Alþýðublaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 lifað þrátt fyrir allt - þrátt fyrir gaddavírinn og hundana, varðtum- ana og SS-mennina sem réðu fyrir himni og jörð, þrátt fyrir hvell hróp herraþjóðarinnar og andvörp fómar- lambanna, þrátt fyrir fangana sent sættu barsmíðum grimmlyndra kap- óa, hungrið og óttann og þreytuna, ískalda harðneskju sumra og auð- mjúka hlýju annarra. Skelfileg augnablik. Útgöngu- bannið á nætumar þegar mönnum vom búin örlög. Niðurlægingin. Svefngenglamir - sálir sem var slokknað á og höfðu þurft að reyna svo margt illt að þær vom handan við heiminn. Þær höfðu snúið baki við lífinu og lifendum og fundu hvorki ótta né sársauka. Þær vom dauðar án þess að vita það. Ég hugsaði um hversu einkennileg hún var Rosh Hashana nýársbænin á Appelplatz, og urn vin föður míns sem bað okkur að segja Kaddish fyr- ir sig og þrjá aðra „pólitíska'* fanga sem vom hengdir í Buna; sá yngsti var svo léttur að það tók hann marg- ar langar mínútur að deyja. Fimmtíu ámm síðar kom ég aftur til Buna. Það er ekki nema nokkrar mínútur í bfl aðalbúðunum í Au- schwitz. Ég leitaði að fortíðinni en fann hana ekki. Leiðsögumaðurinn benti til Monowitz sem er stutt frá. Var það ekki þama? En hvað var eft- ir af Buna? Lítil minningartafla. Ekkert annað. En hvar var jámhlið- ið? Hvað var orðið af skálunum, torginu þar sem öllum var safnað saman, sjúkraskýlinu, birgðageymsl- unni, fangelsinu þar sem SS-menn pyntuðu og limlestu dauðadæmda fanga áður en þeir hengdu þá fyrir allra augum? Ég sá ekki annað en hús og fólkið sem bjó í þeim. Ég sá glugga opnast, dyr lokast. I einurn bakgarðinum voru krakkar í leik sem ég kannaðist ekki við. Vissu þau það...? Tveir ntenn, ekki svo ýkja ungir, voru á leið heim. Ég bað þá að nenra staðar og lagði fyrir þá spumingar. Já, þeir vissu. Þeir bjuggu í grennd- inni. Ég hafði aldrei áttað mig á því að þorpið væri svona nálægt. I huga mínum var það í ómælisfjarlægð frá búðunum. En þorpsbúar gátu séð hverju fór fram bak við gaddavirinn, þeir gátu heyrt músíkina þegar vinnuflokkamir þrömmuðu til og frá vinnu. Hvemig gátu þeir sofið á nótt- inni? Hvemig gátu þeir farið til messu, haldið brúðkaup, hlegið með bömunum sínum, þegar steinsnar frá var fólk, fullt örvæntingar andspænis sjálfu mannkyninu? Það var byrjað að snjóa. Dimmur himininn varð svartur og illilegur og lagðist með þunga blóðs og dauða yfir draugaþjóðina sem var að búa sig undir að yfirgefa Auschwitz. Ég hugsaði um alla þá sem vom horfnir og gerði þögn þeirra að þögn minni. Ég hugleiddi spuminguna sem er geymd djúpt í þessari þögn? Varðmaður, hvenær lfður nóttin? Allt í einu var eins og manngrúinn tæki viðbragð og varð að stóm fljóti. Liðsforingi úr SS gaf síðustu skipun- ina í búðunum: Af stað! Æðis- kenndri hugsun laust niður í huga minn: að ég hafði aldrei haldið að ég myndi komast lifandi frá þessum stað. „Við verðum saman, alltaf," sagði faðir minn. Tveimur vikum síðar, eftir hræði- legt ferðalag til Buchenwald, skildi dauðinn okkur loks að, eða var það lífið? „Við verðum saman, alltaf“ Elie Wiesel, friðarverðlaunahafi Nóbels, dvaldi ellefu mánuði í Auschwitz. Hann var rekinn þaðan í skelfilega gönguferð í janúar 1945. Með í för var faðir hans sem lést á leiðinni. Þetta eru hugleiðingar Wiesels um síðustu nóttina í Auschwitz: „Að minnsta kosti verðum