Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ a FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 s a g Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Rannsóknastofa Evrópu í sameindalíffræði - styrkir til doktorsnáms Á hverju ári eru veittir um tuttugu styrkir til doktorsnáms á ýmsum sviðum sameindalíffræði við EMBL (European Molecular Biology Laboratory) í Heidelberg. Styrkirnir eru veittirtil þriggja og hálfs árs. Nánari upplýsingar, umsóknareyðublöð og kynningarbæk- lingar fást hjá Dean of Graduate Studies, EMBL, Postfach 10.2209, D- 69012 Heidelberg, Þýskalandi, bréfsími: 00 49 6221 38755, tölvupóstfang: Clay@embl-heidelberg.de, vef- fang: http://www.embl- heidelberg.de/Externallnfo/PhdPro- gramme/PhD1 aacontents.html. Umsóknarfrestur rennur úr 15. janúar ár hvert og er styrkj- um úthlutað þremur mánuðum síðar. Miðað er við að styrkþegar hefji nám eigi síðar en 1. október. Menntamálaráðuneytið, 15. nóvember 1995 SIGLINGASKÓLIIMIM Námskeið til 30 tonna réttinda fyrir atvinnumenn og sport- menn. Kennsla samkvæmt kennsluskrá menntamálaráðu- neytisins. Næsta námskeið 4.-16. des. Tími: 0900-16.00 daglega. Námsefni: Siglingafræði, siglingareglur, stöðugieiki skipa, siglingatæki,.vélin, veðrið, skyndihjálp, fjarskipti, eldvarnir, björgunar- og öryggisbúnaður minni báta. (Slysavarnar- skólinn - smábátanámskeið). Námskeið til hafsiglinga (Yachimaster Off Shore) og út- hafssiglinga (Yuchtmaster Ocean), bókleg og til skútusigl- inga, verkleg. Kennsla í samræmi við körfur breska siglingasambandsins RYA. Bæklingur sendur ef óskað er. Upplýsingar og innritun í síma 588-3082. Siglingaskólinn Vatnsholti 8. Meðlimur í alþjóðasambandi siglingaskóla ISSA. Ungir jafnaðarmenn Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta sem hér segir: Mánudaga og þriðjudaga: 9-13 Miðvikudaga: 12-16 Firrímtudaga: 14-18 Framkvæmdastjórn SUJ Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði verður haldinn föstudaginn 24. nóvember klukkan 20.30. Dagskrá verður auglýst síðar. Formaður FUJ í Hafnarfirði. Aðalfundur Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn föstudaginn 24. nóvember 1995, að Hamraborg 14a, klukkan 19. Dagskrá auglýst síðar. Formaður.Leigjendasamtökin // Einstæð dagbók Elku Bjömsdóttur sem var sjónarvottur að Hvíta stríðinu í Reykjavík 1921 Allur bærinn er uppnámi /i í nýjasta hefti tímaritsins Ný saga er að finna stórfróðleg dagbókarbrot alþýðukonunnar Elku Björnsdóttur þarsem hún lýsir Hvíta stríðinu í Reykjavík 1921. Þá munaði litlu að til blóðugra átaka kæmi milli fylgismanna Olafs Friðriks- sonar ritstjóra Alþýðublaðsins og vopnaðra sérsveita yfir- valda - vegna munaðarleysingja sem Ólafur hafði tekið með sér frá Rússlandi. Elka Bjömsdóttir var sjónarvottur að at- burðunum 1921, greininni í Nýrri sögu fylgja ljósmyndir sem ekki hafa birst áður opinberlega. Alþýðublaðið - sem fyrir 74 árum var undirlagt af greinum Ólafs ritstjóra um þessa atburði - fékk góðfúslegt leyfi til að birta kaflann í heild. Fyrst fer inngangur Guðmundar J. Guðmundssonar sagnfræðings um Hvíta stríðið og Ólaf Friðriksson, og þá dagbókarbrot Elku Bjömsdóttur. / nóvember árið 1921 kom í tvígang til harðra átaka við Suðurgötu 14 í Reykjavik, heimili Ólafs Friðrikssonar ritstjóra Alþýðublaðsins. Tildrögin voru þau að Ólafur hafði þá um sumarið farið á þing Komintem (Alþjóðasambands kommúnista) í Moskvu. Þar tók hann upp á sína arma munaðarlausan gyð- ingadreng, Nathan Friedmann að naihi. Nokkru eftir komuna til fslands kom í ljós að drengurinn var með smitandi augnsjúkdóm sem nefnist trachoma. Eftir að heilbrigðisyfirvöld vissu þetta lögðu þau til að drengurinn yrði fluttur úr landi. Ólafur túlkaði þetta sem pólit- ískar ofsóknir á hendur sér og voru stuðningsmenn hans innan Alþýðu- flokksins á sama máli. Hinn 18. nóvem- ber gerði lögreglan tilraun til að ná drengnum, en þá dreif að mannsöfnuð sem hrakti lögregluna á brott eftir hörð átök. Barst Ólafi liðsstyrkur víða að, meðal annars lögðu nokkrir pólitískir andstæðingar hans úr vesturbænum honum lið á þeirri forsendu að kjaminn í lögreglunni væri úr austurbænum. Hrakfarir lögreglunnar og lítill vilji innan liðsins til frekari aðgerða urðu til þess að 22. nóvember var Jóhann P. Jónsson, skipherra á björgunarskipinu Þór, settur lögreglustjóri. Jóhann var sjóliðsforingi að mennt og stofnaði þeg- ar varalögreglusveit sem átti að útkljá málið. Alls voru í liði þessu um 80 manns og var því skipt í fjórar undir- deildir, um 20 í hverri. Fengu varalög- regluþjónarnir grunnþjálfun í margs konar hemaðarkúnst, vora