Alþýðublaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 8
MyYÐUBIMÍ =K Þriðjudagur 5. september 1995 133. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Sameining jafnaðarmanna Getnaður og meðganga fyrst -segir Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans. „Áður en Jón Baldvin fer að sinna störfum ljósmóður þarf getnaður og meðganga að eiga sér stað. Stóra spurningin er sú hvað menn vilja í þessum málum en orð eru til alls fyrst og það þarf að hleypa sem flestum að umræðunni," sagði Kristín Ástgeirs- dóttir, þingkona Kvennalistans. „Þeir sem hafa áhuga á frekari samvinnu og hugsanlegum samruna núverandi stjórnarandstöðuflokka þurfa að setjast niður og ræða saman. Það er augljóst að það er vaxandi þrýstingur á að þetta verði gert. Mér fannst hann ekki vera fyrir hendi fyrir síðustu þingkosningar en nú er þrýst- ingurinn kominn á það stig að ekki verður komist hjá því að ræða málin. En um hvað á að tala og hvað er það sem sameinar og hvað er það sem sundrar og er yfirleitt einhver grund- völlur fyrir frekari samvinnu? Það er þetta sem menn verða að gera upp við sig. Allir þessir fjórir flokkar eru í ákveðnum tilvistarvanda og ekki hægt að horfa framhjá því,“ sagði Kristín. „Á fundinum á Kornhlöðuloftinu fannst mér Jón Baldvin gera tilraun til að koma með greiningu á því hvað skilur í milli og hvar átakalínurnar liggja. Þar eru ýmis mjög erfið mál eins og til dæmis Evrópumálin. En menn þurfa að mætast á jafnréttis- grundvelli og fara yfir stöðuna. Ég held að það verði að vera ljóst fyrir næstu þingkosningar hvað úr verður í þessu máli,“ sagði Kristín ennfremur. Hún kvaðst ekki vilja spá neinu um það að svo stöddu hvað kæmi út úr viðræðum um sameiningu og benti á að taka þyrfti á ýmsum málum. „Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn byggja á gömlum söguleg- um grunni. Þótt menn séu að reyna að slíðra sverðin þá er auðvitað grunnt á Kristín: Menn eiga að ræða málin vrtt og breitt, hleypa sem allra flestum að þeirri umræðu, kasta spurningum út í samfélagið og ná upp umræðu áður en lengra verður haldið. A-mvnd: e.ói. því góða milli þessara flokka. Sagan talar sínu máli og er alltaf á bak við og undir niðri. Síðan er Kvennalistinn með sína sérstöðu, sínar feminisku áherslur. Hingað til hafa þessir flokk- ar ekki viljað gera veg kvenna sér- staklega mikinn. Hvað þá að þeir geri sér grein fyrir að þetta er spuming um breyttar áherslur, breytt vinnubrögð og nýjar hugmyndir. En vitaskuld þarf að ræða þetta allt. En það á ekki að gera með þeim hætti að einhverjir forystumenn setjist niður heldur eins og gert var á fundinum á mánudags- kvöldið. Menn eiga að ræða málin vítt og breitt, hleypa sem allra flest- um að þeirri umræðu, kasta spuming- um út í samfélagið og ná upp um- ræðu áður en lengra verður haldið. Jarðvegurinn verður að vera til staðar og það kemur þá fljótt í ljóst hvort gmndvöllur er íyrir hendi eða ekki,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir. ■ Yfirlitssýning á verkum Kjarvals frá aldamótum til 1930 Engar byltingarkenndar breytingar á vitnesKju um Jóhannes Kjarva' - en fleiri heimildir en áður hafa verið til á einum stað, segir Kristín Gunnarsdóttir listfræðingur í samtali við Alþýðublaðið. „Núna ætlum við að sýna verk frá aldamótum til 1930. Sýningin verður byggð upp í tímaröð og það ætti að gefa fólki kost á að rekja sig í gegnum feril hans," segir Kristín Guðnadóttir sýningarstjóri. Hér