Alþýðublaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MENNING Miðvikudagur 20. júli 1994 Listasafti Reykjavíkur að KJARVALSSTÖÐIM: Aíar f]ölbre\tfleg menningarmiðstöð fyrir alla aldurshópa að þurfa að vera fyrir hendi greinargóðar upp- lýsingar um listasöfn borgarinnar til að vekja athygli aimennings og ferðafólks á því sem söfnin hafa uppá að bjóða. Ég útbjó upplýsingar á íslensku og ensku um Listasafn Reykja- víkur sem hefur verið dreift til aðila ferðaþjónustunnar í borg- inni. Við bjóðum safnaleiðsögn á mörgum tungumálum og við þurfum að átta okkur á því að ís- lensk menning er áhugaverð í augum erlendra ferðamanna," sagði Anna Margrét Bjarna- dóttir hjá Listasafni Reykja- víkur að Kjarvalsstöðum í sam- tali við Alþýðublaðið. Anna Margrét hefur búið í Frakklandi og á Spáni að und- anfömu en starfað við Listasafn Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum síðan hún kom heim í vor. Hún hefur brennandi áhuga á að vekja meiri athygli á listaverk- um safnsins og þýðingu safns- ins í menningarlífi þjóðarinnar. Anna Margrét segist hafa mik- inn áhuga á því að okkur takist að gera Reykjavík að Menning- arborg Evrópu árið 2000 eins og rætt hefur verið um. En það er Listasafn Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum sem er á dag- skrá hjá okkur að þessu sinni, en Anna Margrét hefur greinar- góðar upplýsingar um það á tak- teinum. Hún bendir réttilega á að það eru margir sem ekki átta sig á því að á Kjarvalsstöðum eru í raun fjögur söfn: Kjarvals- safn, Errósafn, Byggingar- listasafn og Bókasafn Lista- safns Reykjavíkur. Þar að auki er Asmundarsafn einnig hluti af Listasafni Reykjavíkur. Hérá eftir eru nánari upplýsingar um starfsemi safnsins. Sýningar sumarsins Nú er síðasta sýningarvika á íslenskri samtímalist sem er hluti af dagskrár Listahátíðar 1994. Sýning Kristins Hrafnsson- ar í Ásmundarsafni var opnuð í maí og stendur hún í óákveðinn tíma. Stjóm Ásmundarsafns ákvað á síðasta ári að taka upp þá nýbreytni að gefa starfandi myndhöggvara tækifæri til að sýna verk sín innan um verk Ás- mundar Sveinssonar í safninu, sem fyrst og fremst er ætlað að geyma verk hans sjálfs. Kristinn Hrafnsson myndhöggvari varð fyrstur fyrir valinu og verður verkum hans komið fyrir í hluta safnsins. Tilgangurinn með ný- breytninni er tvíþættur. I fyrsta lagi á hún að gefa gestum tæki- færi til að sjá verk beggja lista- mannanna í víðara samhengi og í öðm lagi að skynja tengslin á milli þeirra, þótt ekki séu þau augljós. Sýning á verkum Kjarvals verður í Austursal 6. ágúst til 11. september. I Vesturforsal verður ljóðasýning, unnin í samvinnu við Rás 1, á verkum Egils Skallagrímssonar. í Miðsal verður sýning á verkum Kristins G. Harðarsonar. Hann hefur markað sér per- sónulegt svið með listsköpun sinni, sem umfram allt felst í því að taka þekkta hluti - oftast venjulega og ómerkilega hluti - úr sínu uppmnalegu umhverfi og gefa þeim nýja og óvænta merkingu. Þótt verk hans séu oft fátækleg að efni og gerð búa þau ávallt yfír furðulegri Ijóð- rænu. ✓ Sigurður Arni og Magnús Pálsson í Vestursal verður Sigurður Árni Sigurðsson með