Alþýðublaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 m e I a m i d Marx og fingels, póst-sovéskrar myndlistar, en gætu þó líka blekbullaranna. Sömu náungarnir og létu valta yftr sýninguna okkar stóðu íyrir þessari jarðýtuvinnu." Ljósaskilti á hof Leníns Komar og Melamid vildu varðveita söguna. Þeir veltu fyrir sér hvort hægt væri að finna einhvetja aðra leið en þá að ýmist tilbiðja eða mölva minnis- varða. Ef til vill gæti sú stétt sem átti hér sök að máli - myndlistarmenn - fundið þeim annað og endingarbetra hlutverk. Árið 1993 efndu þeir til hugmyndasam- keppni um hvað gera ætti við þau ógtynni opinberra minnisvarða í fyrrum . Sovétríkjunum sem glömnar bíða þar eð pólitísk skilaboð þeirra eiga ekki lengur upp á pallborðið. 150 listamenn hvaðanæva að úr heiminum sendu inn tillögur, flestar í slcoplegri kantinum. Rússneski innflytj- andinn Vladimir Nekrasov vildi að öll- urn áróðursstytmnum af Lenín - stand- andi Lemri, sitjandi Lemri, niðursokkinn Lenín, þrumandi Lenín - yrði raðað í beina línu er næði frá Stalíngrad, nú Volgograd, út í Finnlandsflóa og þannig „yrði kommúnisminn hrakinn aftur til Vesturlanda þar sem hann á upptök sín“. Susan Hoetzel þótti aftur á móti vissara að fjarlægja styttuhausana og setja sjónvarpsskjái í þeirra stað sem súÚa mætti í samræmi við hina pólitísku vindátt hverju sinni. Sjálfir skrifuðu Komar og Melamid forseta Rússlands, Boris Jeltsín, bréf þar sem þeir lögðu úl að grathýsi Leníns fengi að standa, en því yrði breytt. Glerskrín Leníns yrði flutt um set og hlaupandi ljósaskilti fest á bygginguna er geislaði nafni leiðtog- ans milli þess sem lesa mætti nýjustu fréttir, veðurhorfur næsta sólarhring, ljóð og jafnvel klausur úr Biblíunni. Hofið fengi þannig á sig vinalegri blæ um leið og það vitnaði um „fáfengil- eikra allra útópía". Sjálfir hafa Komar og Melamid sagt: ,Málið er að þessi sýning var algjört eg- óflipp. Jú, það verðúr að varðveita sög- una fyrir næstu kynslóðir og allt það. En þessir minnisvarðar eru okkur ekki bara saga, þeir endurspegla líf okkar. Það eru ekki endilega minnisvarðamir sem við viljum varðveita, heldur hinn fallegi og yndislegi heimur æskuáranna." Lífið er mýri Þótt Komar og Melamid hafi verið orðnir kapítalíse- raðir fram í pens- ilhár, færðu Bandaríkin þeim heim sanninn um að grasið er ekki grænna hinu meg- in. Grænkan kem- ur að innan: „Áð- ur en við komum hingað trúðum við á ffamfarir en vera okkar í Bandaríkj- unum eyðilagði þá tálsýn," segir Mel- damid. „Við lærðum að hlutimir Kða í hringi. Sumir sjá lífið fyrir sér sem á en við lítum á það sem mýri, eitthvað sem sekkur, rotnar og gýs svo aftur upp - það er lífíð. Þessi vesúæna hugmynd að allt sé í framför er einfaldlega röng, og það em vissu- lega engar fram- farir í listum. Pollock er ekki betri en Poussin." Skoðanakönn- un Hagvangs, sem framkvæmd var í febrúar 1995, er hluti af alheimsút- tekt Komars og Melamids á því hvað almenningur vilji helst sjá í málverki. Fljótt á litið gætu menn dregið þá ályktun að hér sé einungis um lang- dregna og rándýra skrýtlu að ræða, rétt þokkalega fyndna miðað við allt til- standið. Aðalgildi könnunarinnar felst hins vegar ekki í niðurstöðunni heldur í þeim spumingum sem hún lumar á og lætur áhorfandanum/lesandanum eftir að svara. Er eðlilegt í okkar svokallaða lýðræðisþjóðfélagi að listmiðlun sé stjómað af þröngum hópi manna? Ef svo er ekki, með hvaða leiðum er hægt að koma á fót jafhari dreifíngu á milli valds og vals? Skiptir það listheiminn, þennan lærða og lokaða sem „allt veit betur“, nokkru hvort almenningi líkar við framlag hans - jafnvel þegar hann gerir sér far um að höfða til lýðsins? (Eða nægir meðlimum hans ef til vill að fá um sig „góða gagnrýni" í réttum blöðum og hagstæðari tilboð á enn úgn- ari stöðum?) Hefur lýðræði óhjákvæmi- lega í för með sér „gæðarýmun"? Er Greinin er að stofni til ritgerð Hannesar Sigurðssonar listfræðings „Á söguslóð- um Komars og Melamids". Hún hefur verið nokkuð stytt og sumar millifyrir- sagnireru Alþýðublaðsins. Málverkið sem bandaríska þjóðin vildi helst sjá, meðalstór stofu- mynd af George Washington, þremur sumarklæddum orlofsþeg- um og tveimur dádýrum við logn- stillt stöðuvatn. Málverkið sem