stendur Kjarval við eitt af eldri verkum sínum. A-mynd: Jóhann Vilberg „Sýningarstjóri sér um sýninguna og er ábyrgur fyrir undirbúningsvinnu og rannsóknavinnu. Ég skrifa grein í sýningarskrána, sé um val verka og upphengingu," sagði Kristín Gunn- arsdóttir listfræðingur í samtali við Alþýðublaðið, en hún er sýningar- stjóri yfirlitssýningar á verkum Jóhannesar Kjarval sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum 16. septem- ber næstkomandi. „Undanfarin ár hefur farið fram mikil gagnasöfnun innan safnsins, heimilda um Kjarval hefur verið leit- að. Við höfum safnað öllum skrifleg- um heimildum um hann; bréfum frá honum og til hans, öllu útgefnu efni eftir hann - þetta voru undirstöðumar að rannsóknavinnunni. Gagnasöfnun- in var viss homsteinn að nýjum rann- sóknum." Hafa rannsóknirnar leitt eitthvað nýtt í Ijós? „Þær hafa ekki dregið fram neinar byltingarkenndar breytingar á vitn- eskju um Kjarval. En það er búið að endurgera æviferil hans; við gátum leiðrétt ýmis ártöl og atburði í æviferli hans því við höfðum aðgang að fleiri gögnum en áður hefur verið. Við höfum getað varpað vissu ljósi á vinnubrögð hans. Til dæmis fundust mjög athygliverðar ljósmyndir sem hann notaði sem uppistöðu við gerð veggmyndar í Landsbankanum. Þetta er merkileg heimild um að hann hafi notað ljósmyndimar sem írumheimild við gerð verkanna. Við teljum mjög líklegt að hann hafi tekið ljósmynd- imar sjálfur, svo skissaði hann út frá þeim - þær skissur hefur safnið átt lengi - og gerir loks verkin á veggina. Svona getum við rakið þrjú stig i vinnuferli þessara verka. Að vissu leyti hefur verið hægt að endurmeta þetta tímabil - frá alda- mótum til 1930 - í lífi Kjarvals. Ég hef skrifað grein um helstu áhrifa- valda hans og merki þeirra í stflþrifum hans, sem verður birt í sýningar- skránni." Hverjir voru helstu áhrifavaldar Kjarvals ? „Kjarval fer til London fyrst árið 1902. Þar kynnist hann Turner og Blake - það em fyrstu kynni hans af heimsmenningunni, sem höfðu mikil áhrif á hann. Hann dvaldi um nokk- urra mánaða skeið í London, ætlaði iyrst að reyna að komast í nám þar, en það tókst ekki. Á vordögum fór hann þá til Kaupmannahafnar þar sem hann komst inn í Tækneskole og seinna inn í Akademíuna. í Kaupmannahöfn kynnist hann enn nýjum menningar- heimi; hann var mjög upptekinn af danskri samtímalist, dönskum mó- dernisma og kúbisma. Hann býr í Kaupmannahöfn í tíu ár, en dvelur nokkur sumur á íslandi. 1920 fór hann í námsferð til Rómar og sest að á ís- landi 1922.“ Er ekki alltaf verið að halda Kjar- valssýningar? „Fjöldi Kjarvalssýninga hefur verið haldinn á Kjarvalsstöðum, en það hafa verið þemasýningar. Til dæmis hafa einkasöfn verið sýnd, verk úr eigu safnsins eða uppstillingar eða eitthvað þvíumlíkt. Það eru tíu ár síð- an yfirlitssýning yfir verk hans var haldin, sú síðasta var aldarafmælis- sýningin árið 1985. Núna ætlum við að sýna verk frá aldamótum til 1930. Sýningin verður byggð upp í tímaröð og það ætti að gefa fólki kost á að rekja sig í gégnum feril hans. Það verða sýnd verk írá því áður en hann fór til náms í útlöndum, verk sem hann málaði í London, námsverkefni frá Kaupmannahöfn, verk sem hann málaði þegar hann heimsótti fsland og svo verk sem hann málaði þegar hann var sestur hér að. Ferlið verður rekið svona stig af stigi. Það verða sýnd um það bil 90 verk. í sýningarskrá verður grein sem fjallar um stflþróun Kjarvals. Þá verð- ur æviferill hans tíundaður, mun ítar- legar en áður hefur verið unnt.