Alþýðublaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. júní 1993 MENNING 7 Ljósmyndir Mary Ellen Mark á Kjarvalsstöðum Einn þekktasti Ijósmyndari heims talar um verk sín A mánudaginn verður forvitnileg- ur fyrirlestur á Kjarvalsstöðum sem áhugamenn um Ijósmyndir ættu ekki að láta framhjá sér fara. Bandaríski Ijósmyndarinn Mary Ellen Mark mun ræða um myndir sínar, en sýning á verkum hennar hefur staðið yfir á Kjarvalsstöðum síðan 22. maí. Mary Ellen Mark er um þessar mundir einn þekktasti heimildaljósmyndari heims og spannar sýningin fyrstu 25 árin af ferli hennar. Hún hfeur að geyma 125 myndir, allt frá blindum bömum í Úkraínu til fjöl- leikahúslistamanna á Indlandi. Mary Ellen Mark útskrifaðist sem frétta- ljósmyndari 1964 eftir nám í listasögu og lismálun. Hún fékk strax Fullbright-styrk til að ljósmynda í Tyrklandi þarsem hún dvaldi um tíma en sneri heim til Bandaríkj- anna eftir árs dvöl og hóf að skrásetja með myndavél sinni hvaðeina sem vakti áhuga hennar; mannlíf í Central Park, mótmæla- fundi, kvennahreyfinguna og líkamsræktar- menn. Hún hlaut fljótlega alþjóðlega ffægð fyr- ir ljósmyndir sínar og myndraðir en meðal þeirra eru Eiturlyíjaneytendur í London, Heimilislaus ljölskylda, Góðgerðarstofnan- ir Móður Theresu og Indversk fjölleikahús. Sýningin að Kjarvalsstöðum hefúr verið fjölsótt og hlotið góða dóma. Vegna óvið- ráðanlegra ástæðna lýkur henni fyrr en áður var auglýst eða miðvikudaginn 7. júlí. Aðgangur að fyrirlestrinum á mánudags- kvöldið er ókeypis og hefst hann klukkan 20.30. Stúlkubam með fullorðið andlit og dúkku. Úr myndröðinni Streetwise eftir Mary Ellen Mark. Fjallkonan í Lundúnum Fjölsóttur þjóðhátíðarfagnaður íslendinga í Lundúnum. Skrúðganga um götur heimsborgarinnar vakti óskipta athygli íslendingar í Lundúnum héldu veg- legan þjóðhátíðarfagnað sunnudaginn 20. júní. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við sendiráðið. Fyrsti hluti dag- skrárinnar fór fram af svölum sendi- ráðsins og lokaði lögreglan nærliggj- andi götum á meðan. íslenski kórinn í Lundúnum flutti Land míns föður, verðlaunalag Þórarins Guð- mundssonar frá 1944. Þá ávarpaði Helgi Ágústsson sendiherra gesti, en síðan flutti Sigríður Ella Magnúsdóttir ávarp fjall- konunnar. Síðan hófst skrúðganga með lúðrablæsti og bumbuslætti og var gengið í hinn þekkta listigarð, Chelsea Physic Garden þarsem boðið var uppá fjölbreytta dagskrá og veitingar á borð við pylsur, prinspóló, kók, kaffi og kökur. Skrúðgangan vakti mikla athygli veg- farenda í Lundúnum en hún var farin í lögreglufylgd. Veltu Lundúnabúar því fyrir sér hvaða baráttuhópur færi þar og fýrir hverju væri barist - með ábúðarfull- an fánabera og glæsilega fjallkonu í Fánaberinn og fjallkonan. Steindór Haraldsson og Sigríður EUa Magnúsdóttir í broddi Is- bijósti fylkingar. lendingafylkingar. INNLAUSNARVEF® VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1.FLB.1986 Hinn 10. júlí 1993 er fimmtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr.15 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.812,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1993 til 10. júlí 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3282 hinn 1. júlí 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.15 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 12. júlí 1993. Reykjavík, 30. júní 1993. í SEÐLABANKI ÍSLANDS Grafið við fótskör