við saman,“ sagði faðir minn með hásri en þó mjúkri rödd. Ég áræddi ekki að horfa á hann. Það var líka niðamyrk- ur. En ég fann óttann leggja af hon- um, rétt eins og hann fann skelfingu mína. Það var nýbúið að gera á mér aðgerð á fæti. Hann ólgaði af sárs- auka. Var ég maður til að ganga? Við vissum ekki hversu löng ferðin yrði eða hvar hún myndi enda. Okk- ur hafði verið sagt það eitt að farið yrði með okkur til Þýskalands. Rauði herinn var í grenndinni. ,,Já,“ hvíslaði ég að föður mínum, „við verðum saman. Við látum ekki að- skilja okkur.“ í hjarta mínu urðu þessi orð að bæn upp í myrkan him- ininn. Að við megum vera saman, því ég var óviss að sú yrði raunin. Ég var sár og veiklaður og hafði enga trú á líkama mínum. Ég var viss um að hann myndi svíkja mig. Myndi faðir minn geta lifað af dauða minn? Slíkar voru hugsanir mínar meðan við biðum þess að vera skipað á brott. Fangamir, tíu eða tólf þúsund talsins, vom kallaðir út í liðskönnun; þeir virtust vera með öndina í hálsin- um. Þetta var 18. janúar 1945. Þá dag- ur og sú nótt, hin hinsta sem ég dvaldi í dauðaríkinu sem var kallað Auschwitz III eða öðm nafni Buma, ásækja mig enn. Ég segi oft við sjálf- an mig, líkt og {illum draumi, að við hefðum aldrei átt að fara. Þeir sem voru veikir eins og ég gátu legið áfram á fletum sínum í sjúkraskýlinu og beðið eftir Rússunum. Það hafði okkur verið ráðlagt að gera. I glun- droðanum hefði faðir minn getað lagst í bæli einhvers örkumlamanns- ins eða einhvers sem var dauður. Það var liðin tíð að fangamir þyrftu að sanna hverjir þeir væm. En á sveimi var skelfilegur orðrómur um að SS myndi ekki gleyma okkur, að engin vitni fengju að lifa til frásagnar. Það virtist óhugsandi að Þjóðverjamir myndu hlífa fólkinu sem var ætlað að fara fyrst í dauðann. Faðir minn flýtti sér í sjúkraskýlið undir eins og fréttimar um brottflutn- inginn bárust um búðimar. Ég sé hann ennþá fyrir mér og sé hann allt- af: brotinn og bjargarlausan, með öskugrátt andlit, signar axlir, augun lýsandi af örvæntingu og full vor- kunnar með 16 ára syni sínum og sjálfum honum. Það var sárt að sjá hann svo ráðvilltan og smáan, auð- mjúkan og undirgefinn, rétt eins og hann hefði afsalað föðurvaldi sínu óendanlegri illsku Auschwitz. „En þú ert veikur," sagði hann. „Það er nýbúið að skera þig upp. Ertu viss um að þú getir gengið? Það er víst að leiðin verður löng.“ Ég reyndi að hughreysta hann. Það var mikilvægast að skiljast ekki að. Ég fór úr sjúkraskýlinu og aftur á Elie Wiesel í Buchenwald en þar lenti hann eftir að Au- schwitz-búðirn- ar voru tæmdar. Hann liggur fyrir miðri mynd, með höfuðið upp við stólpa. minn stað í búð- unum. Þar var allt t' uppnámi - fólk var á hlaup- um, brauði og teppum var út- deilt, foreldrar og vinir skröfuðu saman eins og faðir minn og ég höfðum gert. Stutt hvatningar- orð, heilræði, þögul faðmlög. Þetta var síðasti flokkurinn. Brottflutningur- inn var að hetj- ast. Og si'ðan? Þetta hugtak var ekki til í orðabók Auschwitz. Það fór eftir ýmsu. Þjóðverjunum vitaskuld, og Rússunum sem voru svo skammt undan. Ef þeir aðeins létu verða af því að sækja fram myndu þeir koma eftir nokkrar klukku- stundir. En þeir tóku tímann sinn. Mörgum eilífð- urn síðar, 1979, var ég staddur í Moskvu og hitti Petrenko hershöfðingja, en sveitir hans frelsuðu Auschwitz. Ég sagði honuni frá