Bandaríkjamenn vildu sist sjá, hrjúfir, skræpóttir þrí- hyrningar í ruglingslegri skipan. „framúrstefnulistin“ á villigötum? Er hugsanlega viðeigandi að fara fram á fullkominn aðskilnað ríkis og lista? Em lögmál markaðarins, sem tekið hafa af skarið á flestum sviðum þjóðh'fsins, há- listinni ekki samboðin? Listheimurinn kann að flissa með sjálfum sér yfir þessum sniðugheitum félaganna en hafi hann ekki haldbær svör á reiðum höndum gæú það átt efúr að koma honum óþyrmilega í koll. Hinn raunverulegi brandari er þegar haftnn. Sá hlær best sem... ■ Myncllist fyrir fólkið Allir þekkja Erró Komar og Melamid hafa látið gera könnun á myndlistarsmekk í ein- um tólf löndum og upp úr þeim mála þeir svo eftirsóttasta og síst eftirsóttasta málverk viðkomandi þjóðar. Hér fara á eftir nokkur for- vitnileg brot úr Hagvangskönnun sem þeir létu gera fyrir sig í febrú- ar 1995. Hún náði til eitt þúsund íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára og voru þátttakendur beðnir um að svara alls 49 spurningum. Eftir könnuninnLhafa Komar og Melamid svo gert tvö málverk sem verða afhjúpuð á Kjarvalsstöðum á morgun. Þegar þú velur málverk, Ijós- myndir eða aðrar tegundir lista- verka fyrir heimili þitt, hvort finnst þér að þú hallist meira að nútímalegum eða hefðbundnum stfl? Nútímalegt 18% Hefðbundið 58 Blandað 15 Gerir ekki upp á milli 6 Ekki viss 3 Margir eru hrifnir af málverkum sem hafa ákveðið viðfangsefni, til dæmis dýr. Hvort kysirðu frekar að sjá málverk af villtum dýrum (t.d. ísbjörn, refur, hrein- dýr) eða húsdýrum (t.d. hestur, kind, hundur)? Villt dýr 57% Húsdýr 19 Bæði 10 Hvorugt 10 Ekki viss 4 Geturðu sagt mér hver af eftir- töldum útistöðum höfðar mest til þín? Málverk af skógi eða kjarrlendi 11% Málverk af vatni, á eða hafi 21 Málverk af fjöllum, hrauni eða óbyggðum 41 Málverk af túnum eða engjum 3 Málverk af borg 1 Málverk af húsum eða öðrum mannvirkjum 5 Ekkert af ofantöldu 2 Skiptir ekkí máli 7 Veltur á ýmsu 8 Ekki viss 1 Hvaða árstíð vildirðu helst sjá í slíku málverki? Vetur 8% Sumar 20 Vor 13 Haust 44 Skiptir ekki máli 9 Veltur á ýmsu 5 Ekki viss 1 Hvort fellur þér betur að geði, málverk sem ýkja raunveruleik- ann eða málverk sem eru algjör- lega abstrakt og hafa ekkert með raunveruleikann að gera? Ýkja raunveruleikann 59% Algjörlega abstrakt 20 Velturáýmsu 16 Ekki viss 5 Og hvort ertu meira fyrir í lista- verkum, hvöss horn eða ávala boga Hvöss horn 19% Ávalir bogar 51 Veltur á ýmsu 23 Ekki viss 7 Ef þú hugsar aðeins til þeirra málverka sem hrífa þig og sýna fólk, geturðu sagt mér hvort það er yfirleitt að störfum, ■ makind- um sínum eða uppstillt? Að störfum 58% í makindum sínum 13 Uppstillt 12 Ekki viss 17 Og ef þú dæmir út frá því sem þú hefur séð, hvort kanntu betur við að sjá fólk í málverkum nak- ið, léttklætt eða alklætt? Nakið 6% Léttklætt 25 Alklætt 23 Veltur á ýmsu 43 Ekki viss 3 Hvað er hámarksupphæð sem þú værir til í að greiða fyrir lista- verk sem virkilega heillaði þig? 0-5 þúsund 4% 5-15þúsund 8 5-30 þúsund 13 30-60 þúsund 19 60-120 þúsund 15 120-240 þúsund 5 240-500 þúsund 6 500 þúsund 4 Ekki viss 26 Ertu með eða á móti stærra ríkis- framlagi til myndlistar í landinu, en það nam að meðaltali um 1040 krónum á hvern skatt- greiöanda á síðasta ári (1994)? Eða viltu kannski láta afnema það með öllu? Með 36% Á móti 13 Afnema 13 Óbreytt 24 Ekki viss 14 Mig iangar núna til að lesa upp nöfnin á nokkrum þekktum lista- mönnum, bæði lifandi og látnum. Geturðu sagt mér hvort list þess- ara manna virkar mjög jákvætt á þig, jákvætt, hlutlaust eða nei- kvætt á þig. Nöfn sumra þessara listamanna eru minna þekkt en önnur, þannig ef þú hefur aldrei heyrt þeirra getið eða vantar meiri upplýsingar um list viðkomandi til að hafa skoðun á henni þá skaltu alveg vera ófeimin(n) við að segja það. Mjög jákvætt Jákvætt Hlutlaust Neikvætt Þekkir ekki Pablo Picasso 11% 43 18 14 ■ 14 Jóhannes Kjarval 25% 54 12 14 4 Salvador Dali 9% 24 19 15 32 Pórarinn B. Porláksson 3% 12 11 2 72 Svavar Guðnason 5% 17 14 7 57 Rembrandt 15% 35 13 3 34 Louisa Matthíasdóttir n% 21 11 5 52 Claude Monet 8% 13 9 2 68 Erró 23% 39 14 22 2 Jackson Pollock 1% 4 8 2 85 Georg Guðni 1% 4 9 1 85

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.