Alþýðublaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MENNING/ MENNING & MENNING Rmmtudagur 21. október 1993 Menningarviðburður á Kjarvalsstöðum Höggmynda- og Ijósmyndasýning Næstkomandi laugardag, 23. október, klukkan 16 mun borgarstjórínn í Reykjavík, Markús Öm An- tonsson, opna formlega að Kjarvalsstöðum yfirlitssýn- ingu á verkum eftir franska myndhöggvarann AUG- USTE RODIN (París 1840 - Meudon 1917), en hann er tvímælalaust einn merkasti myndhöggvari allra tíma. Sýningin, sem kemur frá Rodin-safninu í París, hefur að geyma 62 höggmyndir og 23 Ijósmyndir af listamann- inum og umhverfi hans. Þar á mcðal eru sýnd mörg hcimsþekkt verk likt og Hliðið að víti, Hugsuðurinn, Kossinn, Borgaramir frá Calais og Balzac. Viðstadd- ur opnunina verður Jacqu- es Vilain forstöðumaður Rodin- safnsins í París. Sýn- ingin stendur fram til 5. desember 1993. En hver var AUGUSTE RODIN? Rodin var sonur undir- manns hjá embætti sýslu- manns. Hann sveigði út af hinni hefðbundnu mennta- braut fjórtán ára gamall og fór að sækja tíma við Hinn keis- aralega dráttlistar- og stœrð- frceðiskóla þar sem hann hlaut ieiðsagnar Lecoq de Boisbaudran og Louis-Pi- erre-Gustave Fort, hvar hann lærði að teikna eftir minni og móta af mikilli list. Hann fór að vinna við húsaskreytingar á vegum verktaka sem unni við list- skreytingar í París þegar Haussmann hafði yfirum- sjón með gagngerum breyt- ingum í borginni í valdatíð Napóleons III. Munkareglan og alvarleg áföll Rodin gerði þtjár árangurs- lausar tilraunir til að komast í listaskólann í París. Lát systur hans fékk mjög á hann, svo mjög að hann hugðist ganga í munkareglu sem nefndist Feður hins mjög svo heilaga sakramentis, reglu sem faðir Eymard hafði stofnað. Rodin gerði portrett af Eymard þess- um sem ráðlagði honum að hætta við að gerast munkur. Hann fylgdi ráðum hans, tók að sækja tíma hjá Barye í Safninu og fór að vinna hjá Carrier-Belleuse. Hann fékk ekki að sýna verkið Nefbrotna manninn á hinni árlegu Salon-sýningu árið 1864, en það var alvar- legt áfall fyrir hann því öðru- vísi gátu listamenn hvorki náð til almennings né gert sér vonir um að fá pantanir um verk. Lífsförunauturinn og árin í Brussel Hann hitti Rose Beuret sem ól honum son og varð lífsförunautur hans til ævi- loka. Arið 1871 var honum vikið úr hemum vegna þess hversu nærsýnn hann var. Hann fór þvf með Carrier- Belleuse til Bmssel og vann ásamt honum við að skreyta Kauphöllina. Því næst hóf hann samstarf við Joseph Van Rasbourg og saman unnu þeir ýmiskonar vegg- skreytingar á byggingar í heldri manna hverfum borg- arinnar. A Bmssel-ámnum hjó Rodin út fjölda bijóstmynda eftir sínu höfði eða goðsögu- leg verk á borð við þá skreyti- list sem mjög var tíðkuð á átj- ándu öldinni, fór í gönguferð- ir umhverfis borgina og mál- aði. Mikaelangeló og liststumur Árið 1875 lagði hann af stað fótgangandi suður til ítal- íu og hafði viðkomu í Tórínó, Genóva, Písa, Róm, en eink- um þó í Flórens. F.ftir þessa miklu pílagrímsferð á vit fomaldar, einkum þó á vit Mikaelangelós, fylltist hann mikilli vinnugleði og skapaði ákaflega persónuleg verk