Alþýðublaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 6
6 s k ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 i I a b o ð Til Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðir og tæki vegna Vélamið- stöðvar Reykjavíkurborgar. t Minning Erlendur Vilhjálmsson 1 Dráttarvél Fiat 70/90, 4x4 með snjótönn árg. 1987 2 Salt/sanddreifikassi Epoke árg. 1980 3 Salt/sanddreifikassi Epoke árg. 1986 4 Malbiksvaltari HAMM 2800 kg árg. 1982 5 Mitsubishi sendibíll árg. 1988 6 Scania vörubíll LS 111 árg. 1981 7 Malarflutningavagn (festivagn) árg. 1970 8 Toyota Corolla fólksbíll árg. 1988 9 M. Benz D409, 11 manna fólks/sendibíll árg. 1986 10 Volvo FL6 árg. 1988, m/körfu Ruthman árg 1976 11 Mitsubishi sendibíll árg. 1988 12 M. Benz L1213 vörubíll með krana, skemmdur eftir umferðaróhapp árg. 1985 13 M. Benz D207, gamall bíll frá Ferðaþj.fatlaðra árg. 1982 14 M. Benz 1513 sendibíll árg. 1986 15 Mitsubishi L300 4x4jeppi árg. 1987 16 Lada Station fólksbíll árg. 1988 17 Ford Econoline, sendibíll frá SVR árg. 1977 18 M. Benz L608 m/6 manna húsi og palli árg. 1986 19 Grind m/húsi, M. Benz 1613/og sorptunnu Kuka árg. 1980 20 Toyota Hilux frá SVR árg. 1982 Einnig þrjár snjótennur á dráttarvélar og kerra fyrir dráttarvél. Tækin verða til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Skúlatúni 1 (nema saltdreifikassarnir, festivagninn, dráttarvélakerran og grindin af M. Benz 1613 m/sorptunnunni á svæði Vélamið- stöðvar á Ártúnshöfða) dagana 2. 3. og 4. október nk. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 5. október kl. 14.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ™ Útboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í byggingu á 3. áfanga Ölduselsskóla. Útboðið nær til aðstöðusköpunar, jarðvinnu, sökkla og botn- plötu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykajvík, gegn kr. 10.000,- skiltryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. októ- ber 1995, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 iJ Landsvirkjun Útboð Aflspennar Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í aflspenna fyr- ir Steingrímsstöð og írafossstöð í samræmi við útboðs- gögn SOG-02. Verkið felur m.a. í sér deilihönnun, efnisútvegun, fram- leiðslu, samsetningu og prófun á 40/20/20 MVA, 132(66)6,6 kV aflspenni fyrir Steingrímsstöð og 63/63/3,15 MVA, 220/132/11 kV einvafsspenni fyrir írafossstöð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudegin- um 2. október 1995 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000,- m/VSK. fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunnar í Reykja- vík, fyrir kl. 13.00 mánudaginn 6. nóvember 1995, en sama dag kl. 14.00 verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. LANDSVIRKJUN Sími: 515 9000 Erlendur Vilhjálmsson fæddist í Vinaminni á Eyrarbakka árið 1910. Hann lést í Borgarspítai- anum 24. september síðastiiðinn. Foreidrar hans voru Vilhjálmur Asgrímsson og Gíslína Erlends- dóttir. Systkini Erlendar voru fjögur: Guðmunda Vilhjáims- dóttir, Vilhjálmur S. Vilhjálms- son, Gíslína Vilhjálmsdóttir, sem nú eru látin, en eftirlifandi er systir þeirra, Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir. Hann kvæntist Herdísi Jónu Guðnadóttur og ættleiddu þau saman einn son, Guðna Erlendsson, sem er kvæntur Steinunni Skúladóttur og búa þau í Kaupmanna- höfn. Erlendur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam hag- fræði við Háskólann í Os- ló. Erlendur var einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkis- ins og deildarstjóri lífeyr- isdeildar frá 1936 til 1977. Mig langar í örfáum orð- um að minnast frænda míns og móðurbróður, Erlendar Vilhjálmssonar, eða Linda eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar. Ég man fyrst þegar ég fór með móður minni í heimsókn til Linda og Dísu hvað mér þótti þessi bróðir hennar svolítið sérstakur. Hann reykti pípu og átti sjö píp- ur, eina fyrir hvern dag vikunnar. Einnig var þarna læstur skápur með gleri í þurðinni þar sem rifflar voru geymdir, en Lindi var mikill áhugamaður um al- hliða Veiðiskap, og varð síðar for- maður Skotfélagsins. Lindi vann mikið að félagsmál- um. Hann varð formaður í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur og for- maður í Byggingafélagi alþýðu til margra ára. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins og deildarstjóri lífeyris- deildar frá 1936 til 1977. Hann var í eðli sínu, eins og sagt er um góða jafnaðarmenn, eðal- krati. Hann var réttsýnn og fljótur að greina kjarna mála og hafði ávallt að leiðarljósi í gegnum þunnt og þykkt bættan hag þeirra sem minna máttu sín. f samtölum yfir kaffibollum á heimili þeirra hjóna miðlaði hann mér af reynslu sinni og fróðleik á bókmenntum og listum og því sem honum var huglægast, sem var mannkærleikur, og að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ég kveð þig nú, Lindi frændi, en þú munt vera í huga mínum um alla framtíð. Þinn frændi og vinur, Ólafur Kr. Hafsteinsson og fjölskylda, Smárahvammi 16, Hafnarfirði. Hinn 24. september síðastliðinn andaðist í Reykjavík móðurbróðir minn Erlendur Vilhjálmsson, fyrr- verandi deildarstjóri hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, eftir mikil og ströng veikindi. Erlendur var fæddur á Eyrarbakka 11. septem- ber 1910 og var því nýlega orðinn 85 ára þegar hann lést. Erlendur var þriðja barn foreldra sinna en systkinin voru sex talsins en eitt dó í bernsku, þau sem upp komust voru: Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson, rithöfundur og blaða- maður, Guðmunda húsmóðir, Ingi- björg húsmóðir, sem lifir öll systk- ini sín og Gíslína, deildarstjóri, en hún andaðist í júní síðastliðnum en ætíð var náið samband á milli Er- lendar og hennar. Foreldrar Erlendar fluttu til Reykjavíkur í kringum 1920. Eftir að Erlendur lauk barnaskólaprófi fór hann að vinna fyrir sér eins og títt var hjá börnum alþýðufólks á þeim tíma. Hann vann meðal ann- ars við byggingu fyrstu verka- mannabústaða hér í borg og hjálp- aði þannig foreldrum sínum til að eignast íbúð í þeim, síðar varð Er- lendur formaður Byggingarfélags alþýðu og gengdi því í um það bil 25 ár. Með dugnaði og elju lauk Erlendur stúdentsprófi með- fram vinnu, enda var hann góðum námsgáfum gæddur. Hann hélt til hagfræðináms í Noregi en kom heim að ári liðnu, þar sem honum boðin ný staða hjá Tryggingastofn- un ríkisins og var hann með fyrstu starfsmönnum stofnun- arinnar, eins var það að hér heima beið hans konuefnið, Herdís Guðnadóttir. Erlendur starfaði hjá Tryggingastofnun ríkisins allan sinn starfsaldur. Erlendur var mikill jafnaðar- maður og starfaði mikið að málum Alþýðuflokksins, eins og fleiri af hans systkinum. Þegar ég minnist frænda míns Linda, eins og hann var kallaður af vinum og fjöl- skyldu, kemur mér fyrst í hug hve ljúfur og þakklátur hann var fyrir hvaða smágreiða sem ég gerði fyrir hann. Lindi var mjög fróður og víðlesinn ög eru mér ógleymanlegar þær kvöldstundir sem ég átti á heimili þeirra Dísu, þegar hann fór á kostum í frásagn- argleði sinni um skáld, bókmennt- ir, menn og málefni, jafnt í gamni og alvöru. Fyrir þessar stundir og svo margt annað vil ég nú þakká Linda frænda mínum og bið hon- um guðsblessunar. Dísu, sem staðið hefur eins og klettur við hlið hans alla tíð, Guðna, Steinu og barnabörnum, sem færðu honum mikla gleði og reyndust honum svo vel, sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Guðríður Magnúsdóttir. Afnotaréttur Fulltrúi framhaldsskólanema í kaupstað hringdi og sagði skólayf- irvöld hafa ákveðið að vísa nem- endum út úr herbergjum sínum um eina helgi og fá þau til gistingar fólki sem kemur í heimsókn. Nemendur greiða leigu fyrir af- not sín af herbergjunum og hljóta því að teljast leigjendur. Þrátt fyrir það sáu skólayfirvöldin ekki ástæðu til að biðja nemendur um Ieyfi, en ætluðust til að þeir hlýddu fyrirmælum. Nú er það svo að með leigu- samningi afsalar eigandi sér af- notaréttinum gegn gjaldi. Hann Leigan 1*3 -Æjt&liím Jón Kjartansson eR jm frá Pálmholti skrifar hefur því ekki umráðarétt yfir hinu leigða meðan leigusamningur gild- ir. Þetta virðist af undarlegum ástæðum vefjast fyrir mörgum hús- eigendum. Því sýnist enn einu sinni ástæða til að leggja áherslu á þetta. Eigandi getur í skjóli eignaréttar selt húsnæði sem er í leigu, en sal- an hefur ekki áhrif á leigusamning- inn. Kaupandi yfirtekur hann eins og hverja aðra kvöð. Eigandi hefur hins vegar ekki ráðstöfunarrétt yfir húsnæði sem hann hefur gert leigusamkomulag um, því leigu- samningur er sala á afnotarétti sem áður segir. Eignaréttur og afnotaréttur ex ekki það sama og þurfa ekki að fara saman. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Undirbúningur fyrir málefnaþing Ungra jafnaðarmanna Opnir fundir málstofa þar sem ályktanir þingsins verða undirbúnar. í kvöld: 18:30 - Málstofa um efnahags- og atvinnumál, Forseti: Gunnar Alexander Ólafsson Alþýðuhúsinu í Reykjavík, Hverfisgötu 8-10 Gunnar Alexander

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.