sýningu. Sigurður Ámi er ungur mynd- listarmaður sem vinnur með hefðbundin efni og notar hefð- bundnar aðferðir: olíulitir á striga. í fyrstu vann Sigurður Ámi út frá hugmyndum súrreal- ismans og lék sér með mynd- hvörf hlutanna. En á síðastliðn- um ámm hefur hann fyrst og fremst sett á svið ljóðrænar myndsenur og uppstillingar sem hann endurtekur í sífellu á stór- um myndfletinum. Frímerkjasýning verður að Kjarvalsstöðum 13. til 20. sept- ember. Frá 24. september til 23. október verður sýning á verkum Magnúsar Pálssonar. Hann var einn aðalþátttakandinn í þeim umbreytingum í íslensku listalífi á 7. áratugnum þegar framsæknir listamenn settu til hliðar hefðbundin efni og að- ferðir við listsköpunina og tóku að vinna út frá listhugmyndum tengdum fluxushreyfingunni, arte Povera og conceptlistinni. Allar götur síðan hefur Magnús Pálsson kunnað að þróa á per- sónulegan hátt hugmyndalega listsköpun jafnframt því sem hann hefur lagt stóran skerf til kennslu íslenskra myndlistar- manna á síðastliðnum áratug. Frá 5. nóvember til 4. desem- ber verður Erró sýning á verk- um sem hann gaf hingað. Þá er ógetið sýningar á vegum safns- ins utan Reykjavíkur, bæði úti á landi og í útlöndum. Nokkrir fyrirlestrar eru ennfremur fluttir í safninu. Sýningarskrár eru gerðar fyrir allar þessar sýningar. Safnaleiðbeinendur Að Kjarvalsstöðum fer fram mikilvægt uppfræðslu- og upp- lýsingastarf. I safninu eru starf- andi safnaleiðbeinendur sem fara með fólk um safnið og að- stoða við að skilja betur sýning- amar á mörgum tungumálum, uppfræða fólk um listamennina sem halda sýningamar og svara spurningum. Það er langt frá því að safnaleiðsögn sé aðeins fyrir fullorðna. Safnaleiðbeinendum- ir hafa ákaflega gaman af að taka á móti bömum. Þeir leggja áherslu á að aðlagast hverjum hópi fyrir sig og ná góðu sam- bandi við þá. Á vetuma er mjög algengt að tekið sé á móti skólabömum. Eftir heimsókn þeirra sér safnið um að þau fái verkefni með sér til baka í skólann um safnaferð- ina. Ymis leikjanámskeið sækja lfka oft safnið heim. Á sumrin er tekið á móti leikskóla- og dagheimilisbömum og er þá glatt á hjalla. Safnið er skoðað og síðan er spjallað og sungið en á eftir geta bömin borðað nestið sitt og leikið sér í leik- tækjum á Miklatúni. Þá þykir bömunum ekki síður gaman að koma í Ásmundarsafn. Safnaleiðsögnina verður allt- af að panta fyrirfram. Þó er allt- af þar að auki safnaleiðsögn á sunnudögum fyrir almenning klukkan 16.00. Endurbætt kaffistofa Kaffistofa Kjarvalsstaða er alltaf opin þegar safnið er opið. Hún var nýlega gerð upp og er nú orðin reglulega hugguleg. Þar kennir ýmissa grasa, allt frá gómsætum tertum og pönnu- kökum upp í heilnæm salöt. Kaffi og te er innifalið með smáréttum og tertum, en annars kostar kaffið aðeins 100 krónur. Verðið er ávallt í algjöm lág- marki og girnileg tilboð em allt- af í gangi. Á sumrin er hægt að sitja úti á stétt og njóta veitinganna. Stétt- in snýr ákaflega vel á móti sól og þar er mjög skjólsælt og einnig má fara í sólbað í skjól- sælum lautum Miklatúns. Á túninu em þar að auki ýmis leik- tæki íyrir börn og stendur til að