síðustu nóttinni f búðun- um og hvemig við biðum eftir her- mönnunum, líkt og sanntrúaðir gyð- ingar bíða Messíasar. Af hverju komuð þið svona seint, of seint? Þið hefðuð getað bjargað hundrað þús- und mannslífum. Hershöfðinginn bar fyrir sig tæknilegum örðugleik- um sem sannfærðu mig ekki. Ein kenningin er sú að Stah'n hafi ekki viljað frelsa Auschwitz of fljótt því þar vom enn margir sovéskir stríðs- fangar; í óslökkvandi hatri sínu hafí hann viljað þá feiga. Ég veit ekki hvort nokkuð sannleikskom er í því. Ég veit það eitt að þrátt fyrir að Rauði herinn væri í nánd þurfti SS ekki að rjúfa tryggðaband sitt við dauðann. A þessum blýþungu stundum bið- arinnar spurðum við okkur í angist eins og spámennimir: varðmaður, hvenær líður nóttin? Við biðum eftir því að þéttur manngrúinn færi á kreik, eftir því að tíminn færi aftur að hreyfast. Ég leit- aði að fáeinum endurminningum. Ég mundi eftir fyrsta deginum, fallegum og sólbjörtum degi í júní. Og hamingjunni - já, hamingju, smárri og aumkunarverðri, en ham- ingju þó, því faðir minn og ég vomm í sömu sveit og sama vinnuflokki. Meðan hann var við hlið mér gat ég Ráðgert er að útrýma 11 milljón gyðingum, semsé öllum gyðingum í Evrópu. Janúar Fyrir utan gasklefann í Au- schwitz I eru tilbúnir til notkunar fjórir stórir gasklefar í Auschwitz II (Birkenau). Það er ekki talið nægja og ákveðið er að byggja þrennar útrýmingarbúðir til viðbótar þar sem gyðingar eru drepnir undir- eins og hægt er að koma þeim á staðinn. Mars-júlí Útrýmingarbúðirnar i Belzec, Sobibor og Treblinka eru teknar í notkun. Mars-nóvember Undir leiðsögn Eichmanns skipuleggur deild IV B4 í öryggislögreglunni nauðungar- flutninga gyðinga í útrýmingarbúð- ir. Gyðingar frá flestum löndum Évrópu eru fluttir þangað í gripa- vögnum og er talið að þýsku ríkis- járnbrautirnar hafi fengið greitt fyr- ir að flytja um 3 milljónir gyðinga á slíka áfangastaði. í bakaleiðinni fluttu járnbrautirnar föt og per- sónulega muni fórnarlambanna. Fyrstu gyðingarnir frá Frakklandi og Slóvakíu koma til Auschwitz í endaðan mars. í júlí koma lestir frá Hollandi. í ágúst frá Belgíu og Júgóslavíu. í október frá gettóinu í Teresienstadt og Grikklandi. Allt gengur greitt samkvæmt skipulagi. 1943 Mars Flestir gyðingar á Almenna stjórnsvæðinu hafa verið myrtir. Belsec er lokað, fyrstum útrýming- arbúða. Nasistar taka að afmá um- merki um þjóðarmorðin. Sérstakar sveitir gyðinga eru gerðar út til að grafa upp fjöldagrafir og brenna lík sem þar liggja. Ágúst-október Útrýmingarbúð- irnar í Treblinka og Sobibor eru jafnaðar við jörðu og öllum um- merkjum um fjöldamorð eytt. Talið er að í Belsec, Sobibor og Treblinka hafi að minnsta kosti 1.75 milljón gyðingar látið lífið. 1944 Maí Rúmlega 437 þúsund gyðing- ar eru fluttir frá Ungverjalandi til Auschwitz. Júlí-september Gettóið í Lodz er tæmt af fólki og meira en 62 þús- und gyðingar fluttir til Auschwitz eða Chelmno. Dauðavélin fer aftur í gang um stund. Nóvember-desember Himmler fyrirskipar að gasklefum og lík- brennsluofnum í Auschwitz skuli eytt. Sveitum fanga er skipað að þekja staðina með mold og gróður- setja yfir. 1945 Janúar Sovétherinn sækir í átt til Auschwitz. í ofboöi myrða SS- menn fjölda fanga, 58 þúsund eru neyddir skelfilega gönguför í átt til Þýskalands. Ótal deyja á leiðinni. 