úr sígildum efniviði: Ognaröld- ina, Mann á gangi og Jó- hannes skírara. Árið 1877 var hann sakað- ur um myndstuld varðandi Ógnaróldina; ásökun þessi olli miklu fjaðrafoki og varð til þess að nafn hans komst á allra varir. Heimssýningin og vaxandi orðstír Rodin hélt aftur heim til Frakklands og fór að vinna við að undirbúa Heimssýn- inguna 1878. Hann mótaði AUGUSTE RODIN: Borgararnir í Calais, bronsskúlptúr frá 1884 til 1886, í eigu Hirshhorn-safnsins í Washington. furðuskepnumar við Troc- adéró-höllina, skreytti vasa fyrir postulíns-verkstæðin í Sévres og reyndi eftir megni að fá verkefhi á vegum hins opinbera. Hann kynnti tillögu að minnismerki um þá sem féllu í umsátrinu um París ár- ið 1870, en verk hans, Her- kvaðning, vakti nánast enga athygli. Orðstír Rodins fór þó vax- andi og ríkið keypti af honum Ógnaröldina árið 1880. Hann kynntist framámönnum í bók- menntalífinu á bókmennta- kvöldi hjá frú Adam og þeir sáu til þess að hann fengi pöntun um að vinna gífúrlega mikla bronshurð í Skreyti- listasafnið sem þá var í bygg- ingu. Efniviðinn átti hann að sækja í Hinn guðdómlega gleðileik eftir Dante. Rodin fékk vinnuaðstöðu í marmaraskemmu ríkisins og verkið greitt að hluta til fyrir- fram. Svo virðist sem hann hafi sjálfur valið kaflann úr ljóði Dantes, Lýsingar á Víti, en hann var álíka svartsýnn í hugsun og skáldið mikla frá Flórens. Verkið verður að Hliðinu að Víti, enda þótt Rodin hafi aldrei lokið við það. Gífurlegur sköpunarkraftur í Hliðinu kemur hinn gíf- urlegi sköpunarkraftur lista- mannsins berlega í ljós. Það verður honum óþijótandi uppspretta forma allt til hans hinsta dags. í því gafst Rodin færi á að myndskreyta al- þekktar frásagnir á borð við dauðastríð Ugólíns, ástar- sambandið sem aldrei gat neitt orðið úr milli Paolos og Francescu, en einkum þó ástríður mannsins og þjáning- ar. Fjöldi mynda, þar sem mannslíkaminn er togaður og teygður eins og um fimleika- æfingar væri að ræða, settur í yfirgengilegar, allt að því óhugsandi stellingar, sýna þær vítiskvalir sem hinir dæmdu verða að líða, og ef betur er að gáð tjá þær tilfinn- ingar mannkynsins og þján- ingar. Einfaldar myndir í miðaldahefð Árið 1884 var hann kom- inn vel á veg með Hliðið, en það var svo dýrt að steypa það í brons að því var slegið á frest og því fór Rodin að sinna öðmm pöntunum sem lágu fyrir. Dewavrin borgarstjóri í Calais lagði inn pöntun 1884 um Minnismerki um borgara í Calais. Rodin sýndi það verk í heild sinni á samsýn- ingu þeirra Monets árið 1889. I þessu minnismerki dró Rod- in upp einfaldar myndir og vann þannig í anda miðalda- hefðarinnar. Enn íhaldssamara var minnismerki um Claude Lorrain sem Nancy-borg pantaði árið 1886. Það verk var afhjúpað árið 1889. Pönt- un barst ffá hinu opinbera um Minnismerki um Victor Hugo, því var ætlaður staður í Panthéon. Félag áhuga- manna um bókmenntir pant- aði minnismerkið um Balzac. Sleitulaus vinna og Camille Claudel Rodin nálgast verkefnin ævinlega með opnum huga, hann reynir að ná fullkomnun og kærir sig kollóttan um það hvort smáatriðin séu ná- kvæmlega rétt eða hvort verk- in kunni að