fjölga þeim. Á vetmm er mikið um skíðafólk á Miklatúni og kemur það gjaman inn að hlýja sér á heitu kakói. Mögulegt er að fá safnið til leigu fyrir ýmiskonar manna- mót og þar að auki getur safnið annast veitingar fyrir hópa. Á safninu er góð aðstaða fyrir hverskyns móttökur og prýðileg fyrirlestraraðstaða. Starfsfólk hefur mikla reynslu af að taka á móti stómm hópum sem hefur líkað vel og þótt þetta skemmti- leg tilbreyting. Bókasafn Listasafnsins Nýlega var tekið í notkun að Kjarvalsstöðum Bókasafn Listasafns Reykjavíkur. Uppi- staðan í safninu em einkabóka- söfn Kjarvals, Ásmundar ANNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR stendur hér við hluta af listaverkinu „Gildi“ efiir RÚRÍ. Þessi hluti nefnist 42 metrar. Listaverk Rúríar er á sýningunni SKÚLPTÚRJSKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR að Kjarvalsstöðum sem lýkur um nœstu helgi. Þar eru sýnd verk eftir 29 íslenska myndlistarmenn sem fram hafa komið á eftir hinni svonefndu SÚM-kynslóð og hafa endurnýjað hugmyndir um skúlptúr- listina. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Sveinssonar og Errós, en safn- inu hafa líka borist veglegar gjafir svo sem stór bókagjöf frá franska ríkinu. Aðaláherslan hefur verið lögð á myndlist 20. aldar en einnig em í safninu bækur um hin ýmsu tímabil listasögunnar, uppsláttarrit um listamenn, efni og aðferðir og ýmis fræðileg efni tengd myndlist. Kjarvalsstaðir, sem er stærsti útgefandi listaverkabóka á land- inu, er í bókaskiptum við öll stærstu söfn erlendis, það er út- gáfur Kjarvalsstaða em sendar í skiptum fyrir útgáfur hinna ýmsu safna tvisvar til þrisvar á ári. Með þessu móti fær safnið mjög fljótt allar nýjustu upplýs- ingar um sýningar og útgáfur erlendra safna. Bækumar í safn- inu em ekki til útláns, enda er safnið byggt upp til að geta þjónað listamönnum, listanem- um, nemum í listasögu og öðr- um aðilum sem gagnasafn. Að- staða er til lesturs á safninu og einnig er hægt að ljósrita úr bókum og blöðum. Á safninu er einnig skráð bréfasöfn Kjarvals og Errós auk ýmissa annarra heimilda. Verið er að vinna skrá um íslenska listamenn. Safnið stækkar sífellt Nú þegar telur bókasafnið um 2.600 skráð eintök fyrir utan einkasafn Jóhannesar Kjarvals sem telur um 550 eintök. Safnið er stöðugt að stækka og þróast. Má nefna að á næstunni er væntanleg stór bókasending, en kaup á henni em styrkt af Menningarstofnun Bandaríkj- annna, frá hinum ýmsu banda- rísku útgáfum. Með tilkomu hins nýstofnaða Byggingar- safns Reykjavíkur, innan Lista- safns Reykjavíkur, verður lögð aukin áhersla á að hafa til taks bækur um byggingalistasögu arkitekta og fleira. Bókasafnið er opið í samráði við bókavörð. Að Kjarvalsstöðum er einnig bóksala við söluborð í anddyri. Þar er hægt að kaupa nýjar sem gamlar sýningarskrár, þær fjöl- mörgu listaverkabækur sem safnið gefur út auk annarra bóka, gifsafsteypur af verkum Ásmundar Sveinssonar, plaköt, kort og fleira. Til Kjarvalsstaða em keypt ljölmörg erlend lista- tímarit svo sem Art, Artfomm, Art Press, Art in America, Art News, Beaux Arts, Flash Art, Galleries Magazine, Parkett, SIKSI