Alþýðublaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 4
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BOKABLAÐIÐ___________________________________Þriðjudagur 7. desember 19931 Kafli úr bók Unnar Jökulsdóttur og Þorbjörns Magnússonar, Kría siglir um Suðurhöf Kría siglir um Suðurhöf er einstök ferðasaga sem nýkomin er út hjá Máli og menningu. Þorbjörn Magnússon og Unnur Jökulsdóttir sigldu skútu sinni, Kríu, frá Panamaskurðinum til Ástralíu og voru ár á leiðinni. Á þessum tíma upplifðu þau ómælisvíðáttu Kyrrahafsins, sigldu vikum saman án þess að sjá annað en himin og haf, en höfðu líka viðkomu á ótal eyj- um frá Galapagos til Fídji. Þor- björn og Unnur voru samvist- um við risaskjaldbökur og frey- gátufugla, höfðu ielagsskap af höfrungum, selum og hákörl- um, en kynntust líka merkiiegri menningu frumbyggja og mi- svitrum nýlenduherrum. Þenn- an heim opna þau lesendum í hcillandi bók sem prýdd er fjölda litmynda úr ferðinni. I kaflanum hér á eftir segir frá kónginum á Tonga, hans hátign Taufa’ahau Tupou IV, sem hjólar um á þríhjóli sér til heilsubótar. Þá er og sagt frá gildismati Tongana á fegurð: í þeirri sveit þykir íínt að vera fölur á hörund og holdugur. Við strandgötuna í Núkúalófa, höfuðstað Tongaeyja, standa nokkur tröllvaxin furutré í röð og í fyrstu finnst manni að þau hljóti að hafa farið staðarvillt. Þessir beinvöxnu fururisar, sem venju- legt vinarbæjar-jólatré yrði eins og einiberjarunni við hliðina á, eru eitthvað svo annar- lega ójólaleg í suðrænu sólskininu. Engu að síður er viss hátíðleiki ylir þeim og einmitt á þessum parti er virðu- legasti hluti bæjarins. Bæjamafnið Núkúa- lófa merkir á pólyne- sísku: „Bústaður ástar- innar“, en hér er líka bústaður konungsins, höllin stendur ofanvert við furutrén. Kóngur- inn í Bústað ástarinnar á eyjunni Tongatapú - nöfnin hafa einhvem klingjandi ævintýra- hljóm. Jafnvel lýðræð- issinnar sem aldrei lesa kóngablöð verða að játa að kóngurinn á Tonga er enginn venjulegur pót- intáti. Hann er eins og alvöm æv- intýrakóngur fyrir fullorðna, kóngurinn úr Tralla. Og þess- vegna emm við að lóna við höll- ina og gægjumst yfir vegginn sem umlykur hallargarðinn í von um að sjá hans hátign bregða fyrir. Það er sagt að hann fari oft út að liðka sig um þetta leyti dags. Það ætti ekki að fara fram hjá okkur ef hann á annað borð lætur sjá sig, hann er um tveir metrar á hæð og vó 210 kíló síðast þegar tölur um þyngd hans vom birtar opinber- lega. Á Tonga þykir fallegt að vera vel í holdum og mikill að vallar- sýn. Hugmyndir Pólýnesa um fegurð em um margt frábrugðnar okkar. Fyrsta skilyrði til að geta talist fallegur, hvort sem urn er að ræða kvenmann eða karlmann, er að vera digur. Annar höfuðkost- urinn er ljós hörundslitur. „Hvítur sem kjami kókoshnetunnar skal sá tane vera sem hönd mína hlýt- ur,“ sagði fræg þokkadís í þjóð- sögu á Markísum, og þetta við- horf er ennþá ríkjandi á meðal Pólýnesa í dag. Fátt þykir þeim jafn öfugsnúið í háttalagi falang- ans, hvíta mannsins, og sú árátta hans að liggja og láta sólina baka sig brúnan. Á Tonga undirgeng- ust stúlkur af aðalsættum sérstaka húðlýsingarmeðferð í fegrunar- skyni. Fyrst var húðin nudduð vandlega með tuggðri kertahnetu (olía hennar var einnig notuð sem ljósmeti) og síðan var borin blanda af lóló-olíu og túnnerik á allan líkamann. Þetta var gert tvisvar í viku og mixtúran höfð á í nokkrar klukkustundir. Síðan var borin kókosolía á hömndið svo það glansaði. Mjög mikilvægt var að stúlkumar kæmust ekki í nokkra snertingu við sólarljós og húsið sem þær héldu til í um með- ferðartímann var klætt aukalög- um af laufmottum svo engin minnsta glæta kæmist að þeim. Eins var algengt að böm fyrir- fólks væru send í sameiginlega fitunar- og hvítingarkúra. Þau dvöldu í niðdimmum skála þar sem gólfið var þakið pandanus- mottum og laufi vættu í kókosol- íu. Börnin hvíldu á laufunum undir ntörgum lögum af strámott- um og fengu sérstakt fitunarfæði í vel útilátnum skömmlum. Matn- um var ýtt inn til þeirra á nælurn- ar til að fyrirbyggja að ljós slyppi inn um gættina, og einungis þegar dimmt var fengu þau að ganga er- inda sinna niður að ströndinni. Þannig var unga fólkið geymt í einangmn heilan tunglgang og þegar fegrunarkúmum var lokið var farið með þau í skrúðgöngu gegnunt þorpið eða þau voru látin sýna sig á næstu hálíð svo fólk gæti dáðst að hvað þau voru hvít og feit. Fyrir kom að ættingjarnir þyrftu að styðja við fegurðarung- lingana því þeirn var hætt við að hníga niður vegna eigin þunga og hreyfingarleysis. Bústaður konungsins er gömul, stór og glæsileg timburhöll nteð hvítmálaða panelveggi, marga tuma og gafia og rautt bámjárns- þak. Frá henni sér yfir græna grasflöt milli risafuranna út á gljábláan kóralsjóinn. I bakgarði kóngsins leika aligæsir og hænur lausu stéli og þótt hænsni séu bara hænsni hér sem annarsstaðar eru gæsir afturámóti mikil upphefð og virðingarauki eiganda sínum. Til þess að enginn keppi við kónginn með ótilhlýðilegu gæsa- haldi em þær lýstar tabú. Það má semsagt enginn eiga gæs í bústað ástarinnar utan hans hátign Taufa’ahau Tupou IV. Og þessar hvítu konungsgersemar vaga spekingslega urn garðinn líkt og helgir dýrlingar í hofi sínu. Við hallarhliðið er lítið sívalt varðmannsskýli að erlendri fyrir- ntynd og jötunvaxinn vörður með háa svarta Buckinghamloðhúfu styður sig við riffil í gættinni. Hann sýnir engin svipbrigði í sveittu andlitinu þó ég brosi til hans, ábyrgðin hvflir jafn þungt á herðum hans og hitapotturinn á höfðinu. Til þess að skera sig enn frekar úr almúganunt tala kóngurinn og nánasta fjölskylda hans sitt eigin konunglega tungumál sern engir ViNNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING BÓNUSTALA: U 5af 5 0 2.008.441 20 +4af 5 3 116.384 Heildarupphæð þessa viku: 3 4af 5 78 7.721 kr. 4.362.940 E1 3 af 5 2.979 471 UPPLÝSINOAH. SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVAHP 451 Glaðbeittur sölumaður býöur upp á kava, sem cr vinsælt fíkniefni á Kyrrahafs- eyjum. Áhrif kava er meöal annars sögð lýsa sér í „viðráðanlegri hamingju“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.