“ ■ Tvennum sögum fer af gæðum vinnubragða karlmanna í fiskvinnu Vinnubrögð karlmanna grófari en kvenna við snyrtingu og pökkun, segir Magnús Helgason frystihússstjóri í Hrísey. „Ég hef sjálfur unnið svona störf og viðurkenni að karlmenn eru grófari við þessi störf, má ekki þeirri nýtingu og afköstum sem afkastamestu kon- umar ná,“ sagði Magnús Helgason, ífystihússstjóri Kaupfélags Eyfírðinga í Hnsey, í samtali við dagblaðið Dag fyrir skemmstu. Tilefni þessara orða Magnúsar er að Páll Pétursson fé- lagsmálaráðheiTa hefur nú til skoðun- ar mál þarsem karlmönnum hefur ver- ið neitað um vinnu í frystihúsi sem taldi að um hefðbundin kvennastörf væri að ræða. Slflct brýtur gegn jafn- réttislögum og Dagur spurði því ffystihússstjórann í Hrísey hvort það væri reynsla hans að karlmenn séu lakari starfskraftur við snyrtingu og pökkun á flæðihriu og kvað sá já við spumingunni. Magnús Helgason tók þó fram í Degi, að „þessi störf hafa að langmestu leyti verið unnin af karl- mönnum á frystitogurunum og engan hef ég heyrt kvarta yfir því. Og auð- vitað er betra að hafa karlmenn við þessi störf en alls enga.“ Ingibjörg Sólrún borgarstjóri lagöi sitt af mörkum til Landssöfnunar Rauða krossins um helgina og gekk meðal annars í hús með bauk og safnaði. A-mynd: E.ÓI. ■ Landssöfnun Rauða krossins 25 milljón- ir komnar í baukana Rauði kross íslands gekkst fyrir ijársöfnun um land'allt á sunnudaginn var til styrktar konum og bömum sem búa við neyð í gömlu Júgóslavíu og afskekktum héruðum Víetnam. Söíh- unarféð rennur óskipt til hjálparstarfs- ins og síðast þegar fréttist var upp- hæðin komin í 25 milljónir. Það voru ótal sjálfboðaliðar sem gengu í hús með sérstaka söfnunar- bauka sem merktir vom Rauða krossi Islands og á þeim hvfldi þungi söfhun- arinnar, en einnig liggja gíróseðlar Hjálparsjóðs RKI frammi í bönkum og sparisjóðum. Deildir innan RKÍ hafa umsjón með skipulagningu söfn- unarinnar, en 50 slflcar em starfandi í landinu. Alþjóðahreyfing Rauða krossins hefur helgað konum og bömum hjálp- arstarf sitt á þessu ári, enda verða þau iðulega verst úti þegar neyðarástand skapast vegna átaka eða af öðmm or- sökum. Vamarleysi þeirra er oft al- gjört. Um 50 milljónir manna em nú á vergangi í eigin landi eða hafa neyðst til að flýja heimaland sitt. Um 80 af hundraði þeirra eru konur og börn. Skilaboðin um neyðina komust síðan vel til skila til fslensku þjóðarsálarinn- ar og viðtökumar vom góðar. ■ Lundaveiðin góð í Eyjum Hundrað þúsund lundar veiddir Lundaveiðitímabilið er á enda í ár. Almennt eru menn ánægðir með sumarið sem fór rólega af stað í veiðinni en síðan sóttu menn í sig veðrið er á Ieið. Veiðimenn segja að áberandi meira hafi verið af fugli í sumar en áður og bendi það til að stofninn sé fráleitt að minnka. Þetta kom fram í Vestmannaeyja- blaðinu Fréttum um síðustu helgi. Engir munu þó vera jafnánægðir og Ystaklettsmenn, en þeir veiddu 223 kippur að sögn Frétta og slógu gamla veiðimetið: 186 kippur. Þess má geta að ein „kippa“ telst vera 100 fuglar. Blaðið ræddi við Eyjamenn og voru flestir sammála um að sumar- ið væri yfir meðallagi gott og þann- ig veiddu til dæmis Eilliðaeyingar 130 kippur, Bjarneyingar 120-130 kippur og á heildina litið giska menn á að veiðin sé ekki undir þús- und kippum sem gerir hvorki meira né minna en hundrað þúsund lunda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.