Ingólfs Ingólfur Amarson er stignn niður af stalli sfnum og stórvirkar vélar róta í hólnum hans. En fomleifafræðingamir okkar nota auðvitað tækifærið líka til þess að lesa sig í gegnum jarðlögin, og leita að skilaboðum sögunnar. Hér em þau Ragnar Eðvarðs- son og Steinunn Kristjánsdóttir að rannsóknum: öndvegissúlumar frægu höfðu ekki fundist þegar síðast fréttist. Tónleikar Caput-hópsins Hinn 4. júlí verða haldnir að Kjarvalsstöðum tónleikar með verkum Hauks Tómas- sonar. Haukur er fæddur í Reykjavík 1960 og nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1976-1983 og nam einnig við tónífæðadeild Tónlistarskólans 1981-83. Hann hélt síðan utan og stundaði nám í tónsmfðum og píanóieik við Musikhoch- schule í Köln, Sweelinck Konservatorium í Amsterdam og framhaldsnám við Uni- versity of Califomia í San Diego þaðan sem hann útskrifaðist með mastersgráðu 1990. Á tónleikunum verða flutt þrjú verk eftir Hauk; Eco del Passato, Spfrall og Tríó, sem verður frumflutt og var sérstaklega samin fyrir þessa tónleika. Caput-hóp- urinn mun fiytja öll verkin en í honum em um 20 ungir íslenskir einleikarar sem starfa ýmist á íslandi eða erlendis. Caput-hópurinn hefur lagt sérstaka áherslu á að frum- fiytja verk íslenskra tónskálda enda hafa niörg þeirra samið lyrir hópinn. Tónleikam- ir á sunnudaginn hefjast klukkan 20.30. Aðgangseyrir er 300 krónur. Elín Jakobsdóttir í Menningarstofnun Bandaríkjanna Á laugardaginn, klukkan 14, mun skosk-íslenska listakonan Elín Jakobsdóttir opna sýningu á málverkum og teikningum í húsakynnum Menningarstofnunar Bandaríkj- anna að Laugavegi 26 (bílastæði og inngangur einnig frá Grettisgötu). Elín er fædd á íslandi árið 1968 en hefur verið búsett erlendis allt frá bamæsku. Hún stundaði nám við Glasgow School of Art og lauk þaðan B.A. prófi með láði árið 1992. Elín hélt einkasýningu á verkum sínum í Glasgow árið 1991 auk þess sem hún hefur tekið þátt í námssýningum og hópsýningum skoskra listamanna í Glasgow og Lundúnum og annast myndskreytingu bamabókar fyrir menntamálaráðuneytið í Chile. Þá sá hún um uppsetningu og skipulag sýningar á vefnaöi og listmunum frá Andesfjöllum í Perú, „Winds across the Andes“, sem haldin var í Glasgow fyrir tveimur ámm. Elín hefur lagt leið sína til Perú og Bólivíu í náms- og kynnisferðir, og lagt stund á leikiist og brúðugerð. Árið 1991 vom henni veitt hin svonefndu Christie-verðiaun en þau falla í skaut efnilegasta nemandanum á þriðja ári við Glasgow School of Art. Þá hlaut hún myndlistarverðlaun W.O. Hutchison árið 1992. Sýning Elínar verður opin a!|^ virka daga frá klukkan 8.30 til 17.45 og stendur til föstudagsins 30. júlí. íslenskt kvöld í Norræna húsinu Fimmtudagskvöldið 1. júlí mun Heimir Pálsson cand.mag. halda fyririestur á sænsku um íslenska menningu og nefnist hann Jslandsk kultur genorn tidema'*. Heimir mun rekja sögu íslenskrar menningar í stómm dráttum, og að fyrirlestrinum loknum verður kvikmyndin „Utbrottet pa Hemön" sýnd. Kaffihlé verður efúr fyrir- lesturinn og í kaffistofu er hægt að fá gómsætar veitingar; í fféttatilkynningu Norræna hússins er þannig vakin sérstök athygli á rjómapönnukökunum. Fimmtudagskvöldið 8. júlí mun leikstjórinn Kari Halldór svo ræða á sænsku um íslenska leiklist í fyrir- lestrinum „Islandsk teater idag“. Aðgangur er ókeypis að íslandskvöldi og em allir velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.