og fleiri. Nýjustu hefti þessara tímarita liggja alltaf frammi í leskrók safnsins, en eldri eintök em geymd í bóka- safninu. Jafnframt em til á safn- inu íslensk tímarit sem tengjast menningu og listum, svo sem Arkitektúr og skipulag, Tímarit Máls og menningar, Skímir og fleira. I leskróknum er svo hægt að lesa íslensku dagblöðin svo og sunnudagsútgáfur erlendra stórblaða. Byggingarlistasafn Byggingarlistasafn er ný sér- deild innan Listasafns Reykja- víkur sem tók til starfa haustið 1993. Hlutverk deildarinnar er í gmndvallaratriðum tvíþætt; annars vegar gagna- og heim- ildarsöfnun um íslenska bygg- ingarlist með sérstaka áherslu á 20. öldina og verk íslenskra arkitekta, hins vegar almenn upplýsingamiðlun um bygging- arlist með sýningarhaldi, út- gáfustarfsemi, fyrirlestmm og kynnisferðum. Áformað er að halda tvær sýningar á ári á veg- um deildarinnar (frá og með sýningarárinu 1995) og verða þær hluti af hinni almennu sýn- ingarstarfsemi Kjarvalsstaða. Hugmyndin er að Byggingar- listasafnið megi í framtíðinni verða miðstöð sérhæfðra rann- sókna og upplýsingamiðlunar á sviði íslenskrar buggingarlistar. Skrifstofa safnsins er að Kjar- valsstöðum og allar nánari upp- lýsingar um starfsemina veitir Pétur H. Ámiannsson safnvörð- ur. 21 ár frá opnun í ár em liðin 21 ffá því að Listasafn Reykjavíkur að Kjar- valsstöðum var opnað. Að Kjar- valsstöðum eru fjögur söfn: Kjarvalssafn, Errósafn, Bygg- ingarlistarsafn og Bókasafn Listasafns Reykjavíkur og em öll þessi söfn hluti af Listasafni Reykjavíkur. Þar að auki er Ás- mundarsafn einnig hluti af Listasafni Reykjavíkur. Að Kjarvalsstöðum eru haldnar íslenskar og erlendar listsýningar á vegum Listasafns Reykjavíkur, tónleikar, fyrir- lestrar og málfundir. Kjarvals- staðir standa þar að auki fyrir sýningum víða um land og víða um heim. Kjarvalsstaðir hýsa Kjarvalssafn sem hefur að geyma málverk og teikningar eftir Jóhannes Sveinsson Kjar- val (1885-1972) auk bréfa hans og persónulegra muna. Að Kjarvalsstöðum er jafnframt varðveitt umfangsmikið safn verka og gagna sem listamaður- inn Erró gaf Reykjavíkurborg árið 1989. í Ásmundarsafni við Sigtún em 370 höggmyndir og urn 2000 teikningar, sem Ásmund- ur Sveinsson ánafnaði Reykja- víkurborg eftir sinn dag. Miklar endurbætur hafa farið fram á safninu, sem var áður heimili listamannsins og vinnustofa, og er það nú orðið eitt glæsilegasta höggmyndasafn landsins. Menningarmiðstöð „Við leggjum áherslu á að Kjarvalsstaðir séu lifandi, fjöl- skylduvænt safn, áhugavert og skemmtilegt fyrir alla aldurs- hópa. Þetta er sannkölluð menn- ingarmiðstöð,“ sagði Anna Margrét Bjarnadóttir. Böm fá frítt inn til 16 ára ald- urs svo og ellilífeyrisþegar. í safninu er bamahom þar sem böm geta dundað sér við að púsla, teikna, lesa bækur, lita eða raða kubbum á meðan for- eldramir skoða sýningar. Einnig er hægt að fara í ljölskyldurat- leiki og fjölskyldupúsluspil. Margir merkir listviðburðir og aðrir viðburðir hafa átt sér stað á Kjarvalsstöðum og marg- ir frægir listamenn og þjóðhöfð- ingjar hafa sótt safnið heim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.