- háls, sem gárungarnir kalla reyndar Flöskuháls, enda þrjú drykkjar- vörufyrirtæki við þá götu eða í allra næsta nágrenni. Starfsmenn í lögun íslenska brenni- vínsins sögðu blaðamanni Alþýðu- blaðsins að uppskriftin væri algjört hemaðarleyndarmál og vel varðveitt. Drykkurinn Brennivín er um margt merkilegur. Hann hefur í 57 ár og 5 mánuði notið vinsælda, oftast met- söludrykkur í einkasölum Áfengis- ' verslunarinnar. En gengið hefur verið misjafnt, tískusveiflur hafa raskað sölu þessarar íslensku iðnframleiðslu. Þannig seldust um 1960 300-400 þúsund lítrar af miðinum á ári hverju. Þegar hollenski sjeniverinn komst í tísku dróst salan á Brennivíni saman um 2/3. Árið 1976 var salan á Brenni- víninu hinsvegar orðin 470 þúsund Iítrar; sem mun vera mesta salan á einu ári. Á síðasta ári var salan um 200 þús- und lítrar. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði við blaðamenn að það væri með vissum söknuði að fyrirtækið hætti nú framleiðslu Brennivíns. Hann tók skemmtilegt dæmi um verð á drykkn- Brennivín af ýmsu tagi, það nýjasta og aðrar fiöskur talsvert fornar og trúlcga með góðu innihaldi. um, sem reyndar hefur verið inni í grundvelli framfærsluvísitölunnar um áratuga skeið, og án efa hefur verði heldur verið haldið niðri á Brennivíni af þeim sökum á síðari árum. Höskuldur sagði: „Það er fróðlegt að bera verð á brennivíni saman við verð- lag vöru og þjónustu en það er hugtak sem Hagstofan notar. Sá sem keypti brennivín fyrir I krónu 1935 hefði orðið að greiða 24,30 krónur fyrir sama magn 1960 og 25.000 kr. í dag. Fyrir pakkann sem mælir verðlag vöru og þjónustu hefði hann greitt 12,16 kr. 1960 en 16.632 kr. 1992. Ljóst er að stjómvöld hafa verið mjög fús til að hækka brennivínið þannig að fram til 1960 hefur það hækkað langt umfram almennt verðlag. Þótt dregið hafi úr verðhækkunum síðan, er verð- lag þess í dag 50% hærra en almenna verðlagspakkans". Á föstudaginn var enn óljóst hvað af Brennivíninu íslenska yrði. Ríkið hætt að brugga og tappa á flöskur, en enginn samningur enn í höfn. Úr þessu rættist á mánudaginn. Þá var undirritaður samningur við fyrirtækið Rekís hf., sem er í eigu Halldórs V. Kristjáns- sonar og eiginkonu hans, Kristínar Stefánsdóttur. Fyrir leyniformúluna og þann tækjabúnað sem til þarf borga þau ríkinu rúmar 15 milljónir króna. Svo skemmtilega vill til að Halldór er sonur Kristjáns Kjartanssonar, eins eigenda Vífilfells hf. sem framleiðir Coca Cola. Kókið hefur einmitt verið helsta blandan út í brennivínið um langt skeið. Hinna ungu framleiðenda Brenni- vínsins bíður nú að gera mjöðinn að tískudrykk að nýju. Sem er erfítt verk, enda mega framleiðendur áfengra drykkja ekki auglýsa framleiðslu sína á samsvarandi hátt og t.d. Kóka Kóla. Hitt er ljóst að gengi íslenska brenni- vínsins hefur verið heldur niður á við. Rík þjóð snobbar fyrir aðfluttum vímu- gjöfum og dýrari. I gær var enn ekki ljóst hvar framtíðaraðsetur fyrirtækis- ins verður. Vélamar - og uppskriftin - munu hinsvegar flytja úr núverandi húsnæði. Höskuldur Jónsson afhcnti Guðmundi Magnússyni, þjóðminjaverði, síðustu flöskuna scm ÁTVR framieiddi, - og flösku úr fyrstu blöndunni, rykfailna mjög. Flöskurnar vcrða án efa sýnilegar í Þjóðminjasafni í framtíðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.