hneyksla. Hann hikar ekki við að tjá sinn eig- in sannleika enda þótt það kunni að setja blett á orðstír hans. Hann vinnur sleitulaust í þessum anda á árunum 1880 til 1898 en það ár sýnir hann Kossinn og Balzac á sýning- unni á Champs de Mars. Fé- lag áhugamanna um bók- menntir vill ekki sjá styttuna af Balzac þegar til kemur. Rodin tekur styttuna af sýn- ingunni og hún er ekki steypt í brons fyrr en árið 1936. Þetta sama ár, 1898, slítur listamaðurinn endanlega sambandinu við Camille Claudel. Þetta ástríðufulla, kreljandi og átakamikla ástar- samband verður ódauðlegt í verkum listamannanna tveggja: myndir af parinu, en líka af blíðu og fyrirgefningu. Auguste Rodin öðlast heimsfrægð Árið 1890 stofnar Rodin Hið þjóðlega listafélag ásamt þeim Carriére, Puvis de Chavannes og Dalou sem er kosinn formaður félagsins. Árið 1893 tekur Rodin við stjóm höggmyndadeildarinn- araf Dalou. Á Heimssýningunni í Par- ís aldamótaárið 1900 opnar hann sýningu á hundraðog- fimmtíu verkum í Pavillon de l’Alma og öðlast við það heimsfrægð. Á sama tíma er í Buenos Aires afhjúpað verkið Minnismerki í Sarmiento. Hver sýningin tekur við af annarri: 1901 í Feneyjum og í Berlín; 1902 í Prag; 1904 í Lundúnum, þar sem hann tek- ur sæti Whistlers, sem var þá nýlátinn, í Hinu alþjóðlega félagi listmálara, mynd- höggvara og leturgrafara. Rodin hittir hertogaynjuna af Choiseul og er í tygjum við hana allt fram til ársins 1912. Persónulegt og mannlegt ynrbragð Rodin gegnir æ mikilvæg- ara hlutverki í listaheimi þessa tíma, orðstír hans fer vaxandi. Hann gerir fjöldann allan af mannamyndum, jafnt af vinum sínum sem þekktu fólki úr heimi bókmennta og lista, stjómmálunum og utan- ríkisþjónustunni. Það er sama hver á í hlut, alltaf skal hann ljá verkum sínum persónulegt og mann- legt yfirbragð, honum tekst ætíð að sundurgreina á hárfín- an hátt líf þess sem hann er að fást við; „fallegar brjóst- myndir leggja sögunni lið“, sagði Dujardin- Beaumetz eitt sinn við hann. Eftir 1908 er Rodin hug- fanginn af nýju viðfangsefni: dansinn við líkama sem hreyfast, sem frjálslegastar hreyfingar og stellingar. Ráð Rilkes og Rodin-safnið Hann fer að ráðum Rainer Maria Rilke og kemur sér fyrir f Hitel Biron, enda þótt hann búi áfram í Meudon. Árið 1916 lætur hann öll verk sín og höfúndarrétt af hendi rakna í þrennu lagi til franska ríkisins gegn því skil- yrði að komið verði á fót Rodin-safni í Hitel Biron og garðinum umhverfis það. Gifting og dauði Rodins I janúarmánuði 1917 geng- ur hann að eiga Rose Beuret. Hálfum mánuði síðar deyr hún og í nóvember sama ár deyr Rodin. Þau em jarðsett í garðinum við Villa des BriU- ants í Meudon þar sem hann var með vinnustofú. Yfir þeim vakir Hugsuður. I upphafi tuttugustu aldar- innar vann Rodin með fjölda stíltegunda, viðfangsefna og hráefna. Hann gekk með svo opnum huga til verks, hann var svo skarpur og úrræða- góður og hugmyndimar sem hann vann með í verkum sín- um bera vott um slíkan sköp- unarmátt og fijósemi að hann er sá listamaður sem aðrir listamenn bera sig saman við enn þann dag í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.