látnir ganga í takt og vopnaðir remingtonriflum og kylfum. Lið Jóhanns, setts lögreglu- stjóra, merkti sig með hvítum borðum um vinstri upphandlegg og var því kall- að hvíta liðið og liðsmennimir hvítliðar eins og tíðkaðist að kalla hægri menn í rússnesku byltingunni og borgarastyij- öldinni í Finnlandi. Aðalstöðvar hvítlið- anna voru í Góðtemplarahúsinu, Gúttó, þar sem nú er bílastæði Alþingis, og handan götunnar í Iðnó, en hjúkranar- gögnum var komið fyrir í gömlu slökkvistöðinni við Tjamargötu og Gút- tó, því búist var við átökum, meiðslum og jafnvel mannfalli. Á þessum stöðuni og reyndar víðar, svo sem við bankana, vora vopnaðir menn á verði. Um hádegi hinn 23. nóvember lögðu hvítliðamir til atlögu og handtóku Ólaf og helstu stuðningsmenn hans. Ólafur og félagar ákváðu að veita ekki mót- spyrnu og verður ekki heldur séð á myndum að hvítliðar hafi verið vopnað- ir öðra en bareflum í aðförinni sjálfri. Hinir handteknu vora fluttir í fangelsi upp á Skólavörðustíg, en Nathan Fried- mann og Anna, kona Ólafs, vora sett í einangran. Drengurinn var síðar fluttur úr landi, en Ólafur og félagar hans dæmdir til fangavistar. Ekki var dómun- um framfylgt og vora hinir dæmdu náð- aðir skömmu síðar, meðal annars fyrir tilstuðlan Jónasar frá Hriflu sem var gamall kunningi Ólafs. Þegar frá leið þótti lítil upphefð í því að hafa verið í hvíta liðinu og vildu fáir við það kann- ast er þar höfðu verið. Hvíta stríðið hafði djúp- tækar pólitískar afleiðing- ar fyrir Alþýðuflokkinn. Stjóm flokksins neitaði að styðja Ólaf í þessum átök- um og taldi þetta persónu- legt mál hans. Skömmu síðar var honum svo vikið frá sem ritstjóra Alþýðu- blaðsins. Þessi atvik urðu því tíl að skerpa andstæð- urnar í Alþýðuflokknum milli hægfara umbóta- manna og byltingarsinna sem síðar mynduðu kjam- ann í Kommúnistaflokki íslands. Yfirvöld héldu því fram að aðförin að Ólafi væri til komin vegna þess að drengurinn væri haldinn smitsjúkdómi og hefði ekkert með pólitík að gera. Þetta er þó varla nema hluti sannleikans því ekk- ert var gert til að einangra drenginn eftir að sjúkdóm- urinn hafði verið greindur. Næsta víst er að stjómvöld hafa hugsað sér að nota þetta tækifæri til að klekkja á óþægilegum pólitískum andstæðingum og sýna með ótvíræðum hættí hver það væri sem hefði töglin og hagldimar. Um þessar mundir bjó Elka Bjöms- dóttir verkakona í gömlu slökkvistöð- inni og hafði því gott tækifæri til að fylgjast með því sem fram fór. Hún hélt dagbók og segir þar frá því sem gerðist þessa örlagaríku daga. Þessi dagbókar- brot hafa ekki verið birt áður á prenti. Fyrir nokkra fundust svo í myndasafni Helga Jónssonar, bróður Jóhanns skip- herra, sjö myndir sem teknar vora 23. nóvember. Nokkrar þessara mynda hafa birst áður, en þrjár þeirra hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir. ... Það er af Nathani Friedmann að segja að hann settist að í Frakklandi og varð franskur ríkisborgari. Hann lést skömmu fyrir heimsstyijöldina síðari. Úr dagbók Elku Björns- dóttur Sunnudagur 20. nóvember 1921 Tíðindi mikil vora það í tilbreytinga- leysinu hér í Reykjavflc núna að f fyrra- dag sló í bardaga milli Ólafs Friðriks- sonar og lögreglunnar út af dreng, mun- aðarlausum sem Ólafur kom með sér frá Rússlandi í haust og reyndist hafa snert af hinni svonefndu egypsku augnveiki trachoma og stjómin þess vegna vísað úr landi vegna sýkingarhættu. Vildi Ól- afúr ekki láta henda þessum einstæðing út í veröldina þannig og neitaði að ffam- selja nauðugan um borð í Botm'u er fara átti til Hafnar í fyrradag. Gerði þá lög- reglan húsbrot hjá Ólafi og náði drengn- um, en Ólafúr og hans menn tóku hann aftur og bára inn í húsið og vörðu síðan lögreglunni inngang, og varð hún að hafa það við svo búið. Allur bærinn var í uppnámi, állar götur fullar hér í grennd, bæði af jafnaðar- og Alþýðu- Óvígur her. Hvítliðasveit í Suður- götu undirbýr atlögu að heimili Ólafs Friðrikssonar. í sveitinni sem gerði árás voru 45 menn en aðrir voru á verði við bækistöðv- ar hvítliða eða héldu mannfjöld- anum, sem sést á horni Vonar- strætis og Suðurgötu, í skefjum. flokksmönnum og öðram sem samúð höfðu með drengnum og'svo þeim sem fylgja vildu lögreglunni að illu verki, en jreir virtust þó færri og ekki urðu margir til að aðstoða hana þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir lögreglustjóra; sumir þeirra gerðu þó allmiklar skemmdir á húsinu (Suðurgötu 14) og einn hentí steini inn um glugga og mun hafa ætlað Ólafi en hitti ekki, og fleira eftir þessu. Ólafur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.