Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 Minning I Svavar Arnason Fæddur 14. nóvember 1913. Svavar Árnason var fæddur 14. nóvember 1913 í Grindavík. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Helgason sjómað- ur, Garði, Grindavík og kona hans Petrúnella Pétursdóttir húsmóðir. Svavar átti átján systkini þar af tvö hálfsystkini. Svavar var elstur ai- systkina sinna og eru sex þeirra á iífi cn þau eru: Eyrún, fædd 1918, Jón, fæddur 1920, Guðmundur, fæddur 1923, Magnús, fæddur 1925, Amdís, fædd 1930 og Sæ- bjöm, fæddur 1933. Sambýliskona Svavars var Sigrún Högnadóttir. Svavar tók verslunarpróf frá Sam- vinnuskóianum 1937. Hann var sjómaður framan af ævi. Hann sat í hreppsnefnd og svo í bæjarstjórn Grindavíkur í samfleytt 40 ár, þar af oddviti hreppsnefndar í 28 ár. Framkvæmdastjóri fyrir útgerð 1949 til 1985. Formaður Verka- lýðsfélajgs Grindavíkur 1939 til 1962. Utfór Svavars fer fram frá Grindavikurkirkju á inorgun, laugardag og hefst athöfnin klukk- an 14:00. Svavar Ámason, fyrrverandi odd- viti og fyrsti heiðursborgari Grind- víkinga, hefur lokið æviskeiði sínu á 82. aldursári. Hann var kosinn heiðursborgari hinn 20. apríl 1994 af bæjarstjóm Grindavíkur á hátíðarfundi í tilefni af 20 ára kaupstaðarafmæli bæjarins. Með þessu voru Grindvíkingar að þakka honum þau störf sem hann hafði unnið sveitarfélaginu vel og dyggilega í áratugi. I hreppsnefnd var hann fyrst kos- inn 1942 en tók við starfi oddvita 1946 og gegndi því í 28 ár, eða þar til Grindavík fékk kaupstaðarréttindi. Að loknum fyrstu bæjarstjórnarkosn- ingunum 1974 var hann kjörínn for- seti bæjarstjómar og sat í bæjarstjóm til 1982. Hafði hann þá setið í sveitar- stjóm samfellt í 40 ár. Það var honum hugsjón að vinna að framfara- og menningarmálum í byggðarlagi sínu, enda naut hann til þess óskoraðs trausts. Framgangur hafnarmála í Grinda- vík var eitt af hans aðaláhugamálum en í hafnamefnd var hann kosinn 1944 og sat þar óslitið til 1970 en þá Dáinn 14. febrúar 1995. baðst hann undan endurkjöri. Framkvæmdastjóm og Ijármál Grindavíkurhrepps hvfldu á hans herðum frá því hann varð oddviti 1947 til 1971 en þá var ráðinn sveit- arstjóri, enda Grindavík þá í svo ör- um vexti og mannmörg að þörf var á ráðningu sveitarstjóra. Tónlist var mjög í hávegum höfð á bemskuheimili Svavars og var faðir hans Ámi Helgason organisti í Grindavíkurkirkju f um það bil 40 ár, en árið 1950 tók Svavar við því starfi af honum, sem organisti og stjóm- andi kirkjukórs Grindavíkurkirkju. Svavar hafði mikinn áhuga á að hafa gott hljóðfæri að leika á, en til þess að sá drauntur rættist lagði hann fram úr eigin vasa hluta af kaupverði orgels sem tekið var í notkun 1968. Svo framsýnn var Svavar á vali á hljóð- færi að enn þjónar orgelið sínu hlut- verki í Grindavíkurkirkju. Formlega lét Svavar af organistastarfi 1988 en leysti eftir það oft af, ef á þurfti að halda. Þess má geta að aldrei tók Svavar greiðslu fyrir verk sín sem organisti. Einnig var hann alltaf tilbú- inn til að æfa og stjóma kómm við hin ýmsu tækifæri. í sóknamefnd sat Svavar lengi, þar af sem formaður í áratug. Á þeim ár- um var reist ný og glæsileg kirkja í Grindavtk. Svavar lét verkalýðsmál mjög til sfn taka og var formaður Verkalýðs- félags Grindavíkur frá 1939 til 1962. Einnig tók hann þátt í atvinnurekstri ásamt öðmm og rak útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem hann var framkvæmdastjóri fyrir og