27. janúar Hermenn Rauða hers- ins taka Auschwitz, stærstu útrým- ingarbúðir nasista. Þar eru aðeins 7000 fangar eftir, mjög aðfram- komnir. Ekki er vitað hversu margir voru myrtir í Auschwitz, en líklega er talan á bilinu 1.2 til 1.6 milljónir, að stærstum hluta gyðingar. Alls er talið að um 6 milljón gyð- ingar hafi látið lífið í helförinni. Paul Celan Dauðafuga Árdagsins bikuð mjólk við drekkum hana kvölds við drekkum hana daga og morgna við drekkum hana nætur við drekkum og drekkum við tökum í upphæðum gröf þar liggurðu ei þröngt Maðurinn inni leikur sér að snákum skrifar skrifar er rökkvar til Þýskalands hárið þitt gullna Margarete skrifar það gengur svo út og stjömumar glitra blístrar á hundana sína blístrar fram júðana sína lætur þá taka eina gröf heimtar við hefjum nú dans Árdagsins bikuð mjólk við drekkum þig nætur við drekkum þig morgna og daga við drekkum þig kvölds við drekkum og drekkum Maðurinn inni leikur að snákum skrifar skrifar er rökkvar til Þýskalands hárið þitt gullna Margarete Silfraður haddur þinn Súlamith við tökuni í upphæðum gröf þar liggurðu ei þröngt Hrópar stingið dýpra í svörðinn þið þarna syngið þið hinir og leikið þnfur til jámsins við beltið otar því augun hans blá rekið skóflumar dýpra þið þarna dansið þið áfram hinir Árdagsins bikuð rnjólk við drekkum þig nætur við drekkum þig daga og morgna við drekkum þig kvölds við drekkum og drekkum Maðurinn inni hárið þitt gullna Margarete Silfraður haddur þinn Súlamith leikur að snákum Hrópar syngið dauðann blíðar dauðinn er meistari þýskur hrópar strjúkið dekkra yfir strenginn þá stigið sem reykur til lofts þá gistið þið gröf ofar skýjum þar liggurðu ei þröngt Árdagsins bikuð mjólk við drekkum þig nætur við drekkum þig daga dauðinn er meistari þýskur við drekkum þig kvölds og morgna við drekkum og drekkum dauðinn er meistari þýskur auga hans er blátt hann hæftr þig blýgerðri kúlu hann hæfir þig beint maðurinn inni hárið þitt gullna Margarete sigar hundum á okkur býr okkur háloftagröf leikur að snákum og dreymir dauðinn er meistari þýskur hárið þitt gullna Margarete silfraður haddur þinn Súlaniith Gunnsteinn Ólafsson þýddi Paul Celan (1920-1970) hét réttu nafni Paul Antschels. Hann var austurrískt skáld af rúmenskum gyðingaættum. Hann missti alla fjölskyldu sína í útrýmingarbúð- um nasista og sat sjálfur í fangabúðum. Hann féll fyrir eigin hendi í París 1970. Dauðafúga er líklega þekktasta kvæði hans. Þýðingin birtist í tímariti Máls og menningar 1993. Milan Richter Rætur í loftinu í loftinu, þar eru rætur þínar, þar, í loftinu. Paul Celan -Hvert ætlarðu, doktor? í kirkjugarðinn? -Já, nágranni góður, að heimsækja leiðin. Móðir mín hvílir þar. bróðir minn líka, og frænka konunnar, jörðuð í fyrra, hvítblæði var það víst. Hvert ætlar þú? -Heim til mín. Dagamir teknir að styttast. Mér líður best heima. -En leiðin þín, hefurðu nýlega séð þau? -Ég á engin leiði. Konan hljóp frá mér, einsog þú veist. Synir mínir lifa, en langt í burtu, í Kanada, trúi ég, Kanada.. .leiði á ég engin... -En móðir þín, faðir þinn, bræðumir, afar og ömmur, hvar hvfla þau öll? -I loftinu yfir Auschwitz, þar hvfla þau öll, í loftinu. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi Milan Richter er slóvakst skáld og þýðandi. Kvæðið birtist í tímariti Máls og menningar 1994. UMFERÐAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.