tók þar með þátt í atvinnusögu Grindvíkinga. Svavar var jafnaðarmaður af heil- um hug og í þess orð fyllstu merk- ingu og lengi formaður Alþýðu- flokksfélags Grindavíkur. Ekki hafði hann tapað áhuganum á þeim mál- efnum þegar ég hitti hann fyrir stuttu þótt farinn færi að heilsu. Eins og að framan getur kom Svavar víða við í mannlífi sveitar sinnar enda sérstök- um mannkostum búinn og eftir- minnilegur þeim sem honum kynnt- ust, skarpgreindur, góðgjam og hjálpsamur. Sambýliskona Svavars, Sigrún Högnadóttir, sér nú á bak honum eft- ir 27 ára farsæla sambúð. Það var þeim báðum mikið gæfuspor þegar leiðir þeirra lágu saman. Annaðist Sigrún hann með sérstakri ástúð og Menning Aðalfundur SARK Um22þúsund manns utan þjóðkirkjunnar Aðalfundur Samtaka um aðskiln- að ríkis og kirkju, SARK, krefst þess að slitið verði á stjómarskrárbundin tengsl ríkis og hinnar evangelisku- lútersku kirkju með afnámi 62. greinar stjómarskrárinnar og annara laga sem fela í sér mismun á þessu sviði. I ályktun fundarins er minnt á að nær 22 þúsund manns tilheyri ekki þjóðkirkjunni eða 8,2% þjóðar- innar. SARK telur tímabært nú, við end- urskoðun stjómarskrárinnar, að virða mannréttindi þessa fólks og vilja allra sem telja að ríki og kirkja eigi ekki samleið. Einnig er vikið að sóknargjöldum með kröfu um auk- inn ákvörðunarrétt gjaldenda og kröfu um að á álagningarseðlum komi fram í sérstökum reit upphæð sóknargjalds og til hvaða aðila það rennur. Félagar í SARK em 246 og tilheyrir liðlega helmingur þeirra þjóðkirkjunni. Á aðalfundinum var kjörin stjóm samtakanna og skipa hana þau Björgvin Brynjólfsson, Pétur Gautur Kristjánsson, Guðmund- ur Oddsson, Friðrik Þór Guð- mundsson, Kristín Sævarsdóttir. Þing Norðurlanda- ráðs í Reykjavík Rættum norrænt samstarf í Ijósi ESB *Um eitt þúsund manns sækir þing Norðurlandaráðs sem hefst í Reykjavík á mánudaginn. Forsæt- isráðherrar landanna halda með sér fund snemma um morguninn í Ráðherrabústaðnum við Tjamar- götu. Eitt helsta mál þingsins er um hvaða stefnu norrænt samstarf muni og eigi að taka eftir að tvö Norðurlandanna em utan ESB og þrjú innan þess. Fyrir þinginu liggja meðal ann- ars tillögur frá ráðhetrum um sam- vinnu á sviði atvinnu- og umhverf- ismála, um neytendur og ijár- magnsgeirann og um að Norður- landaráð taki upp verðlaunaveit- ingar á sviði náttúm- og umhverf- ismála. Auk þess verður rætt um samstarfsáætlun á sviði svæða- mála og jafnréttismála. Þing Norðurlandaráðs fer fram í Háskólabíói og því lýkur fimmtu- daginn 2. mars. umhyggju þegar heilsa hans fór að bila. Eg og mín fjölskylda þökkum Svavari Ámasyni fyrir allan þann vinskap og velvilja sem hann sýndi okkur og ég persónulega fyrir allt það trausta samstarf sem við áttum á ýmsum sviðum í áratugi, sem aldrei bar skugga á. Sigrúnu óska ég Guðs blessunar í sínum missi og að gæfan verði henni hliðholl nú, sem hingað til. Jón Hólmgeirsson. Svavar var í fjörtíu ár sköpunar- krafturinn í sveitarstjóm og síðar bæjarstjóm Grindavíkur. Hann var í 38 ár farsæll fmmkvöðull í útgerð og öðmm atvinnurekstri. I tæpan aldar- tjórðung var Svavar formaður Verkalýðstelags Grindavíkur þar sem engum ráðum þótti ráðið nema hann leggði blessun sína yfirþau. Og hann var allan þennan tíma listfengur organisti Grindavíkurkirkju, svo sem verið hafði faðir hans næstu fjörtíu árin þar á undan. Til hinsta dags var hann fremstur meðal jafningja í röðum jafnaðar- manna í Grindavík og á Suðumesj- um. Svavar setti svip sinn á manna- mót í okkar röðum af því hann var gerhugull og góðviljaður. Það var gæfa að kynnast honum. Svavar Ámason var gæfumaður í lífi stnu vegna þess að hann var gef- andi. Hann lifði venjubundnu lífi í heimabyggð sinni, sem hann unni hugarástum. En ævistarf hans allt lýsir óvenjulegum manni. Hann bjó yfir skapandi greind sem hefði mtt honum braut hvert sem hann hefði lagt leið sína. En hann kaus að rækta garðinn sinn í Grinda- vík, byggðarlagi sem ber atorku hans og umhyggju vitni, löngu eftir hans dag. Svavar ávann sér traust jreirra sem til hans leituðu, án þess nokkm sinni að sækjast eftir því; greindin var ávallt í þjónustu góðvildar og rækt- unarsemi hans var mannbætandi. Hann var þessi fágæti maður sem varð athafnamaður í verki, en lista- maður í innsta eðli. Þess vegna var hann óvenjulegur rnaður sem gekk til venjulegra verka og vann þau öll jafn vel. Fáir hafa ávaxtað betur sitt pund. Og hann var sannur jafnaðarmaður, jafnt í orði sem á borði. Hann var mannkostamaður. Við emm stolt af því að hafa átt þennan mann að fé- laga og vini. Við kveðjum Svavar Ámason með þakklæti, söknuði og virðingu. Jón Baldvin Hannibalsson. Látinn er Svavar Ámason, fyrrver- andi oddviti í Grindavík. Svavar var einlægur jafnaðarmaður og verka- lýðssinni, einn af þeim mönnum Al- þýðuflokkurinn bar gæfu til að hafa innan sinna vébanda og njóta starfs- krafta um langt skeið. Svavar kom frá miklu menningar- heimili og þann arf sem honum hlotnaðist í uppeldinu ræktaði hann vel. Hann var búinn miklum mann- kostum, velviljaður og fómfús. Hann hafði fjölþætt áhugamál og lagði ófá- um góðum málefnum lið á æviferli sínum. Má þar nefna atvinnumál, verkalýðsmál og sveitastjómarmál, að ógleymdri tónlistinni. Þeim fjöl- mörgu sem kynntust honum í leik og starfi verður hann ætíð minnisstæður. Svavar átti langan og farsælan fer- il sem sveitastjómarmaður. Það em ekki margir sem geta státað af sam- felldri setu í sveitarstjóm í 40 ár, og segir það sína sögu um þá virðingu og það traust, sem til hans var jafnan borið. Það var því að vonum að Svavar var gerður að heiðursborgara á tuttugu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur á síðasta ári. Svavar varð ungur formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og gegndi hann því trúnaðarstarfi í á þriðja áratug. I því naut hann sín vel og á þeim vettvangi sló hjarta jafnað- armannsins örast. Það er því ekki til- viljun að hann valdist til forystusveit- ar jafnaðarmanna og var lengi for- maður Alþýðuflokksfélags Grinda- víkur. Eg votta eftirlifandi sambýliskonu Svavars, Sigrúnu Högnadóttur, og öðmm ástvinum hans samúð mína og þakka fyrir gifturík störf í þágu flokks og þjóðar. Rannveig Guðmundsdóttir. RAÐAUGLYSINGAR I Atvinnu- og | f erðamálastof a Staða framkvæmdastjóra atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna eigi síðar en frá 1. apríl nk. til 2ja ára. Umsóknum ber að skila til borgarstjóra fyrir 17. mars nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ferðamálafulltrúí Staða ferðamálafulltrúa Reykjavíkurborgar er laus til um- sóknar. Ráðið verður í stöðuna eigi síðar en frá 1. apríl nk. til 2ja ára. Umsóknum ber að skila til borgarstjóra fyrir 17. mars nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. IpStada borgarritara Staða borgarritara í Reykjavík er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. maí nk. eða eftir nánara samkomu- lagi. Umsóknum ber að skila til borgarstjóra fyrir 17. mars nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 1 FRÁ BORGARSKIPULAGI FHraunbær Tillaga að breyttri landnotkun á reit við Hraunbæ er hér með auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Um er að ræða reit vestast á ræmu milli Bæjarháls og Hraunbæjar á móts við vestustu fjölbýlishúsin við Hraun- bæ. Landnotkun á umræddum reit breytist úr blandaðri landnotkun íbúða- og útivistarsvæðis í verslunar- og þjón- ustusvæði. Uppdrættir og greinargerð verða til sýnis hjá Borgarskipu- lagi, Borgartúni 3, 3. hæð kl. 8.30-16.15 alla virka daga frá 22. febrúar til 5. apríl 1995. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 19. apríl nk. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Vakin er athygli á því, að forkynning á tillögu um staðsetn- ingu bensínstöðvará umræddum stað var auglýst 12. janú- ar sl., en hér er um að ræða formlega auglýsingu á tillögu um breytta landnotkun. Hátíðardagskrá hins 50 ára Ættfræðifélags „Ættfræðinnar fomu fræði" Ættfræðifélagið er 50 ára um þessar mundir. Af því tilefni heldur félagið hátíðarfund í Gerðubergi á morgun, laugardag- inn 25. febrúar. Þar verður einnig opnuð sýningin Ættfrœðinnar ýmsu hliðar hvar gefur á að líta hvernig unnt er að nálgast ætt- fræðina - þetta forna áhugamál Islendinga - frá ýmsum hliðum. „Því ættfræði er ekki bara þurr ættrakning, mann fram af manni, heldur einsog orðið segir til um: fræði - fróðleikur um ættina. Og þennan fróðleik lesum við bæði úr sögum og sögnum, munum og minjum, auk allra þeirra mörgu ættfræðirita sem þjóðin getur stært sig af, svo sem prestsþjón- ustubókum, manntölum, mynd- skreyttum niðjatölum og gulnuð- um einkahandritum," segir í kynningu Ættfræðifélagsins. Það er Sigurður Líndal pró- fessor sem flytur aðalræðu hátíð- arfundar félagsins og sýnishorn af æsku landsins, Léttsveit Tón- menntaskólans í Reykjavík, undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar, spilar fyrir gesti. Einnig verður fjöldasöngur og hátíðarkaffi. „Ættfræðiáhugi hefur vaxið gífurlega á síðustu árum einsog til dæmis hin mörgu niðjamót sanna, en þar hittist náskylt fólk, oft í fyrsta sinn, og stofn- ar til kynna. Tölvuforrit hafa líka aukið til muna áhuga yngri kynslóðar- innar á ættfræði. Allir hafa þörf fyrir að þekkja til uppruna síns og ættar og ábyrgðin hvílir á hverjum og einum að halda við og miðla ættfræðinni til kom- andi kynslóða svo þessi mikil- væga keðja fróðleiks og tengsla slitni aldrei,“ segir í niðurlagi kynningar Ættfræðifélagsins á 50 ára afmælishátíðarfundi sín- um og sýningu af því tilefni. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Góugledin nálgast Alþýðuflokksfélag Akraness heldur sína árlegu góugleði í félagsheimilinu Röst, laugardaginn 11. mars. Allir jafnaðarmenn eru velkomnir. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Baráttukveðjur. Stjórnin. V í K I N G A Ltn# Vínningstölur miðvikudaginn: 22.feb.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING Í1 6af6 2 57.715.000 n 5 af 6 Ca5+bónus Ö 1.470.923 R1 5 af 6 2 197.310 H 4af6 324 1.930 n 3 af 6 BjQ+bónus 1.182 220 Aðaitölur: 7 9 10 Heildarupphaeð þessa viku 118.180.903 á ísl.: 2.750.903 UPPLYSINGAR. SlMSVARI 91- 08 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 8IBT UEÐ FYfllRVARA UM ÞREHTVILLUR Vinningur l. Jór til Danmerkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.